Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Einhver viðamesta landbúnaðar- sýning sem haldin hefur verið verður á Gaddastaðaflötum við Hellu dagana 22. til 24. ágúst næst- komandi. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Jóhannes Sím- onarson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Suðurlands. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að á sýningunni yrði sýnt allt sem varðar íslenskan landbúnað. Sýningin verður bæði í nýju reiðhöllinni á Gaddastaðaflötum og á svæðinu þar í kring. Í reiðhöllinni sjálfri verða sýningarbásar og ýmsir viðburðir meðan á sýningunni stendur. Dagskrá sýningarinnar fer að mestu leyti fram þar inni, en líka á svæðinu kringum reiðhöllina. Kúasýningin á Suðurlandi, sem haldin hefur verið á hverju sumri undanfarin ár, verður að þessu sinni felld inn í landbúnaðarsýninguna. Töðugjöldin á Hellu fara fram á sýn- ingunni. Meistaramót Geysis í tölti verður haldið á reiðvellinum. Þá má nefna að sýndur verður rúning- ur og ullarlýsing og einnig ómmæl- ing á sauðfé. Þá verður framkvæmt hrútaþukl að hætti Strandamanna. Keppt verður í blómaskreytingum og starfsíþróttum á vegum HSK en þar eru á meðal annars jurtagrein- ing og dráttarvélaleikni. Þá verða að sjálfsögðu allar tegundir búfjár til sýnis og þar á meðal geitur sem sóttar verða vestur í dali til að koma fram á sýningunni. Á útisvæðinu verða til sýnis þær vélar sem not- aðar eru í landbúnaði nú til dags. Jóhannes hvetur bændur og búalið til að mæta á fagsýningu landbúnaðarins á föstudeginum 22. ágúst, enda þótt sýningin sé þá líka opin almenningi. Sýningin held- ur svo áfram á laugardeginum og lýkur síðdegis á sunnudeginum 24. ágúst. Engir dansleikir verða haldnir í tengslum við sýninguna en bæði á föstudags- og laugardagskvöld verða haldnar kvöldvökur. Verði veður gott verða þær haldnar í brekkunni en ef veður bregst verð- ur tjald til vara. Gríðarlegur fjöldi fólks kemur að undirbúningi sýningarinnar og vinnu við hana. Fulltrúar hverrar búgreinar bera ábyrgð á kynningu sinnar greinar. Jóhannes segist vera í góðu sambandi við forsvarsmenn töðugjaldanna á Hellu varðandi skemmtidagskrá sem sýningunni fylgir. Vilji fólk kynna sér hvað verður í boði á Landbúnaðarsýn- ingunni getur það farið inn á vefinn www.landbunaðarsyning.is þar sem finna má yfirlit yfir alla skemmti- dagskrá sýningarinnar. S.dór Landbúnaðarsýning á Gaddastaðaflötum í ágúst Allt sem varðar landbúnað verður til sýnis Jóhannes Símonarson framkvæmdastjóri Landbúnaðarsýningarinnar á Hellu sem haldin verður dagana 22.-24. ágúst næstkomandi. Verjum íslenskan landbúnað Nú er mikið rætt um íslenskan landbúnað, innflutning á land- búnaðarvörum og styrki til landbúnaðar. Mig langar til að leggja orð í belg um það mál. Ég er eindreginn stuðnings- maður íslensks landbúnaðar og þeirra afurða sem hann færir okkur. Ég tek þær fram yfir aðrar ef þær eru í boði, án tillits til verðs. Hversvegna? Jú, vegna þess að íslenskar landbúnaðarafurðir bera af öllum öðrum. Þú færð ekkert betra. Þetta er eins og að bera saman Bónus og Hagkaup. Báðar verslanirnar ágætar, hvor á sínu stigi, en ólíkar og ójafn- ar bæði hvað varðar verð og gæði. Mér finnst