Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 22

Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 22
BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is H rossarækt á Íslandi stendur sterkum fót- um og stöðugt eru að koma fram ein- staklingar sem slá öðrum við. Flestum ber saman um að hrossaræktin sé í framför og það sést glögglega á landsmótinu í Reykjavík sem nú stendur yfir. Í vikunni setti fjögurra vetra stóð- hesturinn Nói frá Stóra-Hofi heims- met í hæstu aðaleinkunn kynbóta- dóms fjögurra vetra stóðhests. Í gær bætti hann um betur og sló eigið heimsmet, endaði með aðal- einkunnina 8,51. Nói frá Stóra-Hofi er undan stóðhestinum Illingi frá Tóftum og Örk frá Stóra-Hofi. Í hrossarækt skiptir ættfræði máli og það er óneit- anlega gaman að grúska í ættum hrossa. Örk, móðir Nóa er glæsi- hryssa. Hún kom fram á Lands- mótinu á Vindheimamelum árið 2006, þá fimm vetra, og sýndi hvað í henni bjó. Hlaut 8,27 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir fimm eiginleika í hæfileikadómi. Sterkir stofnar standa að Nóa Að baki Nóa standa öflugir hestar sem í eina tíð voru meðal helstu nafna þegar hestamenn komu saman og hrossarækt bar á góma. Hrafn frá Holtsmúla er langafi hans í móðurætt og það er líka Baldur frá Bakka. Í föðurættinni eru langafar hans Svartur frá Unalæk og Gáski frá Hofsstöðum. Allt góðir hestar, en flestir fallnir og fáir sem ræða um þá í dag þegar hrossaræktin kemur upp í umræðunni. Tíska í hrossarækt er mikil og svo hefur raunar verið lengi. Sauð- árkrókshrossin voru mjög áberandi í íslenskri hrossarækt í eina tíð. Sörli frá Sauðárkróki var afar vinsæll hestur og blóð hans finnst í fjölmörg- um ættum íslenska hestsins. En þeg- ar ættir Nóa eru skoðaðar þarf að fara langt aftur til að finna Sauð- árkrókshest og sá yngsti, Kjarval frá Sauðárkróki, var fæddur árið 1981. Sumir spekingar í hrossarækt hafa varað við of miklum skyldleika í hrossastofninum og hafa þakkað fyr- ir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og halda sig við eigin visku í þessum efnum. Þegar efstu kynbótahrossin í flokkum fjögurra og fimm vetra hrossa eru skoðuð á LM2012 út frá ættfræði kemur í ljós að þar liggja nokkuð fjölbreyttar ættir að baki. Einungis eitt afkvæmi Orra frá Þúfu er í þessum hópi, þó svo að synir hans séu þar tveir í hópi feðra. Raun- ar eru feður þessara 20 hrossa frá 14 hrossaræktendum og þessi 20 efstu hross eru frá jafnmörgum rækt- endum. Hrossaræktin er því ekki einsleitari en svo að enginn einn ræktandi á tvö hross í þessum hópi. Hrossaræktendum fjölgar Í dag eru frístundahestamenn stór hluti hrossaræktenda. Yfir helmingur þeirra hrossa sem koma til kynbótadóms á vori hverju er í eigu frístundahestamanna. Hrossa- bændur og stórræktendur eru því lentir í minnihluta í hópi eigenda kynbótahrossa. Vissulega er það ennþá svo að afkvæmi ákveðinna hesta eru áberandi á stórmótum og hestamenn eru hvergi nærri hættir að tala um stjörnur samtímans og hefja þær upp til skýjanna. Nói frá Stóra-Hofi þarf vart að óttast hryssuleysi eftir landsmót, enda heimsmethafi og verður án efa mikið í umræðunni á næstunni. En miðað við þróunina er þó ólíklegt að öll hross eftir 10-15 ár verði útaf Nóa, enda má sjá á LM2012 að skyldleiki hrossa virðist minni en margir hafa óttast og varað við. Er skyldleiki hrossa- stofnsins of mikill? Morgunblaðið/Styrmir Kári Methafi Nói frá Stóra-Hofi og Daníel Jónsson á kynbótavellinum í gær. Nói bætti eigið heimsmet og hækkaði sig úr 8,48 í 8,51, þar af 9 fyrir skeið. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við stöndumframmi fyr-ir því, að það sem við vorum sökuð um að færa fram sem hræðslu- áróður er nú bara helkaldur veruleiki.