Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Fall á fóðurgildi túngrasa var skoðað á nokkrum stöðum á land- inu í vor. Ráðunautar tóku gras- sýni með viku millibili og sendu þau til Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti þar sem fóð- urgildið var mælt. Tilgangurinn var að auðvelda bændum að fylgjast með grasþroska og fóð- urgildi og ákvarða þannig réttan sláttutíma. Niðurstöðurnar voru birtar jafnóðum á www.bóndi.is þegar þær voru til. Einnig nýtast niðurstöðurnar bændum nú þegar fyrsta slætti er víðast lokið eða langt kominn. Ef einhver þeirra staða sem sýni voru tekin á er sambærilegur í gras- sprettu geta bændur farið nærri því að meta gæði heysins sem þeir hafa náð. Grassýni voru tekin á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri í Borgarfirði, Sauðanesi í Austur- Húnavatnssýslu, Hamri í Hegranesi, Möðruvöllum í Hörgárdal, Egils- stöðum á Héraði og á Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi. Sýni var annars vegar tekið af nýrækt með ríkjandi vallarfoxgrasi og hins vegar af gömlu túni með blönduðum gróðri. Góðviðrasamt var um allt land í maí, ólíkt því sem verið hefur á undanförnum árum og var með- alhiti víða langt yfir meðaltali. Í júní voru hins vegar norðaustlægar áttir ríkjandi í mánuðinum og veðurlag var eftir því. Hlýtt var um sunn- an- og vestanvert landið og hiti vel yfir meðallagi. Hiti var lítillega yfir meðallagi við sjóinn á Norðaustur- og Austurlandi, en undir því inn til landsins á þeim slóðum, samkvæmt tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands. Það er vel þekkt að af veðurfars- þáttum hefur hiti mest áhrif á melt- anleika grasa. Reiknað er með að meltanleiki vallarfoxgrass falli um 0,34 prósentustig á dag þegar með- alhiti sólarhringsins er 10,3°C. Fyrir hverja gráðu sem hitinn víkur frá 10,3°C eykst eða minnkar fallið um 0,05 prósentustig fyrir hverja gráðu. Fall á meltanleika og á fóðurein- ingum (orkugildi) hangir saman órjúfanlegum böndum. Algengt viðmið um orkugildi fyrir úrvals- hey er 0,85 FEm í kg þe og þar yfir (meltanleiki þurrefnis 73%). Það hey er einkum ætlað hámjólka kúm og sauðfé um burð. Við gerð fóð- uráætlana er ágætt að miða við að hlutfall úrvalsheys á kúabúum sé að lágmarki 45% af heildar gróf- fóðrinu og 25% á sauðfjárbúum. Á Stóra Ármóti fóru FEm niður fyrir mörk úrvalsheys uppúr 20. júní en um mánaðamótin var enn hægt að ná þeim gæðum á Egilsstöðum. Hvað svo sem öllum áætlunum um gæði heyja líður þá þarf heyforð- inn að vera nægur og það er vissulega ekki nóg að vita hvenær heppilegt er að slá grasið, það þarf þurrk til að tryggja góða verkun heysins. BÞB Ólafsdalshátíð verður haldin að Ólafsdal í Saurbæ í Gilsfirði sunnudaginn 10. ágúst næstkom- andi og hefst kl. 14.00. Hátíðin er haldin í tilefni af því að 170 ára eru nú liðin frá fæðingu frum- kvöðulsins Torfa Bjarnasonar (f. 28. 8. 