Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 29

Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 ✝ Elís PhilipWilliam Scobie fæddist í Reykja- vík 29. apríl 1990. Hann lést á Akra- nesi 20. júní 2012. Foreldrar hans eru William James Scobie mat- reiðslumaður, f. 1962 og Filippía Ingibjörg Elísdótt- ir, sviðsmynda- og búningahönnuður, f. 1969. Eft- ir að Elís lauk námi í Landa- kotsskóla vann hann við versl- unarstörf og barnagæslu. Hann hafði alla tíð mikla ást á leiklist og lék í auglýs- ingum, leikhúsi og kvikmyndinni Kaldaljósi. Elís var ógiftur og barnlaus þegar hann lést. Elís verður jarðsunginn frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti í dag, 29. júní 2012 kl. 13. Elsku fallegi Elli minn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Fyrsta minning mín um þig var þegar þú varst ný- fæddur þegar þú lyftir höfðinu, horfðir á mig og fangaðir hjarta mitt. Ástin og umhyggjan sem þú gafst okkur á hverjum degi eftir það lýsir hjarta þínu. Ég man eftir dansandi drengnum í kúrekavestinu og svo þegar þú varst þreyttur þá lagðist þú í fangið á afa þínum og hlustaðir á sögur. Þú varst fyrsta barnabarnið í fjölskyldunni okkar og afi þinn og amma sýndu þér ómælda um- hyggju. Þú varst í miklu uppá- haldi hjá Elís afa þínum og man ég ennþá þegar hann fór með okkur í kvikmyndahús að sjá Fríðu og dýrið. Þú varst svo spenntur en svo sofnaðir þú í fanginu á okkur þegar myndin var hálfnuð. Þú elskaðir ömmu þína heitt og gafst henni mikinn styrk í veikindum hennar. Hún var svo svekkt að vera á spítala þegar þú áttir afmæli þar sem hún hafði keypt handa þér fullt af gjöfum. Hún bað mig að pakka öllu inn og setti allar gjafirnar í skápinn sinn og þegar þú komst í heim- sókn bað hún þig að ná í veskið sitt. Þú opnaðir skápinn og allar gjafirnar hrundu út. Hún elskaði þig svo mikið, þú varst litli prins- inn hennar með englalokkana. Mér er einnig minnisstætt hversu vel þú hugsaðir um frændsystkinin þín, Heimi Elís og Lillian. Þú elskaðir þau eins og bróðir og þau litu upp til þín og hlökkuðu til í hvert skipti sem þú komst heimsókn. Heimilið okkar stóð þér ávallt opið og þú varst velkominn gestur hvenær sem var. Elsku fallegi strákurinn minn sem átti bara það besta skilið í þessu lífi. Ég get ekki hugsað til þess að geta ekki lengur hringt í þig, talað við þig og hlegið með þér. Ég elska þig svo mikið, Elli minn, og veit að þú tekur á móti mér með mömmu og pabba þeg- ar minn tími kemur. Elsku Filippía og Willi. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elísa Kristjana T. Elísdóttir. Samræður við 9 ára stúlku 21. júní 2012. Mamma, það er gott að ég er ekki búin að missa tárakirtlana. Já, því þegar maður grætur fer sorgin sem hefur safnast saman út úr líkamanum. Eru tárin þá gerð úr sorg? Já, tárin eru gerð úr sorg. En stundum líka gleði því stundum þegar maður er mjög glaður grætur maður. Mamma, maður í teiknimynd sagði einu sinni að hann hefði misst tárakirtlana í stríðinu. Elsku Elli, minningin um hlýj- an, fallegan og bjartan dreng mun alltaf lifa með okkur. Steinunn Kristín og Alda. Elli-elli-elli, elsku vinur, ég þakka þér fyrir allar stundirnar. Við höfum búið á ská hvor á móti öðrum nær allt okkar líf. Ég man þegar við hittumst fyrst, þú mættir í búningi heim til mín og spurðir hvort þar væri strákur sem vildi koma út að leika. Ég man þetta núna eins og það hafi gerst í gær. Nágrannarnir máttu fara að passa sig, þarna voru komnir tveir