Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 36
37 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Guðni B. Ásgeirsson er 14 ára Siglfirðingur sem ætlar að nýta sumarið vel til fótboltaiðkunar og vinnu ásamt því að sinna hest- unum sínum en ólíkt mörgum jafnöldrum sínum hefur hann ekkert sérstaklega gaman af því að eyða miklum tíma fyrir fram- an tölvuskjáinn. Nafn: Guðni B. Ásgeirsson. Aldur: Ég er 14 að verða 15. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Siglufjörður. Skóli: Grunnskóli Siglufjarðar. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Nautakjöt. Uppáhaldshljómsveit: Roðlaust og beinlaust. Uppáhaldskvikmynd: Ein þeirra heitir Shooter. Fyrsta minningin þín? Þegar ég sá „skrítið“ fólk. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og er í hestamennsku. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Ekkert. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla mér að verða fótboltamaður og stunda hesta- mennsku í frítímunum. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er nú hellingur en ég skal segja frá einu en það var þegar ég og einn vinur minn fylltum bílskúr af vatni og eyði- lögðum helling af dóti sem var inni í honum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Hlusta á leiðinlegar ræður. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Spila fótbolta, vinna og vera eins mikið og ég get í hestunum. ehg Fólkið sem erfir landið Guðni er mikill fótbolta- og hesta- maður og fer nánast allur hans frí- tími í að sinna þessum áhugamál- um. Sparkar tuðru af lífi og sál Á einum stað fæst allt sem þarf til uppsetningar á rafgirðingu hvort sem girða á í mýri, mel eða yfir klappir. Búreks rafgirðingalausnir hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt og nú þegar eru þúsundir kílómetra af Búreksrafgirðingum víðvegar um land. Gerum tilboð í öll stærri verk Búreks rafgirðingar Einfaldar í uppsetningu, viðhaldslitlar og standast vel íslenskt veðurfar ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is SPRINTMASTER hjólarakstrarvélar - 6 hjóla og 9 hjóla. Vinnslubreiddir 3,0 m og 4,5 m. Til afgreiðslu strax. Afar hagstætt verð. SPRINTMASTER Beltavagnar Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi /// Sími 535 3500 Sjálfhlaðandi beltavagnar í miklu úrvali. Ótrúlegt úrval aukahluta sem tengja má við vagnana. Komið – prófið – sannfærist.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.