1838) sem stofnaði þar fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og rak hann til ársins 1907, ásamt konu sinni Guðlaugu Sakaríasdóttur. Á hátíðinni verður undirrituð viljayfirlýsing á milli Landbúnaðar- ráðuneytisins og Ólafsdalsfélagsis ses um að félagið fái umsjón með jörðinni í Ólafsdal og leyfi til fram- kvæmda við endurbætur á skóla- húsinu í Ólafsdal, sem hefur stað- ið ónotað í um 30 ár, og öðrum byggingum í nágrenni þess. Hefur Einar Kristinn Guðfinnsson sjáv- arútvegs- og landbúnaðrráðherra boðað komu sína af því tilefni og einnig verður ýmsum öðrum ráð- herrum boðið að vera viðstaddir, þingmönnum kjördæmisins o.fl. Jafnframt eru íbúar Dalabyggðar, Reykhólasveitar, annarra aðliggj- andi sveitarfélaga og afkomenda Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal hvattir til að mæta, auk gamalla nemenda úr Menntaskólanum við Sund o.fl. Ætlað er að þessi dagur marki upphaf á endurreisn stað- arins sem frumkvöðlaseturs með lifandi starfsemi á sviði ferðaþjón- ustu, mennningar, sjálfbærrar nýt- ingar og fræðslu. Ólafsdalshátíðin er styrkt af Menningarráði Vesturlands. Á dagskrá hátíðarinnar mun formað- ur félagsins, Rögnvaldur Guð- mundsson, gera stutta grein fyrir stofnun Ólafsdalsfélagsins, stöðu mála og framtíðaráformum. Þá flytur Bjarni Guðmundsson, pró- fessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, erindi um áhrif Ólafs- dalsskólans á landsvísu og Jón Jónsson þjóðfræðingur og menn- ingarfulltrúi Vestfjarða greinir frá tengslum Ólafsdalsskólans og Strandamanna, en þeir stóðu dyggilega við bakið á starfsemi skólans. Landbúnaðarráðherra og fleiri verða með ávörp. Þá verð- ur í boði leiðsögn um skólahúsið í Ólafsdal og nágrenni þess sem er ríkt af sögu og minjum frá tímum Torfa Bjarnasonar. Jafnframt gefst gestum kostur á veitingum á góðu verði. Fyrr um daginn, þann 10. ágúst, verður aðalfundur í Ólafsdalsfé- laginu haldinn að Tjarnarlundi í Saurbæ en það áhugamannafélag var stofnað í Ólafsdal 3. júní 2007. Jafnframt verður þar haldinn stofn- fundur í Ólafsdalsfélaginu sjálfs- eignarstofnun þar sem ýmsum aðil- um hefur verið boðin stofnaðild. Áhugamannafélagið mun þó starfa áfram og tilnefnir helming fulltrúa í fulltrúaráð Ólafsdalsfélagsins ses. Ólafsdalsfélagið hefur nú skráð lénið www.olafsdalur.is sem mun virkjað á næstu vikum. Ólafsdalsfélagið hefur látið vinna samantekt um líklegan kostnað við að gera upp hið myndarlega skóla- hús í Ólafsdal sem byggt var árið 1896. Þá er unnið að samstarfsyfir- lýsingu á milli Ólafsdalafélagsins og Landbúnaðarháskólans og Búvélasafnsins á Hvanneyri og verið að skoða samvinnu við aðrar menntastofnanir á Vesturlandi og víðar. Þá fékkst nokkur styrkur á fjárlögum til að undirbúa aðgerðir við endurbætur skólahússins og auk þess upphafsframlag frá sveitar- félaginu Dalabyggð. Ólafsdalsfé- lagið stefnir að því að ná frekari samningum við ríkisvaldið um að- komu að endurreisn Ólafsdals en jafnframt fá einkaðaila til að leggja málinu lið, ásamt sveitarfélaginu Dalabyggð o.fl. Stjórn Ólafsdalsfélagsins skipa nú auk formanns: Arnar Guðmundsson, blaðamaður Guðjón Torfi Sigurðsson, kennari Halla Steinólfsdóttir, bóndi og varaoddviti Dalabyggðar Laufey Steingrímsdóttir, matvæla- fræðingur Sigríður Jörundsdóttir, sagnfræð- ingur Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur Svavar Gestsson, sendiherra Þórður Magnússon, forstjóri Áhugasömum um málefni Ólafs- dals er bent á að hafa samband við Rögnvald Guðmundsson formann Ólafsdalsfélagsins á rognv@hi.is eða í síma 693 2915. Ólafsdalshátíð 10. ágúst 170 ár frá fæðingu Torfa Bjarnasonar Þroski túngrasanna 2008 Hvanneyri Borgarfirði Sauðanes A-Hún Hamar Skagafirði Möðruvellir Eyjafirði Egilsstaðir Héraði Stóra Ármót Hraungerðishr Nýrækt Eldra Nýrækt Eldra Nýrækt Eldra Nýrækt Eldra Nýrækt Eldra Nýrækt Eldra 