Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 27
28 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Utan úr heimi Ólík sjónarmið eru uppi um það hvort og hvernig rík lönd eigi að styrkja landbúnað sinn. Fullyrðingar um að draga beri úr stuðningnum til að koma til móts við fátæk lönd standast hins vegar ekki nánari skoðun. Miklar hækkanir á matvæla- verði á alþjóðamarkaði hafa aukið á erfiðleika fátækra landa við að brauðfæða sig og matarskort- ur hefur leitt til átaka í sumum heimshlutum. Ýmsir hagfræðing- ar, alþjóðlegar fjármálastofnanir og mannúðarsamtök hafa gagn- rýnt verndarstefnu í landbúnaði í ríkum löndum fyrir óeðlilega samkeppni við fátæk lönd og fyrir að bregða fæti fyrir framþróun í þessum löndum. Þá er einnig bent á að matarskorturinn stafi af því að frjáls verslun fái ekki að njóta sín. Þannig er í lokayfirlýsingu leiðtogafundar FAO í Rómaborg snemma í júní sl., um matvælaást- and í heiminum, hvatt til aukinnar fríverslunar með matvæli þannig að bændur, einkum í þróunarlönd- unum, fái aukinn aðgang að við- skiptum á heimsmarkaði og geti þar með aukið framleiðslu sína. Hins vegar má spyrja hvort tryggt sé að lækkun innflutnings- tolla og niðurgreiðslna á búvörum í ríkum löndum sé til hagsbóta fyrir fátækustu löndin? Arvind Panagariya, hagfræðipró- fessor, hefur birt grein í tímaritinu „The World Economy“ þar sem hann gagnrýnir það sem hann kall- ar rangar ályktanir um það hvernig fríverslun með matvæli komi við þau 50 lönd sem eru á lista SÞ yfir fátækustu lönd í heimi, svokölluð MUL-lönd. Mörg lönd í Afríku sunnan Sahara eru þar á meðal. Ein af fullyrðingunum er sú að stuðning- ur við landbúnað í ríkum löndum bitni mest á fátækustu löndunum. Sú fullyrðing er röng, segir hann, af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi: Niðurgreiðslurnar lækka heimsmarkaðsverð á mat- vælum. Um leið og tollvernd og annar stuðningur er felldur niður mun verðið hækka og bitna á inn- flutningsverðinu. Sem dæmi má nefna að áætlað er, að ef komið yrði á fríverslun með hrísgrjón hækkaði hrísgrjónaverðið um 30-35%. Mörg fátækustu löndin eru háð matvælainnflutningi þann- ig að það kæmi sér illa fyrir þau. Mörg þeirra hafa reyndar orðið fyrir miklum búsifjum við und- angengnar hækkanir á verði mat- væla. Í öðru lagi: Enginn tollur er lagður á búvörur sem fluttar eru inn frá MUL-löndunum til t.d. ESB og Noregs. Bændur í MUL-löndum geta m.ö.o. selt framleiðslu sína í þessum löndum á sama verði og bændur í þessum löndum. Þetta verð er verulega hærra en MUL- löndin fengju ef lönd í Evrópu lækkuðu tolla sína. Önnur, enn alvarlegri ranghugs- un, að áliti Panagariya, er sú að stuðningur við landbúnað í ríkum löndum komi í veg fyrir framfarir í fátækum löndum. MUL-löndin hafa haft frjálsan tollalausan aðgang að Noregi síðan 1995. Noregur flutti inn búvörur fyrir um 30 milljarða n.kr. árið 2007, en aðeins 0,5% þeirra komu frá MUL-löndum. Þetta bendir til að innviðir þessara landa, svo sem opinberar stofnanir, bankakerfi o.fl., hamli þróuninni, en einnig að skilyrði fyrir útflutningi á búvörum séu ekki fullnægjandi. Það getur verið einhver sárabót að heyra að verndarstefna ríku þjóð- anna eigi sök á slæmri stöðu þeirra, en slíkur málflutningur fleytir þeim ekki áfram, heldur skapar einungis falskar vonir. Hlutverk landbúnaðar í ríkum löndum Breytilegar hugmyndir