Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Hér var í gær minnst á afrekÖssurar Skarphéðinssonar á blaðamannafundi í Brussel. Sú um- fjöllun var þó ekki tæmandi því að Össur fór mikinn í yfirlýsingum.    Eins og áður hef-ur verið greint frá sagði hann á þessum fundi að Ís- land væri reiðubúið að leggja fram samningsafstöðu sína í sjávarútvegs- málum.    Þetta kom þeim sem til þekkjaog eiga að vera hafðir með í ráðum hér á landi mjög á óvart enda könnuðust þeir ekkert við að málin væru komin á þetta stig.    Þá var aðeins eitt að gera fyrirÖssur, að reyna að spinna sig frá eigin ummælum. Hann fór í við- tal við fréttastofu 365 þar sem hann dró í land og sagði að vinnu við samningsafstöðuna væri ekki lokið og að hann vissi ekki hvenær henni lyki. Og í fréttinni sagði fréttastofan að líklega hefði er- lenda fréttastofan sem greindi frá ummælum Össurar slitið þau úr samhengi.    Allt hefði þetta getað spunnistrétt fyrir Össur ef ekki væri fyrir myndupptöku af fundinum þar sem heyrist hvað hann sagði. Hann sagði að verulegur árangur hefði náðst hér á landi og bætti við: „Ég á við að við erum reiðubú- in að leggja fram samningsafstöðu okkar.“    Skýrara gat það ekki verið.    Ætli það sé heppilegt fyrir Ís-land að menn sem tala út og suður séu fulltrúar þess í mik- ilvægum alþjóðasamskiptum? Össur Skarphéðinsson Málsvari Íslands STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.6., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 15 heiðskírt Akureyri 13 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 11 léttskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 30 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 skúrir London 27 léttskýjað París 30 skýjað Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 22 skýjað Berlín 23 léttskýjað Vín 27 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 28 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 23 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 34 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:04 24:00 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:19 23:43 Unicef á Íslandi gefur fólki kost á að vinna áritaða treyju frá leik- mönnum knattspyrnufélagsins Barcelona með því að senda smá- skilaboð með orðinu „unicef“ í númerið 1900. Hver smáskilaboð kosta 1.500 krónur en hægt er að auka vinningslíkur með því að senda fleiri en ein skilaboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unicef á Íslandi. Fimm leikmenn árituðu treyjuna: Gerard Pique, Victor Valdés, Xavi Hernandez, Carlos Puyol og David Villa. Pique, Valdés og Hernandez eru í landsliði Spánar á EM. Tveir síðastnefndu eru ekki með sökum meiðsla en voru í landsliðinu þegar Spánverjar urðu heimsmeistarar árið 2012 og Evrópumeistarar árið 2008. Geta unnið áritaða Barcelona-treyju Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS 30daga ánægjutrygging Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi á fundi sínum í gær hvort leyfa ætti lundaveiðar í eyjunum í ár. Þar var ákveðið að vísa málinu til umhverf- is- og skipulagsráðs og að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja má bú- ast við niðurstöðu í næstu viku. „Það var engin ákvörðun tekin. Bjargveiðimenn halda því mjög ein- dregið að okkur að lundinn njóti alltaf vafans, en það er líka mikið tilfinningamál fyrir okkur Eyja- menn að okkur sé sýndur sá skiln- ingur að þetta sé okkar auðlind og við kunnum að umgangast hana,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Eyjamenn hefðu sjálfir haft frumkvæði að algjöru veiðibanni á seinustu árum og að ljóst væri að menn mundu stíga varlega til jarðar. „Við erum alls ekki búnir að meta stöðuna þannig að óhætt sé að veiða lunda,“ segir Elliði og bætir við að menn þurfi að hafa lágmarksþekkingu á lunda- stofninum til að vita að það sé víð- sjárvert. „Hins vegar vitum við að veiðar í háf hafa engin áhrif á lundastofn- inn, en við viljum umgangast nátt- úruna af virðingu og munum gera það áfram,“ segir Elliði og bætir við að veiðimenn muni ekki veiða úr stofni sem er í viðkvæmri stöðu. pfe@mbl.is Lundaveiðar tilfinningamál fyrir eyjamenn  Bæjarstjórinn segir að lundaveiðar í háf hafi engin áhrif á lundastofninn Lundi Að sögn Elliða má búast við niðurstöðu frá umhverfis- og skipu- lagsráði í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.