Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Þann 24. júní sl. veitti Nátt- úrulækningafélag Reykjavíkur (NLFR) sína árlegu viðurkenn- ingu til einstaklings eða fyrirtækis sem þykir hafa starfað í samræmi við 3. grein laga NLFR frá 1949; að stuðla að góðri heilsu og holl- ustu. Að þessu sinni hljóta viðurkenn- inguna þau Kristján Oddsson og Dóra Ruf, ábúendur á Neðra-Hálsi í Kjós og stofnendur Biobús ehf., fyrir „frumkvöðla- og þróunarstarf í framleiðslu á lífrænum mjólkuraf- urðum“. Alúð og metnaður við framleiðsluferlið Í tilkynningu frá NLFR segir að þau Kristján og Dóra hafi sýnt og sannað í verki að alúð og mikill metnaður sé lagður í framleiðsluferlið. Fari þar saman skynsamleg landnýting, nátt- úruleg fóðrun og eðlislæg og næg hreyfing ásamt góðum aðbúnaði dýranna, notkun lífrænna hráefna við úrvinnslu, hófleg en smekkleg umbúðanotkun og upplýsandi fram- setning afurðanna. Biobú ehf. framleiðir nú fimm tegundir af jógúrt, auk þess sem Mjólkursamsalan framleiðir ófitu- sprengda lífræna nýmjólk úr hrá- efnum frá Neðra-Hálsi. Undirtektir neytenda hafa verið svo góðar að framleiðsla er í stöðugri aukningu og þróun og hefur salan farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að henni standa. Auk þessa komu ábúendur á Neðra-Hálsi á fót heimasíðunni www.biobu.is, sem birtir fræðandi og áhugaverðar fréttir og fræðigreinar um lífræna ræktun, mjólkurfram- leiðslu og mjólkurafurðir. Lífrænt vottað frá 1996 Á Neðra-Hálsi hafa lífrænar að- ferðir verið notaðar lengi og var búið meðal þeirra fyrstu hér á landi sem hlutu alþjóðlega vottun Vott- unarstofunnar Túns þess efnis árið 1996. Mjólkurkýrnar eru eingöngu fóðraðar á grasfóðri, sem er hið nátt- úrulega fóður jórturdýra, og er það í sjálfu sér mikill gæðastimpill á afurðir þeirra. Lífræn, gerilsneydd nýmjólk var fyrst sett á markað 1998 og lífræn jógúrt kom síðan á mark- að árið 2003. Við vinnslu hrámjólk- urinnar er hin náttúrulega fita látin halda sér ósprengd og öll íblönd- unarefni í jógúrtvinnslunni eru vott- uð lífræn. -smh Vefur Kjósarhrepps greindi frá því fyrir skemmstu að fram kæmi í umhverfisvöktun 2007 – fyrir iðnaðarsvæðið að Grundartanga – að styrkur flúors í tönnum og kjálkum sauðfjár sem barst til rannsóknar að Keldum hafi verið yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin vera á tann- skemmdum vegna flúors. Þar var einnig hermt að við vettvangsskoðun hafi dýralæknir tekið eftir breytingum á tönn kind- ar í Hvalfjarðarsveit, undir norð- anverðu Akrafjalli, sem hann telur vera byrjun á gaddi. Af þessu tilefni ræddi Bænda- blaðið við oddvita Kjósarhrepps, Sigurbjörn Hjaltason, sem sagði niðurstöðurnar fyrirsjáanlegar miðað við hvernig þróunin hefði verið á milli ára og það sé ekki í samræmi við það sem talað hafi verið um í upphafi. „Það var ekki talað um að mengunin færi að hættumörkum,“ segir hann. Slæm áhrif á ímynd svæðisins Sagði Sigurbjörn m.a. að árlegar mælingar sýni stigvaxandi meng- un og að sveitunum nálægt Grund- artanga sé margvísleg hætta búin. „Ég gæti séð að þetta gæti haft mjög slæm áhrif í framtíðinni. Sérstaklega er þessi þróun slæm fyrir ímynd okkar svæðis, en hér er mikið af hrossum og þau eru mjög viðkvæm fyrir þessu. Svo er þetta auðvitað farið að verða dýra- verndunarmál á þessum stöðum þar sem gadds er farið að gæta.