Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 22
23 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 1757 og 1770 voru kartöflur fyrst borðaðar við dönsku hirðina. Þetta bendir til þess að kartaflan hafi nán- ast verið óþekkt í Kaupmannahöfn þegar Hastfer og Björn fá sínar fyrstu kartöflur. Hastfer hefur haft sína þekkingu á kartöflunni frá Alingsås í Svíþjóð og Björn frá S-Jótlandi. Það kemur fram hjá Þorkeli Jóhannessyni í Sögu Íslendinga að fjármaðurinn Bottschach hafi farið út haustið 1757 og hafi átt að kaupa hrúta og senda hingað sumarið 1758 hvað hann mun hafa gert. Þegar litið er til þess að Bottschach hafði starfað hjá Alströmer áður en hann kom hingað og kynnst kartöflum þar, og trú Hastfers á möguleikum kartöflu- nnar hér á landi ekki meiri en það að hann nefnir hana ekki í skrifum sínum frá 1757, hlýtur maður að velta fyrir sér hvort Bottschach eigi ekki einhvern þátt í að kartöflur voru settar niður á Bessastöðum 1758. Björn hefur hugsanlega lesið rit sem presturinn Lüders í Glücksborg í Slésvík gaf út 1756 en í riti Björns Korte beretninger om nogle forsög til Landvæsenets og især Havedyrkningens forbedring i Island kemur fram að honum var kunnugt um ræktun kartöflunnar í Slésvík, Holtsetalandi, Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Í grein sem Hannes Thorsteinson skrif- aði árið 1924 í Ársrit hins íslenska Garðyrkjufélags og nefnir Smábrot úr sögu kartöflunnar vekur hann einnig athygli á því hversu snemma Björn Halldórsson hafi haft vitn- eskju um kartöfluna og telur það merki um hve vel hann fylgd- ist með því sem gerðist erlendis, glöggskygni hans og áhuga á því sem hér gæti orðið til þjóðþrifa. Upp úr 1780 fara kartöflur að berast með skipunum frá Kaup- mannahöfn og dreifðu ráðamenn þeim til landsmanna. Hafa þær verið af þeim afbrigðum sem þá voru rækt- uð í Danmörku á þeim tíma en einn- ig komu kartöflur frá Vesturheimi. Jónas Benediktsson, fyrrum bóndi í Fjósatungu í Fnjóskadal, segir frá því í riti sínu Fáein orð um rækt- un jarðepla frá árinu 1856 að árið 1807 hafi komið skip til Akureyrar frá Vesturálfu með hveiti, hrísgrjón og lítið eitt af jarðeplum. Hafi Hans Wilhelm Lever kaupmaður, sem var mikill áhugamaður um kartöflurækt, fengið þessar kartöflur, sett niður og dreift síðan útsæði til annarra. Einnig er líklegt að brottfluttir Vestur- Íslendingar hafi einhvern tíma sent kartöflur á sínar heimaslóðir. Um mismunandi kartöfluafbrigði Hvernig voru fyrstu kartöflurnar sem bárust til Evrópu? Ef litið er á fyrstu lýsingar þeirra Clusiusar í Vín og Gerards í Englandi og einn- ig annarra má fá hugmynd um það. M.E. Roze hefur í grein sem birt- ist árið 1896 velt þessu fyrir sér. Niðurstaðan var sú að þær kart- öflur sem fyrst bárust um meg- inland Evrópu hafi verið rauðleitar og ílangar en þær sem komu fyrst til Englands hafi verið gulleitar og meira eða minna ílangar. Í báðum tilvikum var holdið hvítt. Í Svíþjóð var í upphafi talað um þrenns konar afbrigði af kart- öflum: enskar gular, hollenskar rauðar og franskar rauðar. Í sænsku riti frá 1776 eru nefnd 6 mismun- andi afbrigði: (1) langar rauðar, (2) hnöttóttar rauðar, (3) langar hvítar, (4) hnöttóttar hvítar, gulleitar, (5) bláleitar með þykku hýði og loks (6) ungverskar sem eru mánuði fyrr að þroskast. Hinn danski Jacob Kofoed Trojel nefnir 5 afbrigði í riti sínu frá 1772 Stutt ágrip um jarðeplana nytsemd og ræktun; (1) hnöttóttar rauðar, (2) langar rauðar, (3) hnöttóttar gular eða hollenskar, (4) flatar gular eða enskar og (5) litlar gular sem „fólk heldur að sé Írlendskar“. Loks má geta þess að fyrsta tilvísun í afbrigði á Írlandi er frá 1730 og er þar getið um 5 afbrigði: (1) hvítar, flatar og nýrna- laga, (2) hvítar hnöttóttar, (3) gular, (4) rauðar hnöttóttar og (5) svarta