Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sigurður Kári Kristjánsson, lögmað- ur og fyrrum alþingismaður, lagði fimm sinnum fram frumvörp til breytinga á kosningalögum, á þá leið að þeir sem ekki gætu kosið vegna fötlunar, fengju að hafa aðstoðar- manneskju að eigin vali með sér í kjörklefann. Frumvörpin mættu ekki andstöðu á þingi en dagaði samt einhvern veginn uppi, segir Sigurður Kári. Frumvörpin voru lögð fram árin 2005, 2006 og 2010 en annars vegar var um að ræða frumvarp til breyt- inga á lögum um kosningar til sveit- arstjórna og hins vegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis. „Ástæðan fyrir því að ég lagði þetta upphaflega fram var sú að ég hafði fengið ábendingar frá fólki sem er í þessari stöðu, samdi frumvarpið og lagði það fram. En það dagaði allt- af uppi. Og það virtist bara ekki vera vilji innan þingsins til að ljúka því, því miður,“ segir Sigurður Kári. Sú staða sem nú sé uppi sé síður en svo ný af nálinni. Hann segist ekki skilja hvers vegna hafi reynst svo erfitt að gera þessa einföldu lagabreytingu. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu síðustu daga, ríkir mikil óánægja með það fyrirkomulag að kjörstjórnarfulltrúi fylgi þeim sem eru blindir eða líkamlega fatlaðir þannig að þeir geta ekki kosið, inn í kjörklefann þeim til aðstoðar. Hefur Blindrafélagið m.a. farið fram á að þessu fyrirkomulagi verði breytt en það er ósammála því mati innanrík- isráðuneytisins að það standist ekki kosningalög að annar aðili en fulltrúi kjörstjórnar sé til aðstoðar í kjör- klefanum. Freyja Haraldsdóttir stjórnlaga- ráðsfulltrúi sagði í samtali við mbl.is í gær að hún myndi ekki kjósa í for- setakosningunum yrði henni meinað að fara inn í kjörklefann með aðstoð- arkonu sína og hún hvetur annað fatlað fólk, sem ekki vill nota aðstoð- ina frá kjörstjórn, til að mótmæla með sama hætti. „Fyrir okkur er ekki leynilegt það að þurfa að upplýsa einhvern sem við þekkjum ekki neitt í kjörstjórn um það hvað við kjósum; þessi aðili getur unnið bókasafninu í sveitarfélaginu þínu, hann getur verið nágranni þinn, hann getur verið gamli kenn- arinn þinn,“ sagði hún. Freyja sagði að í mannréttinda- samningum kæmi skýrt fram að allir ættu rétt á því að kjósa með leynd og að þeir ættu að vera rétthærri öðrum lagaákvæðum. „Fyrir mér er það al- gjörlega augljóst að þegar laga- ákvæði í almennum lögum gengur gegn mannréttindaákvæðum þá þarf það lagaákvæði að víkja,“ sagði Freyja. Frumvörp lögð fram en lítið rædd  Innanríkisráðherra biðst afsökunar 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það eru þrjú aðalatriði sem liggja þarna á bak við. Í fyrsta lagi eru það öryggisatriði, það hafa orðið slys og þar á meðal dauðaslys í Silfru. Í öðru lagi umhverfi Silfru, gjáin sjálf, tærleiki vatnsins og ekki síst nánasta umhverfi til dæmis mosinn, allur gróður og öll ásýnd. Síðan í þriðja lagi er það þjónustan þarna, bæði eftirlit með aðgangsstýringu, þjónustan við kafarana og þessi ferðaþjónustu- fyrirtæki, það er allt frá því að koma upp bílastæðum, salernum og skjóli fyrir búninga og svo fram- vegis,“ segir Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðsvörður, aðspurður út í þær ástæður sem liggja að baki áætlaðri gjaldtöku fyrir köfun ofan í Silfru á Þingvöllum. Tekur gildi 1. júlí Að sögn Ólafs tekur gjaldtöku- heimildin gildi þann 1. júlí næst- komandi, en upphaflega hafi þó átt að setja gjaldið á hinn 1. maí síð- astliðinn. „Síðan ákváðu menn núna í Þingvallanefnd að það væri ekki lengur hægt að fresta þessu en best að koma á eins lágu gjaldi og mögulegt væri 1. júlí,“ segir Ólafur og bætir við: „Ferðaþjónustufyrirtækin, sem þarna eru með mikla starfsemi og útgerð, hafa verið óánægð með þetta og talið að þetta sé að koma þvert ofan í þeirra verðlagningu, þau væru búin að gefa út sín verð og að þetta kæmi svona í bakið á þeim alltof snöggt. Það má svo sem jagast um það hver sagði hvað og hvort það kom út einhver opinber yfirlýsing, en það mátti náttúrlega öllum ljóst vera að það stefndi í gjaldtöku og 750 kr. eru nú ekki stór upphæð í þeirri veltu sem þarna er.“ Ólafur bætir við að Þingvalla- nefnd hafi átt tvo fundi með bæði sportköfurum og ferðaþjónustu- aðilum sem hafa þarna útgerð, en hann segir að það sé samdóma álit allra að það sé óhjákvæmilegt að þarna komi eitthvert þjónustu- gjald. Þá segir Ólafur að hin opinbera heimild fyrir gjaldtökunni hefjist 1. júlí n.k. en að innheimtunni sjálfri verði frestað um einhvern tíma. Ólafur segir alveg ljóst að lagaheimild sé fyrir gjald- heimtunni. „Það er búið að fara mjög vandlega yfir þetta af lögfræðingum, bæði á okk- ar vegum og lögfræð- ingum hjá forsætisráðu- neytinu,“ segir Ólafur. Köfun í Silfru mun brátt kosta 750 kr.  