Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 35

Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 35
að ræða um nokkuð annað en golf- íþróttina. Hún er augljóslega það sem gefur lífi hans gildi. Hilmar er félagi í GKG, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og situr í foreldraráði klúbbsins. „Ég hef nú yfirleitt ekki getað státað mikið af íþróttum í gegnum tíðina, var aldrei í fótbolta að ráði og hef aldrei verið gagntekinn af ís- lenska né enska boltanum. Maður hefur því leyft öðrum að láta ljós sitt skína um stjörnur, afrek og titla. Ég átti þess vegna ekki von á því að ég ætti eftir að falla flatur fyrir íþróttagrein, kominn á miðjan aldur. En það er nú það sem gerðist. Það eru ekki nema fjögur ár síðan ég fór að æfa golf reglulega og nú reyni ég að komast í golf fjórum til fimm sinn- um í viku. Auk þess er eiginkonan komin á kaf í golf og sonur okkar. Ég er auðvitað enginn afreks- maður en ég keppi orðið í meist- aramótum og er með 13,7 í forgjöf. Það er alveg þokkalegt.“ Einhver önnur áhugamál? „Já, ég fór í frumkvöðlanám hjá KLAK, Nýsköpunarmiðstöð at- vinnulífsins, nú fyrir skömmu en þar hef ég verið að þróa spennandi hug- mynd um veflausnir fyrir ferðaiðn- aðinn. Ég hef verið svolítið upptek- inn af þessari hugmynd og hef haft gaman af þessu námi. Að öðru leyti veit ég ekki hvað skal segja. Ég er enginn lestrarhestur, les helst Arnald Indriðason og læt þar við sitja. Síðan er ég alæta á tón- list þó ég hafi mest gaman af kröft- ugu rokki eins og Volbeat, Red Dream og Theater svo eitthvað sé nefnt.“ Fjölskylda Eiginkona Hilmars er Kolbrún Ólafsdóttir, f. 4.10. 1962, sem starfar við bókhald. Hún er dóttir Ólafs Guð- mundssonar, fyrrv. sjómanns og lög- reglumanns í Hafnarfirði, og Unnar Ágústsdóttur, fyrrv. fiskverkakonu. Börn Hilmars og Kolbrúnar eru Ester Hilmarsdóttir, f. 3.9. 1980, deildarstjóri hjá Rúmfatalagernum, búsett í Kópavogi, en börn hennar eru Hilmar Örn Valdimarsson, Haf- dís Líf Valdimarsdóttir og Guðjón Máni Jóhannsson; Ólafur Hilm- arsson, f. 24.9. 1984, húsasmíðameist- ari, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Laufey Hlín Björgvinsdóttir og eru synirnir Adam Snær Bene- diktsson og Guðmundur Þór Ólafs- son; Helga Hilmarsdóttir, f. 22.8. 1988, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Kópavogi en sambýlilsmaður hennar er Gunnlaugur Vilberg Snæ- dal og er sonur þeirra Vilberg Frosti Snædal; Daníel Hilmarsson, f. 11.1. 1994, nemi á almennu hönnunarsviði við Tækniskóla Íslands. Systkini Hilmars eru Jófríður Alda Halldórsdóttir, f. 28.7. 1956, húsfreyja í Hafnarfirði, en maður hennar er Sigurður Jónsson endur- skoðandi; Sigurður Halldórsson, f. 24.1. 1959, bifvélavirki og fram- kvæmdastjóri, búsettur í Mos- fellsbæ, en kona hans er Ester Arn- arsdóttir lyfjatæknir. Hálfbróðir Hilmars er Ásgeir Halldórsson, f. 3.4. 