Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 24

Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Hljóðkerfi og hljóðbúnaður í miklu úrvali. Hljóðkerfistilboð á www.hljodfaerahusid.is Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um fjármál forseta- framboðanna. Svona kosningabarátta er óhjákvæmilega kostn- aðarsöm eigi hún að bera tilætlaðan árang- ur. Spurningin er bara hver ber kostnaðinn. Árið 1996 varði Ólafur Ragnar Gríms- son langhæstri fjárhæð til síns fram- boðs eða um 90 milljónum króna að núvirði. Þá giltu engar reglur um há- marksframlög einstaklinga og fyr- irtækja, en nú hafa þeim verið sett ströng mörk sem allir verða að fara eftir. Sú fjárfesting skilaði sér vel og í dag keppir hann um embættið úr forsetastóli. Hann gegnir embætt- isstörfum eftir því sem honum hent- ar, sækir Listahátíð, biskupsvígslu, sjómannamessu og heldur fjölmenna ráðstefnu með erlendum sérfræð- ingum dagana fyrir kosningu. Allt viðburðir sem kalla á kastljós og um- fjöllun fjölmiðla – og hann á fullum launum. Á meðan heyr Þóra sína kosningabaráttu í mæðraorlofi og maður hennar tók sér leyfi frá störfum. Þegar þetta er skrifað hafa meira en 600 manns lagt fram- boði hennar lið fjár- hagslega, og nemur heildarfjárhæðin þó minna en einum sjö- unda af því sem Ólafur Ragnar varði á sínum tíma. Vekur þetta ekki þá spurningu hvort forseti eigi að fela handhöfum forsetavalds að annast skyldur embættisins á meðan hann er í kosningaslag? Ólíku saman að jafna Eftir Guðrúnu Pétursdóttur Guðrún Pétursdóttir » Vekur þetta ekki þá spurningu hvort for- seti eigi að fela hand- höfum forsetavalds að annast skyldur embætt- isins á meðan hann er í kosningaslag? Höfundur er háskólakennari. Sé það haft fyrir satt, að núverandi borgarstjóri Reykja- víkur hafi ekki þurft að hafa sterkari svör við spurningu um hvað hann ætlaði að fram- kvæma kæmist hann að en að segja „bara allskonar“ – og vinna borgina – þá er ástæða til að álíka svar megi gefa við flestum þeim spurningum sem brenna á Íslendingum í lands- málum og öðrum málum sem eru ofarlega i umræðunni á síðustu dögum og vikum. Gjaldmiðill – til hvers? Það er margra mál, að ekki þurfi þjóð að hafa sérstakan gjaldmiðil, hvað þá eigin þjóðargjaldmiðil. Sannast það nú á evrunni, sem orð- in er gjaldmiðill 27 Evrópuþjóða. Furðulegt samt, að heill stjórn- málaflokkur (þótt smækkandi sé) haldi fast í að taka upp sammiðilinn evru hér til að efla íslenskt hag- kerfi – sem um leið þýddi að full- veldi þjóðarinnar yrði afsalað að fullu til hins óburðuga ríkja- sambands í Evrópu. Enn furðulegra þó, hvernig hinn íslenski stjórnmálamaður setur fram skoðun sína um framtíð- argjaldmiðil hér á landi; krónan áfram, evran eða einhliða upptaka einhvers þess erlenda gjaldmiðils sem „býðst“. Furðulegastur er þó sá tvískinn- ungur sem stjórnmálamenn, jafnt og ráðgjafar þeirra hafa uppi með orðalaginu „einhvern annan gjald- miðil“, vitandi að ekki er um annan erlendan gjaldmiðil að ræða fyrir Ísland en Bandaríkjadollar. Upplýst hefur verið að viðskipta- ráðherra okkar hefur látið kanna hvernig Íslandi myndi reiða af með því að tengja krónuna kanadískum dollar. Eflaust tengist sú könnun þeirri (staðföstu?) afstöðu íslenskra stjórnvalda að fyrr skuli allir heimsins gjaldmiðlar koma til álita áður en haft verði samband við hinn bandaríska kapítalíska risa sem hinn vestræni heimur notar þó sem hækju til að staul- ast við í fjár- málakreppu hins vest- ræna heimshluta. Hvað sem verða kann ofan á í gjaldmið- ilsmálum Íslendinga er framtíðin ekki björt fyrr en að ákvörðun tekinni um að halda ís- lensku krónunni með sérstakri styrkingu, m.a. með myntbreyt- ingu, fastgengisstefnu