Þjóðgarðsvörður segir gjaldtökuna hafa stoð í lögum Morgunblaðið/Ómar Gjaldtaka Brátt hefst gjaldtaka fyrir köfun í gjánni Silfru á Þingvöllum, en framvegis munu kafarar þurfa að greiða 750 krónur fyrir aðgang að gjánni. Að sögn þjóðgarðsvarðar er lagaheimild til staðar fyrir gjaldtökunni. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þegar kemur að lyfjaávísunum og niðurgreiðslu lyfja, er reglan sú að læknum ber að ávísa á ódýrustu lyfin en engin ástæða er til að ætla að sam- heitalyf séu síðri en frumlyf og þar af leiðandi engin ástæða til að vísa frek- ar á frumlyf við upphaf meðferðar. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir umfjöllunina um floga- veikislyf villandi en málið snúist ekki um að skipt sé á milli frumlyfs og samheitalyfs, heldur að skipt sé um lyf yfirhöfuð. „Þetta er afar misjafnt eftir lyfja- flokkum en þegar um ákveðin lyf er að ræða, veigra menn sér við því að skipta á lyfjum og það á kannski ekki síst við þegar kemur að flogaveikis- lyfjunum,“ segir Steingrímur. Hann segir að vissulega geti það gerst að verðbreytingar verði á sam- heitalyfjum en í þeim tilfellum þegar aukaverkanir komi fram, geti sjúklingar fengið lyfjaskírteini og haldið áfram að taka það lyf sem reyndist þeim betur. Mímir Arnórsson, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun, segir það rangt sem komið hafi fram í umfjöllun um málið, að samheitalyf við flogaveiki séu bönnuð á hinum Norðurlöndunum. „Samheitalyf við flogaveiki eru til á öllum Norðurlöndunum og miklu fleiri t.d. í Danmörku og Svíþjóð held- ur en hér. Aftur á móti gilda mismun- andi reglur um hvort hægt sé að skipta á milli lyfja,“ segir Mímir. Hann segir reglurnar svipaðar á Íslandi, í Danmörku og Noregi, en í Svíþjóð og Finnlandi séu settir ein- hverjir fyrirvarar við að einu lyfi sé skipt út fyrir annað. Hann tekur und- ir með Steingrími og segir málið ekki snúast um samheitalyfin sem slík, heldur um breytingar á lyfjagjöfinni. „Samheitalyfin eru alveg jafn gild og frumlyfin. Þessar tilkynningar um aukaverkanir eða vanvirkni lyfjanna tengjast allar því þegar verið er að breyta úr einu lyfi í annað,“ segir Mímir, en ekki því hvort skipt sé yfir í samheitalyf. Ekki ástæða til að vísa á frumlyf við upphaf meðferðar  Samheitalyfin ekki bönnuð á Norðurlöndum  Eru ekki síðri en frumlyfin Morgunblaðið/Sverrir Heilsa Það er mikilvægt að floga- veikisjúklingar fái lyf við hæfi. Flogaveikislyf » Forsvarsmenn félags floga- veikra segja marga ósátta við að fá ávísað samheitalyfjum. » Þeir eru óánægðir með hversu títt sé skipt um lyf en lyfjafræðingur segir ekki gott fyrir flogaveika að skipta oft milli lyfjategunda. „Ég býst nú við að þetta stæðist enda væri þá hægt að sýna fram á að þetta væru eðlileg útgjöld fyrir þessa þjónustu,“ segir Sig- urður Líndal, prófessor em- eritus, aðspurður hvort hann telji þá lagaheimild sem Þing- vallanefnd er veitt fyrir gjald- töku með 7. gr. laga um þjóð- garðinn á Þingvöllum vera of opna. Hann bætir við að eðlileg- ast hefði verið að setja hámark á gjaldheimtuna í lagaákvæðinu sjálfu. Að sögn Sigurðar verður þó að gæta meðalhófs við ákvörð- un gjaldtökunnar og bendir hann á að ef að til ágreinings kæmi um gjaldið þá gæti Þingvallanefnd þurft að sýna fram á að þetta væri eðlilegur kostnaður miðað við þau viðmið sem finna má í lagaákvæðinu. Gæta þarf meðalhófs BÝST VIÐ ÞVÍ AÐ GJALD- TAKAN STANDIST LÖG Sigurður Líndal Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem hann biður fatl- aða afsökunar á því að kosningalögum hafi ekki þegar verið breytt. Ráðherrann segir andvaraleysi sitt skýrast af því að hann hafi haldið að það fyrirkomulag sem viðhaft var við stjórnlagaþings- kosningar, að þeim sem þess þyrftu væri heimilt að hafa að- stoðarmann að eigin vali með sér í kjörklefann, gæti haldist áfram. Annað hafi komið á daginn en hann muni í þingbyrjun í haust leggja fram frumvarp þessu til breytingar. Nýtt frumvarp í haust ANDVARALEYSI „Reynslan undanfarin ár sýnir að umferð dreifist meira yfir sumarið en áður. Tilfinning okkar sem vinnum að umferðarmálum er sú að næsta helgi sé jafnvel stærri en verslunarmannahelgin sé tekið mið af umferðarþunga,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu. Framundan eru forsetakosningar og um hálfellefu í gærkvöldi höfðu verið greidd 27.711 utankjörfundar- atkvæði á landinu öllu og þar af 15.527 atkvæði í Reykjavík. „Þessi mikli fjöldi utankjörfundar- atkvæða bendir til þess að menn ætli að leggja land undir hjól um helgina,“ segir Einar. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Jafnast á við verslunar- mannahelgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.