9. júní Meltanl. Þe, % 79 77 77 76 74 73 78 73 79 74 78 77 FEm í kg þe 0,93 0,9 0,90 0,89 0,86 0,84 0,92 0,84 0,93 0,86 0,92 0,90 Prótein % í þe 22 24 25 26 19 21 29 25 28 26 27 27 Tn þe/ha 2,4 2,3 1,2 1,4 3,7 2,8 2,9 2,7 1,7 1,4 16. júní Meltanl. Þe, % 76 74 75 73 72 70 75 70 76 72 75 74 FEm í kg þe 0,89 0,86 0,87 0,84 0,83 0,8 0,87 0,8 0,89 0,83 0,87 0,86 Prótein % í þe 17 22 19 22 15 19 16 22 21 18 14 Tn þe/ha 3,6 3,7 1,6 5,1 3,7 4,7 3,5 2,8 2,5 23. júní Meltanl. Þe, % 75 71 70 67 75 70 72 71 FEm í kg þe 0,87 0,81 0,8 0,75 0,87 0,8 0,83 0,81 Prótein % í þe 15 16 13 14 16 18 15 11 Tn þe/ha 4,3 4,2 5,4 4,5 3,9 2,9 30. júní Meltanl. Þe, % 74 69 FEm í kg þe 0,86 0,78 Prótein % í þe 16 16 Tn þe/ha 9.6.2008 16.6.2008 23.6.2008 30.6.2008 0,8 0,82 0,84 0,86 0,88 0,9 0,92 0,94 Egilsstaðir Stóra Ármót Úrvalshey FEm í kg/þe Myndin hér fyrir ofan sýnir glöggt hver áhrif sprettuskilyrðin hafa á fram- vindu grasþroskans og fall meltanleika og orkugildis í túngrösum. Viðmið- unarmörkin fyrir úrvalshey eru u.þ.b. þegar vallarfoxgras byrjar að skríða. Á þessum tveimur stöðum, Egilstöðum og Stóra Ármóti munar 10 dögum. Þroski túngrasanna 2008 „Velkominn til starfa. Ég vænti mikils af þér og tel okk- ur heppin að fá þig hingað norður til starfa,“ sagði Páll Magnússon, framkvæmdastjóri Bifreiðaverkstæðisins Parduss á Hofsósi, þegar hann tók á móti Jóhanni Inga Haraldssyni, nýráðnum starfsmanni, á dög- unum. Jóhann Ingi, sem flyst norður í sumar með konu og tvö börn, er fæddur og uppalinn í Við- víkursveitinni og er því í raun- inni að koma aftur heim. Hann lærði vélvirkjun á Vélaverkstæði K.S. á Sauðárkróki, fór síðan til Reykjavíkur, lærði bifvéla- virkjun og tók meistaraskól- ann. Jafnhliða námi vann hann hjá Bílaspítalanum og Heklu en hefur sl. tvö ár unnið hjá Vélaveri ehf. og að mestu leyti fengist við dráttarvélar og heyvinnutæki. Það er ekki síst vegna þeirrar reynslu sem hann flyst norður, því Pardus hefur frá upphafi verið umboðsaðili fyrir Glóbus hf. og síðar Vélaver. „Jóhann verður verkstjóri hér,“ segir Páll. Hann kemur í raun með verkefni með sér, því hann mun þjónusta nokkra Húnvetninga áfram sem hann sinnti áður að sunnan. „Ég vil fara að minnka við mig. Ég er búinn að vera í verkstæðisrekstri síðan árið 1974 að ég byrjaði í bílskúr hjá kunn- ingja mínum hér á Hofsósi. Ég fékk mér bát fyrir nokkrum árum og hef verið að róa svolítið yfir sumarið og einnig farið túra með ferðafólk hérna um fjörðinn.“ Páll segir að það sé mikið að gera yfir sumarið og um heyskap- inn sjái þeir yfirleitt ekki út yfir verkefnin. Mun rólegra sé yfir veturinn, en hann hefur oft keypt bíla eða traktora sem hafa þarf- nast verulegra viðgerða og skap- að þannig verkefni yfir þann tíma sem minnst er að gera. „Ég tel að það séu alveg verkefni fyrir þrjá menn á gólfinu árið um kring, en ég verð að sjálfsögðu eitthvað með þeim því það fer ótrúlega mikill tími í að sinna erindum gegnum símann, t.d. ef leita þarf að varahlutum,“ sagði Páll Magnússon að lokum. ÖÞ „Gott að vera kominn í fjörðinn aftur“ – segir Jóhann Ingi Haraldsson, bifvélavirki á Hofsósi Páll og Jóhann Ingi við þjónustubifreið Parduss, með Skagafjörðinn í baksýn. Ljósm. ÖÞ Við rústir tóvinnuhússins. Styttan af Torfa og Guðlaugu í Ólafsdal, skólahúsið í bakgrunni. www. bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.