og sérstakri lagasetn- ingu um kaupgjalds- og verðstöðvun á meðan almenn- ingur aðlagast breytingunni – eða upptöku Bandaríkjadollars sem brátt mun í æ ríkari mæli verða okkar viðskiptagjaldmiðill af aug- ljósum ástæðum. Orka – bara til að storka? Hvað er vistvænni orka en sú sem íslensk vatnsföll geta fram- leitt? Hvílík ruglsjónarmið eru uppi um að hefta eigi framleiðslu á vatnsafli um ókomin ár – til góðs fyrir „börnin“ okkar og „barna- börn“! Eftirspurnin er sívaxandi eftir þeirri orku sem Ísland getur framleitt núna og í náinni framtíð. Vatnsfallsorkan kann hins vegar að verða minna virði eftir því sem tímar líða með frekari þróun ann- arra orkugjafa. sólarorka er einn þeirra og enn aðrir nú óþekktir. Lítill vafi leikur á því að það muni – að nokkrum áratugum liðn- um – vera talin skammsýni og mis- tök mikil af núverandi kynslóð sem deilir um „rammaáætlun“ að hafa ekki virkjað fleiri vatnsföll en raun- in er. Raunar flest virkjanleg vatnsföll. Það er eins og sumir Íslendingar sem þykjast „öðrum þröstum meiri“ – eins og segir í alkunnu dægurlagi fyrri ára – vilji með beinum hætti stöðva framþróun hér og sem öflugust getur orðið fyrir tilstilli vatnsfallanna, hér eftir sem hingað til. Vilja geta klifað á því að hér sé næg orka, en í raun bara til að storka. – Hverjum? Hvað er að honum Assad? Og til þess að efna fyrirheit fyrir- sagnar þessa pistils um „eilítið af allskonar“ er rétt að víkja að líf- seigri erlendri frétt sem klifað er á dag eftir dag án þess að viðhlítandi skýring fáist á hörmungunum sem dynja á sumum íbúum Sýrlands síð- ustu vikum eða mánuði. Nota orðið „sumir“, því svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar í Sýrlandi styðji forsetann dyggilega. – Er tengingin við Palestínu/Ísrael annars vegar og við Íran hins vegar orsökin fyrir hikandi og óburðugum ákvörðunum SÞ og fulltrúum þeirra? Um afar vanbúnar fréttir er að ræða, einkum íslensku ljós- vakamiðlanna sem virðast ekki hafa burði til að skilgreina fyrir íslensk- um hlustendum og áhorfendum) hvað þarna er á seyði í raun. Al- Assad Sýrlandsforseti, vel mennt- aður og frambærilegur sem hann er í sínum vestrænu jakkafötum, held- ur enn velli þrátt fyrir áskoranir al- þjóðastofnana og meðbræðra sinna í arababandalaginu um að lina tökin og „semja“ (við hverja?) eða leggja niður völd ella. Þarna hljóta að liggja aðrar ástæður að baki en hrein valdasýki, líkt og mátti rekja þrásetu Gaddafi Lýbíueinvalds á sínum tíma. – Veit ekki betur en Íslendingar hafi sótt Sýrland heim sem ferðamenn og m.a. undir ferðastjórn fyrrum blaðamanns Morgunblaðsins. Er ekki hugmynd að fá þá ágætu og fróðu blaðakonu til að segja frá reynslu sinni af heimsóknum eða dvöl sinni í þessu stríðshrjáða landi? – Það er ekkert sem mælir á móti því að íslenskir fréttafíklar fái meira en nasasjón af þessu þrátefli sem aðeins sést hér í endurbirtingu erlendra fréttastofa. – Hin algenga íslenska upphrópun Hvað er að honum? – er fullkomlega eðlileg, þótt við þekkjum manninn Assad lítið meira en ekkert! Eilítið af „allskonar“ Eftir Geir R. Andersen »Upplýst hefur verið að viðskiptaráðherra okkar hefur látið kanna hvernig Íslandi myndi reiða af með því að tengja krónuna kan- adískum dollar. