Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 8
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR8 Áfram Ísland! Horfðu á enn fleiri EM leiki á stöð 97 og í háskerpu á stöð 96 í Vodafone Sjónvarpi. Allt í opinni dagskrá! Kynntu þér málið á vodafone.is Handboltaveisla í Vodafone Sjónvarpi Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is NOREGUR Janne Kristiansen, fyrr- verandi yfirmaður norsku leyni- þjónustunnar, segist hafa mismælt sig þegar hún fullyrti á miðviku- dag að norskir njósnarar væru að störfum í Pakistan. Hún hafi ein- göngu átt við tengilið lögreglunn- ar. Hún sagði af sér í gær vegna málsins, en nú krefjast pakistönsk stjórnvöld svara og vilja fá nánari útskýringar á njósnum Norðmanna þar í landi. Í norskum fjölmiðlum er haft eftir Vegard Valther Hansen, sér- fræðingi um njósnir, að ummæli hennar geti stefnt öryggi hugsan- legra norskra njósnara í Pakistan í voða. Ummælin geti einnig stefnt tengiliðum norskra njósnara í Pak- istan í hættu, og þá geti ummælin einnig reynst öðrum Norðmönn- um í Pakistan hættuleg, því á þá geti fallið grunur um að þeir séu að stunda njósnir. Norska leyniþjónustan hefur aldrei sagt neitt af eða á um það, hvort erindrekar á hennar vegum séu að störfum í Pakistan. Um slíkt tjáir stofnunin sig ekki. - gb Pakinstönsk stjórnvöld krefjast svara af Noregi um ummæli Kristiansen: Segist nú hafa mismælt sig JANNE KRISTIANSEN Sagði af sér sem yfirmaður norsku leyniþjónustunnar eftir að hafa mismælt sig – eða talað af sér. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Kínverskir fjárfestar hafa hug á að leggja fram allt að sjö milljarða króna vegna upp- byggingar heilsuþorps á Flúðum. Gerð hei lsu- þorpsins hefur verið í undir- búningi a l lt frá því síðla árs 2008 þegar sk r i fað va r undir viljayfir- lýsingu Heilsu- þorpa ehf. og Hrunamanna- hrepps um upp- byggingu á 200 íbúða heilsuþorpi með hvíldar- og endurhæfingar- aðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Greint var frá viðræðum aðstandenda heilsuþorpsins við kínverska fyrirtækið CSST Inter- national um fjárfestinguna í Sunn- lenska fréttablaðinu sem út kom í gær. Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og stjórnarformað- ur Heilsuþorps á Flúðum, segir enn of snemmt að segja til um hvort af fjárfestingunni verði. „Við höfum átt við þá tvo símafundi og eigum bókaðan fund í næstu viku,“ segir hann og kveður nú unnið að því að endurreikna kostnaðartölur fyrir fjárfestana. Miðað við upp- runalega áætlun segir hann kostn- að við verkefnið hins vegar geta numið 6,5 til 7,0 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að fjárfestarnir leggi fram megnið af þeirri upp- hæð, en einnig er leitað innlendra fjárfesta að verkefninu. Árni segir arðsemiskröfuna sem CSST International gerir vegna verkefnisins vera nokkuð háa, en mögulega megi fá dregið úr henni með því að auka hlutfall efniskaupa frá Kína vegna verk- efnisins. „Það á eftir að fara betur yfir hvaða kröfur þeir gera varð- andi verkstjórn og notkun fjár- munanna. En við erum afskaplega bjartsýnir á þessari stundu, því áhugi þeirra virðist vera mikill.“ Árni segir málum þannig fyrir komið í Kína um þessar mundir að þeir sem þar fái framkvæmdalán úr bönkum þurfi að tryggja að til- tekið magn af kínverskum vörum sé keypt til framkvæmdanna. „Enda fara þeir fram á að um 30 prósent að minnsta kosti af bygg- ingarkostnaði verði vegna vöru- kaupa frá Kína. Það hlutfall gæti orðið meira gegn því að arðsemis- krafa þeirra lækki.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins um heilsuþorpið í nóvember 2009 kom fram að á byggingartíma þess væri áætlað að til yrðu 140 störf, en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin yrði komin í gang, auk um 400 afleiddra starfa. olikr@frettabladid.is Kínverjar vilja leggja allt að 7 milljarða í heilsuþorp Kínverska fyrirtækið CSST International á í viðræðum um aðkomu að uppbyggingu heilsuþorps á Flúðum. Enn of snemmt að segja til um hvort af verði en viðræður halda áfram segir stjórnarformaður Heilsuþorps. FRÁ FLÚÐUM Íslandsstofa hafði milligöngu um að leiða saman kínverska fjárfesta og forsvarsmenn Heilsuþorpsins á Flúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRNI GUNNARSSON ALÞINGI „Treystu nú þjóðinni til að meta það hvort hún telji það rétt eða rangt að Ísland gangi í ESB.“ Svo mælti Jóhanna Sigurð- ardóttir forsæt- isráðherra við Vigdísi Hauks- dóttur, þing- konu Framsókn- arflokksins, á Alþingi í gær. Vigdís hafði beint fyrirspurn til Jóhönnu um það hvort henni hugnaðist að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðn- anna við Evrópusambandið, ýmist samhliða forsetakosningum í sumar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Jóhanna kvaðst treysta þjóðinni til að taka afstöðu til samnings þegar hann lægi fyrir. - sh Jóhanna vill klára samning: Biður Vigdísi að treysta þjóðinni VIGDÍS HAUKSDÓTTIR DANMÖRK Tveir meðlimir í vél- hjólagengi, svokallaðir rokkarar, voru í gær úrskurðaðir í gæslu- varðhald í bæjarréttinum í Kaup- mannahöfn vegna ólöglegrar byssueignar. Mennirnir, sem eru 26 og 36 ára, eru meðlimir í vélhjólaklík- unni Bandidos. Þeir eru sakaðir um að hafa hríðskotariffla og skotfæri undir höndum, en vopn- in hafa ekki fundist. Þeir verða í haldi til 6. febrúar. Málið hefur verið í rannsókn lengi og tengist öðrum svipuðum málum. - þj Danskir vélhjólamenn í bobba: Rokkarar teknir fyrir byssueign Tveir lögreglubítar ákærðir Tvær ákærur voru þingfestar í Héraðs- dómi Reykjaness í vikunni á hendur mönnum sem sakaðir eru um árásir á lögreglumenn við skyldustörf. Annars vegar er tvítugur maður ákærður fyrir að bíta lögreglumann í höndina í gegnum þykkan leðurhanska, og hins vegar er maður á fertugsaldri ákærður fyrir að bíta lögreglumann í hnéð. DÓMSTÓLAR Við erum afskaplega bjartsýnir á þessari stundu, því áhugi þeirra virðist vera mikill. ÁRNI GUNNARSSON STJÓRNARFORMAÐUR HEILSUÞORPS VEISTU SVARIÐ? 1. Af hverju var alfræðivefnum Wikipediu lokað í sólarhring í mótmælaskyni? 2. Hvað heitir nýjasta mynd George Lucas? 3. Hvað heitir forsprakki hljóm- sveitarinnar The Cure? SVÖR 1. Vegna áforma Bandaríkjaþings um að tryggja hugverkarétt á netinu. 2. Red Tails. 3. Robert Smith.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.