Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Alþjóðlegt og þjóðlegt í senn Yðar einlægur brá sér norður á Siglufjörð um helgina eins og nokkur undanfarin ár um þetta leyti. Þar er haldin afskaplega fín þjóðlagahátíð fyrstu vikuna í júlí ár hvert. Auk þess að hlýða á þjóðlög flutt af færum tónlist- armönnum af ýmsum þjóðernum gefst fólki kostur að sækja nám- skeið í ýmsum greinum sem tengjast allar þjóðlegum menn- ingararfi með ýmsum hætti. Í ár var hægt að læra trommuleik að hætti Araba, íslenskan rímnasöng og dansa úr Appalachia-fjöllunum í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt. Sá sem að öðrum ólöstuðum hefur átt mestan heiður að því að þessi hátíð hefur fest sig í sessi er án alls vafa Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri. Það kom fram í máli heimamanna að þeir telja sig eiga honum margt að þakka, ekki bara það að gera Siglufjörð að þekktri stærð í alþjóðlegum heimi þjóðlaganna heldur ekki síður að vekja athygli Siglfirðinga og ann- arra á þeim merka arfi sem séra Bjarni Þorsteinsson skildi eftir sig og er nú til sýnis í húsi sem við hann er kennt. Og mér skilst að Gunnsteinn sé hvergi nærri hættur, það sé ýmislegt fleira í pípunum hans. Þeir eru eflaust margir sem telja að þjóðlög séu orðin fremur úrelt fyrirbæri nú á dögum alþjóðavæð- ingarinnar. En menn þurfa ekki að heimsækja margar þjóðlagahátíðir til að uppgötva að svo er ekki. Reyndar hefur alþjóðavæðingin kallað fram aukna áherslu á það sérstaka og þjóðlega í menning- ararfinum, enda ljóst að það þarf sterk bein til að þola sviptivinda alþjóðavæðingar. Sterk bein eru best ræktuð með því að sinna upp- runa sínum, því bergi sem menn standa á. Þá standast þeir alla alþjóðlega strauma. Það sést glöggt á hátíðinni nyrðra. Þangað kemur fólk víða að úr heiminum, fólk sem Gunnsteinn hefur samband við og aðrir sem laðast að því orðspori sem hátíðin hefur fengið. Það eru töluð mörg tungumál í firðinum þessa helgi og samt skilja allir alla. Af því að það liggur í loftinu einhver sammann- legur tónn sem allir eiga auðvelt með að tengja sig við. Úr þessu samspili verður skemmtileg blanda þar sem Íslendingar spreyta sig á því að hreyfa sig í arabísku eða amerísku hljóðfalli, útlendingar fræðast um íslenskan rímur og annað í þeim dúr. Svo eru tónleikar oft á dag. Þar er sama fjölbreytnin, fólk úr öllum heimshornum ber fram þá tónlist sem það er alið upp við eða hefur tileinkað sér. Hápunktur tónleikahaldsins að mati undirrit- aðs var þegar balalækahljómsveit- in tróð upp í Siglufjarðarkirkju og kynnti fyrir okkur heillandi heim rússneskra hljóðfæra og tónlistar. Þarna voru 25 manns með balalækur í öllum stærðum, flautur og fleiri hljóðfæri sem ég kann vart að nefna. Inn á milli stóð svo allur hópurinn upp og söng eins og englar. Ég dáðist að því hvernig þeim tókst að ná fram tilfinningasveiflunum sem einkenna rússneska tónlist og varð eiginlega dálítið hissa á því hversu rússneskt þetta hljómaði allt saman. Undir litskrúðugu sjöl- unum og rússnesku skyrtunum leyndust nefnilega Svíar, ósköp venjulegir Svenssonar frá úthverfi Stokkhólms. –ÞH Það væri synd að segja að það ríki lognmolla um landbúnaðinn á alþjóðavettvangi þessi misserin. Auk þeirrar miklu umræðu sem á sér stað um hækkandi orku- og matvælaverð er ljóst að æ fleiri þjóðir hafa áhyggjur af fæðu- öryggi sínu. Þar er bæði átt við öryggi gegn sjúkdómum og tryggingu fyrir því að ávallt sé til nóg af mat til að brauðfæða alla. Tvær frétt- ir liðinnar viku endurspegla þetta vel. Annars vegar eru það hörmuleg tíðindi frá Danmörku þar sem þúsundir manns hafa smitast af salmonellu á undanförnum vikum. Síðast þegar fréttist voru smitaðir orðnir á fjórða þúsundið en fórnarlömb þessarar ill- skeyttu pestar eru úr öllum aldurshópum og um allt land. Þeir einu sem virðast vera óhult- ir eru þeir sem neyta eingöngu jurtafæðu en bragða ekki kjöt. Af þeirri staðreynd hafa yfirvöld heilbrigðismála dregið þá ályktun að smitleiðin sé kjöt, en af hvaða skepnu geta þeir enn ekkert fullyrt um. Þessi frétt er áhyggjuefni fyrir Íslendinga, ekki bara vegna frændskapar okkar við Dani, heldur ekki síður vegna þess að stór hluti þess kjöts sem fluttur er til landsins kemur frá Danmörku. Ljóst er að verði matvæla- löggjöfin afgreidd í haust mun sá straumur þyngjast talsvert. Þá ber að hafa í huga að þótt danskir kjúklingabændur hafi náð ágæt- um árangri í að útrýma salmonellu úr fram- leiðslu sinni þá gildir ekki það sama um ali- fuglakjöt sem flutt er inn frá löndum sunnar í álfunni, jafnvel þótt það komi frá löndum innan Evrópusambandsins. Í frásögn af fundi evrópskra bændasamtaka sem birt er hér á síðunni á móti kemur fram að Danir fara fyrir þeim þjóðum