“ Svo mælt- ist Elliða Vignissyni, bæj- arstjóra Vestmannaeyja, eftir þau ömurlegu tíðindi að Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum hefði þurft að segja upp tugum starfsmanna sinna, með- al annars vegna óhóflegra nýrra skatta. Því miður var ekki um hræðsluáróður að ræða því að þá hefði mátt sleppa við svo þungbærar afleiðingar nýju skattlagningar ríkisstjórn- arinnar. En stjórnarliðar, sem knúðu skattahækkanirnar í gegn með miklu offorsi, geta ekki látið eins og þeim hafi ver- ið ókunnugt um hvað þeir voru að gera. Ótal álit sérfræðinga lágu fyrir um hvílíkt hættuspil þessi skattahækkun væri og hvaða afleiðingar þess háttar ofurskattheimta gæti haft á byggðirnar umhverfis landið. Einn þeirra sem vöruðu við var Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild Há- skóla Íslands, sem hefur sér- hæft sig í auðlindahagfræði. Hann er raunar einn þeirra sem stjórnarmeirihlutinn á þingi kallaði sérstaklega til sem ráðgjafa, en þegar ráð- gjöfin hentaði ekki hinum póli- tíska rétttrúnaði var horft framhjá henni og haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist. Daði Már var í viðtali við Við- skiptablaðið í gær þar sem rætt var um nýju lögin. Því hefur verið haldið fram að með laga- setningunni sé ætlunin að ná svokallaðri auðlindarentu út úr sjávarútveginum og inn í rík- issjóð og Daði Már er spurður hvort það markmið náist með nýju lögunum og segir: „Nei. Það er held ég hafið yfir allan vafa.“ Að því búnu útskýrir hann að for- sendur veiðigjaldsins séu rang- ar að ýmsu leyti sem verði til þess að skattlagningin sé of mikil. Hann telur óvarlega hafa verið gengið fram og fyrirtækj- unum þar með stefnt í hættu. Sams konar aðvaranir komu frá fjölda útgerða um allt land, fjölda sveitarfélaga, marg- víslegra samtaka sem tengjast sjávarútvegi, svo sem sjó- manna og útgerðarmanna, og frá helstu sérfræðingum sem um málið fjölluðu. Og það sem meira er, utan stjórnarliða á þingi fannst tæpast nokkur maður sem lýsti sig fylgjandi fyrirhuguðum breytingum, taldi þær treysta grundvöll sjávarútvegsins, byggðanna eða efnahags landsins. Með öðrum orðum þá mælti allt gegn því að knýja í gegn þær breytingar sem sam- þykktar voru á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Þrátt fyrir það héldu stjórnarliðar áfram og létu aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta. Í stað þess að hlusta var haldið uppi árásum á at- vinnugreinina sem reyndi að verjast þegar að henni var sótt. Og þeir sem vörðust voru sak- aðir um hræðsluáróður, eins og bæjarstjóri Vestmannaeyja minnti á. Vonandi þarf ekki fleiri upp- sagnir og vonandi þurfa út- gerðarfyrirtæki eða sjáv- arbyggðir ekki að lenda í óbætanlegum erfiðleikum til að stjórnarliðar leggi við hlustir og endurskoði ranga ákvörðun sína. Ofurskattheimtan hefur afleiðingar ólíkt því sem stjórn- arliðar héldu fram} Afleiðingarnar Hvimleið minni-máttarkennd sumra Íslendinga gagnvart því sem er útlent er einatt afsökuð með fámenni heimilisfastra. Sú skýring er ekki tæk enda eru það einkum hinar talandi stétt- ir sem veikar eru fyrir og þær hafa mikil áhrif út fyrir sínar klíkur. Listamaðurinn Santiago Sierra drap hér niður fæti fyrir skömmu og þótti merkur fyrir það að ekki mátti sjást framan í hann og eins var hann sagður heimsfrægur. Hann skildi hér eftir listaverkið Svörtu keil- una, minnisvarða hans „um borgaralega óhlýðni“. Svarta keilan er reyndar óásjálegur moldarbrúnn grjóthnullungur. Verkið gaf listamaðurinn með skilyrðum um staðsetningu. Svarta keilan moldarbrúna skyldi vera á Austurvelli til minningar um að óður lýður braut flestar rúður í Alþing- ishúsinu, og ataði það auri og óþverra og laskaði lög- reglumenn. Jón forseti (Alþingis og Bók- menntafélagsins) stendur á Austurvelli steyptur í eir. Hann er örugglega ónýt tákn- mynd um rúðubrot, aurkast og árás á það þing sem hann barð- ist