Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Út er komin bókin Úr sveit- inni, með undirtitilinn „Saga og ábúendur Torfalækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu“. Útgef- andi er Bókaútgáfan Hofi, sem Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal á og rekur. Tilefni útgáfunnar er það, að árið 2005 var Torfalækjarhreppur sam- einaður nokkrum öðrum hreppum sýslunnar í Húnavatnshrepp. Við það lauk sögu hreppsins sem sjálf- stæðs sveitarfélags og það varð Gísla á Hofi tilefni til að minnast tímamótanna með því að gefa út bók sem er eins konar bautasteinn til minningar um hreppinn. Bókin geymir í fyrsta lagi jarðaskrá og ábúendatal allra jarða í hreppnum þegar sameiningin fór fram, í öðru lagi er þar skrá um Fálkaorðuþega hreppsins og í þriðja lagi minning- arþættir tveggja hreppsbúa, ásamt sögubroti. Lengsti kafli bókarinnar er jarðaskráin og ábúendatalið, ásamt myndum af bæjum og húsráð- endum. Einnig er þar getið eft- irminnilegra fyrri ábúenda, sumra einnig þjóðkunnra. Þá eru í kafl- anum einnig víða skráðar minn- ingar kunnugra manna um eldri kynslóðir og vitnað í gamlar heim- ildir tengdar viðkomandi bæ, svo sem þjóðsögur og Íslendingasögur. Þessar viðbætur auka gildi kafl- ans og minna á „að hver einn bær á sína sögu“ og að saman halda þeir einnig minningu sveitarinnar á lofti. Annar meginkafli bókarinn- ar nefnist „Skrá um orðuþega frá Torfalækjarhreppi“. Þar er greint frá 15 manns sem fengið hafa fálkaorð- una og eru fæddir og uppaldir eða búsettir í hreppnum. Elstur þeirra er Þórarinn Jónsson alþingismað- ur á Hjaltabakka og yngst Elín Sigurðardóttir á Torfalæk. Ætla má að fáir eða engir hrepp- ar á landinu geti státað af jafn- mörgum orðuþegum. Jafnframt hafa margir þeirra skráð nafn sitt skýrum stöfum í þjóðarsöguna, auk þess sem þeir settu mikinn svip á samtíð sína. Umsagnir um þá eru allar vandaðar og vel undirbyggðar og gegna vissulega miklu hlutverki í þeim bautasteini sem hreppnum er hér reistur, en umsagnirnar eru ýmist eftir samstarfsmenn eða ætt- ingja orðuþega. Síðasti kafli bókarinnar nefn- ist „Sögur úr sveitinni“. Fyrsti þáttur hans er það efni bókarinnar sem lyftir mest anda lesandans, en óhætt er að segja að sá sé dauður maður sem njóti hans ekki. Kaflinn ber yfirskriftina „Tunglvélin“ og þar rifjar Jón Björnsson sálfræð- ingur frá Húnsstöðum upp æsku- minningar sínar úr sveitinni. Jón Björnsson hefur verið fastur gestur í útvarpinu að undanförnu með pistla sína, auk þess sem hann hefur skrifað bækur um ferðalög sín erlendis, svo sem um slóðir pílagríma á Spáni. Minningarnar í þessari bók eru annars vegar blanda af upplifunum barns sem er að uppgötva heiminn í kring- um sig, þar sem gerast skrýtin og skondin atvik. Hins vegar veltir hann vöngum yfir málefnum sam- tímans í víðasta skilningi með því hugmyndaríki og þeirri frásagn- arsnilld að fátt verður til sam- anburðar. Með það í huga að íslensk menning hefur frá fyrstu tíð fram- ar öðru verið menning orðsins og sagna- og kvæðaarfurinn verið einkenni Íslands úti um heim, þá er þessi frásögn hið íslenskasta af öllu íslensku og verður hér einung- is notið af eigin raun en ekki sem í skuggsjá bókarumsagnar. Þá er kafli eftir Pál G. Kolka lækni, sem nefnist „Sveitin mín: Kolkumýri“. Þar rifjar hann m.a. upp þegar hann, barn að aldri, vakti yfir vellinum á vorin. Að síð- ustu er stutt frásögn: „Farið með naut að Akri“. Allur frágangur bókarinnar er vel af hendi leystur, texti aðgengi- legur og myndir skýrar. Gísli á Hofi hefur um árabil verið mikilvirkur í bókaútgáfu. Þessi bók er ekki aðeins bauta- steinn um Torfalækjarhrepp, held- ur einnig um áræði og elju hans sjálfs í bókaútgáfu. Þar lægi margt óbætt án framtaks