Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag ALÞINGI Tillaga Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, um að Alþingi afturkalli mál- sókn á hendur Geir H. Haarde, verður tekin til umræðu í dag. Rök- studd dagskrártillaga verður lögð fram og verði hún samþykkt verður tillögu Bjarna vísað frá að umræðu lokinni. Ljóst er að mjótt er á munum, en heimildarmenn Fréttablaðsins telja þó líklegra að tillögu Bjarna verði vísað frá. Það mun hins vegar ráð- ast af því hverjir verða í þingsalnum og ekki síst hverjir munu sitja hjá. Þeir sem vilja tillögu Bjarna frá, vonast til að nógu margir af þeim sem greiddu atkvæði gegn ákæru á hendur Geir á sínum tíma sitji hjá til að tillaga Bjarna verði felld. Verði frávísun felld fer málið í nefnd á milli umræðna. Guðmund- ur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, segir að þá verði nefndar- menn komnir í hlutverk Lands- dóms. Þeir verði að taka afstöðu til sektar eða sýknu Geirs, en það sé Landsdóms að gera það. „Til að draga ákæru til baka verður það annaðhvort að vera vegna þess að saksóknari vilji það, en svo er ekki hér, eða að aðrar upp- lýsingar hafi komið fram sem hafi gjörbreytt stöðunni. Það hefur ekki gerst.“ Guðmundur hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvernig hann greiðir atkvæði. - kóp, shá / sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 20. janúar 2012 17. tölublað 12. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 É g var nú ekkert að Birna Sigurjónsdóttir hannaði kjól á Karen Hækkerup ráðherra fyrir krýningarafmæli Danadrottningar.Klæddi danskan ráðherra Í tengslum við útgáfu á Íslenskri listasögu efnir Listasafn Íslands til sýningarinnar Þá og nú, þar sem reynt verður að draga fram vendipunktana í fram- vindu íslenskrar listar frá ofanverðri 19. öld til okkar daga. Sýningin stendur til 19. febrúar. BORÐAPANTANIR Í SÍM HUMARSALAT & HVÍTVÍN 2.250 kr.Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr.Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTANDISPENNANDI SJÁVARRÉTTATILBOÐföstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Ingibjörg Stefánsdóttir Lærði að 20. janúar 2012 www.maxi.is Hot Wings sósa M S . I S 2 0 % Á V E X T I R BÆKUR Leikarinn og leikstjór- inn Bjarni Haukur Þórsson hefur undirritað útgáfusamning við risaforlagið Random House um að hann skrifi bók byggða á ein- leiknum Pabbinn. „Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur,“ segir Bjarni Haukur. „Þetta verð- ur vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og allt sem því fylgir.“ - fb / sjá síðu 42 Bjarni Haukur Þórsson sáttur: Random House keypti Pabbabók GÓÐUR SAMNINGUR Bjarni Haukur Þórsson er mjög ánægður með samninginn við Random House. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilluð af svönum Abba Þórðardóttir myndlistarkona opnar sína fimmtu einkasýningu í dag. tímamót 20 Til Ameríku Ungstirnin í Retro Stefson spila í fyrsta sinn í Bandaríkjunum á hátíðinni South by Southwest. fólk 42 ■ Lög um Landsdóm, meðferð sakamála og Þjóðskjalasafnið virðast skýr um það að meirihluti málsgagna hverfi almenningi sjónum í langan tíma við það að málið er fellt niður. ■ Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd. ■ Meðal gagna í málinu er tölvupóstur Geirs H. Haarde, fundargerðir og minnispunktar frá ríkisstjórnarfundum og önnur gögn frá forsætisráðuneytinu. Deildar meiningar um afdrif málsgagna SNJÓKOMA SYÐRA Í dag verða austan eða norðaustan 3-8 m/s en vestanstrekkingur syðra síðdegis. Víða snjókoma en úrkomulítið NA- til fram á kvöld. Frost 0-5 stig. VEÐUR 4 -3 -2 -1 -1 -2 Enn er óvissa um afturköllun ákæru Reiknað er með því að tillögu um að afturkalla málsókn gegn Geir H. Haarde verði vísað frá eftir umræðu í dag. Málið stendur mjög tæpt og óvissa er mikil. Gögn Landsdóms gætu horfið sjónum almennings verði ákæran afturkölluð. KÓPAVOGUR Fulltrúar lista Kópa- vogsbúa, Sjálfstæðisflokks og Næst besta flokksins skoða nú hugsanlega meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs. Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins, sagði í gær að honum hafi verið boðið á fund með fulltrúum flokkanna tveggja seint í gærkvöld. Hann ætlaði þó að funda fyrst með fólki innan síns flokks. Ekki var ljóst hvort af fundinum hafi orðið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Kópavogslistann, vildi ekk- ert staðfesta um meirihlutavið- ræður annað en að flokkurinn ætlaði ekki að fara í frekara sam- starf við Samfylkinguna. Þá vildi Ármann Ólafsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, lítið tjá sig. - sv Þreifingar þriggja flokka: Hjálmari var boðið á fund STJÓRNMÁL Árni Páll Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrr- verandi efnahags- og viðskiptaráð- herra, segir stjórnmálamenn ekki hafa lært nægjanlega af hruninu. Vantrú fólks á stjórnmálum megi að verulegu leyti skýra af því að ekki hafi tekist að breyta vinnu- brögðum. „Við bjuggum áður við mjög harkalegt meirihlutaræði á Íslandi, öfugt við hin Norðurlöndin. Menn lögðu mikið upp úr því að keyra ákvarðanir í gegn með stuðningi meirihluta og í stríði við minni- hluta. Við höfum ekki snúið baki við þeim vinnubrögðum. Þvert á móti gætir þess að það sé meiri hug- myndafræðileg réttlæting fyrir meirihlutaræði, vegna þess að þeir sem eru í minnihluta séu með ein- hverjum hætti vont fólk eða eitt- hvað slíkt. Það er búið að búa til hugmyndafræðilega flokkun.“ Árni Páll segir Samfylkinguna hafa tamið sér átakasókn í of mikl- um mæli og vísar í Icesave-málið. Flokkurinn þurfi að tileinka sér ný vinnubrögð. „Jafnaðarmannaflokk- ur getur ekki nálgast landsstjórnina á sömu forsendum og valdagírug- ur hagsmunagæsluflokkur. Hann verður að nálgast hana öðruvísi.“ Hvað sjálfan sig varðar segir Árni að það hafi breytt honum að vera ráðherra í þessu efnahags- ástandi. Það breyti sýn á hlutina. „Metnaði mínum til að verða ráð- herra er til að mynda fullsvalað í bili og ég er alveg rór yfir þeim málum.“ - kóp / sjá síðu 12 Árni Páll Árnason segir að metnaði sínum til að vera ráðherra sé svalað: Meirihlutaræði aukist eftir hrunið ÞORRINN GENGUR Í GARÐ Í dag er bóndadagur og hefst þar með tími þorrablóta og súrmetis. Þeir Daníel Pétur Baldursson og Jóhann Rúnarsson hjá Nóatúni eru vel meðvitaðir um gang gamla tímatalsins og voru meira en tilbúnir til að seðja hungur landans þegar ljósmyndara bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mæta Slóvenum í kvöld Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býst við átakaleik gegn Slóvenum. sport 38

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.