sjálfsagt að af- nema tolla af innfluttum mat- vælum en um leið verðum við að verja innlenda framleiðslu. Þetta gera allar þjóðir í okkar heimshluta. Þetta er ekki spurn- ing um að styðja við innlendan landbúnað eða ekki, þetta er fyrst og fremst spurning um á hvern hátt við gerum það. Það er alls ekki víst að það kerfi sem við notumst við nú sé það heppilegasta. En þá er bara að búa til nýtt. Vegna yfirburða íslenskra landbúnaðarafurða hvað varð- ar gæði og hreinleika þá eigum við að leggja áherslu á að þetta er lúxusvara. Við eigum að auglýsa hana erlendis sem slíka og verðleggja hana sem slíka. Kaupendurnir eru nógir. Við eigum alls ekki að flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir sem hráefni. Það á að fullvinna þær hér heima. Það sama ætti einnig að gilda um okkar frá- bæru fiskafurðir. Við eigum að hætta að senda heimsins besta fisk úr land óunninn sem hrá- efni til þess að aðrar þjóðir og keppinautar okkar á mörkuðum geti unnið úr honum lúxusvöru sem við getum sjálf framleitt hér heima og skapað mörg mik- ilvæg störf í þeim iðnaði. Hermann Þórðarson Í Bændablaðinu hinn 10. júní sl. fer Jón Sveinsson mikinn vegna svara minna við grein hans um æðardúns- mál. Það er reyndar ekki nema von að Jóni Sveinssyni sárni þegar rekin er ofan í hann vitleysan. Hann vann nefnilega engan mark- að í Þýskalandi á síðasta ári, heldur spillti hann markaðnum. Sat eins og hann segir sjálfur, vegna þess að hann er þýskumælandi, og þvældi í dúnkaupendum þar og bauð niður verðið. Þetta eru staðreyndir sem hann hefur sjálfur viðurkennt, og hafi hann ævarandi skömm fyrir. Einnig er það vitað að hann sendi út dúnsýni sem ekki var betra en svo að kaupandinn sagði að hann gæti notað það á því verði sem það var boðið á, og er eftir því sem ég hef komist næst um það bil 800 evrur. Enda gæti það passað ef satt er að hann hafi verið að greiða bændum undir 60.000 krónur fyrir kílóið á síðasta vetri. Ég veit ekki um neinn annan sem hefur farið undir 90.000 krónur fyrir kílóið. Þetta væri rétt fyrir dúnbændur að hafa í huga þegar þeir senda dún sinn til hreinsunar og sölu. Það, að fara á taugum strax og einhver sölutregða verður, er vægast sagt ekki gott, hvorki fyrir bændur, útflytjendur né kaupendur ytra, því allir vilja hafa stöðugt verðlag. Ég stend við þá skoðun mína að ef við förum að senda dúninn ein- ungis vélhreinsaðan úr landi, þá muni hann lækka verulega í verði. Hverra hagur yrði það? Ekki minn og ekki Jóns Sveinssonar, sjóliðs- foringja á Miðhúsum. Minkabóndinn, kunningi Jóns sjóliðsforingja, er áreiðanlega ekki alltaf ánægður eftir skinnauppboð- in, að minnsta kosti er það að heyra á forsvarsmönnum greinarinn- ar þegar verð fellur. Hvort verð- fall verður vegna þess að skinnin eru seld á uppboði er önnur saga. Minkabændur vinna skinn sín undir sútun, þ.e. hreinsa þau og þurrka. Ætli það sé ekki sambærilegt við dúnhreinsun? Til að upplýsa Jón sjóliðsforingja svolítið, þá var ég búinn að skrifa títtnefnda grein áður en nokkur annar útflytjandi vissi af henni, svo að fullyrðing hans um að mér hafi verið sigað á hann er tóm vitleysa eins og svo margt annað sem frá honum kemur. Hinsvegar upplýsti ég nokkra