Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 39

Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Á19. öld fór það að tíðkastað listmálarar stunduðuiðju sína undir beru lofti;veltu fyrir sér eigin skyn- reynslu af síkvikri náttúrunni – og þýddu þessa reynslu yfr á mynd- rænt táknkerfi. Landslagsmálun blómstraði í Frakklandi þar sem listamenn á borð við Claude Monet beindu sjónum að breytilegri ásýnd fyrirbæra í umhverfinu og að eigin hughrifum en Monet málaði m.a. fræga myndröð af kornstökkum á mismunandi tímum dags og árs. Paul Cézanne leitaðist við að tengja innri og ytri veruleika í myndum sem sýna fjallið Mont Sainte- Victoire, og er framlag hans talið veigamikið í þróun nútímalist- arinnar. Jóhannes S. Kjarval sökkti sér með slíkum hætti niður í náttúruna, í eigin skynjun – og jafnframt veru- leika málverksins og athafnarinnar að mála mynd. Á sýningunni „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“ á Kjarvalsstöðum má sjá hvernig klettur nokkur í Garðahrauni (sem hann kallaði Gálgaklett) varð hans „kornstakkur“ eða hans Mont Sainte-Victoire í fjölda málverka. Á sýningunni er einnig efnt til sam- ræðu milli þessara mynda og verka eftir 20 aðra íslenska listamenn. Verk Kjarvals lýsa innlifun í náttúr- una sem leitt hefur til vissrar um- breytingar: í myndum hans tekur kletturinn og hraunið á sig ýmsar kynjamyndir. Þessa fantasíukenndu þætti, eða „óra sjónskynsins“ tengir sýningarstjórinn, Ólafur Gíslason, við kenningar franska heimspek- ingsins Maurice Merleau-Ponty um fyrirbærafræði sjónskynjunar en hann vísaði m.a. til verka Cézanne í skrifum sínum um málaralistina. „Er ég þá líka Grímsnes á meðan ég er hér?“ spyr skáldið Jónas Þor- bjarnarson í ljóðinu Staður. Í mál- verkum Kjarvals býr sterk tilfinn- ing fyrir skynjun hans og veru í náttúrunni. Raunar svo sterk að margir eiga erfitt með að horfa á hraun (ekki síst á Þingvöllum) án þess að ómur af hinni „kjarvölsku sýn“ komi við sögu. Cézanne sóttist eftir því að losa sig undan eldri landslagsímyndum og sjá með aug- um nýfædds barns. Vissulega má segja að verk Kjarvals hafi í ein- hverjum skilningi greypst sem ímyndir í þjóðarvitundina – en á móti kemur að ferskleikinn í sýn hans hefur virkjað ímyndunarafl þjóðarinnar og opnað skynjun margra gagnvart náttúrunni. Á sýningunni getur að líta mál- verk eftir Svavar Guðnason og Georg Guðna Hauksson – og reynd- ar einnig Heyþurrk eftir Heklugos Kjarvals – sem fela í sér áhrifaríka myndgervingu á náttúruskynjun sem er á skörunarsvæði hins hug- læga og hlutlæga. Kristján Guð- mundsson undirstrikar (sjón) himnuna milli manns og umhverfis í glerverkinu Baby Blue View. Aug- un birtast sem djúp vatnsfyllt ker- öld í Súbjekt, granítverki Erlu Þór- arinsdóttur þar sem umhverfið speglast í vatnsyfirborðinu – en þar undir býr „óradýpt“ skynjunarinnar – sem á uppruna sinn í taugum, æð- um og öðrum innviðum mannsins eins og stórt rauðleitt myndverk Bjarna Sigurbjörnssonar gefur til kynna. Verkið leiðir hugann að ólg- andi hraunkviku. Vídeó- og hljóð- verk Steinu, Orbit Gálgahraun, end- urómar hina brotakenndu og flöktandi skynjun augnanna og ann- arra skilningarvita. Í hringlaga verki Heklu Daggar Jónsdóttur, Þú ert hér, smækkar sýningargest- urinn í spegilmynd, og hann sér sig horfa/skynja sem hluta af „heim- inum“. Verkið Vatnslitamynd eftir Ívar Valgarðsson er eins og hnött- ur, hraunklettur, eða pappírblað sem kreist hefur verið saman í hnefa, allt eftir því hvernig yfirborð þessarar bláu kúlu er skynjað. Hreinn Friðfinnsson er á slóðum Cézanne þar sem hann hefur ein- faldlega tekið „þrykk“ af yfirborði sigurfjallsins helga í verkinu Mont St. Victoire og Kristján Stein- grímur Jónsson færir Gálgaklett (Kjarvals) inn í sýningarsalinn í formi myndar sem gerð hefur verið með hraundufti úr klettinum. Hall- dór Ásgeirsson hefur einnig náð í hraun úr Garðahrauni og umbreytt því í bókstaflegri merkingu – og í afar áhugaverðri samræðu við Kjar- val. Vel heppnuð innsetning Hall- dórs umbreytir jafnframt rými Kjarvalsstaða og tengir við borg- arlandslagið úti fyrir. Sýningin „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“ byggist á góðu vali verka sem fá öll að njóta sín í vand- aðri uppsetningu; úr verður samtal sem örvar skilningarvitin og hvetur til íhugunar. Eftir Kjarval Gálgaklettur og órar sjónskynsins bbbbn Jóhannes S. Kjarval, Finnur Jónsson, Svavar Guðnason, Jóhann Eyfells, Erró, Vilhjálmur Bergsson, Steina Vasulka, Kristján Guðmundsson, Hreinn Frið- finnsson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ívar Valgarðs- son, Erla Þórarinsdóttir, Halldór Ás- geirsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Georg Guðni, Bjarni Sigurbjörnsson, Margrét Blöndal, Egill Sæbjörnsson, Heimir Björgúlfsson og Sigurður Guð- jónsson. Sýningarstjóri: Ólafur Gísla- son. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir. Sýningunni lýkur 26. ágúst 2012. ANNA JÓA MYNDLIST Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson Staðurinn „Sýningin Gálgaklettur og órar sjónskynsins byggist á góðu vali verka sem fá öll að njóta sín í vandaðri uppsetningu; úr verður samtal sem örv- ar skilningarvitin og hvetur til íhugunar“ segir m.a. í gagnrýni um sýninguna á Kjarvalsstöðum. Hér sést verk Kjarvals, Úr gálgahrauni, frá árinu 1960 Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, leikur fjölbreytta tónlist á slagverk á fyrstu Sumartónleikum Akureyrar- kirkju í ár sem fram fara nk. sunnu- dag kl. 17. Þetta er í 26. sinn sem tónleikaröðin er haldin. Hjörleifur hóf tónlistarnám sitt við skólahljómsveit Mosfellssveitar en stundaði síðar nám við Djass- deild tónlistarskóla FÍH, Conserva- toriumið í Amsterdam og við Hanns Eisler Hochschule für Musik í Berlín. Hann hefur leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Sinfón- íuhljómsveit Íslands og mörgum af þekktustu popp- og djasstónlist- armönnum landsins. Hann vann sem einleikari með hljómsveitum og kammerhópum í Þýskalandi og má þar helst nefna SWR útvarps- hljómsveitina, Percusemble Berlin, Ensemble Junge Musik, Ensemble Echo, Mehrklangorchester Berlin. Hjörleifur var skólastjóri Neue Musikschule Berlin á árunum 2006- 2008 og framkvæmdastjóri Hypno leikhússins þar í borg sem sérhæfir sig í tónlistar- og leiksýningum fyr- ir börn og unglinga. Tónleikarnir eru klukkustundar langir. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Slagverk Hjörleifur leikur fjölbreytta tónlist á slagverk nk. sunnudag. Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast ÚTSALA 60% afsláttur af öllum útsöluskóm Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.