Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Hjá Parka færðu flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum Ítölskum framleiðendum Flísar eru stórglæsilegt og endingargott gólfefni, sem auðvelt er að þrífa. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vonandi má vænta niðurstöðu frá Hæstarétti í þeim gengislánamálum sem fengið hafa flýtimeðferð næsta vor, að sögn Þorsteins Einarssonar, hæstaréttarlögmanns í Mótormax- málinu svokallaða. Hann bendir hins vegar á að fjármögnunarleigusamn- ingar falla ekki undir þessa flýti- meðferð. Það sé því fullkomin óvissa um hvenær þau mál skýrast. „Það getur tekið óratíma,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu héldu í gær fund um rétt- aróvissuna sem skapaðist vegna ný- legra dóma um fjármögnunarsamn- inga fyrirtækja og útreikning vaxta af erlendum lánum sem dæmd voru ólögleg. Lán eða kaupleiga Oft er deilt um hvort um sé að ræða lánasamning eða kaupleigu- samning. Lánasamninga er nefni- lega óheimilt að gengistryggja. Því þarf að endurreikna lánið, lántökum í hag, en heimilt er að gengistryggja leigusamninga og þeir koma því ekki til endurútreiknings. Kaupleigu- samningur þýðir að leigutaki mun eignast eða hefur kauprétt á leigu- tækinu sem samningurinn nær til, en fram kom að þannig er málum ekki háttað í lánasamningunum. Hjördís Vilhjálmsdóttir, fram- kvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbanka, segir að það sé ljóst að bíða þurfi lengi eftir nið- urstöðum í dómsmálum varðandi fjármögnunarleigusamninga bank- ans, þar sem þau séu ekki sett í for- gang. Þessi bið sé erfið fyrir við- skiptavini og bankann. En nú sé verið að ræða við viðskiptavini um hvernig haga skuli viðskiptasam- bandinu, þar til skorið verður úr um réttaróvissuna. Hún segir að það sé ofsögum sagt, líkt og fram kom á fundinum, að bið fyrirtækja eftir endurútreikningi á erlendum lánum sé spurning um líf og dauða hjá þeim, því verið sé að endurskipu- leggja fyrirtæki sem bankinn tel- ur lífvænleg, m.a. með afskriftum. Svokallað Lýs- ingarmál var tals- vert til umræðu á fundinum en Hæstiréttur felldi dóminn í síðasta mánuði. Réttinum þótti ósannað að kaupréttur hefði verið til staðar hjá fyrirtækinu Smákranar. Þorsteinn segir að engu að síður hafi menn í raun gert ráð fyrir að um væri að ræða möguleika á kaupa tækið að samningi loknum, þótt það hafi ekki staðið skýrum stöfum í samningnum. Viðskiptasagan skipti máli Dómur féll á annan veg í máli þrotabús Kraftvélaleigunnar, því þar taldist sannað að fyrirtækið mátti kaupa tæki á tilteknu verði. Munurinn á umfangi viðskipta í þessum dómum er mikill: Kraftvéla- leigan stundað umfangsmikil við- skipti og hafði átt í löngu viðskipta- sambandi við bankann en á meðan umfangið og sagan var mun minni hjá Smákrönum. Þorsteinn segir að rétturinn hafi litið mjög til þessarar sögu við dómsniðurstöðunnar. Þorsteinn og Einar Hugi Bjarna- son hæstaréttarlögmaður, sem vann m.a. við Lýsingarmálið, eru sam- mála um að dómurinn hafi takmark- að fordæmisgildi. Einar Hugi sagði að þarna hefðu atviksbundin sjón- armið fyrst og fremst ráðið för, en ekki samningsformið. „Etir þennan dóm er fullkomin réttaróvissa um þessa samninga Lýsingar,“ segir hann. Þorsteinn segir að fordæmið sé að fjármögnunarsamningar séu lánasamningar í skilningi laga takist viðsemjanda ekki að sýna fram á kauprétt. Niðurstöðu dóms að vænta Morgunblaðið/Eggert Fundur Fjölmenni var á opnum fundi í gærmorgun á Grand Hotel um fjármögnunarsamninga og réttaróvissu.  