Fréttablaðið - 20.01.2012, Page 28

Fréttablaðið - 20.01.2012, Page 28
4 föstudagur 20. janúar Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Ingibjörg Stefánsdóttir kynntist jóga fyrst þegar hún var í dans- og leiklistarnámi í New York og heillaðist strax. Hún ætlaði sér að verða leikari á Broadway en gerðist þess í stað jógakennari og opnaði Yoga Shala setrið árið 2005. SJÚK Í AÐ LÁTA FÓLKI LÍÐA BETUR Viðtal: Sara McMahon Mynd: Valgarður Gíslason B l a ð a m a ð u r h i t t - ir Ingibjörgu í hlý- legu húsnæði Yoga Shala setursins sem er skreytt litríkum, indverskum húsgögnum, teppum og púðum sem Ingibjörg hefur keypt á Indlandi. Í setrinu er einn æfingasalur og viðurkenn- ir Ingibjörg að uppi eru áform um að stækka við sig enda hafa vinsældir jóga aukist til muna undan farin ár. Sjálf kynntist hún jóga í gegnum danskennara sinn í skólanum í New York. „Kennari minn í nútímadansi notaði ashtanga vinyasa jóga í byrjun kennslu til að hita okkur upp fyrir tímann. Ég man hvað okkur fannst æfingarnar frábær- ar og ég varð alveg heilluð og ákvað að sækja tíma á jógasetri skammt frá heimili mínu. Eftir námið flutti ég til Los Angeles og lærði power jóga í sjö mánuði hjá jógastöðinni Earths Power. Ég stundaði jóga sex daga vikunn- ar og missti ekki úr einn einasta tíma alla þessa sjö mánuði,“ segir hún. Í dag er jóga kennt bæði í lík- amsræktarstöðvum sem og sér- hæfðum jógasetrum l íkt og Yoga Shala og að sögn Ingibjarg- ar eru kostir jógaiðkunar marg- ir og nefnir hún sem dæmi betri svefn, liðleika, aukinn styrk og meiri vellíðan. „Það eru margir sem halda að jóga byggist bara á hugleiðslu og öndun en jóga snertir á miklu fleiri þáttum eins og til dæmis að hlúa að líkamanum og halda honum heilbrigðum með frábær- um líkamsæfingum. Það eru til margar ólíkar tegundir af jóga og hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér hvernig jóga hent- ar honum. Ég man að þegar ég kenndi í Kramhúsinu kom ég einn daginn inn í sal og hann var troðfullur af fólki sem virt- ist þá hafa fundið sig svona vel í ashtanga vinyasa jóga,“ upplýsir Ingibjörg og viðurkennir að jóga- iðkun hafi haft góð áhrif á henn- ar eigin svefnvenjur. „Ég hef alltaf átt erfitt með að sofna því að um leið og ég leggst á koddann fer hausinn á fullt við hugmyndavinnu og aðra sköpun. Jóga hjálpar mikið og gefur mér til dæmis aukna orku yfir dag- inn.“ DAUÐLANGAÐI AÐ VERA MEÐ Í SÖNGLEIKJUM Hún stundaði leiklistarnám í New York, flutti til borgarinn- ar sem aldrei sefur árið 1995 og bjó þar í tæp fjögur ár. „Mig lang- aði bara til New York í leiklistar- nám og sótti því eingöngu um í skóla þar. Ég man að fyrsta dag- inn minn í borginni þorði ég varla út úr húsi. Um hádegisbil var ég samt orðin svo svöng að ég ákvað að hætta mér út á meðal fólks. Ég bjó í East Village og fann McDon- alds-veitingastað sem ég borð- aði á og hljóp svo aftur heim. Ég held reyndar að þetta hafi líka verið í síðasta sinn sem ég borð- aði á þeim veitingastað. Maður var þó enga stund að venjast stórborgar lífinu og leið mjög vel í New York.“ Ingibjörg flutti aftur heim að námi loknu og fyrsta daginn eftir heimkomu bauðst henni staða hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég vann mikið í sjálfstæð- um leikhúsum en dauðlangaði að vera með í öllum söngleikj- um sem settir voru upp, og fékk reyndar hlutverk bæði í Hárinu og Annie, því ég hef bæði dansinn og sönginn. Úti var ég komin með annan fótinn inn á Off Broadway en þar sem ég fékk ekki atvinnu- leyfi gekk það ekki upp. Í New York er allt morandi í ungum og efnilegum leikkonum og sam- keppnin mikil þannig þú verður bara að gjöra svo vel að vera með atvinnuleyfi ef þú ætlar að vinna. Ég var líka frekar feimin innst inni og ekki týpan til að trana mér fram og þess vegna hefði ég líklega aldrei meikað það,“ segir hún og hlær. Í jafnréttisumræðunni sem hefur átt sér stað undanfarið eru margir sem gagnrýna rýr hlut- verk kvenna í Hollywood-kvik- myndum. Þegar Ingibjörg er innt eftir því hvort þessi gagnrýni eigi einnig rétt á sér hér á landi verð- ur hún hugsi. „Ætli það sé ekki svipað hér og úti, ég er ekki viss. Hér heima er mikið af öflugum konum sem taka völdin í eigin hendur og gera hlutina sjálfar líkt og stelpurnar í Kvenfélaginu Garpi sem settu upp sýninguna Uppnám í Leik- húskjallaranum. Ætli munurinn liggi ekki meðal annars í því?“ FÆDDI ÓVÆNT HEIMA Ingibjörg er að mestu uppalin í Reykjavík ef frá eru talin nokk- ur ár þar sem fjölskyldan bjó í Hallormsstaðaskógi vegna vinnu Hamingjusamt líf Ingibjörg Stefánsdóttir ætlaði að verða leikkona en eftir að hafa kynnst jóga ákvað hún heldur að gerast jógakennari. Hún segir marga kosti fylgja jógaiðkun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.