Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 31

Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 ✝ Sigrún JónaLárusdóttir fæddist á Akureyri 16. apríl 1929. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 16. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lár- us Hinriksson bif- reiðarstjóri, f. 1901, d. 1982 og Guðný Hjálmarsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 1902, d. 1986. Systkini Sigrúnar eru: Valgerður (látin), Hinrik og Ólaf- ur. Sigrún giftist 1. febrúar 1953 Einari Sigurvinssyni flug- vélstjóra, f. 6. júlí 1927, d. 31. maí 2007. Hann var sonur hjónanna Sigurvins Einarssonar alþing- ismanns og Jörínu Jónsdóttur kennara. Börn og afkomendur Sigrúnar og Einars eru: 1) Lárus rafmagnsverkfræðingur, f. 1953, börn hans og k.h. Sólveigar Þór- hallsdóttur hjúkrunarfræðings eru a) Elísabet Björney, í sambúð með Óðni Þ. Kjartanssyni, hún á soninn Einar Mána, b) Einar Þór, kvæntur Hildi Hálfdánardóttur, þau eiga soninn Emil, c) Elín búð með Elvari Páli Sævarssyni, þau eiga soninn Gunnar Pál. 6) Arnar hluthafi og móttökustjóri, f. 1968. Sigrún hóf nám við Fóstur- skólann í Reykjavík 1946, en varð að hverfa frá námi sökum veikinda. Hún bjó í Reykjavík frá 1950 til 1960 að undanskildum þremur árum er þau hjón stund- uðu búskap að Saurbæ á Rauða- sandi. Árið 1960 flutti þau hjón í Kópavog. Fyrir utan húsmóð- urstörf starfaði Sigrún við bað- vörslu í grunnskólum í Kópavogi að vetri og við smíðavelli bæj- arins á sumrin. Hún útskrifaðist frá Sjúkraliðaskólanum 1980 og starfaði sem sjúkraliði við Borg- arspítalann og síðar Heilsu- gæslustöð Kópavogs. Síðustu starfsár sín vann hún í mötuneyti Íslandsbanka. Sigrún hafði margvísleg áhugamál m.a. postu- línsmálun og söng hún í kirkju- kór Kópavogskirkju í mörg ár. Hún hafði brennandi áhuga á ættfræði. Barnabörn hennar og barnabarnabörn sóttu mjög í um- gengi við ömmu sína og lang- ömmu. Hún bar hag annarra ætíð fyrir brjósti og lagði sitt af mörkum í þeim efnum og starf- aði lengi fyrir Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs. Einnig starfaði hún í sjálfboðavinnu í Sunnuhlíð og Dvöl. Útför Sigrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 29. júní 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Mjöll, í sambúð með Guðmundi Egg- ertsyni, þau eiga soninn Gabríel, d ) Lárus Ingi, e) Sig- rún og f) Þórhallur. 2) Sigurvin flug- stjóri, f. 1954. Börn hans og k.h. Krist- ínar Reimarsdóttur skrifstofumanns eru a) Daði, f. 1974, d. 1989, b) Erna, hún á soninn Aron Daða og c) Einar. 3) Magnús Geir, f. 1956, kennari í Svíþjóð. Börn hans og k.h. Friðbjargar Einarsdóttur sjúkraliða eru a) Margrét Lilja, í sambúð með Per Olof Korsström, sonur þeirra er Wilmer Einar, b) Einar Víðir og c) Hlynur. 4) Kristján Einar ljósmyndari, f. 1958. Synir hans eru a) Hjalti í sambúð með Hönnu Skaftadóttur og eru synir þeirra Benedikt Bjarni og Mikael Björn og b) Bjarki. 5) Auður hjúkrunarfræð- ingur, f. 1963. Í sambúð með Kristjáni Guðbjörnssyni bifreiða- stjóra. Dætur Auðar eru a) Sig- rún Arna, í sambúð með Halldóri Inga Guðnasyni, þau eiga soninn Guðna Þór og b) Íris Huld, í sam- Elsku besta mamma mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og enn finnst mér það svo óraun- verulegt að þú sért farin frá okk- ur og að ég eigi ekki aftur eftir að droppa við hjá þér eða eiga langt símaspjall við þig. Það er búið að vera tómlegt og skrítið undanfar- ið að byrja ekki daginn á að hringja og heyra í þér og vera ekki að fara til þín á kvöldin og sitja hjá þér. Ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Ég og stelp- urnar mínar, Sigrún Arna og Íris Huld, erum búnar síðustu daga að vera að rifja upp ótal minningar sem við eigum um stundir með þér. Alltaf hafðir þú fulla trú á því sem ég var að gera og hvattir mig áfram og sagðir ótal sinnum hvað þú værir stolt af mér, og þau orð þín ylja mér í dag. Útskriftargjöf- in sem þú gafst mér er sú dýr- mætasta gjöf sem ég hef fengið. Þrátt fyrir veikindi þín þá skipti það þig miklu máli að geta sýnt mér hvað þú varst ánægð með það sem ég var að gera. Auður Einarsdóttir. Mér er illt í hjartanu að vita að elsku besta amma Dúlla sé farin. 16. júní gleymi ég aldrei. Mamma hringdi og sagði að þú værir orðin svo veik, ég var viss um að þú myndir hressast aftur og taka á móti okkur með bros á vör. Stuttu seinna hringdi mamma og sagði að þú værir farin og ég vildi ekki trúa því að það væri engin amma Dúlla lengur. Það var svo gott að fá að knúsa þig, sitja hjá þér og segja þér hvað ég elska þig mikið en ég veit að þú ert komin á góðan stað og afi tók vel á móti þér. Ég á bara góðar minningar. Þú og afi gerðuð allt fyrir okkur. Alltaf fékk maður að fara í kjólana þína og nota skartið þitt og þú brostir og sagðir hvað ég væri glæsileg. Ég kom til þín í ömmudekur og við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum. Þú kenndir mér faðir vorið, og kvöldbænina, og að signa mig. Allar góðu minning- arnar okkar uppi í ömmuhúsi, og svo má aldrei gleyma frægu fjöru- ferðinni okkar sem ég, þú, Sigrún og afi fórum í. Daginn eftir að þú fórst frá okkur þá fórum við Sig- rún upp í ömmuhús. Þegar við lit- um upp voru tvær kríur yfir ömmuhúsi, greinilega eru þú og afi búin að sameinast og komin upp í ömmuhús. Ég er þakklát að Gunnar Páll fékk að kynnast þér og hann á aldrei eftir að gleyma þér. Hann fékk bestu ömmukök- urnar og knúsið frá þér. Hann bað mig um að láta engil hjá þér svo englarnir gætu læknað þig svo þú kæmir heim aftur. Elsku mamma, þinn missir er mikill en ég veit að amma og afi vaka yfir þér. Elsku Addi frændi, þú ert hetja, þú átt hrós skilið fyr- ir að vera kletturinn hennar ömmu. Ég elska þig svo mikið og þú verður alltaf í hjartanu mínu. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og vera besta amma Dúlla í heimi. Minning þín lifir að eilífu. „Góða nótt sofðu rótt og guð geymi þig í alla nótt og megi engl- arnir vaka yfir þér“ Hinsta kveðja frá mér, Elvari og Gunnari Páli. Þín ömmustelpa að eilífu, Íris Huld. Nú er komið að kveðjustund. Ekki eru þau mörg árin sem við höfum þekkst, en samt er það þannig að mér finnst ég hafa þekkt þig alla ævi. Hversu ynd- islegt það var að koma í heimsókn til þín í Kópavoginn og þessar æð- islegu hlýju móttökur sem við fengum alltaf munu aldrei gleym- ast. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og minning þín er föst í mínu hjarta. Við munum minnast þín með söknuði og sjá til þess að minn- ingu þinni verði haldið á lofti. Elsku amma Dúlla, ég stend við mín loforð og við sjáumst þeg- ar minn tími kemur. Góða ferð. Halldór Ingi og Guðni Þór. Elsku amma Dúlla. Þá er komið að stundinni sem ég hef alltaf kviðið fyrir, að kveðja þig. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess að maður hringi aldrei aftur í þig eins og við gerð- um oft, né komi aftur í Vogatung- una þegar maður kemur í bæinn. Ég á svo ótrúlega margar minn- ingar um þig að ef ég myndi skrifa þær allar þá væru það frekar margar blaðsíður. Ég er bara svo ótrúlega þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman og allt sem þú kenndir mér. Það var allt- af svo gaman að koma til þín, maður mátti gramsa í öllu og klæða sig upp á í öll fötin þín og nota allt skartið sem þú áttir. Og ekki var nú leiðinlegt að sitja með þér á spjalli og drekka cappucino þótt ég væri bara 10 ára. Þetta fékk maður bara hjá ömmu Dúllu. En ég veit það, elsku amma, að núna ertu komin á góðan stað og þér