Réttaróvissa vegna nýlegra dóma  Gengislánamál í flýtimeðferð en langt í niðurstöðu varðandi fjármögnunarleigusamninga  Lýsingarmálið hefur ekki fordæmisgildi  Biðin er málsaðilum erfið Þorsteinn Einarsson Hjördís Vilhjálmsdóttir Einar Hugi Bjarnason ● Verðlagsnefnd búvara ákvað ný- verið verðhækkun á mjólk og mjólk- urafurðum um 4%. Sú hækkun mun skila sér í hækkun verðtryggðra lána heimilanna um rúmlega einn milljarð króna, nánar tiltekið 1.075 milljónir króna, samkvæmt Viðskiptablaðinu í gær. Kostar heimilin milljarð                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./ +0-.12 +,3.+2 ,+.+/, ,4.531 +1.512 +34.03 +./0,0 +0+.42 +/1.,2 +,-.5 +01.,, +,3./ ,+.,+2 ,4.505 +1.0,- +3+.3 +./01- +0+.-+ +/1.-5 ,+5./41, +,1.+ +01.1 +,3.5- ,+.,1- ,4.0/0 +1.015 +3+.-1 +.-4,3 +0,.+5 +/5.+, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 26% á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Þá fjölgar nýskráningum einka- hlutafélaga á milli ára, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Munur á milli maímánaða 36% Alls voru 520 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu fimm mán- uðum ársins samanborið við 702 á sama tímabili í fyrra. Samsvarar breytingin um 26% fækkun á milli ára. Hefur gjaldþrotum fækkað í hverjum mánuði það sem af er ári samanborið við sömu mánuði í fyrra. Í maímánuði voru 112 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta saman- borið við 175 fyrirtæki á sama tíma á síðasta ári. Nemur fækkunin á milli maí-mánaða á milli ára 36%. Flest voru gjaldþrotin í maí í byggingar- og mannvirkjagerð, heild- og smásöluverslun auk við- gerða á vélknúnum ökutækjum. Nýskráðum einkahlutafélögum fjölgar á milli ára Nýskráðum einkahlutafélögum fjölgaði í maímánuði sem og á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Voru nýskráð félög 151 í maímánuði nú í samanburði við 145 nýskráning- ar í sama mánuði 2011. Samsvarar það um 4% fjölgun á milli ára. Flestar voru nýskráningarnar annars vegar í fjármála- og vátrygg- ingastarfsemi og hins vegar á sviði fasteignaviðskipta. Nýskráningar einkahlutafélaga á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 737 talsins. Námu nýskráningar einkahlutafélaga 731 á fyrstu fimm mánuðum 2011 og er því um að ræða 1% aukningu á milli ára. Færri fara í þrot  Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði á fyrstu fimm mánuðum ársins  Nýskráningum félaga fjölgaði á sama tíma milli ára Árangur af aðgerðaáætlun Orku- veitu Reykjavíkur, sem miðar að því að bæta sjóðsstreymi um 50 milljarða fyrir árslok 2016, er ríf- lega 350 milljónum króna umfram áætlun á fyrsta ársfjórðungi. Aðgerðaáætlunin sem hófst í apr- íl árið 2011 byggist á því að grípa til aðgerða á borð við hækkanir á gjaldskrám, eignasölu og að draga úr fjárfestingum Orkuveitunnar til að spara innan fyrirtækisins. Alls var stefnt að því að lækka rekstrarkostnað Orkuveitunnar um tæplega 1,8 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá OR og árangurinn er samkvæmt því 18% umfram áætlun. Lækkun fjárfestinga í veitukerf- um var meiri en gert var ráð fyrir en sala eigna var umtalsvert undir væntingum. Perlan og HS Veitur eru nú í söluferli og hafa verið um nokkurt skeið. OR nær góðum árangri varðandi aðgerðaáætlun Morgunblaðið/Ómar OR Höfuðstöðvar Orkuveitunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.