Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bandalag evrópskra fyrirtækja sem styðja sjálfbærar makrílveiðar (MINSA) hefur á síðustu vikum haldið úti herferð gegn makrílveið- um Íslands og Færeyja og hyggst í því skyni vinna norska sjávarútvegs- ráðherrann, Lisbeth Berg-Hansen, á sitt band. Þá hefur verið reynt að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í fjölmiðlum, ásamt því sem kappkostað hefur verið að afla bandamanna hjá umhverfis- samtökum og á þjóðþingum. Þetta kemur fram í þriggja blað- síðna aðgerðaáætlun sem Morgun- blaðið hefur undir höndum en hún er undirrituð af forstjórum sjö fyrir- tækja sem koma að makrílveiðum. Þau hafa umsvif í Svíþjóð, Dan- mörku, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Noregi, Skotlandi og á N-Írlandi, Englandi og Írlandi. Fagna aðgerðaáætluninni Umhverfisverndarsamtökin Mar- ine Stewardship Council, sem veita gæðavottunina MSC, alþjóðlega viðurkenningu á sjálfbærni fisk- veiða, fagna aðgerðaáætluninni. Camiel Derichs, aðstoð- arframkvæmdastjóri samtakanna í Evrópu, segir aðspurður að aðdrag- andi herferðar MINSA sé sá að um- rædd fyrirtæki vilji endurheimta MSC-vottun fyrir makrílafurðir sín- ar með því að þrýsta á um sam- komulag. Derichs segir að makríldeilan hafi ekki áhrif á nýtilkomna MSC-vottun útvegsfélagsins Icelandic Group. Skotar eiga einnig hagsmuna að gæta í deilunni en að sögn Ians Gatts, formanns samtaka skoskra útvegsfélaga í uppsjávarveiði (SPFA), hafa Skotar um 30 millj- arða í tekjur af makrílveiðum. „Við fögnum því að samkomulag hafi náðst á Evrópuþinginu um að beita Ísland og Færeyjar refsiákvæðum, haldi ósjálfbærar veiðar ríkjanna áfram. Makríllinn er langmikilvæg- asta uppsjávartegund okkar. Við höfum reynt að koma á samkomu- lagi um veiðarnar í tvö ár án árang- urs. Við teljum að veiðar Íslendinga og Færeyinga séu ósjálfbærar og að þjóðirnar eigi því ekki að njóta fulls aðgangs að evrópska markaðnum fyrir sjávarafurðir sínar. Við lítum svo á að með því að skerða aðgang þessara ríkja að evrópska mark- aðnum sé stuðlað að lausn í deil- unni,“ segir Gatt sem telur að refsi- aðgerðir ESB reynist „býsna gagnlegt tæki“. Umfram vísindalega ráðgjöf „Veiðar Íslendinga og Færeyinga hafa verið langt umfram vísindalega ráðgjöf. Það er því allra hagur að ná samkomulagi. Von mín er sú að það takist svo að ekki þurfi að beita ákvæðunum. Ég ræddi við Mariu Damanaki [sjávarútvegsstjóra ESB] í apríl og veit að hún er staðráðin í að framfylgja refsiaðgerðunum. En ég ítreka að allir hafa hag af lausn málsins,“ segir Gatt sem telur að- spurður að refsiákvæðin tengist ekki ESB-umsókn Íslands. Það sé hins vegar skoðun hans og margra kollega hans að ekki eigi að gefa Ís- landi kost á inngöngu í ESB á með- an makríldeilan er óleyst. „Við höf- um ekki farið í grafgötur með að við teljum að tengja eigi tvö málin sam- an. En ég held að framkvæmda- stjórn ESB nálgist málið ekki þann- ig. Við teljum að Ísland eigi ekkert erindi í sambandið á meðan landið er að eyðileggja eina verðmætustu fiskveiðitegundina innan ESB,“ seg- ir Gatt. Safna liði gegn Íslandi og Færeyjum  Evrópsk hagsmunasamtök vinna að herferð í fjölmiðlum gegn makrílveiðum Íslands og Færeyja  Skosk samtök telja að stöðva beri aðildarviðræður Íslands og ESB vegna makríldeilunnar Ljósmynd/Simon Price/Birt með leyfi SPFA Fyrr á árinu Gatt og Damanaki á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Pat the Cope Gallagher, ESB- þingmaður frá Írlandi, hefur beitt sér fyrir samkomulaginu um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríl- veiða ríkjanna. Stefnt er að því að sjáv- arútvegsnefnd Evrópuþingsins samþykki efnisatriði sam- komulagsins 10.-11. júlí og að Evrópuþingið samþykki það í fyrri hluta septembermán- aðar. Gallagher var á ferðalagi í gær og gaf ekki kost á viðtali en benti á yfirlýsingu sína vegna refsiákvæðanna, sem m.a. kveða á um bann á sölu á veiðarfærum til Íslendinga. Í yfirlýsingunni fagnar Gallag- her því að samkomulagið hafi náðst í formennskutíð Dana hjá ESB en henni lýkur á morgun. Fagnar að- komu Dana ESB-ÞINGMAÐUR Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ef þú horfir á hagvaxtartölurnar, sérstaklega á síðasta ári og í byrjun þessa árs, þá er eiginlega voðalega erfitt annað en að fallast á það að kreppan sé búin í þeim skiln- ingi,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins, spurður út í ummæli Gylfa Zoëga, hag- fræðings, á RÚV sl. miðvikudagskvöld um að kreppan hafi klárast fyrir þónokkru. „Hvernig stendur á því að mikill meirihluti stjórnenda í atvinnulífinu telur aðstæður vera að langstærstum hluta slæmar?