Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 41

Morgunblaðið - 29.06.2012, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 NÝTT Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D EGILSHÖLL 12 12 10 10 16 16 16 VIP VIP 12 12 12 12 12 L L L L L L ÁLFABAKKA 12 L L AKUREYRI 16 16 16 12 12 12 12 L L L L L KRINGLUNNI 16 16 16 KEFLAVÍK 12 16 SELFOSS LOL KL. 8 - 10 SAFE KL. 8 - 10 CHERNOBYLDIARIES KL. 6 - 8 - 10:10 2D CHERNOBYLDIARIESVIP KL. 10:40 2D ROCKOFAGES KL. 5:30 - 8 - 10:402D ROCKOFAGES LUXUSVIP KL. 5:20 - 8 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR3M/ENSKU.TALIKL. 3:40 - 10:10 2D SNOWWHITE KL. 8 - 10:40 2D LOL KL. 3:40 - 5:50 - 8 2D THEDICTATOR KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 10:10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3:40 2D ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 - 10:10 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 10:40 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALIKL. 3:40 - 5:50 - 8 3D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALIKL. 3:40 - 5:50 2D THE LUCKYONE KL. 8 2D DARKSHADOWSKL. 10:10SÝNDÍSÍÐASTASINN 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:35 2D ROCKOFAGES KL. 5:25 - 8 - 10 2D PROMETHEUS KL. 8 - 10:35 3D PROMETHEUS KL. 5:25 2D SNOWWHITE KL. 10 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 5:30 3D MADAGASCAR3 ENSTAL KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:20 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 10:20 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D ROCKOFAGES KL. 8 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D LOL KL. 8 2D RAVEN KL. 10:20 2D CHERNOBYLDIARIES KL. 10:20 2D WHAT TOEXPECT... KL. 8 2D MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 5:50 3D LOL KL. 8 2D SAFE KL. 10 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D „Fílgúdd fjör alla leið“ Tom Cruise er stórkostlegur sem rokkarinn Stacy Jaxx. - Tommi kvikmyndir.is Frá leikstjóra hairspray Ástir, Kynlíf og Rokk og Ról Frá ORIN PELI, höfundi Paranormal Activity Spennuhrollur sem fær hárin til að rísa ! Þau héldu að enginn hafi orðið eftir í Chernobyl … en svo var ekki - „Spooky as hell“ – S.B. - Dread Central Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Evrópski draumurinn nefnist þátta- röð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Í þáttunum ferðast sprelligos- arnir Auðunn Blöndal (Auddi), Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) og Pétur Jóhann Sigfús- son um Evrópu í tveimur liðum og keppa sín á milli, leysa ýmsar þraut- ir og safna stigum og stendur annað liðið að lokum uppi sem sigurvegari. Annað liðið, Steinunni, skipa Auddi og Steindi og hitt, Gamla gamla, þeir Sveppi og Pétur. Félagarnir komu víða við á þeim tveimur vikum sem tökur fóru fram, í 11 löndum og 13 borgum. Liðin tvö hófu leik á hvort á sínum staðnum, Steinunn í Frankfurt og Gamli gamli í Alicante og Benidorm á Spáni. Lokaþrautin var svo lögð fyrir bæði lið í Amsterdam. Sveppi segir hugmyndina að baki Hringnum, Ameríska og Evrópska draumnum mega rekja til banda- rísku sjónvarpsþáttanna Amazing Race en í þeim etja nokkur lið kappi um að komast á ákveðinn áfanga- stað og þurfa að fara um fjölda landa á leið sinni. „Þetta snýst nátt- úrlega bara um að skemmta fólki,“ segir Sveppi um þættina. Í Hringn- um hafi hann, Auddi, Villi naglbítur og Egill „Gillz“ Einarsson farið hringinn í kringum Ísland, leyst þrautir og safnað stigum í tveimur þáttum. „Það vakti lukku og þá var ákveðið í kjölfarið að búa til aðeins stærra konsept og fara með þetta til Ameríku, sem við og gerðum, það var mjög skemmtilegt og þess vegna erum við í Evrópu.