sem vilja ekki að settar séu reglur um að matvæli séu merkt upp- runalandi sínu. Það þjónar ekki hagsmunum þeirra sem útflytjenda að taka á sig slíkar kvaðir. Fyrir vikið geta neytendur ekki vitað hvaðan þeir kjúklingar eru sem fluttir eru inn til landsins í dönskum umbúðum. Önnur frétt og öllu jákvæðari er sú að Frakkar, sem tóku við forsætisembætti ESB nú um mánaðamótin, ætla sér að setja á oddinn umræðu og árvekni fyrir heilbrigði manna og dýra og fæðuöryggi í Evrópu. Þeir hafa skipu- lagt fjölda funda og ráðstefna þar sem rætt verður um þessi efni og virðast ætla að leggja sérstaka áherslu á þær afleiðingar sem frjáls verslun með lifandi dýr, jurtir og fersk mat- væli getur haft fyrir heilbrigðisástand þjóða Evrópu. Þetta er vissulega jákvætt og end- urspeglar þá staðreynd sem menn mega ekki gleyma að allar gjörðir Evrópusambandsins eru stöðugt til umræðu og langt í frá end- anlegar og ófrávíkjanlegar. Það gildir einnig um matvælalöggjöfina. –ÞH Í miðopnu Bændablaðsins er greint frá þeim bæjum sem taka þátt í Opnum landbúnaði en hann gengur út á að kynna fyrir almenn- ingi þau störf sem unnin eru til sveita. Opinn landbúnaður hefur verið undirbúinn um nokkurt skeið en fyrir ári var fyrst auglýst eftir áhugasömum bændum sem vildu taka á móti gestum heim á býli sín. Skemmst er frá því að segja að undirtektir fóru fram úr björtustu vonum og í bæklingi, sem kemur út á næstu dögum, eru alls 32 bæir kynntir til sögunnar sem þátttakendur í Opnum land- búnaði. Þegar rýnt er í hópinn kemur í ljós að búin eru af fjölbreyttri gerð og sú þjón- usta sem bændurnir ætla að veita almenningi er afar margvísleg. Segja má að býlin séu þverskurður af íslenskum landbúnaði og að hópurinn sé vel í stakk búinn til þess að sýna landsmönnum og erlendum gestum búskap nútímans og viðfangsefni íslenskra bænda. Bændasamtökin hafa unnið að því að skipu- leggja Opinn landbúnað í nánu samstarfi við bændur en hugmyndin er að halda áfram að byggja upp tengslanet bænda um allt land sem sinni kynningarmálum sem þessum. Það er ótvírætt mikilvægt að bjóða upp á heim- sóknir á bóndabæi og þeir bændur sem taka nú þátt í Opnum landbúnaði eiga heiður skil- inn. Með starfi sínu skila þeir bændastéttinni allri ómældum ávinningi. TB Danskur vágestur Bændur opna bú sín Matvælafrumvarið, sem frestað var á Alþingi í vor, verður tekið upp þegar vorþinginu verð- ur fram haldið í haust. Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bænda sam tak anna, var spurð- ur hver staða málsins væri hjá Bænda sam tök unum varðandi mat væla frum varpið? Hann sagði að meðal annars hefðu fulltrúar Bændasamtakanna átt fund með ráðuneytisstjóranum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu og lögfræðingum þess þar sem farið var yfir málið. Sagði hann að greinilegt sé að menn eru í fullri alvöru að skoða alla mögu- leika á því að tryggja sem best að ekki verði skaðaðir hagsmunir bú- fjár stofna eða lýðheilsu þjóðarinn- ar. Ákveð inn vilji er til þess að sögn Eiríks. Vilja keyra frumvarpið í gegn í haust ,,Hins vegar hafa menn sagt að þeir vilji keyra frumvarpið í gegn á þinginu í haust. Það sem við ætlum að gera er að láta til þess bæran aðila skoða hvaða möguleikar séu til þess að vernda búfjárstofna okkar og heilsustöðu bæði manna og dýra. Við teljum að íhuga þurfi betur þá smithættu sem er af inn- flutningi á fersku kjöti en gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að ferskt kjöt verði flutt inn. Þá erum við búin að koma upp starfshópi inn- anhúss hjá Bændasamtökunum sem hittist og fjallar um málið. Við erum að viða að okkur upplýsingum og leita eftir því hvar þau gögn eru sem tengjast málinu. Við komum til með að leita til Norðmanna og kanna hvernig matvælalöggjöfin kemur við bændur þar. Við ætlum að heimsækja bændur þar í landi og spyrja þá hvaða leyfi þeir þurfi að hafa, hvernig sótt er um þau, hvað greitt er fyrir þau og fleiri atriði. Auk þess munum við hafa samband við aðila í Brussel og viða þar að okkur upplýsingum,“ sagði Eiríkur. Beðið eftir gögnum Hann sagði gögn, sem Bændasam- tökin báðu um varðandi aðdragana málsins frá utanríkisráðuneytinu, hafi enn þá ekki borist. Hins vegar hafi verið fylgst með því að ein- stakir nefndarmenn landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis hafa gengið mjög fast eftir því að fá þessi gögn þannig að þau hljóti að koma mjög fljótlega. ,,Bændasamtökin munu síðar í sumar gefa umsögn um frumvarpið en við höfum ekkert gefið út enn þá hvað muni standa í umsögninni,“ sagði Eiríkur Blöndal. S.dór Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Við munum gefa umsögn um mat- vælafrumvarpið síðar í sumar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.