Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Landsmót hestamanna stóð yfir á Gaddstaðaflö- tum við Hellu alla síðustu viku. Um sex hundruð hross komu fram í kynbótasýningum, gæðin- gakeppni, tölti og skeiði. Þrátt fyrir hvassviðri í byrjun vikunnar ríkti mikil gleði á mótinu og hrossin voru glæsileg sem aldrei fyrr. Setning mótsins sl. fimmtudagskvöld var mjög hátíðleg, en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gun- narsdóttir, setti mótið formlega. Landsmótinu var ekki lokið þegar Bændablaðið fór í prentun þannig að við vísum til vefsíðu Landsmóts hvað úrslit varðar, www.landsmot.is. Hulda G. Geirsdóttir var á staðnum og tók með- fylgjandi myndir fyrir Bændablaðið. Gleði á Landsmóti hestamanna Guðlaugur Antonsson, hrossaræktar- ráðunautur BÍ, tók þátt í setningu móts- ins og stendur hér keikur með fána BÍ, en hesturinn Kostur frá Tókastöðum lætur sér fátt um finnast. Einar K. Guðfinnsson, opnaði íslenska hestatorgið formlega og klæddist við það tilefni nýjum hátíðarbúningi hestamanna. Hinn þrautreyndi hestamaður Þorvaldur Ágústsson á Hvolsvelli var að sjálfsögðu mættur í brekkuna. Rangárrokið hvein á köflum og hér er Páll Bragi Hólmarsson á flugskeiði gegn vindinum á hesti sínum Fjarka frá Feti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.