Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 12

Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Álagning veiðigjaldanna þýðir að framlegðin af útgerð dýrs og góðs skips á borð við Gandí verður nei- kvæð. Það leiðir til þess að við hætt- um að gera skipið út,“ segir Sig- urgeir B. Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, um áhrif nýju veiðigjald- anna á rekstur togarans. „Við erum með skip upp á einn og hálfan milljarð og ef við gerum út á gulllax og grálúðu með lítilli eða neikvæðri framlegð og höfum ekki framlegð upp í vexti og afskriftir þá gengur dæmið ekki upp,“ segir Sigurgeir en 41 starfsmanni útgerðarfélagsins verður sagt upp, þar af 30 manna áhöfn Gandís sem verður settur á söluskrá, vegna þessa höggs. Hin ellefu störfin eru í landvinnslu en að auki segir Sigurgeir að félagið muni draga úr kaupum á þjónustu. „Samfélaginu mun blæða út“ Hann segir einsýnt að veiðigjöldin ógni atvinnulífi í Vestmannaeyjum. „Ef við ætlum að sitja og horfa að- gerðalaus á mun fyrirtækinu blæða út og samfélaginu einnig. Eignir ein- staklinga og hluthafa verða að engu. Á það getum við ekki horft án þess að bregðast við. Fyrirtækið myndi ekki ráða við afborganir. Afleiðingin er ljós. Það fjarar undan því og það deyr. Spurn- ingin er aðeins hversu langan tíma það tekur. Við ætlum að kanna rétt- arstöðu okkar gagnvart ríkinu. Ef við bregðumst ekki við með öllum tiltækum ráðum mun fyrirtækinu og samfélaginu hér í Eyjum blæða út.“ Veiðigjöldin gera út af við rekstur 1.500 milljóna skips Morgunblaðið/Árni Sæberg Á veiðum við Vestmannaeyjar Aðalbjörgin RE í róðri. Vinnslustöðin telur veiðigjöldin ógna atvinnulífi staðarins.  Vinnslustöðin telur ekki lengur forsvaranlegt að gera Gandí VE-171 út Sigurgeir B. Kristgeirsson „Á það var bent að veiðigjöldin væru rangt reiknuð og að ekki væri tekið tillit til eðlilegra rekstrarað- stæðna, þar á meðal afskrifta. Þess vegna ákváðu stjórn- völd að miða við fasta krónutölu fyrsta árið og að gjaldið yrði þá endurskoðað. Að öllu óbreyttu verða menn verr í stakk búnir til að þróa fyrirtækin áfram, en á því tapa allir og þjóðin mest,“ segir Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri HB Granda. „Það er alveg ljóst að veiðigjöld- in munu veikja fyrirtækin og það getur ekki leitt til nema eins,“ segir Eggert þegar hann er spurður hvort gjöldin muni hafa áhrif á mannahald hjá útgerðunum. baldura@mbl.is Veikja útgerðir og koma niður á mannahaldi Eggert B. Guðmundsson „Við höfum ekki legið á skoðun okkar um hvaða áhrif veiðigjöldin muni hafa á reksturinn og mannahald hjá okkur. Það er ljóst að flytja á mikið af veiði- heimildum frá okkur vegna ný- samþykktra breytinga á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Við verð- um ekki með óbreytta útgerð nema eitthvað óvænt komi til,“ segir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, um áhrif nýju veiði- gjaldanna. Spurður hvaða áhrif gjöldin muni hafa á mannahald hjá fyrir- tækinu segir Gunnþór ekki tíma- bært að ræða þá hlið mála. „Að öllu óbreyttu mun þetta þýða samdrátt í útgerð. Þing- mönnum voru þessar afleiðingar ljósar.“ baldura@mbl.is „Verðum ekki með óbreytta útgerð“ Gunnþór Ingvason Ákveðið hefur verið að sameina Verkís og Almennu verk- fræðistofuna undir nafninu Verk- ís, en í gær var undirritaður samningur þess efnis. Fyrirtækin telja að hið samein- aða fyrirtæki verði eitt öflugasta fyrirtækið í verkfræðigeiranum á Íslandi og að samruninn veiti þeim einnig tækifæri til enn frek- ari sóknar á erlendum markaði. Elsta verkfræðistofa landsins Verkís rekur sögu sína til árs- ins 1932 og er því elsta verk- fræðistofa landsins. Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjöl- breyttum verkefnum á Íslandi og erlendis, en árið 2008 samein- uðust fimm fyrirtæki undir nafni stofunnar. Má því segja að það sjötta sé að bætast í hópinn. Al- menna verkfræðistofan var stofn- uð árið 1971 og er arftaki Al- menna byggingarfélagsins sem rak víðtæka þjónustu- og verk- takastarfsemi um 30 ára skeið. Almenna verkfræðistofan hefur frá upphafi veitt þjónustu á sviði byggingar-, véla- og umhverfis- verkfræði. Hjá Almennu starfa um 65 starfsmenn. Útibú í Osló Í dag eru fjögur markaðssvið hjá fyrirtækinu: Byggingar og iðnaður, orka og veitur, umhverfi og skipulag ásamt verkefna- stjórnun. Almenna hefur haslað sér völl í Noregi á undanförnum misserum og hefur stofnsett útibú í Ósló. Sameinaðir Ákveðið hefur verið að sameina Verkís og Almennu verk- fræðistofuna undir nafni Verkís og í gær undirrituðu þau samninga. Sameinaðar með langa sögu að baki „Það hefur legið fyrir að áhrifin af nýju veiðigjöldunum hér í Vestmannaeyjum yrðu skattur upp á 4-5 milljarða þegar lögin hafa að fullu tekið gildi. Það liggur fyrir að þegar tekjurnar minnka og aflaheimildir eru tekn- ar í burtu hefur það áhrif á rekstur útgerð- anna,“ segir Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um áhrif nýju veiðigjaldanna á reksturinn. „Augljóst er að gjöldin munu hafa áhrif á starfsfólkið, fyrirtækin og samfélögin. Allt hefur þetta legið fyrir í þeim umsögnum sem sendar voru til atvinnuveganefndar um frumvörpin og ætti að vera öllum ljóst nema kannski þeim nefndarmönnum sem virðast ekki hafa lesið þær. Útreikningar sýna að mörg fyrirtæki munu ekki ráða við þessa ofurskatta.“ baldura@mbl.is Fyrirtæki munu fara á hausinn 4.000-5.000 MILLJÓNIR Í SKATT Í VESTMANNAEYJUM Stefán Friðriksson Úrval af rómantískum vörum fyrir bústaðinn og heimilið Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi S. 517 7727 - nora.is - Opið: mán-fös 12:30 - 18:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.