Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 44

Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 44
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Allar í banastuði nema ein 2. „Ólafur er ótrúlega vel giftur“ 3. „Lygileg og einstök“ … 4. Dreymdi fyrir vinningnum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ísland verður meðal tökustaða þriðju þáttaraðar Game of Thrones en hluti annarrar þáttaraðar var tek- inn upp hér á landi í fyrra. Tökur á þriðju þáttaröð hefjast í byrjun næsta mánaðar. Ísland í þriðju þátta- röð Game of Thrones  Rokkjötnar er heiti rokktónleika sem haldnir verða 8. september nk. í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafn- arfirði. Á þeim koma fram hljóm- sveitir sem leika rokk í þyngri kantinum, hljómsveitirnar HAM, Skálmöld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Rokkjötnar í Kapla- krika í september  Hljómsveitin Retro Stefson hljóð- ritaði sína útgáfu af lagi hljómsveit- arinnar Nýdanskra, „Fram á nótt“, og hefur lagið nú verið gefið út. Lagið í með- förum Retro Stef- son er heldur ólíkt frumútgáf- unni en hana samdi Björn Jör- undur Friðbjörnsson, liðsmaður Nýdanskra, aðeins 16 ára að aldri. Retro Stefson flytur „Fram á nótt“ Á laugardag Norðaustan 5-10 m/s austast, en annars hægari breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir S- og A-lands. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast SV-lands en svalast NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld eða þokubakkar við A-ströndina, skúrir S- og A-lands, einkum síðdegis, en annars bjart með köflum. Hiti 7 til 18 stig. VEÐUR Skrautfuglinn Mario Balo- telli er á góðri leið með að verða þjóðhetja á Ítalíu eftir að hann skaut Ítölum í úr- slitaleikinn á Evrópumótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem gerðu sér lítið fyr- ir og slógu Þjóðverja út en margir höfðu spáð þeim Evrópumeistaratitlinum. Það verða því Spánn og Ítalía sem mætast í úrslit- um á sunnudaginn. »2 Balotelli skaut Ítölum í úrslit Afrek að klára erfiða þraut á stórmóti Örn Arnarson, fyrrum Evrópumeistari í sundi en núverandi þjálfari, hefur skrifað undir nýjan samning við Köge um að þjálfa hjá danska liðinu næstu tvö árin. Örn kveðst í samtali við Morgunblaðið afar ánægður í sínu fyrsta alvöru þjálfarastarfi en hann hefur þjálfað hjá Köge frá síðustu Ól- ympíuleikum, haustið 2008, og mun gera það enn um sinn. »4 Örn þjálfar áfram í Danmörku næstu tvö ár ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þegar maður gat ekkert gert með höndum eða fótum fór maður að reyna að hugsa,“ segir Ólafur Run- ólfsson um kveikjuna að fyrstu ljóðabók sinni, Ort um hjartaraunir og bata. Ólafur fékk hjartaáfall og fór í kjölfarið í mikla aðgerð sem gekk fremur brösuglega með til- heyrandi sálarkvölum og endurhæf- ingu. Kíminn hagyrðingur Ólafi er einstaklega lagið að koma auga á björtu hliðarnar í líf- inu og kímnin skín í gegnum kvikt og hlýtt augnaráðið og skrokkurinn lítur furðanlega vel út. Hann kveðst ekki hafa ort mikið í gegn- um tíðina, „bara svona hóflega“. Þrátt fyrir það er hann virkur í kvæðamannfélaginu Iðunni og hef- ur birt stökur, meðal annars í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga, en Ólafur er fæddur og uppalinn á Berustöðum í Rangárvallasýslu. Hann starfaði lengst af sem bíl- stjóri í Reykjavík og fer allra sinna ferða sjálfur. Kænska kvæðamannsins Þegar Ólafur er spurður hvernig dreifing og sala bókarinnar gangi segir hann ekki mikla reynslu komna á það. „Ég fór til Bjarna (Harðarsonar) í Sunnlenska bóka- kaffið og spurði hvort hann vildi ekki taka bókina í sölu. Bjarni sagði að það væri dræm sala, þá fletti ég á öftustu síðuna í bókinni og þá var hann fljótur að taka við henni.“ Þar er þessi vísa undir yfirskrift- inni Bókakaffi á Selfossi: Liprir pennar, ljóðin renna, lifnar menning hér og þar. Bjarna Harðar bækur varðar, bestu jarðar gersemar. „Bjarni tók við bókinni og setti hana upp í hillu við hlið ljóðabókar Þórarins Eldjárns og ég sagði bara takk fyrir og fór.“ Ljóst er að unga kynslóðin getur tekið sér kænsku þeirrar eldri sér til fyrirmyndar. Þegar blaðamaður kveður að lok- um og spyr hvort Ólafur lumi ekki örugglega á efni í fleiri ljóðabækur svarar hann í hendingu: Orðafæð mér hentar helst, ég hef ei margt að segja, ábyrgð minni í því felst ef mér tekst að „ekki segja“ Orðafæð mér hentar helst  Á níræðisaldri og gefur út sína fyrstu ljóðabók Morgunblaðið/Kristinn Hagyrðingurinn Ólafur, á níræðisaldri, segir „fæst orð hafa minnsta ábyrgð“ og unir sér vel í Kópavoginum. Hjartað Í ljóðabókinni er þessi táknræna skýringarmynd. „Það eitt að klára svona erfiða þraut á stórmóti er afrek,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, þjálfari tugþraut- armannsins Einars Daða Lárussonar, eftir að hinn síðarnefndi hafnaði í 13. sæti í tugþrautarkeppni Evr- ópumeistaramótsins í frjálsíþróttum í Helsinki í gær. Þetta var fyrsta stór- mót Einars Daða í fullorðinsflokki og náði hann sínum næstbesta árangri á ferlinum. »3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.