aðra útflytjendur um að ég væri búinn að skrifa þessa grein en sýndi þeim hana ekki. Það var eftir að upp kom í umræðu á fundi að það yrði að bregðast við sífelld- um óhróðri Jóns í garð annarra útflytjenda og hreinsunarstöðva. Ég held að Jón sjóliðsforingi ætti að fara varlega í að láta í það skína að hann hafi fundið upp dúnhreinsivélar, mér finnst að þar gæti talsverðarar ósanngirni í garð Balvins heitins Jónssonar í Sylgju. Að bera saman dúnþvott og notkun salernispappírs er dálít- ið einkennilegt. Ég hef skoðað í smásjá dún bæði þveginn og óþveg- inn. Munurinn er mikill. Óþveginn dúnn er lifandi með mikla sam- loðum og mikla einangrunareig- inleika, þveginn dúnn er hinsvegar slitinn og megnið af þeim krækjum og viprum sem gefa dúninum þá eiginleika sem sóst er eftir eru ekki lengur til staðar. Eftir hverju er þá sóst? Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að basla við að þvo dún- inn hér heima, en láta þeim sem kaupa dúninn eftir að eyðileggja hann. Þessu var Jón sammála mér í samtali sem við áttum eftir æðar- ræktarfund sem mig minnir að hafi verið á Stað í Hrútafirði, en þar fór sjóliðsforinginn mikinn í umræðu um dúnþvott og eyileggingu á þess- ari annars einstöku vöru. Ég hef stundum verið að hugsa um það hverra erinda sjóliðsfor- inginn gengur þegar hann þusar um dúnþvottinn. Allavega er það ekki til bóta fyrir greinina þegar hann breiðir út um allan heim að Íslendingar séu að selja æðarskít. Ég hef ekki hugsað mér að gera Jón Sveinsson sjóliðsforingja að pennavini og mun því ekki eltast við hann frekar á síðum blaða, en geri ráð fyrir að ég verði á aðal- fundi Æðarræktarfélagsins í haust að venju. Grein Þryms, bróður sjó- liðsforingjans, svara ég ekki neinu enda þess fullviss að megnið af henni sé runnið undan rifjum sjó- liðsforingjans. Ófeigsfirði 28. júní 2008 Pétur Guðmundsson Enn um æðardún og fleira Undirrituð gengur út frá því að bændur hugi vel að öryggismálum hver á sínu búi enda er til vinnu- umhverfisvísir fyrir landbúnað og gátlisti fyrir dráttarvélar og búvélar hjá Vinnueftirlitinu til að auðvelda bændum verkið. En hvað með vinnuvistfræði í heild sinni? Hugtakið vinnuvernd er orðið þekkt en þegar rætt er um vinnuvist- fræði vefst hugtakið ef til vill fyrir fólki. Vinnuvistfræði er fræðigrein sem snýst um samspil manns og umhverfis. Leitast er við að sam- þætta kenningar, þekkingu, reynslu og aðferðir margra fræðigreina með það að markmiði að stuðla að sem bestri líðan fólks og stöðugum endurbótum. Lögð er áhersla á að móta og meta störf, verkefni, vörur, umhverfi og aðferðir til aðlögunar að þörfum og getu fólks. Hvernig snýr vinnuvistfræðin að bændum, reiðkennurum og tamningamönnum? Ástæða þess að vinnuvistfræði er hér kynnt er sú að Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís), í samvinnu við norrænu vinnuvistfræðisam- tökin NES (Nordic ergonomic society), heldur alþjóðlega ráð- stefnu á Grand hóteli í Reykjavíki 11.