1978, forritari í Prag, en kona hans er Anita Anna Jónsdóttir nemi. Foreldrar Hilmars eru Halldór Sigurðsson, f. 25.3. 1936, bifvéla- virkjameistari í Hafnarfirði, og Ester Rögnvaldsdóttir, f. 31.12. 1936, fyrrv. starfsmaður hjá Odda. Úr frændgarði Hilmar Halldórssonar Guðmundur I. Björnsson b. á Fallandastöðum Jófríður Jónsdóttir húsfr. á Fallandastöðum Ingibjörg Skarphéðinsdóttir húsfr. í Gilhaga Helgi Þórðarson smiður í Gilhaga Ingibjörg Jónsdóttir frá Hellnum Ásgeir Guðbjartsson verslunarm. í Ólafsvík, af ætt Jóns forseta Gíslína Vigfúsdóttir frá Hraunhafnarbakka Hilmar Halldórsson Halldór Sigurðsson bifvélavirkjam. í Hafnarfirði Ester Rögnvaldsdóttir fyrrv. starfsm. í Odda Rögnvaldur Ingvar Helgason b. á Gilsstöðum Valgerður Guðmundsdóttir húsfr. á Gilsst. og Borðeyri Pálína Mikkelína Ásgeirsd. vinnuk. í Rvík. Sigurður Ásmundsson útv.b. í Gíslabæ á Hellnum Ásmundur Sveinsson b. á Knörr í Breiðuvík Óskar Helgason stöðvarstj. á Höfn í Hornafirði Afmælisbarnið Hilmar Halldórsson ráðgjafi. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Stefanía Guðmundsdóttir leik-kona fæddist 29. júní 1876.Hún fluttist ung með for- eldrum sínum til Seyðisfjarðar og ólst þar upp fyrstu árin. Móðir henn- ar lést þegar hún var sex ára, upp frá því flutti faðir hennar til Vest- urheims ásamt syni sínum. Stefanía varð eftir heima og ólst upp hjá ná- frænku sinni Sólveigu Guðlaugs- dóttur. Þær fluttu til Reykjavíkur 1890 þar sem Sólveig hóf rekstur matsölu á heimili sínu. Stefanía lauk ekki formlegu leik- araprófi frá viðurkenndri stofnun og hafði ekki lifibrauð af listinni frekar en aðrir á þessum tíma. Miðað við aðstæður steig hún þó eins langt skref í þá átt og frekast var unnt. Sautján ára gömul kom hún fram í fyrsta skipti á sviðinu í Gúttó 30. jan- úar 1893. Ritstjóra Ísafoldar fannst mikið til hennar koma og taldi mein- legt, ef tilsagnarleysið yrði til að drepa niður slíka hæfileika. Stefanía var í senn fremsta leik- kona Íslands um sína daga og einn helsti burðarás Leikfélags Reykja- víkur. Hún naut aðdáunar og var „prímadonna“, þó með jákvæðum formerkjum. Hún var einn fremsti brautryðjandi faglegra vinnubragða meðal sinnar kynslóðar. Hún vísaði einnig veginn í ýmsum efnum, til dæmis reyndi hún að efla hér á landi vísi að listdansi, stóð fyrir fyrstu barnasýningunni, fór í leik- ferðir bæði innanlands og til Vest- urheims og veitti ungum leikurum tilsögn. Hún ferðaðist víða, í Kaupmanna- höfn hreifst hún af ballettsýningum og danslist. Hún gerði sér grein fyr- ir hversu góð dansæfingin er fyrir líkamlega þjálfun leikarans og hélt uppi danskennslu. Haustið 1914 varð hún fyrst til að dansa tangó opin- berlega í Reykjavík sem þótti mjög djarft. En fáir njóta eldanna sem kveikja þá fyrstir. Sama ár og Þjóðleik- húslögin voru samþykkt stóð Stef- anía í síðasta skipti á sviði. Stefanía giftist Borgþóri Jós- efssyni og eignuðust þau sjö börn. Stefanía lést 16. janúar 