“ Um misskilning að ræða Norðurál sér ástæðu til að bregðast við fréttaflutningi af þessu máli og hefur sett eftirfarandi tilkynningu á vefinn sinn: „Þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta í fréttaflutningi af flúor í gróðri í Hvalfirði, vill Norðurál upplýsa eftirfarandi. Norðurál notar hágæða hráefni í sína framleiðslu, þar á meðal rafskaut, og beitir bestu fáanlegu tækni. Í þeim rafskautum sem Norðurál notar er enginn flúor. Allri losun og umhverfisáhrif- um álversins eru sett ströng mörk í starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Losun flúors, sem annarra efna, hefur ávallt verið innan settra marka. Á árunum 2006 og 2007, þegar gangsetning kera vegna stækkunar álversins stóð yfir, jókst losun flúors um tíma eins og eðli- legt er við slíkar aðstæður. Þessi aukning var ekki umfram það sem við var búist og heimild var fyrir undir stjórn Umhverfisstofnunar. Umhverfi álversins er vaktað ítar- lega af óháðum sérfræðingum með rannsóknum á lofti, sjó, grunnvatni, gróðri, dýrum og fleiru. Vöktun fer fram á yfir 100 stöðum í Hvalfirði. Flúormagn í grasi utan þynning- arsvæðis hefur ætíð verið undir við- miðunarmörkum. Við skoðun á fé hafa aldrei fundist skemmdir eða kvillar sem rekja má til flúors, hvorki við almenna sýnatöku né þegar taka þurfti af allan vafa með nánari rann- sóknum. Athugun á umhverfisáhrifum er mikilvægt og viðvarandi verkefni í starfsemi Norðuráls. Þess vegna er umræða um þessa þætti af hinu góða og mikilvægt að byggja hana á góðu samstarfi hlutaðeigandi.“ Rétt áður en Bændablaðið fór í prentun var téð skýrsla gerð opin- ber á vef Norðuráls á slóðinni www. nordural.is, undir umhverfismál. -smh Kristján Eldjárn Þorgeirsson, bóndi í Skógsnesi í Flóahreppi, er fæddur 20. september 1922 og verður því 86 ára í haust. Þrátt fyrir háan aldur stundar hann enn búskap, er með 24 ær og tvo hesta. Jörðin er um 300 hekt- arar. Kristján, sem missti konu sína Guðnýju Magnúsdóttur Öfjörð árið 2001, hefur búið einn í Skógsnesi síðan og segist hvergi annars staðar vilja vera. „Við fluttum í Skógsnes fyrir 60 árum, eða 14. maí 1948, sama dag og Ísraelsríki var stofn- að, ég man alltaf eftir þessum degi. Áður höfðum við verið með búskap í þrjú ár í Brandshúsum við Gaulverjabæ,“ segir Kristján þegar hann er spurður út i búskap- inn. Í Skógsnesi var fyrst og fremst kúabú og um þrjúhundruð ær. Kristján og Guðný eiga sex börn, tvö þeirra búa á höfuðborgarsvæð- inu og fjögur á Selfossi. „Ég man ekki hvað barnabörnin eru orðin mörg, er alveg búinn að missa töluna á þeim. Mörg þeirra hafa áhyggjur af mér einum hér í sveit- inni, halda að ég sé svo einmana en það er langt frá því, ég hef nóg fyrir stafni og líkar vel að vera einn,“ segir Kristján. Hann keyr- ir um á sinni Lödu Sport en seg- ist ekki fara langt, helst á Selfoss ef hann þurfi að útrétta eitthvað. „Já, ég fylgist mjög vel með öllu í þjóðfélaginu, hlusta mikið á fréttir og veit hvað er að gerast í kring- um mig. Ég hef kosið alla flokka í gegnum árin, er ekki flokksbund- inn en vil alls ekki að við göng- um inn í Evrópusambandið, það má aldrei gerast,“ bætir Kristján við. Hann hefur einu sinni farið til útlanda, fór til Grænlands þegar hann varð 80 ára en stoppaði bara í einn dag, lét það duga. „Ég ætla að halda áfram í búskap á meðan ég get og búa hér