“ Sveppi og Pétur hittu ekki Audda og Steinda fyrr en í Amsterdam og fóru þeir hratt yfir á stuttum tíma. Sveppi segir fjórmenningana hafa lagt ýmsar þrautahugmyndir í pott áður en lagt var af stað en framleið- endur þáttanna hafi tekið loka- ákvörðun um hvaða þrautir skyldu leystar. Sumar hafi þó farið úrskeið- is og þurft að finna aðrar í staðinn. Gúmmíbátur gaf sig í Feneyjum Meðal þeirra áskorana eða þrauta sem félagarnir þurftu að leysa voru rottuveiðar í Prag, myndataka með Ásdísi Rán í Búlgaríu, að kyssa kvenkyns lögregluþjón og vera sam- an naktir í símaklefa. Sveppi segir áskoranirnar eiga það sameiginlegt að vera óþægilegar. Blaðamaður biður hann að nefna eina áskorun sem hafi farið úrskeiðis. „Það var ein áskorun sem við lent- um í veseni með í Feneyjum. Þar átt- um við að vera eitthvað að vesenast á gúmmíbáti í einhverju síkinu, það er náttúrlega allt stappað þarna af bátum og gondólum og við náttúr- lega ekki með neitt leyfi eða neitt. Við Pétur Jóhann vorum búnir að blása upp gúmmíbát í tvo klukku- tíma og um leið og við settum hann út í vatnið, á góðum stað þar sem við ætluðum að sigla yfir, þá rakst hann í hraunvegg og sprakk.“ -Komust þið einhvern tíma í vand- ræði eða hættu? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Óþægindastatusinn var aðeins hærri en hættustatusinn, það var meira þannig. Nema kannski hjá Audda og Steinda, þeir þurftu að fara í fallhlíf- arstökk og öllu verri hluti, að okkur fannst. Þeir eru líka svo ungir og vit- lausir, hafa gaman af svona vitleysu. Við erum orðnir svo gamlir, við Pét- ur.“ -En þó ekki of gamlir til að fíflast? „Nei, það er nú málið og við fund- um það, við Pétur, um leið og við vorum komnir allsberir inn í einn símaklefann í Barcelona. Það var bara yndislegt. Þá föttuðum við að þetta er ennþá gaman.“ -Var enginn handtekinn? „Nei, það var enginn handtekinn, löggan lét okkur alveg vera en hún var eitthvað aðeins að vesenast í Audda og Steinda þegar þeir voru að fækka fötum. Ég hef nú ekki séð það, heyrði bara af því. Annars var þetta bara ósköp dannað og vonandi verður þetta bara góð fjölskyldu- skemmtun.“ Óþægindin meiri en áhættan  Fyrsti þáttur Evrópska draumsins verður sýndur á Stöð 2 í kvöld  Sveppi, Auddi, Steindi Jr. og Pétur leysa óvenjulegar þrautir í kapphlaupi við tímann Draumur Kynningarmynd fyrir þáttaröðina Evrópska drauminn, fjórmenningarnir Auddi, Pétur, Sveppi og Steindi æði skrautlegir að vanda. Þættirnir eru sex í heildina og sá fyrsti verður sýndur í kvöld á Stöð 2. Kex Hostel og bandaríska útvarps- stöðin KEXP í Seattle munu halda útitónleika, KEXPort, við Kex Hos- tel laugardaginn 14. júlí nk. og hefj- ast þeir kl. 12 á hádegi og lýkur á miðnætti. Frítt verður á tónleikana og 12 hljómsveitir koma fram, ein á klukkutíma fresti og þá m.a. Ghostigital, Hjálmar, Sudden Weather Change og Tilbury. Tón- leikarnir eru haldnir til styrktar KEXP sem reiðir sig á framlög hlustenda. Framlög tónleikagesta verða því vel þegin. Í tilkynningu vegna tónleikanna kemur fram að KEXP hafi stutt útrás íslenskra hljómsveita og m.a. verið með bein- ar útsendingar frá Kex Hosteli á síðustu Iceland Airwaves hátíð, í samstarfi við Iceland Naturally. Morgunblaðið/Kristinn Reggí Hljómsveitin Hjálmar kemur fram á útitónleikunum KEXPort. 12 tíma KEXPort útitónleikar Í kvöld verður hitað upp á Bar 11, Hverfisgötu 11 í Reykjavík, fyrir tónlistar- hátíðina Eistna- flug 2012 með tónleikum Saktmóðigs, Otto Katz Orchestra og Elínar Hel- enu. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og er aðgangur ókeypis. Hitað upp fyrir Eistnaflug á Bar 11 Karl Ó. Pétursson í Saktmóðigi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.