Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Gott í drykki, þeytinga, matargerð, baksturog eftirrétti. Einstaklega næringarríkt og orkugefandi. Kókosvatn 100% hreint www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 20% afsláttur Ég ætla að kjósa Ólaf Ragnar Gríms- son í forsetakosning- unum á morgun. Ég studdi hann ekki þegar hann komst fyrst til valda en hann verðskuldar at- kvæði mitt svo sann- arlega nú. Farsæll forseti Ólafur Ragnar hef- ur reynst farsæll forseti þau 16 ár sem hann hefur setið á valda- stóli. Hann hefur beitt sér á sviði brýnna samfélagsmála og stutt frumkvöðlastarf í atvinnu- og menningarlífi. Tilkomumest í mínum huga er þó það einstæða afrek hans að forða þjóð sinni frá gjaldþroti, nánast einn og óstuddur. Þar vísa ég til þess að hann kom tvívegis í veg fyrir að ríkisvaldið samþykkti fráleita Icesave-samninga sem hefðu hneppt okkur í skulda- ánauð áratugi fram í tímann og leitt til greiðslufalls ríkissjóðs. Án hugrekkis forseta vors sæti þjóðin nú í botnlausu skuldafeni. Á stóra sviðinu væri grískur harmleikur í gangi og miðar fengjust ekki endurgreiddir. Hann lét ekki þar við sitja. Upp á sitt einsdæmi sneri hann almenningsáliti heimsins við, hélt réttmætum málstað Íslendinga hátt á lofti í helstu fjölmiðlum heims og gerði það svo vel að allt já-fólkið í landinu – þar með talin gervöll ríkisstjórnin – varð að lokum að snautast til að gera það sem meirihluti þjóðarinnar vildi. Ég treysti engum öðrum en Ólafi Ragnari til að endurtaka þann „leik“ ef á þarf að halda. Gullfiskaminnið og glerhúsin Meginröksemd þeirra sem beita sér gegn endurkjöri Ólafs Ragnars er að hann hafi hampað útrásinni svonefndu. Það er ósanngjörn ásökun. Eitt af hlut- verkum forseta Íslands er að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífinu. Það hefur Ólafur Ragnar gert líkt og for- verar hans á undan honum. Lítum aðeins í eigin barm. Hverjir hömpuðu ekki „spútn- ikunum“ í íslensku efnahagslífi árin fyrir hrun? Í fylkingarbrjósti stóðu fjölmiðlar og gullhúðuðu út- rásina í hverri „drottningar“- umfjölluninni á fætur annarri. Ráðherrar, alþingismenn og álits- gjafar fjölmiðla fylgdu fast á eftir. Nú kastar hver í kapp við annan grjóti úr glerhúsi sínu því gullfiskaminnið nær ekki öll þessi 4-5 ár aftur í tímann! Hvaða sanngirni er í því að saka forseta vorn um dómgreind- arskort í þessu sam- hengi þegar dóm- greind allra annarra var víðs fjarri? Hvern grunaði að efnahagur fyrirtækja væri blásinn upp með töfrahugtakinu viðskiptavild sem virtustu endurskoðunarskrifstofur landsins skrifuðu hiklaust upp á? Hver gat ímyndað sér að eftirlits- kerfið í heild sinni brygðist svo hrapallega sem raun ber vitni? Ekki ég og ekki þú – í raun og veru enginn! Reynsla og víðsýni Það er löngu tímabært að ráða- menn þjóðarinnar og fjölmiðlar sýni iðrun sína í verki með því að fylgja því fast eftir að þeir sem rændu bankana innan frá komist ekki upp með glæpinn. Fyrr verð- ur þjóð mín ekki sátt. Að öðru leyti skulum við hætta að horfa í baksýnisspegilinn og einbeita okk- ur að þeim tækifærum sem fram- tíðin felur í skauti sér. Þau eru vissulega mörg. Við lifum á tímum mikillar óvissu og þurfum á allri þeirri rót- festu og reynslu að halda sem í boði er. Í þeim efnum hefur Ólaf- ur Ragnar meira að bjóða en ann- ars frambærilegir keppinautar hans um forsetaembættið. Hann hefur sýnt reynslu sína og víðsýni í verki og bregst ekki þjóð sinni á ögurstundu. Ég treysti honum manna best til að leiða þjóðina á fund framtíðartækifæra og reyn- ast traustur bakhjarl hennar í þeirri uppbyggingu sem nú er haf- in. Glerhús og gullfiskaminni Eftir Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann » Án hugrekkis forseta vors sæti þjóðin nú í botnlausu skulda- feni. Á stóra sviðinu væri grískur harm- leikur í gangi og miðar fengjust ekki endurgreiddir. Höfundur starfar á sviði almannatengsla. Þegar hrunið hellt- ist yfir þessa þjóð árið 2008, þá hljóp gamla barnakennaranum kapp í kinn: Gott, þetta mátti ekki koma deginum seinna! Unga fólkið okkar má ekki lengur draga að sér þetta andrúmsloft græðgi og spillingar, því það skaðar meira en okkur grunar. Sannfærð og bjartsýn var ég viss um að andstæðar fylkingar í stjórnmálum myndu taka höndum saman eins og gerist þegar vá hef- ur steðjað að og leysa úr læðingi þann kraft og samstöðu sem bjarg- ar öllu þegar á reynir. Menn myndu einhenda sér í að bjarga þjóðinni og þetta yrðu tímamót til góðs sem yrðu skráð á spjöld sög- unnar. En annað kom í ljós, mér til mikilla vonbrigða. Aldrei hefur sundrungin verið meiri, eða meiri barátta um peninga og völd. Siðleysi er stundað leynt og ljóst, menn troða skóinn hver af öðrum, nýta ekki góðar hugmyndir ef þær koma frá and- stæðum herbúðum, og ota sínum tota blygð- unarlaust. Loft allt er lævi blandið og trú okkar á þær stofnanir sem eiga að vera hornsteinar þjóð- félagsins hvað sem á dynur, er í sorglegu lágmarki. Ég er því enn meira en áður uggandi um þau áhrif sem þetta hefur á börnin okkar og ung- lingana. Þetta andrúmsloft er mengað og hættulegt ungum sál- um. Það er mannskemmandi að alast upp við slíkar aðstæður og óvíst að þau áhrif verði aftur tekin. Hér verður að verða breyting. Við verðum að hefja aftur til virðingar þau gildi sem hafa verið dýrmæt- ust í okkar samfélagi frá upphafi. Þegar ég sá Þóru Arnórsdóttur í fyrsta sinn sem forsetaframbjóð- anda, þessa bráðgáfuðu, heiðarlegu og hjartahlýju konu með barnahóp- inn sinn, þá létti mér. Mér fannst ég sjá veginn framundan, veginn sem leiðir okkur inn í vorið og gróand- ann. Ég vona að þjóðin beri gæfu til að skilja nauðsyn þeirrar breytingar sem nú býðst með framboði Þóru Arnórsdóttur. Leggjumst öll á eitt, breytum til bjartara mannlífs. Kjós- um Þóru. Von í stað ótta Eftir Herdísi Egilsdóttur »Ég vona að þjóð- in beri gæfu til að skilja nauðsyn þeirrar breytingar sem nú býðst með framboði Þóru Arn- órsdóttur. Herdís Egilsdóttir Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.