Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 35
36 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Salöt eru þeim eiginleikum gædd að þau henta alltaf með mat og jafnvel þótt þau séu borin fram eitt og sér sem aðalréttur eða eftirréttur. Veislusalat að hætti hússins hentar til dæmis vel með grillmatnum í sumar, hvort sem er kjöt eða fiskur á borðum og ávaxtasalatið er frísklegt og að auki hollt í eftirrétt. Veislusalat að hætti hússins 1 poki veislusalat ½ haus kínakál 4 tómatar ½ gúrka 1 stöngull sellerí 50 g furuhnetur, ristaðar á pönnu steinselja, til skrauts Aðferð: Setjið veislusalatið í skál, skerið kínakálið gróflega og bætið við. Skerið tómata í báta og gúrku í meðalstóra bita og blandið saman við. Saxið selleríið fínt ásamt stein- selju og setj- ið út í sal- atið. Hitið furuhneturn- ar á pönnu þar til þær dökkna, lát- ið kólna og skreytið sal- atið með þeim. Ávaxtasæla með makka- rónurjóma fyrir 6 2 bananar 250 g jarðarber 2 epli 2 perur 100 g vínber handfylli myntulauf Makkarónurjómi ½ l rjómi 15 makkarónukökur Aðferð: Skerið banana í meðalstóra bita ásamt jarðarberjum og setjið í skál. Skerið epli og perur á sama hátt og bætið útí í. Ef vínberin eru smá er óþarfi að skera þau niður en ann- ars í tvennt. Saxið myntulaufin og skreytið salatið með þeim. Þeytið rjómann þar til hann er farinn að þéttast. Kremjið makka- rónukökur út í og hafið bitana frek- ar smáa. Kælið í tvo tíma áður en borið er fram með ávaxtasalatinu. ehg MATUR Sól og blíða og sumarleg salöt 7 6 8 1 7 4 9 2 5 1 7 4 9 2 5 6 3 8 7 1 5 6 2 9 7 6 5 2 8 4 9 1 5 1 2 8 7 4 6 3 9 4 3 2 7 5 8 6 5 8 6 1 4 1 6 3 2 7 2 8 3 5 7 9 6 7 1 6 5 9 2 5 1 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Veislusalatið hentar með hvaða mat sem er, hvort sem er kjöti eða fiski eða eitt og sér og er afbragðsgott með grillmat. Það færist í vöxt að opnaðar séu listsýningar á landsbyggðinni og þær eru eflaust orðnar fjölbreytt- ari en áður var. Hér eru nefndar til nokkrar sem Bændablaðinu er kunnugt um. Norður í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið á bænum Öldu, var nýlega opnuð víðavangssýning sem stendur fram í miðjan september. Yfirskrift hennar er Staðfugl – Farfugl og þar sýna ýmsir listamenn verk sín í skemmri og lengri tíma. Inn á milli eru svo haldnar listasmiðjur og búnir til fuglaskúlptúrar úr því efni sem til fellur. Þar verða til bæði brettafuglar og ruslaskarfar eins og segir í frétt frá George Hollanders sem er hvatamaður að þessu sýn- ingarhaldi. Öllu austar, eða í Öxarfirði, er haldin fimmta Braggasýningin. Þar er til umfjöllunar tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir í 13 verkum eftir listakonuna Yst en það er listamannsheiti Ingunnar St. Svavarsdóttur, fyrrum sveitarstjóra á Kópaskeri. Hún sýnir teikningar á léreft og pappír, skúlptúr, innsetn- ingu og atómljóð á ensku sem gestir eru beðnir að spreyta sig á að þýða á íslensku (sjá mynd). Sýningin stendur til 13. júlí og er opin alla daga frá kl. 11-18. Í fjárhúsinu á bænum Núpi I undir Eyjafjöllum var nýlega opnuð sýn- ingin 80 08. Þar eru til sýnis verk sem unnin eru í samvinnu kvenna úr Sambandi sunnlenskra kvenna og Margrétar Ein- arsdóttur Long mynd- listarmanns. Tilefni sýn ing arinnar er 80 ára afmæli sambandsins og eru verkin yfir 80 tals- ins, útsaumsmyndir sem unnar voru á svonefndn- um baðstofukvöldum sl. vetur. Myndirnar eru saumaðar með svörtu Áróru garni í hör eftir teikningum Margrétar. Þær eru til sölu og rennur ágóðinn til nýrrar kapellu Sjúkrahússins á Selfossi. Sýningin verður opin frá 13-18 alla daga fram til 13. júlí. ÍJafnaskarðsskógi við Hreðavatn var um síðustu helgi opnuð sýning á verkum átta listamanna. Sýningin er haldin í samvinnu Menningarráðs Vesturlands og Skógræktar ríkis- ins á Vesturlandi, en listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru allir kennarar og listamenn af Vestur- landi. Þeir eru Ása Ólafsdóttir, Ásdís Sigurþórsdóttir, Anna Leif Elídóttir, Dögg Mósesdóttir, Guttormur Jóns- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Lára Gunnarsdóttir og Páll Guðmunds- son. Sýningin verður opin til septem- berloka. Þann 17. júlí verður opnuð sýning á verkum þriggja listamanna í skóla- húsinu í Þykkvabæ. Listamennirnir eru Georg Guðni, Arngunnur Ýr og Gunnhildur Jónsdóttir en sýningin er liður í Listaveislu sem haldin er í Þykkvabænum. Auk hennar verða tónleikar Páls Óskars og Móniku í Hábæjarkirkju sama kvöld og sýn- ingin verður opnuð. Þann 25. júlí verður svo Kartöflusúpudagur haldinn í fjórða sinn í skólanum. Afraksturinn af þessu hátíðarhaldi rennur til þess að gera bæjarmyndir af bæjum í Þykkvabænum sem sett- ar eru á álplötur og festar upp við heimreiðina. Bændamarkaðir í sumar Bændur og búalið eru í auknum mæli farin að efna til markaða þar sem framleiðsluvörur þeirra eru á boðstólum. Hér er listi yfir þá markaði sem Bændablaðinu er kunnugt um: Dalssel, Mosfellssveit, opinn alla laugardaga frá 12. júlí fram í miðjan september frá kl. 12 til 17. Sveitamarkaður í Eyjafjarðarsveit, opinn alla sunnudaga frá 13. júlí til 17. ágúst kl. 11-17. Marína á Akureyri, opinn alla sunnudaga kl. 11-17. Sveitamarkaður í Breiðabliki á Snæfellsnesi, opinn laugardaginn 9. ágúst kl. 12-18. Kátt í Kjós er meðal annars sveitamarkaður sem verður haldinn laug- ardaginn 19. júlí (sjá bls. 16). Kolaportið í Reykjavík er einnig vettvangur fyrir bændur sem vilja selja framleiðsluvörur sínar. Þar er opið alla laugardaga og sunnu- daga kl. 11-17. Þótt ekki sé það beinlínis bændamarkaður þá má nefna að í gamla sláturhúsinu á Hvammstanga hafa konur tekið sig saman um að halda nytjamarkað alla laugardaga út júlí kl. 12-17. Í frétt frá þeim segir að þær hafi safnað saman dóti sem fólk vildi losna við undir kjörorðinu Eins manns rusl er annars gull. Ágóðanum verður varið til góðgerð- armála. List á landsbyggðinni Aðstandendur Listaveislu með bæjarmynd af Hávarðarkoti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.