ofvirkir orkuboltar sem létu ekki lítið fyrir sér fara. Raunveruleikinn og fantasían runnu oft saman í eitt. Stundum varstu skammaður, þú varst eldri og áttir að hafa vit fyrir okkur. Ég man eftir okkur í öllum keppnunum á Drulló, leynifélög- unum, leynibyggingum sem við gerðum í Hallargarðinum. Í klif- urkeppnunum öskrandi Queen, Sting og Wham, heima hjá þér og mér, Buffy maaan. Við tókum atriði úr bíómyndum og lékum þau. Manstu þegar við og Urður systir vorum jólasveinar með Katli á Austurvelli, þá vorum við stoltir og ánægðir. Ég man þeg- ar við fórum og hittum stelpur ofan á Olís-byggingunni og kysstum stelpur í fyrsta skipti. Ég man þegar við „tsjilluðum“ á trúnó í Listasafnsportinu í hlýj- unni undir loftræstistokkunum haha. Og þegar við nöppuðum pening og héldum að það væri bara lítill peningur og keyptum stærstu bland í poka í heimi. Þú vildir að allt væri skemmtilegt og jákvætt. Lifðir oft í draum- heimi, fjarri köldum hversdags- leikanum, það er svo erfitt að vera manneskja. Þú vissir lík- lega aldrei hvað ég leit mikið upp til þín, Ég elska þig, maður. Loki Björnsson. Elsku fallegi drengurinn Elís, fyrrverandi nemandi og síðar samstarfsmaður minn, er fallinn frá langt um aldur fram. Elís var alltaf brosmildur og jákvæður og vildi öllum gott gera. Hann var nemandi minn í Landakotsskóla frá 12 ára aldri þar til hann lauk grunnskóla- námi. Hann var í góðum og táp- miklum bekk og vinmargur. Ég veit að gömlu bekkjarsystkinin hafa tekið þetta afar nærri sér. Síðar varð hann starfsmaður í gamla skólanum sínum, vegna jákvæðni og léttrar lundar hændust börnin að honum. Hann átti sér stóran draum um að verða leikari í framtíðinni, hann hafði bæði komið fram í sjónvarpsauglýsingum og á sviði. En því miður fara ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Ég votta aðstandendum mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Hjálmarsdóttir. Elís Philip William Scobie ✝ Jannick Kjel-dal fæddist í Hilleröd í Dan- mörku 30. mars 1987. Hann lést í heimahúsi 21. júní 2012. Foreldrar hans voru Jan Kjeldal sjómaður, f. 31. júlí 1958 og Mar- grét Halldóra Bjarnadóttir hús- freyja, f. 19. júní 1947, d. 26. júní 2006. Systkini Jannicks eru Daniel Kjeldal, f. 8. des- ember 1984 og Henriette Kjeldal, f. 30.mars 1987. Jannick var mikill áhuga- maður um fornbíla, flugvélar og ýmsa aðra hluti, og átti hann afar stórt safn af módelbílum. Hann hafði stundað nám í Borg- arholtsskóla um skeið, og einnig í Myndlistaskól- anum í Reykjavík og var hann afar klár að teikna. Hann var dáður af öllum og þekktur fyrir skemmtilegar samræður, vinamargur og mikill húm- oristi. Útför Jannick fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 29. júní 2012, kl. 11. Elsku Jannick, megi sál þin hvíla í friði. Amen. Ég veit að mamma þín tók vel á móti þér og hlúir að þér í engla vængjunum sínum. Þú varst svo skemmtilegur, fyndinn, einstakur listamaður og snillingur. Við söknum þín, elsku fallegi frændi og ömmudrengur. Minning þín lifir að eilífu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu) Elsku Daníel og Henríetta, guð gefi ykkur styrk. Marlín og Guðrún amma. Svo margt sem við hefðum átt að gera, elsku bróðir minn, Svo margt sem ekki var náð, svo mörg glötuð tækifæri. En aftur á móti svo mörg góð tímabil, svo margt skemmtilegt sem við gerðum, og margt heimskt. Ég á eftir að sakna þín ógurlega, ég er enn að sjá þig á götunni, ég er ennþá al- veg við það að hringja í þig og bjóða þér í heimsókn. Hvíldu vel elsku vinur minn og bróðir, nú er hjá þér friður. Daniel Kjeldal. Elsku bróðir minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú og ég, við vorum eitt frá byrj- un, okkar tengsl voru einstök. Ég sakna þess að fá þig ekki í heim- sókn lengur og spjalla um allt og ekkert. Hlusta á brandarana þína og hlæja með þér. Þú varst svo einstakur og dáður af öllum. Lífið er litlaust án þín, en ég veit að þú ert í góðum höndum hjá mömmu og líður vel. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, þessum minningum verður aldrei gleymt. Ég elska þig svo mikið, elsku bróðir minn. Þín systir, Henriette. Sagt er að „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“, samt er það sárt að horfa á ungan mann í blóma lífsins falla frá. Jannick var greinilega ætlað eitthvert annað hlutverk á öðrum stað. Þegar hann kom til búsetu í Rangárseli sumarið 2009 þá viss- um við starfsfólkið lítið um hvaða mann hann hafði að geyma og hann vissi jafn lítið um okkur. En það átti eftir að breytast og með tímanum fór hann að deila með okkur af sjálfum sér eins og hon- um var einum lagið. Hann deildi m.a. með sumum okkar ánægju- legum minningum frá æsku sinni og bætti gjarnan við: „Ég vildi að ég ætti tímavél því þá gæti ég ferðast til baka.“ Við sem kynnt- umst honum vel, komumst fljótt að því hversu minnugur hann var um tónlist alveg frá árunum kringum 1950, það var í raun nóg að raula lagstúf og þá vissi Jan- nick nafn lagsins og flytjanda. Einnig var hann alger snillingur varðandi flugvélar en ekki bara á myndum, því hann gat staðið undir berum himni og greint flugvélartegund sem sveif yfir út frá hljóðinu einu saman. Hann var félagi í Þristavinafélaginu og var Þristurinn hans uppáhalds- flugvél. Fornbílar voru honum líka sérstakt áhugamál og safnaði hann myndum af þeim í möppur sem ósjaldan voru skoðaðar og sýndar. Jannick hafði mjög gam- an af að teikna og var í myndlist- arnámi í Fjölmennt vorið 2010 og sýndi myndir sínar á sýningunni List án landamæra. Teikningar sem hann gerði af Hallgríms- kirkju voru uppi á vegg í íbúðinni hans ásamt öðrum myndefnum sem honum voru hugleikin. Hall- grímskirkja var frá æsku hans kirkja og er það því engin tilvilj- un að systkini hans völdu hana fyrir kveðjustund hans. Þau okkar sem kynntumst honum vel, fundu í honum mikinn húmorista sem hló dátt og grín- aðist, það var oft mikið sprellað og hlegið, sérstaklega á kvöldin. Síðustu mánuðina færðist aukið jafnaðargeð yfir hann, honum leið betur sagði hann sjálfur og vináttubönd styrktust og var hann jafnvel farinn að tala um framtíðardrauma sína og þrár. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt við hana að una, við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Hann hvílir nú í faðmi móður sinnar og annarra ástvina sem fallnir voru frá. Við munum minnast hans í blóma lífs síns og berum það með hlýju í hjarta til framtíðar. Henríettu, Daníel og öðrum að- standendum Jannicks vottum við okkar innilegustu samúð í sorg og miklum missi. Megi minning hans vera ljós í lífi okkar allra. Elsa, Emelíta, Lárus, Hanna, Haukur, Hulda, Sunna, Brenda og Guðbjörg. Jannick Kjeldal miðlaði ýmsum fróðleik til okkar eins og góðum kennara sæmir og höfðum við gaman af því að spjalla við hann. Fróðleikur hans um stjórnmál og menningu skil- aði sér til okkar og voru um- ræðuefnin fjölmörg frá bók- menntum til Bítlanna og Breiðabliks. Hann var skarpur og rökfastur í umræðum en líka