Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurbjörn Bárðarson gerði sér lítið fyrir og sigraði í skeiðkappreiðum í 150 metra og 250 metra skeiði með tímana 22,58 og 14,59. Hann heldur í höfðingjana Flosa frá Keldudal og Óð- inn frá Búðardal. Sigurbjörn keppti á Stakki frá Halldórsstöðum í milliriðlunum A-flokks gæð- inga í gær. Þetta er í fimmta skipti sem þeir mæta til leiks. Sá flokkur er eina greinin sem Sigurbjörn hefur aldrei unnið á landsmóti. »15 Sigurbjörn sigursæll í skeiðkapreiðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsmót hestamanna er í fullum gangi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við höfum unnið í töluverðan tíma með þessu þýska fyrirtæki og þetta er einn góður áfangi í þeim efnum,“ segir Bergur Elís Ágústsson sveit- arstjóri Norðurþings. 66 þúsund tonna verksmiðja Landsvirkjun hefur gert sam- komulag við PCC BakkiSilicon hf., íslenskt dótturfélag PCC SE frá Þýskalandi, um raforkusölu til kísil- málmverksmiðju sem rísa mun á Bakka á Húsavík. Fyrir hafði verið gert sambærilegt samkomulagi við Thorsil ehf. sem hyggst einnig reisa þar kísilmálmverksmiðju. Að sögn Bergs er stefnt að því að umhverfismat liggi fyrir í desember á þessu ári. Hann segir að nú sé lögð lokahönd á hafna-, lóðaleigu- og þjónustusamninga tengda þessu auk þess sem fyrirtækið eigi eftir að fá framkvæmdaleyfi frá ríkinu. Áætlað er að fjármögnun verði lokið fyrir maí 2013. „Ef allt gengur eftir stendur von okkar til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir á vordögum.“ Stefnt er að því að verkið verði byggt upp í tveimur áföngum og að starfsemi geti hafist í lok árs árið 2015 þegar fyrri áfanga er lokið. „Þetta gefur á bilinu 140-150 störf þegar yfir lýkur. En við eigum von á því að 80 störf verði í boði þegar fyrri áfanganum lýkur. Við erum ekki komnir með það inn í áætlun hvenær seinni áfanganum lýkur. En við munum taka ákvörðun um það þegar fleiri forsendur liggja fyrir,“ segir Bergur. Áætlað er að kísilmálmverksmiðj- an verði með 32 þúsund tonna fram- leiðslugetu eftir fyrri áfanga og þurfi 52 MW af afli eða 456 GWst af raf- orku á ári. Stefnt er að því að heildar framleiðslugeta verði um 66 þúsund tonn þegar yfir lýkur, að sögn Bergs. Skapar hundruð starfa Nýlega samdi Landsvirkjun við Thorsil ehf. um raforkukaup fyrir kísilverksmiðju. Áætlað er að hún muni gefa af sér um 120 störf þegar starfsemi hefst. Því er fyrirséð að heildarfjöldi starfa verði um 260-270 þegar fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur. Gæti skapað 140-150 störf  Landsvirkjun gerir raforkusamning við PCC vegna byggingar kísilverksmiðju  66 þúsund tonna framleiðslugeta þegar yfir lýkur Um 270 störf í heildina Morgunblaðið/ÞÖK Raforka Kísilvinnsla þarf raforku. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Mikið mannfall er í umferðinni á Ís- landi en tæplega 1000 mannslíf hafa tapast síðan hægri umferð var tekin upp árið 1968 og hátt í 10.000 hafa slasast alvarlega á sama tímabili. Þetta gerir það að verkum að um- ferðarslys eru einn dýrasti mála- flokkur þjóðfélagsins, því áætlað er að þau kosti okkur Íslendinga um 30 milljarða króna á ári, og er þá ekki talið með það tjón sem verður vart metið til fjár en vegur þó þyngst. Blóðtakan vegna slysa er hvergi meiri en í umferðinni. Á árunum 2002-2011 létust 189 í umferð- arslysum, sem er meira en í öllum öðrum slysaflokkum samanlagt. Á sama tímabili létust 17 af slysförum á sjó og einn í flugslysi. Í vinnuslys- um létust 30, en 60 létust í slysum í heimahúsum eða frístundum og 19 drukknuðu. Nú er háannatíminn í umferðinni hafinn, en aldrei verða heldur fleiri umferðarslys en á sumr- in. Á næstu dögum verður fjallað um umferðarslys og afleiðingar þeirra á Mbl.is og meðal annars birt röð við- tala við fólk sem ýmist hefur komið að alvarlegum umferðarslysum og sinnt slösuðum, lent í slysum sjálft, valdið slysi eða misst nákomna ætt- ingja í slysi. Allt þetta fólk á það sammerkt að óska engum þess að verða fyrir slysi í umferðinni, það þekkir af eigin reynslu hve hörmulegar afleiðing- arnar geta verið. Þúsund hafa dáið í umferðinni Banaslys árin 2002-2011 Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umferðarslys (alls 189) Drukknun (19) Vinnuslys (30) Sjóslys (17) Heima og fríslys (60) Flugslys (1) 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 42 36 38 28 48 29 30 25 22 18  Mesti slysatími ársins í umferð- inni er á sumrin „Við skoðuðum þetta á sínum tíma og höfum fengið þetta aftur í okkar hendur. Frekari upplýs- ingar er ekki hægt að veita á þessu stigi máls- ins,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari. Ríkissaksóknari hefur beint því til sérstaks saksóknara að taka til rannsóknar kæru á hendur fram- kvæmdastjóra Thule Investments fyrir umboðssvik upp á hundruð milljóna króna. Sérstakur saksókn- ari hafði áður vísað málinu frá. Umrætt félag heitir Thule Invest- ments og sá um rekstur og umsýslu fjárfestingarsjóðanna Brú Venture Capital og Brú tvö. Framkvæmdastjóranum er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína, talað niður verðmæti félaga og blekkt umbjóðendur til að selja sér hluti á undirverði. vidar@mbl.is Falið að rannsaka aftur Ólafur Þór Hauksson  Ríkissaksóknari vill frekari rannsókn Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um málið. Björgunarsveitir voru kallaðar þrívegis út í gær til að aðstoða fjallgöngumenn og göngufólk. Slökkvilið höf- uðborgarsvæð- isins fór á Esju undir kvöld til aðstoðar ungum manni sem veikt- ist á göngu á fjallinu. Menn frá slökkviliðinu hjálpuðu honum niður hluta af leiðinni, þangað sem björg- unarsveitir biðu með fjórhjól. Björgunarsveitin Klakkur í Grund- arfirði sótti konu á Kirkjufell en hún hafði snúið ökkla og komst ekki niður af sjálfsdáðum. Þá voru sveitir frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út síðdegis í gær til leitar að tveimur konum sem villst höfðu í þoku á Fimmvörðu- hálsi. Þær fundust fljótlega. vidar@mbl.is Til bjargar göngu- mönnum í vanda Björgunarsveitir Kallaðar þrívegis út Auk fyr- irhugaðra bygginga kísilverk- smiðja eru viðræður í gangi um þrjú stór verkefni í Norðurþingi að sögn Bergs Elías- ar Ágústssonar, sveitarstjóra í Norðurþingi. „Við erum í við- ræðum um þrjú önnur verkefni og munum gefa þau upp þegar við teljum rétta tímann til þess. Ég get þó sagt að hluti af því snýst um orku og annað er á öðrum vettvangi.“ Fleiri við- ræður í gangi ÞRJÚ ÖNNUR VERKEFNI Bergur Elías Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.