líður vel. Ég er líka svo þakk- lát fyrir það að þú fékkst að kynn- ast syni mínum svona vel og þið urðuð svona góðir vinir, og eins með þig og Halldór Inga. Bara takk fyrir allt, elsku besta amma í heimi. Ég skal lofa þér því að ég mun vera dugleg að baka ömmu kökur fyrir Guðna Þór. Hlakka til að hitta þig eftir mörg ár. Lífið er of stutt – alltof stutt. Þó það virðist heil eilífð, þá er það aldrei nægilega langt. Ég veit hvað verður, elsku amma. Og ég veit að þér líður betur þegar ástvinir þínir fagna komu þinni og elsku afi. En ég má sakna þín og syrgja því ég elska þig svo heitt. Góða ferð, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Sigrún Arna. Það er skrítið að hugsa til þess að einhver svona mikið eldri sé í raun manns besti vinur. Amma var sannur trúnaðarvinur, ein- hver sem maður gat talað við um allt og það var alltaf jafn gaman hjá okkur. Ég fór aldrei í heim- sókn til ömmu bara af því að hún var amma mín og kominn tími til að heimsækja hana, ég fór ein- faldlega af því að mig langaði til að hitta vin minn. Amma hefði aldrei getað litið niður á neinn, eitt af því fáa sem fór í taugarnar á henni var fólk sem fannst það vera fínna en ann- að. Það er einmitt út af þessu sem maður náði svona sterkum tengslum við hana, hún var algjör jafningi manns. Meira að segja barna-barna-börnin hennar litu á hana sem jafningja enda gat hún eytt endalausum tíma við það að leika sér við langömmubörnin sín. Hún hafði bara gaman af því að vera dregin hingað og þangað í hinum ýmsu leikjum. Þetta finnst mér líka einkenna hana svolítið, ég held í alvöru að ömmu hafi ekki fundist neitt vera leiðinlegt. Hún var ótrúlega hjálpsöm og vildi hjálpa manni með allt og það lá síðan við að hún þakkaði manni fyrir. Eins og þeg- ar hún hjálpaði mér að læra fyrir próf, henni fannst það svo skemmtilegt að það var ekkert hægt að þakka fyrir hjálpina, hún lét það alltaf hljóma eins og ég hefði gert henni greiða. Meira að segja þegar amma gat ekki hjálp- að, gerði hún það samt. Ég man eftir því þegar mamma var að bera einhverja kassa og amma kallaði á hana „bíddu Kittý ég skal hjálpa þér“ og snéri sér síðan að Adda og sagði „Addi hjálpaðu nú Kittý“. Amma var ótrúlega hjartahlý, góð og glaðlynd. Hún var alltaf brosandi og kvartaði heldur aldr- ei. Meira að segja í þau skipti sem henni leið ekkert sérstaklega vel sagðist hún samt alltaf vera hress en bætti síðan kannski við „það þýðir ekkert að segja annað“. Ég var alveg ótrúlega heppinn með ömmu og það er skrítið að hafa ekki lengur möguleika á því að geta kíkt í heimsókn til hennar. Ég er samt feginn að hafa átt svona góðan vin og virkilega þakklátur öllu sem amma gaf mér. Amma ég mun alltaf elska þig meira en allt, við gerum það öll. Kveðja, Einar Sigurvinsson yngri. Ég elskaði Sirru langömmu mjög mikið, hún var svo góð amma. Mér fannst alveg rosalega gaman að koma heim til hennar. Ég vildi ekki að hún dæi og mér fannst rosalega leiðinlegt að hún fékk krabbamein. Mér fannst mjög gaman að vera heima hjá henni, mér fannst svo gaman að tala við hana.Við spjölluðum sam- an um það sem ég gerði, t.d. í leik- skólanum og meira sem ég man ekki. Hún gerði svo mikið með mér. Við lituðum saman og bara allskonar. Við bökuðum þegar ég var lítill og ég heiti Aron Daði og ég er lítill strákur. Mér fannst þetta vera alveg rosalega gaman. Hún var oft að knúsa mig. Svo söng hún fyrir mig þegar ég var sorgmæddur og líka þegar ég meiddi mig. Svo leyfði hún mér að prófa það sem ég vildi þegar ég var í heimsókn hjá henni. Svo vinkaði hún mér alltaf bless í bíln- um á leiðinni heim. Aron Daði, 6 ára. Fallega brosið, hlýjan, glettnin í augunum og hláturinn. Það er Sirra frænka. Við erum svo lánsöm að hafa alist upp þar