“ spyr Bjarni og bætir við „Það er svona ákveðin þversögn í því að menn telji aðstæður í efnahagslífinu slæmar en svo er samt nokkuð þokkalegur hagvöxtur. Við erum í fyrsta lagi ennþá með mjög mikið atvinnuleysi, sem er ákveðið veikleikamerki, hinsvegar er á sama tíma ákveðin spenna á vinnumarkaðnum en það virðist ekki ganga nógu vel að þurrka upp þetta atvinnuleysi inn á vinnumarkaðnum jafnvel þó svo að það séu ákveðnar þarfir.“ Að sögn Bjarna er líka nauðsynlegt að skoða hvers eðlis hagvöxturinn er. „Hann er mjög einkaneyslu- drifinn en fjárfestingarstigið er ennþá mjög lágt og við höfum ekkert verið að lyfta okkur upp af þessu sögulega lágmarki fjárfestingar, þ.e. sem hlutfalli af landsfram- leiðslu,“ segir Bjarni og bætir við: „Það er svona ákveðið veikleikamerki inn í framtíðina. Það er erfitt að viðhalda hagvexti til lengri tíma sem byggist einungis á einka- neyslu en ekki fjárfestingu og þegar fjárfestingin er svona lítil þá veikir það í raun og veru framleiðslugetu hagkerfisins inn í framtíðina.“ Höft og hár vaxtamunur hindra fjárfestingu Hann segir nokkra hluti hindra það að fjárfesting fari almennilega í gang og bendir m.a. á að gjaldeyrishöftin séu neikvæð í þessu samhengi. Þá segir Bjarni að fjár- magnið sem sé til staðar í hagkerfinu sé alls ekki að leita út í þau tækifæri sem kunni að vera til staðar. „Eitt af því sem er gjarnan nefnt í þessu samhengi er hár vaxtamun- ur bankanna sem stafar m.a. af því hversu mikið eigið fé þeir eru með. Það eru annars vegar mjög háar eiginfjár- kröfur FME og síðan eru þeir sjálfir jafnvel töluvert yfir þessum mörkum og þetta þýðir að þeir hafa þörf fyrir of- boðslega háan vaxtamun,“ segir Bjarni og bendir á að þessi hái vaxtamunur hindri það að fyrirtæki geti í raun og veru leitað í þetta fjármagn og sótt í meira lánsfé. „Það eru kannski of mikil varfærnissjónarmið annars vegar hjá FME og hinsvegar hjá bönkunum sjálfum,“ bætir Bjarni við. „Hagvöxtur er jú ein mæling en menn verða þá að horfa á hvað það er sem orsakar hann,“ segir Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA, og bætir við: „Það er einkum aukin neysla sem þar liggur að baki og gott og vel, það er svosem jákvætt en skýringanna er náttúrlega svona í stórum dráttum að leita í auknum afla og aflaverð- mætum annars vegar og hinsvegar fjölgun ferðamanna.“ Hann segir fjölda starfa vera annan mælikvarða á þetta en þeim hafi ekki fjölgað nema núna á allra síðustu mánuðum. „Það er verk að vinna. Þó svo að skráð at- vinnuleysi hafi minnkað, sem er jákvætt, þá er skýring- anna að leita í svona átaksverkefnum,“ segir Halldór og bendir á að t.d. hafi nánast 1000 manns farið af atvinnu- leysisskrá um síðustu áramót vegna þess að viðkomandi fóru í nám á grundvelli tiltekins átaksverkefnis. „Svo klárar það námið og þá er náttúrlega mikilvægt að það séu til störf fyrir þetta fólk,“ segir Halldór. Verðum að fjölga störfum til framtíðar Aðspurður hvort hagvöxtur verði ekki að vera a.m.k að einhverjum hluta byggður á fjárfestingu segir Halldór: „Já, hann verður að vera það. Að því að með einhverjum hætti verðum við að fjölga störfum til framtíðar og við fjölgum þeim ekkert nema með því að auka verðmæta- sköpunina, þ.e. framleiðsluna.“ Að sögn Halldórs þurfum við verulega hærra hlutfall atvinnufjárfestinga af lands- framleiðslu heldur en núna ef við ætlum að vera með sjálfbæran hagvöxt. Aðspurður segir hann mögulegt að samdráttur verði ef t.d. verð á sjávarafurðum í Evrópu færi lækkandi „Ef verð á mörkuðum fer lækkandi þá dregur það úr lands- framleiðslunni að öðru óbreyttu. Þess vegna er svo mik- ilvægt að horfa aðeins fram í tímann, vegna þess að það tekur smátíma frá því að ákvörðun um fjárfestingu er tekin þar til það fer að sjást að einhverju ráði í aukinni framleiðslu og svoleiðis,“ segir Halldór og bætir við: „Auðvitað viljum við ekki gera lítið úr því sem hefur áunnist en menn verða að leita skýringa og skynja hvað það er sem orsakar þetta.“ Hagvöxturinn mjög einkaneysludrifinn  Hagfræðingar SI og SA segja mikilvægt að skoða eðli hag- vaxtar  Telja brýnt að auka fjárfestingar hér á landi Gylfi Zoëga Halldór Árnason Bjarni Már Gylfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.