eru uppi um það hvert eigi að vera hlutverk landbúnaðarins í ríkum löndum eins og Noregi og hversu mikils stuðnings landbúnaðurinn þar eigi að njóta, en sú fullyrðing að nauð- synlegt sé að draga úr honum til að hjálpa fátækustu löndunum stenst ekki. Aukin fríverslun með búvörur veikir landbúnaðinn bæði í löndum með mikinn opinberan stuðning og í fátækum löndum, en er hins vegar vatn á myllu stórútflytjenda í ríkum löndum, svo sem Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum, og í löndum með miðlungstekjur í Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Þróunarlöndin geta einnig nýtt sér það að leggja á innflutnings- tolla til að vernda eigin landbún- að. Sum þessara landa hafa hins vegar kosið að afnema allar höml- ur á innflutningi, að hluta til vegna þrýstings frá alþjóðlegum fjár- málastofnunum. Þau hagnast á því, samkvæmt hagfræðikenningunum. Hins vegar er hagvöxtur einungis mælikvarði á breytingu. Tryggur aðgangur að mat, byggðaþróun, réttlát skipting milli þegnanna, umhverfissjónarmið og margt fleira eru einnig mikilvægir þættir. Opnari landamæri hafa fært íbúum borganna ódýrari mat. Smábændur hafa orðið undir í þeirri samkeppni og flosnað upp, jafnvel að hluta vegna undirboða á verði innfluttra matvæla, en einnig vegna ódýrari framleiðslu í nálægum löndum. Nokkur hópur fátækra landa, sem hafa ekki staðið sig í eigin mat- vælaframleiðslu, hefur eftir síðustu matarverðhækkanir átt erfitt með að brauðfæða sig. Framboð matvæla hefur þar að auki dregist saman, þar sem stórir matvælaútflytjendur, sem fram að þessu hafa barist fyrir fríverslun með matvæli, hafa dregið úr útflutningi sínum til að tryggja framboð þeirra á heimamarkaði. Um 400 sérfræðingar og 60 lönd, sem stóðu að IAASTD- skýrslunni, komust nýlega að þeirri niðurstöðu að minni toll- vernd í fátækum löndum geti leitt til langvarandi neikvæðra áhrifa á baráttuna gegn fátækt, dregið úr tryggum aðgangi að mat og haft slæm áhrif á umhverfið. Landbúnaður hefur orðið alþjóðlegri síðustu 20 árin. Í hvert sinn sem sett hefur verið spurn- ingarmerki við þá þróun hafa tals- menn hins frjálsa markaðar boðið upp enn meira af áður ráðlögðum „lyfjum“. Spurningin er hins vegar sú hvort aukaáhrifin séu of mikil. Tollalækkun í ríkum löndum og aukin fríverslun með matvæli eru a.m.k. ekki töfralyf til að bæta úr matarskorti í fátækum löndum. Bondebladet/Ola Flaten hagfræðingur Fríverslun gefur ekki magafylli Kanada er meðal þeirra landa þar sem bændur fá hvað mest fyrir mjólkurinnlegg sitt. Það gerist vegna þess að markaðnum er stjórnað. Kanadamenn eru með kvótakerfi í mjólkurfram- leiðslu. Stefna þeirra er að vera sem mest sjálfum sér nógir um mjólk og mjólkurafurðir og það tekst þeim. Jafnframt er fram- leiðendaverð þeirra á mjólk hátt, en á hinn bóginn breytilegt eftir því í hvað mjólkin er notuð. Tekjur mjólkurbænda í Kanada hafa stigið jafnt og þétt hin síðari ár. Jafnframt því hefur kúabúum fækk- að. Árið 2007 voru þau komin niður í aðeins 14.660. Búin eru hins vegar orðin stór; meðalfjöldi kúa á búi er 68 og meðalframleiðsla á bú er 550 þúsund lítrar. Meðalársnyt kúnna er þannig rúmlega 8000 lítrar. Yfir 80% kúabúa í Kanada eru í fylkjunum Ontario og Québec í austanverðu landinu. Qntario er með mest af drykkjarmjólkinni en Québec af vinnslumjólkinni. Í Kanada eru tveir mjólkurmark- aðir, einn