Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 32
33 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 1. gr. Gildissvið og markmið. Reglugerð þessi fjallar um alla flutninga á líflömb- um og kiðum yfir varnarlínur vegna endurnýjunar bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma, búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að alvarlegir smitsjúkdómar berist milli sóttvarn- arsvæða við flutning líflamba. 2. gr. Skilgreiningar. Líflambasölusvæði: Sóttvarnarsvæði eða landsvæði innan sóttvarnarsvæðis sem afmarkast af girðingum og/eða náttúrulegum hindrunum sem mynda far- artálma eða hindrun á samgangi sauðfjár við svæði þar sem riðuveiki hefur greinst, og uppfylla ákvæði 3. gr. Sóttvarnarsvæði: Landsvæði sem afmarkast af varnarlínum, ám, vötnum, sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra. 3. gr. Líflambasölusvæði. Líflambasölusvæði skulu uppfylla svofelld skilyrði: 1 Riðuveiki má aldrei hafa greinst þar. 2 Garnaveiki má ekki hafa greinst þar síðastliðin tíu ár. 3 Girðingar og náttúrulegar hindranir umhverfis það skulu vera fjárheldar. 4 Smitálag er lítið vegna riðuveiki á aðliggjandi sóttvarnarsvæðum. 5 Sauðfé frá öðrum sóttvarnarsvæðum má ekki hafa verið flutt til lífs inn á svæðið síðastliðin tuttugu ár nema frá viðurkenndum líflambasvæðum. 4. gr. Lungnapest, kregða, kýlapest og tannlos. Óheimilt er að flytja líflömb frá sóttvarnarsvæðum þar sem lungnapest, kregða, kýlapest eða tannlos hafa greinst síðastliðin tíu ár inn á sóttvarnarsvæði eða landsvæði innan sóttvarnarsvæða sem eru laus við þessa sjúkdóma. 5. gr. Leyfi til sölu líflamba. Sauðfjárbændur sem óska eftir að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl hvers árs á eyðublöðum sem stofn- unin lætur í té. Matvælastofnun skal halda skrá yfir sauðfjárbændur sem uppfylla skilyrði reglugerðar þessarar og heimild hafa til að selja líflömb. Eigi síðar en 1. maí skal Matvælastofnun taka ákvörðun um hvort umsækjendum skv. 1. mgr. sé heimilt að selja líflömb enda uppfylli þeir eftirgreind skilyrði: 1 Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði, sbr. 3. gr. 2 Eðlilegur fjöldi fullorðins fjár skal hafa verið sendur frá býli sauðfjárbónda í sláturhús eða haus- um skilað inn til sýnatöku vegna riðuveiki und- anfarin ár. 3 Sauðfjárbóndi skal uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár. 4 Sauðfjárbóndi skal hafa haldið fullnægjandi skráningar á viðskiptum með búfé og skráningar á sjúkdómum og lyfjanotkun í fé undanfarin ár. 5 Nautgripir skulu ekki hafa verið fluttir á bæinn frá bæjum utan sóttvarnarsvæðis nema með leyfi hér- aðsdýralæknis. 6 Smitvarnir á bænum skulu vera fullnægjandi. Sauðfjárbóndi heldur söluleyfi á milli ára, án umsóknar, svo lengi sem hann uppfyllir ofangreind skilyrði. Héraðsdýralæknar skulu sinna reglubundnu eftirliti með að líflambasölubæir uppfylli skilyrði reglugerðar þessarar. 6. gr. Leyfi til kaupa á líflömbum. Þeir sem óska eftir að kaupa líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. júlí hvers árs á eyðublöðum sem stofnunin lætur í té. Eigi síðar en 1. ágúst skal Matvælastofnun taka ákvörðun um hvort umsækjendum skv. 1. mgr. sé heimilt að kaupa líflömb enda uppfylli þeir eft- irgreind skilyrði: 1 Kaup eru gerð við sauðfjárbónda sem hefur leyfi til sölu líflamba skv. 5. gr. og ákvæði 4. gr. eiga ekki við. 2 Kaup á líflömbum eru gerð í því skyni að end- urnýja bústofn vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma, vegna búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús. 3 Kaupendur skulu uppfylla ákvæði reglugerða um aðbúnað, fóðrun og merkingar búfjár. 4 Smitvarnir á býli kaupenda eru fullnægjandi. 7. gr. Þrif á flutningstækjum. Flutningsaðili líflamba skal sjá til þess að flutnings- tæki séu þrifin og sótthreinsuð fyrir flutning og skal hreinsunin tekin út og vottuð af héraðsdýralækni. Flutningsaðili skal framvísa vottorði héraðsdýra- læknis sé þess óskað. 8. gr. Lyfjameðhöndlun. Matvælastofnun metur hverju sinni hvort þörf er á að meðhöndla líflömb gegn sníkjudýrum fyrir flutn- ing. Þóknun og ferðakostnaður héraðsdýralæknis, eða dýralæknis í umboði hans, vegna lyfjameðhöndl- unar greiðist úr ríkissjóði. Kostnaður vegna lyfja skal greiddur af seljanda líflamba. 