sem fjölskyldubönd eru sterk, nálægð föðursystkin- anna mikil og stórir barnahópar hvar sem litið var. Systkinin stóðu sterk hvert með öðru og voru eins og fjórir sterkir stólpar utan um alla ungana sína. Sirra föðursystir okkar, sem við kveðjum í dag, var einn þess- ara stólpa. Kannski ekki stærsti stólpinn en klárlega sá sem dýpstar hafði ræturnar í hjörtum okkar allra. Alltaf var faðmur hennar mjúkur, brosið blítt og ekki aðeins kunni hún að segja margar skemmtilegar sögur, hún gat líka hlustað. Þegar eitthvað bjátaði á var gott að geta leitað til hennar og sækja til hennar ráð og styrk. Við minnumst Sirru frænku í ferðalögum með fjölskyldunni. Stóra fjölskylduferðin á Strand- irnar kemur stöðugt upp í hug- ann, þegar föðursystkini okkar leigðu rútu til að ferja allt liðið norður á Strandir þar sem við tíndum ber af miklum móð. Akureyri átti alltaf stóran hlut í henni. Sirra og Valla systir hennar sem kvaddi þennan heim í lok síðasta árs töpuðu aldrei norðlenska hreimnum og það var ljúft að heyra þær systur spjalla þar sem samhljóðarnir p, t og k fengu að njóta sín. Við minnumst þess hvað Sirra frænka var ættrækin. Hún var aðalsprautan þegar við héldum fyrsta ættarmótið og hún vildi styrkja fjölskylduböndin. Það voru því mikil vonbrigði þegar hún treysti sér ekki að koma á fyrsta þorrablótið okkar í ár. Þá var hún farin að berjast við þann sjúkdóm sem síðar lagði hana að velli. Síðast þegar ég sá Sirru frænku lá hún sárlasin á spítala og við pabbi fórum að heilsa upp á hana á 80 ára afmælinu hans. Við vorum dálítið smeyk bæði þegar við sáum hana liggja sofandi í rúminu en það breyttist sannar- lega þegar hún vaknaði, ljómaði og brosti allan hringinn þegar hún sá litla bróður sinn. „Nei ert þetta þú!“ og svo knúsuðust systkinin og spjölluðu saman á meðan við jafnöldrurnar spjölluð- um okkar á milli. Við systkinin af Álfhólsvegin- um minnumst Sirru frænku okk- ar af hlýju og virðingu. Við sökn- um hennar en við vitum að Sirra vill að við gleðjumst yfir þeim minningum sem hún hefur fært okkur. Við sendum innilegar sam- úðarkveðjur til barnanna hennar sex, maka þeirra, barna og barna- barna. Ljós hennar lifir í hjörtum okkar. Sigurður, Guðbjörg, Bryndís, Sigrún og Ingibjörg Hinriksbörn. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Día frænka, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt sem þú hefur verið mér. Innilegar samúðarkveðjur til allrar fjölskyldunnar. Kristín (Kitta) frænka og fjölskylda. Elsku Día. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Öllum í fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þín systurdóttir, Guðný (Gullý). Sigrún Jóna Lárusdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA S. GUÐRÖÐARDÓTTIR, Ögri, lést á Kvennadeild Landspítalans 18. júní. Útför fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Halldór Halldórsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, Leifur Halldórsson, Steinunn Einarsdóttir, Hafliði Halldórsson, Heiða Sigurbergsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Auður Marteinsdóttir, Halla María Halldórsdóttir, Þórólfur Sveinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR MARKÚSSON, Funalind 1, Kópavogi, lést miðvikudaginn 27. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Markús Einarsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Árni Dan Einarsson, Sigrún Dan Róbertsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Jón Karlsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Bæ, lést á dvalarheimilinu Uppsölum miðvikudaginn 27. júní. Útför verður auglýst síðar. Guðmundur I. Magnússon, Dagbjört Sigurðard. Hammer, Hákon Magnússon, Stefán Þórormur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.