fyrir neyslumjólk og annar fyrir vinnslumjólk, svo sem í smjör, osta, mjólkurís, jógurt o.s.frv. Um 40% mjólkurframleiðsl- unnar fara í drykkjarmjólk. Þrjú stór mjólkurfyrirtæki kaupa um 75% mjólkurinnar af bændum; Agropur Cooperative, sem er í eigu samvinnufélags bænda, Parmalat, sem er einn af hinum stóru alþjóð- legu mjólkurhringjum, og Saputo, sem er kanadískt hlutafélag. Engir ríkisstyrkir Það skiptir kanadíska kúabændur meginmáli hvað þeir fá fyrir mjólk- ina vegna þess að hið opinbera styrkir búgreinina að heita má ekki. Hins vegar nýtur greinin velvildar hins opinbera. Þar má nefna í fyrsta lagi að hún nýtur tollverndar, í öðru lagi er framleiðslunni stjórnað með kvótakerfi og í þriðja lagi kemur hið opinbera að ákvörðunum um mjólkurverð. Lítinn hluta mjólkurneyslunnar, 3-5%, má flytja inn á lágum toll- um. Á annan innflutning mjólk- urafurða er lagður 100-250% tollur. Mjólkurkvótarnir eru gefnir út á einstök býli en unnt er að selja þá og verðið er hátt. Að jafnaði á hvert kúabú kvóta að verðmæti um eina milljón kanadískra dollara eða um 80 milljónir ísl. kr. Mjólkurverðið Hæsta mjólkurverð í heimi er í Japan, en síðan koma Sviss, Kanada og Noregur. (Hér vantar upplýs- ingar um Ísland.) Árið 2007 fengu kanadískir bændur að meðaltali um 0,71 kanadískan dollara, eða um 57 ísl. kr., á lítra. Mjólkurverð í Kanada skiptist í fimm flokka eftir því í hvað mjólkin er notuð. Drykkjarmjólk er í hæsta verðflokki, eða 64 ísl. kr. á lítra. Mjólk til vinnslu er verðlögð eftir magni fitu og próteins en lægsta verðið er 32 ísl. kr. á lítra. Nationen Mjólkurmarkaður í Kanada lýtur opinberri stjórn Lengi hefur verið litið svo á, að landbúnaðarpólitík sé viðfangs- efni sérfræðinga. Þannig er það ekki lengur. Hækkun á verði matvæla á heimsmarkaði er nú einnig farin að koma við pyngju fólks í ríkum löndum. Það er þó einungis toppurinn á ísjakanum. Nefna má ýmislegt í því sam- bandi: Þetta eru þær ástæður, sem liggja að baki þeirri auknu athygli sem landbúnaður sem undirstöðu- atvinnuvegur hefur fengið á 21. öld. Landbúnaðarpólitík er nú orðin forsíðu- og forgangsefni í öllum fréttamiðlum. Á forsíðu franska dagblaðsins Le Monde stóð hinn 18. febrúar sl., sem aðalfyrirsögn á forsíðu: „Búast má við verulegri matvælakreppu“. Alþjóðabankinn viðurkenndi á sl. ári, að landbúnaður hefði lengi verið vanræktur og að stóraukin áhersla á hann væri nauðsynleg til að auka framfarir í fátækum lönd- um. Þannig er staðan alvarleg. Sameinuðu þjóðirnar hafa engin ráð til að ná því markmiði sínu, að fækka sveltandi fólki um helm- ing fram til ársins 2015. Nýjustu niðurstöður FAO eru þær, að 854 milljónir manna – sjöundi hver jarðarbúi – búi við viðvarandi van- næringu. Heimurinn kallar á nýja land- búnaðarstefnu til að bæta matvæla- ástandið. Í stórum dráttum er staðan hins vegar sú, að þær stofnanir, sem hafa með höndum það verkefni að bæta hér úr, skortir til þess fé. Og þær stofnanir, sem hafa fjármunina; Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn og Alþjóða viðskipta- stofnunin, WTO, hafa fram að þessu haft meiri áhuga á að afnema stjórntæki heldur en að beita þeim. Í stórum dráttum hafa ríkisstjórn- ir heims haft lítinn áhuga á að marka hnattræna stefnu í málefnum landbúnaðarins. Rík lönd forgangs- raða því að vernda eigin útflutning á búvörum, sem oft grefur undan landbúnaði í