fyrir að flyttist til landsins og stæði í Reykjavík og undir- strikaði hlutverk hennar sem höfuðborgar. En þetta er þó staðurinn hans. Grjótið getur víða farið vel. Svo sem á auðri lóð uppi í Efstaleiti. Óður til grjótkastara}Óþurftargrjót Börn eru eins og svampar og heyraoft meira en þau eiga að gera. Ogþau eru ótrúlega fljót að tileinkasér það sem þau læra og end-urtaka. Þetta varð ég áþreif- anlega var við nýverið þar sem ég ók um höf- uðborgarsvæðið með fjögurra ára son í barnabílstól sínum í aftursæti. Án þess ég gæfi því sérstakan gaum hvað ómaði úr hefð- bundnu hátalarakerfi ódýrra franskra fólks- bíla brá mér þó heldur þegar sá stutti sönglaði upp úr þurru: „Spáðu manntötur í speglasal- inn, í speglasalinn.“ Á fóninum var stórgóð hljómplata Megasar, sökum þess að fyrir stuttu áskotnaðist mér á skransölu áritað eintak. Frá þeim tíma – og þar sem útvarpsloftnetið sinnir ekki gefnu hlutverki – hefur hún rúllað í gegn og ég hættur að heyra. Betur var lagt við hlustir eftir þessa óvæntu uppákomu og svo brugðið svolítið á leik. Kom í ljós að drengurinn hefur mikið dálæti á Megasi, svo mikið að hann er farinn að skrifa nafnið hans einnig. Er það annað nafnið á eftir hans eigin. Þegar svo var komið að hann var farinn að biðja um óskalög, t.d. lagið með barnavagninum (Jólanáttburður), var ákveðið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Hæg voru heimatökin enda allar plötur Megasar að finna á æskuheimilinu, ef frá er talin Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella. Og þó svo mín þekking á tónlistar- arfi Megasar fylli ekki bók mundi ég að sjálfsögðu eftir einni sem passa myndi vel við tækifærið. Nú hljómar í bílnum, og væntanlega úr, því svo vel er tekið undir, hljómplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról. Í upphafi pistilsins segir að börn heyri oft meira en þau eiga að gera. Og þrátt fyrir að sá ótti læddist að í upphafi að drengurinn raulaði um hlandbrunnin braggabörn í barna- vagni á leikskólanum hvarf hann fljótt og vék fyrir gleði. Eflaust er það ekki oft sem feður deila tónlistarsmekk með barnungum sonum sínum, hvað þá þegar um tónlist er að ræða sem ekki er allra. Þá minntist ég þess einnig, þó svo minningin sé allt annað en skýr, að sem drengur á svipuðu reki stóð ég bísperrt- ur í flugsæti á leið í sumarfrí og söng hástöf- um fyrir alla farþega sem vildu – og ekki – Lick it up með Kiss. Eflaust hef ég ekki sungið allan textann og ekki farið rétt með ef ég reyndi. Lesendum til upplýsingar og gagns er hér þó birt eitt erindið: Don’t need to wait for an invitation, you gotta live like you’re on vacation. There’s something sweet you can’t buy with money. Lick it up, lick it up. It’s all you need, so believe me honey It ain’t a crime to be good to yourself. Útvarp Latibær hvað! Menningararfur Megasar Andri Karl Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Öll hross sem fæðast á Íslandi eru komin undan Sörla 71 frá Svaðastöðum sem var fæddur 1916, svo auðvitað er mikill skyldleiki í stofninum. En ef við berum þetta saman við önnur hestakyn þá stöndum við af- skaplega vel,“ sagði dr. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, sem hefur rannsakað skyldleika hrossa- stofnsins einna mest. Hann segir Hrafn frá Holtsmúla eiga mest í hrossastofninum í dag og að Orri frá Þúfu muni taka við því ættföðurhlutverki af honum og raunar eiga hlutfalls- lega meira í stofninum en Hrafn. „En í dag er þetta ekkert vandamál og við erum ekki í neinum stórum vanda í skyld- leikarækt, en við verðum að hugsa langt fram í tímann og þá borgar sig að hugsa strax hvernig við getum forðast vandamál,“ sagði Ágúst í viðtali við blaðið á landsmóti í gær. Hugsa langt fram í tímann KYNBÓTAFRÆÐINGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.