1926, þá fjörutíu og níu ára gömul. Merkir Íslendingar Stefanía Guðmundsdóttir 90 ára Guðjón Eiríksson Lilja Benediktsdóttir Þorkell Kjartansson 80 ára Jóhann Gunnarsson Þyri Jensdóttir 70 ára Gunnlaugur Guðmundsson Kristinn Skæringur Baldvinsson Sigurlína Jóhannesdóttir Steinunn Magnúsdóttir Sævar Daníelsson Valur Sævar Franksson 60 ára Guðlaug Guðrún Teitsdóttir Gunnlaugur Marteinn Símonarson Hafrún Björk Albertsdóttir Hallbera Gunnarsdóttir Jónas Eydal Ármannsson Jón Eiríksson Snorri Ragnar Kristinsson Sveinn Egilsson 50 ára Alda Harðardóttir Ágúst Eiríksson Ása Þorkelsdóttir Guðfinna Inga Sverrisdóttir Guðmundur Ægir Bragason Halla Jóhannsdóttir Hilmar Halldórsson Linda Margrét Njarðardóttir Sigríður Eiríksdóttir Sveinn Þorsteinsson Vigdís Ólafsdóttir Örn Guðmundsson 40 ára Anna Sóley Þorsteinsdóttir Ari Ingimundarson Beata Maria Zembaty Berglind Sigurðardóttir Edda Einarsdóttir Eydís Dóra Einarsdóttir Guðmundur Ómar Helgason Guðný Eva Pétursdóttir Hafþór Hannesson Hildur Magndís Þorsteinsdóttir Hrafnhildur Marteinsdóttir Ingibjörg Helga Arnardóttir Jón Heiðar Helgason Jón Víðir Birgisson Kári Þór Samúelsson Una Gunnarsdóttir Viggó Ásgeirsson Þorbjörn Haukur Liljarsson 30 ára Alfreð Jónsson Anna Rowinska Ásta Friðriksdóttir Bjarki Gannt Joensen Guðmundur Eggert Stephensen Guðríður Magndís Guðmundsdóttir Gunnar Viðar Árnason Hafrún Ósk Pálsdóttir Ólafur Sigurjón Arason Silja Sif Arnfjörð Smáradóttir Sindri Hans Guðmundsson Sólborg Berglind Heimisdóttir Sólveig Þorsteinsdóttir Særún Kristinsdóttir Valmundur Árnason Þórður Guðnason Til hamingju með daginn 50 ára Halldóra ólst upp í Þorlákshöfn og býr þar í dag. Hún hefur fengist við ýmislegt um ævina, með- al annars fiskvinnslu. Maki Svavar Gíslason, f. 1958, vinnur við véla- viðgerðir hjá Auðbjörgu. Börn Sigurjón Viðar, f. 1982, tölvunarfræðingur, Elís Fannar, f. 1985, verka- maður og Baldur Birkir, f. 1990, verkamaður. Foreldrar Sigríður Jóns- dóttir, f. 1928, d. 2004 og Karl Elías Karlsson, f. 1922. Halldóra Ólöf Karlsdóttir 40 ára Svanlaug ólst upp í Árbænum og býr í Nes- kaupstað. Hún er fram- haldsskólakennari á hár- snyrtibraut í Verkmenntaskóla Austur- lands. Maki Sigurjón Krist- insson, f. 1971, sjálfstætt starfandi trésmiður. Börn Katrín Lilja, f. 1996, Eva Björg, f. 1999 og Bryndís, f. 2006. Foreldrar Sigurbjörg Ragnarsdóttir, f. 1944 og Aðalsteinn Hallgrímsson, f. 1940, d. 1992. Svanlaug Aðalsteinsdóttir 30 ára Halldór er Kópa- vogsbúi. Hann starfar sem flugvirki hjá Ice- landair og flugfélaginu Air Atlanta. Halldór nam raf- einda- og flugvirkjun í Oklahoma. Maki Guðrún Helga Grét- arsdóttir, f. 1981, nuddari og verkfræðinemi í HR. Börn Elvar, f. 2004, Ant- on, f. 2006 og Helga Lind, f. 2011. Foreldrar Sigríður Guð- laug Christensen, f. 1954 og Jón J. Christensen, f. 1947. Halldór Ingi Christensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.