Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 17 ára Myndlista vörur í miklu ú rvali Opnunartími: Mán.-fim. kl. 9.00-18.00 fös. kl. 9.00-18.30 lau. kl. 10.00-18.00 sun. kl. 12.00-17.00 VERKFÆRALAGERINN Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Mössunarvél 1500w 15.995 Bónvél 110w 4.995 Slíprokkur 500w 2.699 Hjólsög 1400w 9.995 Rafmagnsborvél 500w 3.995 Sláttuvél + orf19.995 Keðjusög 2000w 16.995 Slípimús 3.999 Landsmót hestamanna í Víðidal 2012 ávarpaði mótsgesti og fór fögrum orðum um íslenska hestinn. Hann tók dæmi af því þegar forsetahjónin voru á útreið um síðustu jólahá- tíð og mættu ferðamönnum frá Asíu. „Þá sáum við að í öllum veðrum, jafnvel hinum verstu, er hægt að fjölga aðdáendum íslenska Ingvar P. Guðbjörnsson Þórunn Kristjánsdóttir Það ríkti mikil hátíðarstemning á Landsmóti hestamanna í Víðidal í gærkvöldi þegar form- leg setning mótsins árið 2012 fór fram í ein- muna blíðu. Um 600 knapar og hestar tóku þátt í setn- ingunni og riðu fulltrúar allra hestamanna- félaga landsins undir fánum sinna félaga á eft- ir fánaborg íslenska fánans, sem afreksfólk í hópi 21 árs og yngri knapa hélt á. Fyrir hópreiðinni fór frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, ásamt Degi B. Eggerts- syni, formanni borgarráðs. Óhætt er að segja að framundan sé veisla fyrir áhugafólk um íslenska hestinn í Víðidal. Næstu daga fara fram B- og A-úrslit í öllum flokkum í gæðingakeppni og í tölti ásamt verð- launaafhendingum kynbótahrossa. Á sjötta þúsund manns er þegar mætt á landsmót og búist er við þúsundum til viðbótar um helgina. Mótinu lýkur svo formlega á sunnudaginn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hestsins,“ sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni og hlaut góðar undirtektir áhorfenda í brekk- unni. Nýkjörinn biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, ávarpaði mótsgesti og blessaði mótið. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, hélt einnig ræðu og setti landsmótið formlega. Að því loknu voru ís- lenski fáninn og fánar 18 annarra þjóðríkja dregnir að húni á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Óhætt er að segja að vel hafi gengið við framkvæmd mótsins í gær, enda einmuna blíða og aðstæður góðar. Yfirlitssýningum kynbótahrossa lauk í gær og nú liggur fyrir hvaða hross eru efst í hverj- um flokki hryssna og stóðhesta. Tíu efstu kyn- bótahross hvers flokks koma til verðlaunaaf- hendingar á laugardag, en einnig munu 12 ræktunarbú sýna það markverðasta úr hverri ræktun, auk þess sem Sleipnisbikarinn, ein æðstu verðlaun í íslenskri hrossarækt, verður afhentur á laugardagskvöld. Sveifla Alfa og Sigursteinn keppa um gullið öðru sinni í tölti. Veifandi Dorrit Moussaieff tók sig vel út í grænum jakka. Töltari Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum í gær. 600 hestar á setningu Landsmóts  Hinrik Bragason með góða forystu eftir forkeppni í tölti  Sviptingar eftir milliriðla í unglinga- flokki og spennandi úrslit framundan  Sigurbjörn Bárðarson vann báðar skeiðgreinar Landsmóts Hátíð Mikil stemning var á mótinu á meðan setning þess fór fram og var brekkan þétt setin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörn sigraði skeiðgreinarnar; 150 metra og 250 metra skeið. Hann er orðinn sextíu ára gamall og gefur ungu knöpunum ekkert eftir í þess- ari keppnisgrein sem reynir mikið á snerpu, hraða og tæknilega út- færslu. Bestu