hans. Bókin fæst hjá útgefanda, sími 452-4477. Sumarverð er kr. 2.600, burðargjaldsfrítt. Matthías Eggertsson Bókarfregn Úr sveitinni Sauðfjársetrið á Ströndum er löngu orðið þjóðþekkt en í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík voru haldnir fimmtu Furðuleikarnir sunnudaginn 29. júní sl. Á leikunum keppa gestir og heimamenn í hinum furðuleg- ustu íþróttagreinum sem allar eiga það sameiginlegt að vera ekki viðurkenndar af Alþjóða Ólympíunefndinni að sögn staðarhaldara. M.a. var keppt í staurakasti, trjónufótbolta, belgjahoppi og skítkasti. Fyrsta keppnisgreinin var trjónu- fótboltinn sem þóttist takast ein- staklega vel í ár en Strandamenn og Reykhólamenn skildu jafnir, 2-2, eftir tvísýnan leik. Trjónufótboltinn felst í því að löng trjóna er fest á andlit leikmanna sem þeir horfa í gegnum. Við það þrengist sjón- arhornið sem gerir leikinn afar athyglisverðan fyrir leikmenn og ekki síst áhorfendur. Miklar kemp- ur voru í báðum liðum en þar mátti m.a. sjá Matthías Lýðsson bónda í Húsavík og Karl Kristjánsson bónda á Kambi og stjórnarmann í Bændasamtökunum. Fjöldi manns var saman kom- inn á Furðuleikum á Ströndum en frítt var inn á sauðfjársýning- una og boðið var upp á dýrindis kaffihlaðborð í félagsheimilinu. Þá var opnuð sýningin „Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt“ sem unnin var af nemend- um Reykhólaskóla. Þar má sjá flest eyrnamörk, markaheiti og bæj- armörk í Reykhólahreppi. Hljóm- sveitin Veðurguðirnir skemmti gest- um með góðum árangri, ekki síst þegar hið landsfræga Bahamalag þeirra pilta hljómaði um sali. TB Fáir leikmenn höfðu nokkra stjórn á gangi mála í trjónufótboltanum þar sem Reykhólamenn og Stranda- menn skildu jafnir, 2-2. Síðar um daginn unnu Spánverjar frækinn sigur á Þjóðverjum þar sem marka- regnið var ekki eins mikið og á Ströndum. Hljómsveitin Veðurguðirnir tók lagið fyrir gesti Sauðfjársetursins. Trjónufótbolti og skítkast á Ströndum Verkið „Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt“ verður til sýnis á Sauðfjársetrinu í sumar. Heiðurinn af því eiga nemendur í Reykhólaskóla. Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönn- um, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjöl- margra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik. Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá örlögum Herdísarvíkur-Surtlu og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýra- lækni. Sunnudaginn 17. ágúst fer fram hið árlega Íslandsmeistaramót í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Áður var áformað að hafa mótið laugardaginn 23. ágúst, en því hefur nú verið flýtt um viku vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Á mótinu raðar sérvalin dómnefnd skipuð valinkunnum dómurum undir forystu Jóns Viðars Jón- mundssonar ráðunautar vænum Strandahrútum upp í gæðaröð fyrirfram og síðan spreyta vanir og óvanir hrútaþuklarar sig á að raða þeim í rétta röð. Sigurvegararnir fá síðan vegleg verðlaun. Undanfarin ár hefur fólk á öllum aldri alls stað- ar að af landinu reynt sig í þess- ari skemmtilegu íþróttagrein og vonast er til að sem flestir láti sjá sig í Sævangi þennan dag. Vönu hrútadómararnir eiga þó strembið verk fyrir höndum við að velta úr sessi Kristjáni Albertssyni, bóndi á Melum í Árneshreppi, en hann hefur unnið í flokki vanra þuklara síðustu tvö ár. Meistarmótið hefst kl. 14:00 og kaffihlaðborð verður í Sævangi frá 14:00-18:00. Sauðfjársetur á Ströndum er við Steingrímsfjörð, 12 km. sunnan við Hólmavík. Frétt frá Sauðfjársetrinu Sýning á Surtlu og Hrútaþukl Hausinn á Herdísarvíkur-Surtlu hangir að öllu jöfnu uppi á vegg hjá Sigurði Sigurðssyni dýralækni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.