kartaflan. Fyrstu kartöflurnar sem bár- ust til Evrópu voru ekki arfhrein afbrigði heldur blanda af mismun- andi arfgerðum. Án efa hafa bor- ist öðru hvoru nýjar sendingar af kartöflum með spænsku og ensku skipunum frá Norður- og Suður- Ameríku og þar með nýjar arfgerð- ir. Algengt var á þessum tíma að sá út aldinum sem mynduðust á grös- unum eftir víxlfrjóvgun og þar með var myndað nýtt afbrigði. Um alda- mótin 1800 er talið að í Evrópu hafi verið um 100 mismunandi afbrigði. Kartöflur þær sem Björn fékk fyrst komu frá Kaupmannahöfn og voru rauðar og hnöttóttar eða eilítið ílangar. Kartöflur þær sem Hastfer setti niður gæti hann hafa fengið frá Kaupmannahöfn þar sem hann dvaldi áður en hann kom til Íslands eða frá Svíþjóð þar sem hann átti hrúta og þaðan sem hann fékk einn- ig fjármann frá búi Alströmers, en ekki hefur höfundur rekist á neina lýsingu á þessum kartöflum enn. Í riti sínu Ávísan til Jarðepla- ræktanar fyrir Almúgamenn á Íslandi frá 1810 getur Hans Wilhelm Lever, kaupmaður á Akureyri, þess, að til séu mismunandi afbrigði af kartöflum (af-artir) og flest þeirra nái ekki hér þeim þroska sem í útlöndum. Ekki lýsir hann þeim en getur þess þó að menn skulu vara sig á þeim rauðleitu aflöngu jarðeplum því þau séu einhver hin lökustu. Bjarni Arngrímsson, sókn- arprestur í Mela- og Leirársókn í Borgarfirði gaf út garðyrkjukver árið 1816. Þar mælir hann með þeim hnöttóttu gulu jarðeplum sem bera himinblá, þá fjólublá og loks hvít blómsturblöð. Hann nefnir einnig hin rauðu hnöttóttu og rauðu aflöngu sem beri hvít blóm. Í norræna genbankanum eru varðveitt þrjú afbrigði frá Íslandi, Bláar, Gular og Rauðar íslenskar. Við samanburðarrannsókn þar kom í ljós að ekki var hægt að aðgreina Rauðar íslenskar frá gömlu sænsku afbrigði, Gammal svensk röd, en eitt af nöfnum þess var Nolor. Nolor er talið komið af heitinu Nolhaga sem var býli Jonas Alströmers. Þetta gamla afbrigði var einnig ræktað í Noregi og Finnlandi (undir heitinu Haalikas). Það eru því líkur til að Rauðar íslenskar eða Íslendingur eins og Hornfirðingar kalla þetta afbrigði eigi rætur að rekja til upp- hafs kartöfluræktar á Íslandi. Rauðar íslenskar eru oft kallaðar Íslendingar enda eiga þær rætur að rekja til upphafs kartöfluræktar á Íslandi. BÆNDUR - LANDBÚNAÐAR VERKTAKAR Nú fer í hönd tími ræktunar og heyskapar. Loftið fyllist ryki Sparið ykkur olíu og síukostnað með Turbo loftskilju á vélunum Þær fást hjá okkur BMB Kaup ehf Smiðjuveg 4 A Kópavogi Sími: 564-3220 „Ferðin tókst í alla staði afar vel, veðrið var gott, flest það sem fyrir augu bar kom gestunum á óvart og fólkið var himinlifandi við ferðalok,“ segir Valgarður Egilsson læknir en hann fór fyrir hópi fólks frá Slóveníu sem var á ferð hér á landi nú nýverið. Um var að ræða hóp fólks sem til- heyrir félagsskap sem hefur að markmiði að hefja veg kartöfl- unnar til virðingar og að berjast gegn ruslfæði ýmiss konar, þar á meðal frönskum kartöflum sem framleiddar eru hjá alþjóðleg- um keðjum. Félagskapur þessi, hvers nafn er afar langt, styður á hinn bógin við þjóðlega rétti af öllu tagi. Valgarður og Katrín Fjeldsted eru einu íslensku félagarnir og voru eins og vera ber með í för hópsins um landið á dögunum. Efnt var til móttöku á veitinga- staðnum Friðrik V á Akureyri í til- efni af komu hans og voru á borð bornir réttir þar sem kartaflan var í öndvegi í alls kyns búningi. Janez Fejfar forseti félagsins segir að félagsmenn geri margt sér til skemmtunar og kartaflan sé ávallt í hávegum höfð þegar að þeim kemur. Fyrsta laugardag í september er blásið til mikill- ar kartöfluhátíðar í Slóveníu og sækir hana vaxandi fjöldi fólks. Um 2000 manns eru í félaginu og fer fjölgandi. Hátíðin stendur yfir í tvo daga og er karnivalstemmn- ingin alls ráðandi. „Svo höfum við fyrir sið að