kankvís og hnyttinn og oft orð- heppinn. Við lærðum margt af Sveini og erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Við minnumst Sveins af hlýhug og vottum Guðrúnu Höllu, Maríu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Hrafnkell Tjörvi og Magnús Gunnlaugur. Vinur minn og samstarfsmað- ur, Sveinn M. Árnason, er dáinn. Menntaskólinn við Sund var vinnustaðurinn hans. Sveinn var frábær kennari. Hann hafði ástríðu fyrir starfinu og honum þótti vænt um nemendur sem og samstarfsmenn. Hann var ein- staklega góður maður sem var gott að vera nálægt og það voru forréttindi að fá að vinna með honum. Sveinn kom eins fram við alla. Kurteis, hógvær, hlýr, áhuga- samur og hvetjandi og lagði sig fram við að skapa jákvæðan anda á vinnustaðnum. Sveinn var ekki einn þeirra sem var að trana sér fram en það var hlustað á hann og hann naut mikillar virðingar nemenda sem og samstarfs- manna. Hann var margfróður og hafði víðtæka þekkingu á sögu landsins og menningu. Það var gaman að vera nálægt honum og gefandi. Nemendur nutu þekk- ingar hans og einstakra hæfi- leika hans til að miðla efni á skipulegan, skýran og skemmti- legan hátt. Sveinn bar umhyggju fyrir samferðafólki sínu, var orð- var maður, og maður sátta. Frá 2001 að ég kom til starfa við Menntaskólann við Sund fékk ég að kynnast þessum kostum hans. Stundum kom hann inn á skrif- stofu til mín til að ræða málefni sem tengdust starfinu eða sam- starfsfólki okkar. Þá var tilgang- ur Sveins alltaf sá sami, að benda á leiðir til að gera gott úr hlut- unum og koma að athugasemd- um um það sem betur mætti fara. Þetta gerði hann alltaf vel og ég er honum óendanlega þakklátur fyrir þessar stundir. Það sem Sveinn gerði, gerði hann vel. Sveinn var vel ritfær maður en hann og Ágúst H. Bjarnason létu sig ekki muna um það í mörg ár að gefa út Króga, blað með margvíslegum og skemmtilegum fróðleik, kveðskap og sögum um lífið í skólanum. Það er óhætt að segja að beðið var með eftir- væntingu þegar það kvisaðist út að nýtt hefti af Króga væri á leið- inni enda var þar eingöngu fjallað um það spaugilega og já- kvæða í skólalífinu. Ég hef fáum kynnst sem búið hafa yfir jafn miklu æðruleysi og Sveinn. Hann var raunsær en einnig svo jákvæður á lífið að leitun var að öðru eins. Jafnvel í alvarlegum veikindum sínum lýsti hann upp tilveruna á sinn einstaka hátt. Þó svo að Sveinn legði sig alltaf fram í vinnunni þá vissi hann vel hvað skiptir mestu máli í lífinu því hann var fjöl- skyldumaður og við höfðum ekki unnið lengi saman þegar mér var ljóst að honum þótti undurvænt um sína nánustu. Ég hafði þá til- finningu að í lífi Sveins ríkti jafn- vægi og hamingja þar sem þau María stóðu þétt saman og studdu hvort annað. Ég færi Maríu og fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sveins er sárt saknað úr Menntaskólanum við Sund. Már Vilhjálmsson, rektor.  Fleiri minningargreinar um Svein Mikael Árna- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTJANA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja mánudaginn 25. júní. Útförin fer fram miðvikudaginn 4. júlí kl. 15.00 frá Landakirkju. Lárus Kristjánsson, Ólafur Einar Lárusson, Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, Kristín Auður Lárusdóttir, Jónas Kristinn Eggertsson, Hrönn Lárusdóttir, Bergur Elíasson, Elín Lárusdóttir, Ómar Jóhannsson, Iðunn Lárusdóttir, Óðinn Guðmundsson, Lára Kristjana Lárusdóttir, Bjarki Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.