í Skógsnesi. Þetta er mitt heimili og hér vil ég vera. Það eru margir sem heimsækja mig og líta til með karlinum, ég kvarta ekki undan því,“ segir Kristján að lokum. MHH Kristján Eldjárn fagnar 60 ára búskaparafmæli sínu í Flóahreppi Kristján Eldjárn við eina af dráttarvélum sínum, sem hann notar í búa- skapnum í Skógsnesi. Í Skógsnesi er gamli, góði sveitasíminn uppi á vegg, en hringingin var löng, stutt, löng. Kristján segir að barnabörnin hafi sérstaklega gaman af símanum og þurfi öll að prófa hann þegar þau komi í heimsókn. Nýr gististaður og kaffihús á Skaga Fyrir skömmu var tekin í notk- un ný gistiaðstaða við félags- heimilið Skagasel í Skagafirði. Þetta eru tvö hús, hvort um sig um 20 m2, sem reist voru í vor. Hvort hús rúmar fimm manns í gistingu. Húsin eru innflutt frá Svíþjóð, með eldunaraðstöðu og sturtu, mjög falleg og öllu hag- anlega fyrir komið. Það er fyr- irtækið Skefill ehf. sem rekur gistinguna en eigendur Skefils eru Sigrún Gunnarsdóttir og Jóhann Rögnvaldsson. Þá hefur Sigrún tekið að sér rekstur félagsheimilisins Skaga- sels næstu fimm árin. Þar hyggst hún starfrækja kaffisölu yfir sum- armánuðina og var opnað 1. júlí sl. Auk veitinga verður hún með fjölbreytt úrval af minjagripum og einnig ýmiss konar handverk til sölu. Sigrún er fædd og uppalin á bænum Skefilsstöðum og þekkir því vel til á Skaganum. Hún sagði í samtali við fréttamann að hana hefði langað til að kanna hvort ekki væri grundvöllur fyrir svona starfsemi. Sigrún segir talsverða umferð á þessum slóðum yfir sumarmánuðina og þessi hring- ur umhverfis Skagann sé vinsæll hjá ferðafólki. Þá eru á svæðinu nokkur vötn sem fiskur er í og er því ávallt nokkuð um veiðimenn á þessum slóðum á sumrin. Þess má geta að við Skagasel er einnig ágætt tjaldsvæði og var komið upp snyrtingum fyrir það nú í vor. ÖÞ Sigrún Gunnarsdóttir, gestgjafi í eldhúsinu í félagsheimilinu Skagaseli sem sést á litlu mynd- inni. Myndir: ÖÞ Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Biobú hlýtur viðurkenningu Dóra Ruf og Kristján Oddsson hlutu viðurkenningu Náttúrulækn- ingafélags Íslands á dögunum. /TB Matís ohf. og Veiðimála- stofnun efla samstarf sitt Matís ohf. og Veiðimálastofnun undirrituðu fimmtudaginn 3. júlí s.l. rammasamning um eflingu samstarfs milli fyrirtækjanna. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti samninginn. Samvinnan er þegar hafin og í gangi er viðamikil rannsókn á stofn- breytileika íslenskra laxa og ferðir þeirra í hafinu umhverfis Ísland. Þetta er hluti af alþjóðlegu rann- sóknaverkefni á Atlantshafslaxi. Fyrstu niðurstöður benda til mikils breytileika á laxastofnum í ánum í kringum landið. Samvinna fyrirtækjanna kemur til með að auka þekkingu á erfða- og vistfræði laxfiska. Sú þekking nýtist síðan í frekari rannsóknum á nýtingu og verndun stofnanna landi og þjóð til hagsbóta. Veiðimálastofnun er rannsókna- og þjónustustofnun. Hlutverk Veiðimálastofnunar er að rannsaka lífríki í ám og vötnum, rannsaka fiskistofna í ferskvatni, veita ráð- gjöf um veiðinýtingu og um líf- ríki og umhverfi áa og vatna t.d. í tengslum við mannvirkjagerð og halda gagnagrunn um náttúrufar í fersku vatni. S.dór Veldur flúormengun á Grundartanga gaddi í grasbítum? - Norðurál segir að um misskilning sé að ræða

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.