ferðast einu sinni á ári út fyrir land okkar og Ísland varð fyrir valinu að þessu sinni,“ segir Janez en einkum og sér í lagi er ferðin hingað tilkomin vegna tengsla við Valgarð og Katrínu. Ferðirnar eru eins konar kart- öfluleiðangur, eða mission eins og Janez norðaði það og kynna félagsmenn sér þá allt sem við- kemur kartöflum í viðkomandi landi. Ferð hópsins um Ísland hófst á Reykjanesi sem skartaði sínu feg- ursta og var eitt ævintýri eins og Valgarður orðaði það í samtali við Bændablaðið. Þá lá leiðin austur í Rangárþing og farið allt austur undir Eyjafjöll og var komið við í Þykkvabæ þar sem menn nutu gestrisni og velvildar heimamanna. Síðan var haldið norður yfir heið- ar, en hópurinn hélt til á heima- slóðum Valgarðs, Grenivík og gisti þar. Farið var út í Grímsey og segir Valgarður að hinir slóvensku ferðalangar hafi heillast mjög af eynni og mannlífi þar. „Þeim þótti þetta áhugavert samfélag, fólkið vel alið og dugnaðarlegt, öruggt og pottþétt,“ lýsir hann hughrif- um samferðarmanna sinna. Eins brugðu kartöfluunnendur sér í Mývatnssveit, skoðuðu Laufás og heimsóttu Áshólsbændur en þar býr formaður Félags kartöflu- bænda, Bergvin Jóhannsson ásamt konu sinni Sigríði Eggertsdóttur. Þau rækta kartöflur á um 15 ha lands og þótti gestum búsældarlegt um að litast og umfangið mikið. Þá var farið á sjóstöng og fylgdust ferðalangar með tilþrifum stóreflis hnúfubaks, en aflinn sem fékkst í veiðiferðinni var nýttur í fiskisúpu, þ.e. fólkið hirti haus, dálk og sporð og útbjó dásemdar fiskisúpu úr því sem við Íslendingar erum gjörn á að henda. „Ferðin var vel lukkuð í alla staði og gestir fóru himinlifandi heim, heilluð af landi og þjóð,“ segir Valgarður. MÞÞ Slóvenskir kartöfluunnendur á ferð um Ísland Flest sem fyrir augu bar kom gestum á óvart Slóvenskir kartöfluunnendur gera sér íslenskar kartöflukrásir að góðu. Bækurnar að vestan. - Útgáfuáætlun haustið 2008: 1. Frá Bjargtöngum að Djúpi. Nýr flokkur. 1. bindi. 2. 99 vestfirskar þjóðsögur. Gamanmál að vestan, 3. hefti 3. Melódíur minninganna. Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, segir frá lífshlaupi sínu. Hafliði Magnússon tók saman. 4. Smásagnasafn eftir Ólaf Helga Kjartansson, fyrrum sýslumann á Ísafirði, nú á Selfossi. 5. Kirkjustaðir á Vestfjörðum, 4. bók, Guðshús á grýttri braut. Strandasýsla eftir síra Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum. 6. Lítil kvæðabók eftir Njál Sighvatsson, alþýðuskald Auðkúluhrepps. 7. Á bæ við árnið kenndur. Ágrip af sögu og störfum síðustu bænda á bænum Dynjanda í Jökulfjörðum. Æviþættir og örlög í Grunnavíkurhreppi. Eftir Jón Þór Benediktsson. 8. Strandamenn í blíðu og stríðu. 100 gamansögur af Strandamönnum eftir Kristjón Kormák Guðjónsson. 9. Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Málþing á Patreksfirði í maí 2008, erindi og umræður. Magnús Ólafs Hansson. 10. Vaskir menn. Sagnaþættir eftir vestfirska fræðimanninn Guðmund Guðna Guðmundsson. Endurprentun. 11. Birta. Sjálfstætt framhald ástarsagnanna Harpa og Silja eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur. Sendum öllum lesendum okkar, sem og þeim sem ekki hafa enn komist á bragðið, ljúfar kveðjur með vestanblænum og einum léttum að vestan: Ráðskonan Bræðurnir á Uppsölum í Selárdal, Gísli, Sigurður og Gestur, bjuggu með móður sinni meðan hennar naut við. Ung ráðskona var fengin henni til aðstoðar eitt sumar. Helst þótti Sigurður gera hosur sínar grænar fyrir stúlkunni. Eitthvað fór þó lítið fyrir dugnaði hans á því sviði, eða þá að hún var ekki mjög tilkippileg, og var hún horfin til síns heima að hausti. Gísla varð þá að orði: “Ég skil ekkert í honum Sigga að reyna ekki betur að halda í stúlkuna, eins og hún bjó til góðan rauðgraut.”

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.