Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Þessa dagana er nóg um að vera hjá Guðmundi Ómari Helgasyni, íþróttaáhugamanni og bónda í Lambhaga, en þegar hann er ekki við slátt eða mjaltir, situr hann límdur við skjáinn og fylgist spenntur með Evrópumótinu í fótbolta. Hann er ekki við eina fjöl- ina felldur í þeim málum, þó að enska landsliðið sé honum aug- ljóslega hjartfólgið. „Ég meina fyrrverandi þjálfari Liverpool og einhverjir sex leik- menn liðsins eru í enska landsliðinu. Þannig að það er ekki spurn- ing,“ segir hann, spurður að því hverjir séu bestir. „En ég held með Þýskalandi eftir að Englendingar duttu út,“ segir hann. „Þjóðverj- arnir hafa þennan dugnað og þetta sem maður er svo hrifinn af.“ Ómar, eins og hann er kallaður, lætur sér þó ekki nægja að sitja á hliðarlínunni heldur lætur hann t.d. til sín taka sem formaður íþrótta- og tómstundanefndar Rangárþings ytra. Hann segir tíðina hafa verið góða í sveitinni og stólar á að hún verði það áfram og hefur auglýst afmælisveislu sem hann hyggst halda úti á palli og í tjöldum fyrir utan hús. Ómar á konu og tvö börn og kindur, kýr og hesta og tekur lítið eftir því að hann sé að eldast. „Maður er ekki deginum eldri en manni finnst maður vera. Ég er ekkert að velta þessu fyrir mér, þetta eru bara tölur á blaði. Ef maður heldur heilsunni og er í fínu standi þá skiptir aldurinn engu máli,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Guðmundur Ómar Helgason er 40 ára í dag Í faðmi fjölskyldunnar Ómar ásamt konu sinni Margréti Hörpu, eldri dótturinni Kolfinnu Sjöfn og þeirri yngri, Hafdísi Laufeyju. Heldur tryggð við Liverpool í EM Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Þorkell Kjartansson, fyrrverandi bóndi í Austurey II í Laugardal í Árnessýslu, til heimilis að Grænumörk 2 á Selfossi, er níræður í dag, 29. júní. Hann fæddist að Mosfelli í Grímsnesi en ólst upp í Austur- ey. Eiginkona Þorkels er Ingiríður Magn- ea Snæbjörnsdóttir frá Gjábakka í Þing- vallasveit. Árnað heilla 90 ára H ilmar fæddist í Reykja- vík en ólst upp að miklu leyti hjá Helgu Guðmundsdóttur, ömmusystur sinni í Lambastaðahverfi á Seltjarnarnesi. Hann var í Mýrarhúsaskóla og lauk gagnfræðaprófi frá Hagaskóla. Hilmar fór ungur til sjós og var á togurum, s.s. Ými og síðan Þorleifi frá Hafnarfirði. Hann var síðan tæknimaður hjá Prentmeti 1993-97. Hilmar stofnaði eigin auglýs- ingastofu, Gullna hliðið, 1997 og starfrækti hana til 2000 er hún sam- einaðist auglýsingastofunni Argusi. Þar starfaði Hilmar til 2009, sinnir nú almennri ráðgjöf við auglýsingar og markaðsmál á eigin vegum. Gagntekinn af golfíþróttinni Þegar Hilmar er spurður um áhugamál er hann nánast ófáanlegur Hilmar Halldórsson ráðgjafi 50 ára Hjón í golfhugleiðingum Hilmar og Kolbrún, konan hans, á golfvellinum á El Valle Murcia á Suður-Spáni, árið 2009. Golfari af guðs náð Barnabörn Hilmars Talið frá vinstri Vilberg Frosti, Hilmar Örn sem heldur á Guðjóni Mána, Hafdís Líf og Adam Snær sem heldur á Guðmundi Þór. Umhverfisvænna verður það ekki Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Hreinlætispappír framleiddur úr endurunnum mjólkurfernum (Tetra pack) 74% af drykkjarfernu er pappír – 22% plast – 4% ál. Pappírinn er notaður í hreinlætispappír, álið og plastið í t.d. penna ofl. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.