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Reykjadalur og Klambragil er einstök náttúruperla í næsta nágrenni við höf- uðborgina og aðgengi er þar mjög auðvelt fyr- ir gangandi og ríðandi, enda er þetta nú afar vinsælt svæði fyrir ferðafólk. Hægt er að nálgast svæðið úr suðri frá Rjúpnabrekkum of- an við Hveragerði og frá línuvegi, sem liggur inn á Ölkelduháls. Fjölmarga kröftuga og fjölbreytilega hveri og hverasvæði er að finna á þessu svæði. Lífríki hvera er þar því að sama skapi mjög margbreytilegt og hefur um ára- bil verið rannsóknarefni bæði inn- lendra og erlendra vísindamanna. Undirritaður hóf rannsóknir í hvera- líffræði á þessu svæði 1982 og á þeim tíma var ekki hægt að aka inn á Öl- kelduhálsinn og því meira ferðalag að komast þarna, enda komu þarna fáir. Ýmsir þekktu þó til svæðisins en það var alls óþekkt meðal erlendra ferða- manna, enda engar upplýsingar um það í ferðabæklingum þess tíma. Nú er hins vegar öldin önnur og er svæðinu nú gerð rækileg skil í fjölda ferðabóka, bæklinga og á netinu þann- ig að stór hluti erlendra ferðamanna sem hingað koma veit um það og fer þarna inn eftir til að skoða stór- merkileg náttúrufyrirbæri og sumir baða sig í heita læknum í Reykjadaln- um. Er nú svo komið að um 1.000 manns fara þarna um gangandi á hverjum degi yfir sumarið, auk þeirra sem fara ríðandi á vegum hestaleigu- fyrirtækja. Ágangur á svæðið er því orðinn mjög mikill, og nokkrar skemmdir orðnar, mest þó af völdum hesta. Í heild hefur þó tekist furðu vel að varðveita svæðið þó helst virðist vera eins og þetta sé einskismanns- land með engu skipulagi og að allir geti farið þar sínu fram eins og þeim sýnist. Fyrir nokkrum árum skrifaði fulltrúi hestaleigufyrirtækis gegn virkjunum á Ölkelduhálsi, m.a. vegna þess að vernda þyrfti Reykjadal fyrir útivist og ferðamennsku. Þau skrif virðist þó einkum hafa verið í eig- inhagsmunaskyni, því nú standa þessi fyrirtæki fyrir fyrstu alvarlegu og óbætanlegu skemmdunum í Klambra- gilinu, innst í Reykjadal. Þar er nú verið að leggja breiðan veg ofan í gilið og verið að grafa og steypa einhver mannvirki með öflugum tækjum. Þessar fram- kvæmdir eru staðsettar innan við 50 metra frá sjóðandi hverum og sér- stökum jarðmyndunum í dalbotninum. Hvar eru nú Ómar Ragnarsson og umhverf- isráðherra? Er þetta of nálægt okkur til þess að þetta sé nógu merkilegt til að passa almennilega upp á þetta svæði? Er þetta virkilega „einskismannsland“ sem enginn ber ábyrgð á? Hvernig í ósköpunum getur það gerst að einhver hagsmunaaðili, eins og hestaleigufyr- irtæki fái frjálsar hendur við fram- kvæmdir á svona svæði? Ég hélt sann- arlega að við værum komin lengra í skipulegum og faglegum vinnubrögð- um varðandi náttúruvernd en þetta. Ég hef fullan skilning á því að fyr- irtæki þurfi ákveðna aðstöðu vegna starfsemi sinnar og ljóst er að þarna er um talsverða hagsmuni fyrir ferða- þjónustuna að ræða, sem þarf ein- hvern veginn að koma til móts við, en það á sannarlega ekki að gerast svona. Ég hef heimsótt Yellowstone- þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, þar sem 2-3 milljónir gesta koma á hverju ári og það má vel líkja Reykjadalnum við lítinn Yellowstone Park. Þegar yfir þúsund manns er farið að koma dag- lega inn á lítið svæði eins og Reykja- dalurinn er þá er ljóst að fljótlega þarf að huga að skipulagi og ýmissi að- stöðu, t.a.m. salernum. Það er þó alveg fráleitt að byggja slíka aðstöðu ofan í náttúruperlunni miðri heldur á þetta að vera í jaðri svæðisins eða utan þess ef mögulegt er. Ég skora því á hlut- aðeigandi aðila og yfirvöld að stöðva strax þessa óhæfu og setja í gang al- mennilega skipulagsvinnu, sem leiði til þess að við getum öll áfram notið þessa fallega svæðis en það verði ekki skemmt í dæmigerðu íslensku hugs- unarleysi. Smáskemmdaferill náttúruperlu Eftir Jakob K. Kristjánsson Jakob K. Kristjánsson »Um 1.000 manns fara þarna um gangandi á hverjum degi yfir sumarið... Höfundur er fyrrverandi prófessor við HÍ og hefur birt um 130 vís- indagreinar um lífríki hvera, m.a. í Reykjadal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.