Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 36

Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður ekki lengur undan því vik- ist að setja sér áætlun til framtíðarinnar. Hafðu það í huga og gættu þess að halda einkalífinu og vinnunni aðskildu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Farðu út og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða og einhvers sem gefur sanna lífsfyllingu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu djarfari svona almennt séð. Ef þér líkar ekki hvernig tilteknar aðstæður eru að þróast, skaltu bregðast við hratt, áður en þú festist. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt gott með að fá aðra til liðs við þig en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þeim. Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nánustu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að reyna að breyta hegðun einhverra annarra er næstum því erfiðara en að losa sig við slæman ávana. Lærðu af reynslunni og gerðu ekkert að óathuguðu máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir fundið til einmanaleika og einangrunar í dag. Reyndu að forðast þetta því deilurnar snúast í raun ekki um neitt sem skiptir máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur reynst erfitt að greina á milli þess sem má og hins sem ekki gengur. Það er ástæðulaust að láta smámunina vefjast fyrir sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er gott og blessað að leggja fjölskyldu sinni lið, en varast skaltu aum- ingjagæsku. Ekki kasta öllu frá þér vegna smávegis hnökra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Komdu þér niður á jörðina og við- urkenndu staðreyndir. Mundu að ást er að taka þarfir einhvers annars fram fyrir sínar eigin og þá gengur allt að óskum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í dag er gott að gera viðskipti og afla peninga. Þótt gaman sé að njóta vel- gengninnar skaltu muna að hóf er best í hverjum leik. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Byrjaðu að undirbúa þig núna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og ann- að á morgun. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi. Hjálmar Freysteinsson bregðurá leik út frá kunnu stefi: Nú skal jarða gamla Gunnar, gengur ekki að draga það. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar þeim fjarska hættulega stað. Hann tekur fram að Ómar Ragn- arsson hafi verið svo kurteis að nota eigið nafn í dánarfregninni og bætir við: „Ég valdi nú bara heppi- legt rímorð!“ Í vísunni sem Hjálmar skírskotar til, þá sló Ómar á létta strengi út frá orðalagi dánartilkynninga: Gamli Ómar gaf upp önd í gær – það vottorð sanna. Hann andaðist fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Það hefur auðvitað tíðkast að yrkja til minningar um horfna vini. Í vísnasafni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga má finna vísu Bjarni Gíslasonar frá Meðalheimi: Harmakvæði í hverjum stað kveina freðin stráin. Heyrnar veri ómar að Árni séra er dáinn. Og Bjarni Jónsson frá Gröf orti við útför Þorsteins frá Lóni: Fagrar greinar feigðin sker. Fækka hreinu stráin. Náköld meinin nísta hér. Nú er Steini dáinn. Öldublik nefnist ljóðabók Bjarna Th. Rögnvaldssonar sem barst um- sjónarmanni, en hún kom út í fyrra. Í upphafi gefur Bjarni tóninn með bragnum Hugsun mín: Hugsun mín hún ferðast um heima rúms og tíma, vandar eigin vísdóm, velur sjálf og hafnar. Brýst í búmanns raunum, bágt á hún á stundum, víkur burtu vanda, veldur hver á heldur. Vill allt vita og skilja, vernda, þekkja og kanna, lýsa upp lífsins vilja, leyndardóma sanna. Rýnir orð og eindir, allt er máli skiptir er hún söngtón sendir, sanngirninni lyftir. Gætir þess að gæfan gefst þeim ei að marki sem vart til heilla hugsun og helgast góðri breytni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Öldubliki, hugsun og dánartilkynningum G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi F er di n an d MIG GRUNAR AÐ EINHVERN LANGI Í KVÖLDMAT BÚÐU ÞIG UNDIR AÐ VERA KRAMIN PADDA, SVO LENGI SEM ÞÚ SEST EKKI Á MIG FATTARÐU? VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT SVO FEITUR HÚN Á SKILIÐ STÆRRA DAGBLAÐ HVAÐ SAGÐI LÆKNIRINN? HANN SAGÐI AÐ MAGINN Á MÉR VÆRI „MIKILFENGLEGUR” HANN ER AÐ REYNA AÐ KOMA ÞÉR Í SKILNING UM AÐ ÞÚ SÉRT ORÐINN OF FEITUR HVAÐ ER Í ÞESSUM KASSA? MAMMA KEYPTI KASSA AF GAMALDAGS LEIKFÖNGUM Í RAUÐAKROSSBÚÐINNI ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ LEIKA SÉR MEÐ SVONA GÖMUL LEIKFÖNG... ...ÞAU HJÁLPA MÉR AÐ RÓA MIG NIÐUR Ríkharður Jónsson var bestiknattspyrnumaður Íslendinga um árabil og á þessum degi, 29. júní 1951, vakti framganga hans víða mikla athygli. Hann var þá besti maðurinn á Melavellinum og gerði öll mörk Íslands í 4:3 sigri gegn Sví- þjóð í fyrsta innbyrðis landsleik þjóðanna í fótbolta. x x x Svíar urðu ólympíumeistarar í fót-bolta 1948 og áttu eitt besta landslið heims á þessum tíma, en Ís- lendingar með fjóra landsleiki að baki voru ekki hátt skrifaðir. Und- irbúningur Rikka fyrir leikinn var heldur ekki merkilegur eða eins og hann sagði við Morgunblaðið vegna landsleiks við Svía 1994: „Ég fór í vinnuna um morguninn eins og venjulega og var að mála bát vestur í slipp hérna á Akranesi. Ég vann til klukkan fjögur, en hætti þá, fór heim, tók dótið og keyrði til Reykja- víkur.“ Rikki gat þess jafnframt að hann og Þórður Þórðarson hefðu verið að pota inn mörkum fyrir Skagamenn og Óli B. Jónsson landsliðsþjálfari hefði lagt línurnar við þá á einfaldan hátt. „Þið haldið ykkar striki.“ x x x Þessi framganga Rikka kom upp íhuga Víkverja í gærkvöldi þegar hann horfði á Mario Balotelli skora tvö frábær mörk á móti Þjóðverjum í fyrri hálfleik og tryggja Ítölum sæti í úrslitaleik Evrópukeppninnar í fót- bolta. Rikki og Balotelli eru ekki beint líkir í útliti og seint verður sagt að prúðmannleg framkoma öðlingsins á Skaganum eigi eitthvað skylt við hegðun ítalska ólátabelgsins en þeir eiga það sameiginlegt að kunna að skora mörk svo eftir sé tekið. x x x Það verður að segjast eins og er aðyfirstandandi Evrópukeppni er skemmtilegasta stórmót í fótbolta sem Víkverji hefur fylgst með og er samt af nægu að taka. Úrslitaleikur Evrópu- og heimsmeistara Spánar á móti Ítalíu verður á sunnudag og er víst að þá verður Víkverji límdur við skjáinn. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.