-13. ágúst 2008 undir yfirskrift- inni Vinnuvistfræði er lífsstíll (Ergonomics is a lifestyle). Á ráðstefnunni verða reifuð fjöl- mörg málefni sem snúa að bænd- um og starfi þeirra. Sem dæmi um áhugaverð málefni má nefna fyrirlestur um hvernig hægt er að draga úr streitu og álagi í tengslum við líkamlega vinnu, hvers vegna stoðkerfisvandamál hafa aukist hjá sænskum kúabændum, fyrirlestrar um svefn og svefnvenjur, starfs- greinar og krabbamein, hver ávinn- ingur er að því að hafa vinnuvist- fræði að leiðarljósi í hönnun og framleiðslu. Þá má nefna erindi fræðimanns sem er að rannsaka lík- amsbeitingu, verklag og líkamlegt álag tamningamanna og reiðkenn- ara með forvarnir í huga til að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál sem algengt er að tengist þessum störf- um. Sex áhugaverðir aðalfyrirlesarar sem koma frá Finnlandi, Bandaríkj- unum, Ástralíu, Malasíu og Íslandi hafa þegið boð um að flytja erindi, meðal þeirra er forseti Alþjóðlegu vinnuvistfræðisamtakanna IEA. Alls verða rúmlega 100 erindi flutt en einnig verða þar nokkrar vinnu- smiðjur, veggspjaldakynningar og sýningarbásar fyrirtækja sem hafa vinnuvistvænar vörur að bjóða. Frekari upplýsingar má finna á slóðinni www.nes2008.is þar sem skráning fer einnig fram. Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur og stjórnarmaður í Vinnís www.bbl.is Eiga bændur erindi á vinnuvistfræðiráðstefnu? Undanfarin misseri hafa rekstr- arskilyrði bænda verið að breytast mjög til verri vegar. Aðgangur og kjör á lánsfé hafa versnað til muna. Miklar hækk- anir á aðföngum hafa átt sér stað á heimsmarkaði og til að bæta gráu ofan á svart hefur gengi krónunnar fallið mikið. Bændasamtök Íslands gerðu skoðanakönnun um þörf bænda fyrir sérstaka fjármálaráðgjöf nú í vor vegna verulegra rekstr- arerfiðleika. Niðurstöður henn- ar bentu til þess að umtalsverð þörf væri fyrir slíka þjónustu. Bændasamtökin hafa því ráðist í aðgerðir til að bregðast við ástand- inu. Efla á rekstrarraðgjöf bún- aðarsambanda með þéttari sam- vinnu milli þeirra sem starfa við rekstrarráðgjöf hjá búnaðarsam- böndum og Bændasamtökunum. BÍ mun svo bjóða upp á nýja þjónustu sem felst í fjármálaráð- gjöf fyrir bændur í verulegum fjárhagsvanda. Jafnframt er unnið að frekari þróun greiningartækja til að bæta enn frekar gæði grein- inga á rekstri bænda. Þessi nýja þjónusta er hugs- uð fyrir þá sem eru nærri því að komast í þrot með sín fjármál. Markmið þjónustunnar er að draga úr þeim skaða sem verulegur fjár- hagsvandi veldur og leggja mat á þær leiðir sem búinu eru færar í núverandi stöðu. Þeim sem ekki eru í vanskilum með skuldir en telja brýnt að auka arðsemi búrekstrarins er bent á rekstararáðgjöf búnaðarsamband- anna, sem rekin hefur verið um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Bændum, sem öðrum stjórnendum fyrirtækja, er hollt að setjast yfir eigin rekstur með utan- aðkomandi aðila og greina hvaða leiðir eru til að auka arðsemi rekstrarins til lengri og skemmri tíma. Þjónusta búnaðarsamband- anna er þróuð með slíka greiningu að leiðarljósi. Fjármálaráðgjöf fyrir bændur í verulegum greiðslu- erfiðleikum hefur hins vegar ein- ungis það markmið að leita leiða til að lágmarka skaðann af stöðu búsins til skemmri tíma. Ítarlegri upplýsingar ásamt eyðu- blöðum eru á vef BÍ www.bondi.is Fjármálaráðgjöf fyrir bændur sem eru í verulegum fjárhagsvanda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.