Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 49
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2012 37 Næsta plata Bruce Spring steen nefnist Wrecking Ball og kemur hún út í byrjun mars. Fyrsta smáskífulagið er komið út og heitir það We Take Care of Our Own. Tvö ár eru liðin síðan síð- asta plata Springsteens, The Promise, leit dagsins ljós. Tom Morello, gítarleikari Rage Against The Machine, aðstoðar „Stjórann“ á nýju plötunni og einnig Matt Chamberlain, fyrr- verandi trommari Pearl Jam. Springsteen fer í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja plötunni eftir og hefst hún á Spáni í maí. Nafn komið á nýja plötu NÝ PLATA Wrecking Ball nefnist nýjasta plata Bruce Springsteen. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaðurinn Þórir Georg hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Janúar. Hún kom út á net- inu á nýársdag og er væntanleg í verslanir á geisladisk og kass- ettu. Þórir starfaði lengi vel undir listamannsnafninu My Summer as a Salvation Soldier. Hann hefur einnig spilað í böndum eins og Gavin Portland, The Death- metal Supersquad, Fighting Shit, Ofvitunum og fleirum. Á nýju plötunni leitar Þórir til síðpönks og nýbylgjusveita níunda ára- tugarins og gerir tilraunakennda popptónlist með skírskotun í raf- og óhljóðatónlist. Þórir gefur út Janúar NÝ PLATA Tónlistarmaðurinn Þórir Georg hefur gefið út plötuna Janúar. Ryan Seacrest sló fyrst í gegn sem kynnir í hinum ótrúlega langlífu þáttum American Idol. Í dag er hann orðinn einn vinsælasti fjölmiðlamaður heims. Hann virðist ekki hafa í hyggju að glata þeirri stöðu á næstunni, því hinn 37 ára gamli fjölmiðlakóng- ur er nú kominn með sína eigin sjónvarpsstöð. Seacrest hefur í samstarfi við AEG og hæfi- leikaskrifstofuna CAA náð samningum við frumkvöðulinn Mark Cuban um breyting- ar á sjónvarpsstöð hans, Hdnet, sem er bandarísk gervihnattastöð. Breytt stöð mun fá nýtt nafn og heita AXS TV og mun Seacrest þar beina sjónum sínum að lífsstíl og skemmtun. - trs Bætir rósum í hnappagatið MÓGÚLL Ryan Seacrest er búinn að stofna sjónvarpsstöð. Fyrir alvöru karlmenn á bóndadaginn Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en þann dag var sú hefð að bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata. Konur, komum í veg fyrir að bóndinn frjósi á leiðinni með íslenskum náttúrulegum vörum sem hjálpa til í kuldanum VÖÐVAOLÍA Fjöljurta nuddolía sem hitar og eykur blóðstreymi til vöðva Verð áður 2.412 Verð nú 1.930 FRÍSKIR FÆTUR Fótamjólk sem endurnærir og hressir þreytta fætur ÚTIVISTARKREM Græðandi krem sem verndar gegn frosti og kulda EFTIR RAKSTUR Sótthreinsandi krem sem græðir og hægir á öldrun Verð áður 2.013 Verð nú 1.610 Verð áður 2.972 Verð nú 2.378 Verð áður 3.089 Verð nú 2.471 Tilboðin gilda 18. - 22. janúar – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 79 55 1 2/ 11 Ódýrt og nýtt Nicotinell á lægra verði Stór og lítill Nicotinell-pakki á lægra verði en einn stór.* 4.850 kr. Stórt Nicotinell fruit: 5.120 kr. og lítill Nicotinell Tropical fruit: 943 kr. á 6.063 kr. *Gildir einnig með 4 mg Nicotinell Fruit 204 stk og litlum 2 mg Tropical Fruit á 6.419 kr. Gildir til 31. janúar Lægra verð í Lyfju

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.