þróunarlöndum. Með fáum undantekningum eru rík- isstjórnir þróunarlanda áhugalitlar um landbúnað og bændur, jafnvel þar sem meirihluti þjóðarinnar eru smábændur. Athyglisvert er, að í yfirstand- andi WTO-viðræðum eru það ein- mitt málefni landbúnaðar og þróun- ar fátækra ríkja, sem standa einkum í vegi fyrir að samkomulag náist. Þetta er ekki síst athyglisvert vegna þess, að yfirstandandi viðræðulota er nefnd „þróunarlotan“. Landbúnaður heims hefur umfram allt þörf fyrir samstillt átak. Á sama tíma og nálægt því milljarð manns skortir mat, fer vaxandi hluti búvara (eins og er um 40%) í fóður fyrir búfé, svo sem nautgripi, svín, alifugla og í fiskeldi. Og á sama tíma og 75% bænda heims, sem eru alls um 1,32 milljarður að tölu, skortir jarðnæði, tæki og þekkingu til að fullnægja eigin þörfum, þá fer umtalsverður hluti tekna fátækra landa í að greiða erlendar skuldir. Heimurinn þarfnast nýrrar og annars konar „grænnar byltingar“ en áður, þar sem stefnt skuli að því að auka framleiðslu matvæla um 50-100%, með því að vernda jarð- veginn og fjölbreytileika lífríkisins og stunda sjálfbæra ræktun. Einnig þurfum við á að halda pólitískri stefnumörkun, sem stendur vörð um matvælaöflun við erfið búskap- arskilyrði. Þá þarf að koma í veg fyrir undirboð á verði matvæla á heimsmarkaði. Göran Persson, fyrrv. forsæt- isráðherra Svíþjóðar, hefur sagt, að landbúnaðurinn sé lykillinn að lausn veðurfarsvandamálanna. Sé það svo, þá má engan tíma missa. Í fyrsta lagi vegna þess, að það er siðferðileg skylda gagnvart þeim sem búa við hungur, og í öðru lagi vegna þess að það er landbúnaður- inn, sem hefur á sínum vegum lang- mest af ræktunarlandi, aðgengilegu vatni, líffræðilegum fjölbreytileika og þeim vistkerfum, sem framtíð mannsins stendur og fellur með. Nationen/Ole-Jakob Christensen ► Vaxandi kjötneysla í löndum á borð við Indland og Kína. ► Uppskera eykst ekki lengur og dregst jafnvel saman á þeim svæð- um, þar sem „græna byltingin“ var gerð á 8. áratugi síðustu aldar. ► Víðtæk jarðvegseyðing. ► Lækkun grunnvatnsstöðu í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og víðar. ► Vatnsrennsli áa hefur minnkað, jafnvel að þær hafi þornað. ► Veruleg mengun jarðvegs, einkum í Kína. ► Selta í jarðvegi hefur aukist á víðáttumiklum ræktunarsvæðum. ► Ræktun gróðurs til orkuvinnslu. þar sem áður voru ræktaðar búvör- ur til matvælaframleiðslu. ► Dreifing sjúkdóma, á borð við kúariðu og fuglainflúensu, þar sem stundaður er „verksmiðjubúskapur“. ► Breytingar á veðurfari, sem ógna matvælaframleiðslu á stórum svæðum. ► Menningarsjúkdómar af völdum rangs mataræðis eða ofáts. Landbúnaður – áskorunin mikla Á sama tíma og verð á íbúðar- og atvinnuhúsnæði lækkar víða í Evrópu hækkar verð á jarðnæði. Ástæðan er hækkun á verði mat- væla. Fyrir fáum árum voru það verð- bréf tengd íbúðalánum í Bandaríkj- unum, sem þóttu besti fjárfesting- arkosturinn. Þau viðskipti enduðu með ósköpum. Nú keppa fjárfest- ingasjóðirnir við evrópska bændur, einkum breska, um bestu kornakrana. Í Bretlandi, þar sem verð á ræktuðu landi hækkaði um 40% á síðasta ári, hafa fjárfestar keypt margar jarðir, að sögn Financial Times. Í Póllandi hækkaði jarðaverðið um 60% frá 2003 til 2006, en einnig utan ESB fer það hækkandi, t.d. í Úkraínu. Nationen Metverð fyrir bújarðir í Evrópu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.