Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 „Verksmiðjan er mikið gímald og því spennandi áskorun að vinna verk inn í þetta sýningarrými. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Við fór- um hins vegar þá leið að reyna ekki að fylla upp í rýmið heldur leyfa geimnum að vinna með okkur,“ segir Þórunn Eymund- ardóttir, sýning- arstjóri og einn fjögurra lista- manna sem standa að sýningunni Fjögur tilbrigði við stemningu sem opnuð var í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri í gær. Auk Þórunnar eiga þau Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Helgi Örn Pétursson verk á sýningunni. Að sögn Þórunnar hafa fjór- menningarnir margoft unnið saman á síðustu árum og m.a. staðið fyrir sýningum, kennt á LUNGA og haldið tónleika. „Samstarf okkar Hönnu á sér langa sögu en síðar bættust Helgi og Elvar í hópinn,“ segir Þórunn og bendir á að Helgi sé maðurinn hennar og Elvar mað- ur Hönnu. „Helgi og Elvar hafa einnig unnið talsvert saman í hljóð- listamiðstöðinni Skálar á Seyð- isfirði, en þeir vinna mikið með hljóð, innsetningar og myndlist.“ Að sögn Þórunnar getur á sýn- ingunni að líta fjögur sjálfstæð skúlptúrísk verk sem listamenn- irnir unnu hver fyrir sig þó verkin kallist hvert á við annað. „Þema sýningarinnar var að vinna verk sem hafa sem útgangspunkt rým- istengda upplifun. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum og binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðj- unnar,“ segir Þórunn. Spurð hvaða upplifun höfundana langar að framkalla með verkum sínum vill Þórunn sem minnst gefa út á það. „Það er vissulega ákveðin stemning sem fylgir hverju verki, en sýningargestir lesa verkin ekki endilega vitsmunalega heldur er þetta frekar tilfinning sem fylgir þeim.“ Þess má að lokum geta að sýningin stendur til 29. júlí og er opin alla daga nema mánudaga milli kl. 14-17. silja@mbl.is Binda verkin saman með hljóðum  Fjögur tilbrigði við stemningu sýnd í Verksmiðjunni á Hjalteyri til júlíloka Stemning Verk eftir Hönnu Christel er eitt fjögurra verka í Verksmiðjunni. Þórunn Eymundardóttir Orgelstykki verða áberandi á fyrstu sumartónleikum í Stykkishólms- kirkju þetta árið og helgast það af því að í upphafi árs var vígt sérsmíðað 22 radda pípuorgel frá Klais orgelsmiðj- unni í Stykkishólmi. Seinni part sum- ars verða fjölbreyttir tónleikar með tónlistarfólki sem kemur víða að. Helga Þórdís Guðmundsdóttir, organisti í Ásutjarnarkirkju í Hafn- arfirði, leikur verk eftir Mendels- sohn, Barber og Bach á sunnudaginn kemur kl. 17. Fimmtudaginn 5. júlí leikur Jónas Þórir, kantor í Bústaða- kirkju í Reykjavík, kl. 20. Sunnudag- inn 8. júlí er röðin síðan komin að Kjartani Sigurjónssyni og þriðjudag- inn 10. júlí leikur Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, á orgelið. Meðal þeirra sem fram koma á sumartónleikum í Stykkishólms- kirkju eru Stonehaven kórinn frá Skotlandi, Voices Unlimited, söng- hópur frá Austurríki, bassabarítón- söngvarinn Andri Björn Róbertsson og söngleikjastjörnurnar Þór Breið- fjörð og Valgerður Guðnadóttir sem sungu saman í Vesalingunum. Allar nánari upplýsingar er að fá á www.stykkisholmskirkja.is. Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmskirkja Fjöldi lista- manna kemur fram í kirkjunni. Fjölbreytni í fyrirrúmi  Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Democratic Moment nefnist sýning myndlistarmannsins Katrínar Agnesar Klar sem verður opnuð á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg í dag. Tit- ilverk sýningarinnar er fram- haldssería sem inniheldur fleiri hundruð ljósmyndir teknar á farsíma sem sýna speglun sól- ar í húsagluggum í borgum á borð við Reykjavík, Berlín, Vín og St. Pétursborg. Katrín Agnes lauk listnámi í nýmiðlun frá Hochschule für Gestaltung Karlsruhe (ZKM) í Þýskalandi árið 2011. Sýningin stendur til 9. ágúst og er opin daglega milli kl. 09:00-18:30. Myndlist Speglanir á Mokka-kaffi Mokka Eitt verka Katrínar Agnesar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á tónleikum í Hallgríms- kirkju á morgun kl. 12 og á sunnudag kl. 17. Á morgun leikur hann um- ritun J.S. Bachs á konsert í a- moll eftir Vivaldi, eigin umrit- anir á þremur píanóstykkjum eftir Pál Ísólfsson og Boléro de Concert eftir L.L. Wély. Á sunnudag leikur Björn Steinar Passacaglia eftir Pál Ísólfsson, Choral-Improvisationen og Trois im- pressions eftir Sigfried Karg-Elert og tvö verk eftir Jón Nordal, þ.e. Sálmforleik um sálm sem aldrei var sunginn og Tokkötu. Tónlist Tónleikatvenna í Hallgrímskirkju Björn Steinar Sólbergsson Unnesko nefnist sýning Thom- asar Hörls sem opnuð verður í Galleríi Dvergi að Grundarstíg 21 í kvöld. Við opnunina mun listamaðurinn vera með gjörn- ing milli kl. 20.30-21.00. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarhöldurum hverfast verk Hörls um grímur, búninga og fígúrur í alþýðumenningu. „En hann notar orðræðu mynd- listarinnar til að magna upp ein- kenni þeirra. Þannig myndar hann tengingu á milli sögulegs myndefnis og endurtekinna viðfangsefna módernismans,“ segir um verk hans. Sýningin er opin næstu tvær helgar kl. 16-20. Myndlist Thomas Hörl í Galleríi Dvergi VídeóÚr gjörningi Thomasar Hörls. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við erum svo mikil náttúrubörn þannig að okkur finnast það mikil forréttindi að fá að ferðast um landið og flytja þessa fallegu efnisskrá. Það er svo sterkt að syngja um sveita- rómantík á landsbyggðinni og í sveit- um landsins, í fallegum kirkjum þar sem nándin við áheyrendur er mikil,“ segir Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona sem heldur senn af stað í tónleikaferðalag um landið undir yf- irskriftinni Í ást sólar. Með henni í för verða Elísabet Waage hörpuleik- ari og Hilmar Örn Agnarsson org- anisti. Að sögn Bjargar er þetta sjötta sumarið sem þær Elísabet fara með þessum hætti um landið, en Hilmar Örn bættist í hópinn í fyrra. „Við munum bæði koma fram á stöðum þar sem við höfum verið fastagestir síðustu ár, en einnig leggja leið okk- ar á nýja staði. Okkur þykir sérlega vænt um það að sjá sömu andlitin ár eftir ár á þeim stöðum sem við heim- sækjum sumar hvert,“ segir Björg og tekur fram að fyrstu sumartón- leikarnir verði í Hóladómkirkju á sunnudaginn kemur kl. 14, en þar hefur hópurinn verið fastagestur sl. fimm ár. Þaðan liggur leiðin í Akur- eyrarkirkju þar sem hópurinn heldur hádegistónleika þriðjudaginn 3. júlí kl. 12.15, en sama kvöld kl. 21 leika þau og syngja í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn. „Daginn eftir liggur leið okkar á Þjóðlagahátíð á Siglufirði þar sem okkur hefur verið boðið að halda miðnæturtónleika í Sigulfjarð- arkirkju kl. 23 þar sem þjóðlög og kvöldmúsík verður allsráðandi,“ seg- ir Björg. „Því næst liggur leið okkar í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 20 þar sem við Hilmar Örn munum m.a. flytja sérlega fallegt verk eftir Gunnar Reynir Sveinsson sem nefnist Til Máríu og er samið fyrir sópran og orgel,“ segir Björg. Rúmri viku síðar, eða laugardaginn 21. júlí kl. 14, er komið að tónleikum í Sólheimakirkju, 31. júlí verður hóp- urinn í Patreksfjarðarkirkju kl. 20 og í Strandarkirkju sunnudaginn 19. ágúst kl. 14. „Síðustu fimm ár höfum við haldið tónleika í Strandarkirkju í tengslum við Maríumessu sem er 15. ágúst og efnisskráin er þá sérstak- lega helguð Maríu mey. Lokatónleikar sumarsins verða síðan í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í Reykjavík fimmtudaginn 6. september kl. 20, en því næst liggur leið okkar til Færeyja, en okkur þyk- ir sérlega vænt um að fá að leika og syngja fyrir frændur okkar þar,“ segir Björg og tekur fram að ekki sé útilokað að hópurinn hyggi á frekari landvinninga með haustinu. Spurð um efnisskrána segir Björg hópinn ár hvert eyða miklum tíma í að setja hana saman þannig að hún myndi góða heild. „Hún er mjög fjöl- breytt og tekur breytingum milli staða. Í raun má segja að efnisskráin spanni sögu íslenskra sönglaga á Ís- landi frá upphafsmönnum til dagsins í dag. Í ár leyfðum við erlendu meist- urunum að vera með okkur og blönd- um íslensku sönglögunum saman við tónlist frá mismunandi tónlistar- tímabilum,“ segir Björg, en meðal þeirra sem eiga verk á efnisskránni eru Atli Heimir Sveinsson, Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, Sigurður Þór- arinsson, Sigfús Einarsson, Páll Ís- ólfsson, Arvo Pärt, Cherubini, Mozart, Händel og Bach auk þess sem flutt verða bresk þjóðlög útsett af Britten. Gaman að syngja um sveita- rómantík í sveitinni sjálfri  Sumartónleika- röðin Í ást sólar hefst á sunnudag Tríó Hilmar Örn Agnarsson, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage leggja senn leið sína um landið í tónleikaferð. Landnámssetrið fékk nýverið við- urkenningu frá TripAdvisor fyrir að veita afburðaþjónustu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá setrinu. Þar er á það bent að á vef TripAdvisor geti ferðamenn gefið einkunn og undanfarin ár hafi Landnámssetrið fengið 4,5 af 5 mögulegum. Af því tilefni hafi Landnámssetrið fengið viðurkenn- ingu sem fyrirtæki sem veiti af- burðaþjónustu. Fær viðurkenningu Setur Landnámssetrið í Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.