tímarnir í skeiði náðust í rigningunni í fyrradag, þrátt fyrir fyrirtaks aðstæður í gær, blíðviðri en . Sigurður Óli á Glettu náði þó að skjóta sér í annað sætið í 150 metra skeiði með tímann 14,86. Úrslitin í 150 metra skeiði eru: 1. Óðinn frá Búðardal, Sigurbjörn Bárðarson - 14,59 2. Gletta frá Fákshólum, Sigurður Óli Kristinsson - 14,86 3. Blossi frá Skammbeinsstöðum, Ævar Örn Guðjónsson - 14,88 4. Hrappur frá Sauðárkróki, Elvar Einarsson - 14,92 5. Vera frá Þóroddsstöðum, Eyjólfur Þorsteinsson - 14,93 6. Veigar frá Varmalæk, Teitur Árnason - 15,02 7. Funi frá Hofi, Jakob Svavar Sigurðsson - 15,02 8. Jóhannes Kjarval frá Hala, Svavar Örn Hreiðarsson - 15,20 9. Fálki frá Tjarnarlandi, Gústaf Ásgeir Hinriksson - 15,25 10. Steinn frá Bakkakoti, Sölvi Sig- urðarson - 15,33 Úrslit í 250 metra skeiði: 1. Flosi frá Keldudal, Sigurbjörn Bárðarson - 22,58 2. Korði frá Kanastöðum, Teitur Árnason - 22,64 3. Blængur frá Árbæjarhjáleigu 2, Daníel Ingi Smárason - 22,72 4. Gjálp frá Ytra-Dalsgerði, Sig- urður Vignir Matthíasson - 22,74 5. Þúsöld frá Hólum, Mette Mannseth - 22,83 6. Birta frá Suður-Nýjabæ, Hanna Rún Ingibergsdóttir - 23.50 7. Hnikar frá Ytra-Dalsgerði, Erling Ó. Sigurðsson - 23,94 8. Segull frá Halldórsstöðum 2, Elvar Einarsson 24,41 Gullbjörninn sigrar Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum áttu stórsýningu í tölti í gærkvöldi og standa efstir eftir for- keppni. Þessir hestar mæta til leiks: 1. Hinrik Bragason, Smyrill frá Hrísum - 8,57 2. Sigursteinn Sumarliðason, Alfa frá Blesastöðum 1A - 8,30 3. Sara Ástþórsdóttir, Díva frá Álfhólum - 8,10 4. Jakob Svavar Sigurðsson, Árborg frá Miðey - 8,07 5. Artemisa Bertus, Óskar frá Blesastöðum 1A - 7,97 6. Eyjólfur Þorsteinsson, Háfeti frá Úlfsstöðum - 7,93 7. Sigurbjörn Bárðarson, Jarl frá Mið-Fossum - 7,8 8. Hulda Gústafsdóttir, Sveigur frá Varmadal - 7,73 9. Sigurður Sigurðarson, Blæja frá Lýtingsstöðum - 7,7 10. Viðar Ingólfsson, Vornótt frá Hólabrekku - 7,57 Vígalegheit í töltkeppni A-flokkurinn var firnasterkur. Eft- irfarandi hestar mæta til úrslita: 1. Fláki frá Blesastöðum 1A, Þórður Þorgeirsson - 8,81 2. Stakkur frá Halldórsstöðum, Sigurbjörn Bárðarson - 8,73 3. Fróði frá Staðartungu, Sigurður Sigurðason - 8,71 4. Sálmur frá Halakoti, Atli Guðmundsson - 8,58 5. Grunnur frá Grund II, Sigursteinn Sumarliðason - 8,58 6. Hringur frá Fossi, Sigurður Vignir Matthíasson - 8,56 7. Hnokki frá Þúfu, Mette Mannseth - 8,55 8.-9. Greifi frá Holtsmúla 1, Reynir Örn Pálmason - 8,55 8.-9. Sturla frá Hafsteinsstöðum, Hinrik Bragason - 8,55 10. Frægur frá Flekkudal, Sólon Morthens - 8,54 Fláki og Þórður héldu forystu Miklar sviptingar urðu í efstu sæt- um unglingaflokks. Einkunnina 8,31 þurfti til að komast í úrslit. Eftirfar- andi mæta til leiks. 1. Guðmunda Ellen Sigurð- ardóttir, Blæja frá Háholti 8,65 2. Brynja Kristinsdóttir, Bárður frá Gili - 8,53 3. Jóhanna Margrét Snorradótt- ir, Solka frá Galtastöðum - 8,52 4. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Húmvar frá Hamrahóli - 8,48 5. Þórdís Inga Pálsdóttir, Kjarval frá Blöndósi 8,45 6. Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Lárus frá Syðra-Skörðugili 8,40 7. Glódís Helgadóttir, Geisli frá Möðruvelli - 8,40 8. Dagmar Öder Einarsdóttir, Glódís frá Halakoti 8,40 9. Harpa Sigríður Bjarnadóttir, Sváfnir frá Miðsitju - 8,38 Guðmunda Ellen efst unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.