9. gr. Skráningarskylda. Kaupendur og seljendur líflamba skulu fyrir 1. des- ember ár hvert skila til Matvælastofnunar upplýs- ingum um viðskipti með líflömb á árinu á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té. Matvælastofnun heldur skrá yfir viðskipti með líf- lömb og þá sem óska eftir leyfi til sölu á líflömbum og til kaupa á líflömbum. Nr. 550 11. júní 2008 10. gr. Viðurlög. Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur nema að fengnum leyfum og að uppfylltum ákvæð- um þessarar reglugerðar. Brot gegn ákvæðum reglugerðarinnar varða við- urlögum samkvæmt ákvæðum 30. gr. laga um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síð- ari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinbera mála. 11. gr. Gildistaka. Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síðari breytingum, og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar er heimilt á árinu 2008 að sækja um leyfi til sölu á líflömbum til 1. júlí og um kaup á líflömbum allt til 15. ágúst. Matvælastofnun skal gefa út leyfi til sölu á líflömb- um fyrir 1. ágúst og leyfi til kaupa á líflömbum fyrir 30. ágúst. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júní 2008. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson Arnór Snæbjörnsson Reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða Nr. 550 11. júní 2008 Hér við hliðina er birt nýútgefin reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða. Hún fjallar um alla flutninga á líflömbum og kiðum yfir varnarlínur, vegna endurnýjunar bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúk- dóma, búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús. Þeir sem hyggjast selja líflömb skulu sækja um það til Mat væla- stofnunar fyrir 1. júlí á sérstök um eyðublöðum, sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (www. mast.is). Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 1. ágúst eða hafnar um- sókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði reglugerðarinnar. Listi yfir þá sem fengið hafa leyfi til sölu á líflömbum verður birtur 1. ágúst. Þeir sem hyggjast kaupa líf- lömb skulu sækja um það til Matvælastofnunar fyrir 15. ágúst á sérstökum eyðublöðum, sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (www.mast.is). Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 30. ágúst eða hafn- ar umsókninni ef umsækjandi upp- fyllir ekki skilyrði reglugerðarinn- ar. Tímasetningar fyrir umsóknir um kaup og sölu í ár eru tilgreindar í ákvæðum til bráðabirgða í reglu- gerðinni en tímasetningar fyrir næstu ár eru tilgreindar í 5. og 6. grein hennar. Eftirtalin landsvæði uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um líf- lambasölusvæði árið 2008: Snæfellsneshólf (varnarhólf nr. 6) Steingrímsfjarðarhólf (varnarhólf nr. 9) Reykjaneshólf (varnarhólf nr. 10) Miðvestfjarðahólf (varnarhólf nr. 11) Öxarfjarðarhólf (varnarhólf nr. 23) Sléttuhólf (varnarhólf nr. 24) Þingeyjarsýsluhluti Norðaustur- landshólfs (varnarhólf nr. 25) Öræfahólf (varnarhólf nr. 30) Matvælastofnun metur allar um sóknir um kaup á líflömbum með tilliti til sjúkdómastöðu á svæði kaupanda samanborið við sjúkdómastöðu á því svæði sem hann hyggst kaupa frá. Rétt er að minna á að öllum flutningum á lifandi dýrum fylgir ákveðin smithætta og því mælt með að bændur stilli kaupum á fé í hóf og nýti sér sæðingar til kynbóta á fé sínu í stað þess að kaupa hrúta. Einnig skiptir miklu máli að ítrustu smitvarna sé gætt við flutning á fénu. Það er von Matvælastofnunar að þessar reglur verði til að ein- falda ferli leyfisveitinga vegna kaupa og sölu á líflömbum. Þó er hætt við að bæði sauðfjárbændur og Matvælastofnun verði í kapp- hlaupi við tímann í sumar þar sem reglugerðin kemur þetta seint út, en með góðri samvinnu ætti þetta að hafast. Að lokum skal tekið fram að Matvælastofnun gerði ráð fyrir að þessi grein yrði birt í Bændablaðinu sem kom út þann 24. júní sl. En þar sem það fór á annan veg er þeim sem eru fyrst núna að fá vitneskju um tímafrest til umsóknar um sölu á líflömbum, bent á að hafa samband við stofnunina (sími 530 4800). Tilraun til að einfalda leyfisveitingar Hlið sem hæfir heimreiðinni Sígild hönnun, vandað handverk www.fodur.is · Sími 570-9800 · Verslanir FB: Selfossi - sími 482-3767 · Hvolsvelli - sími 487-8413 · Egilsstöðum - sími 570 9860 Verslanir FB á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum bjóða nú vönduð hlið fyrir sumarhús og býli. Galvaniserað járn, breidd: 3,6m. Staurar og allar festingar með læsingum fylgja.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.