Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.06.2012, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Sumar Veðrið hefur heldur betur leikið við höfuðborgarbúa að undanförnu. Fyrir bragðið hefur verið bjart yfir borginni og Skólavörðustígurinn hefur iðað af lífi. Kristinn Við Íslendingar erum sammála um margt. Eitt af því sem við erum sammála um er réttur fólks til að kjósa í leynilegum kosningum. Ég taldi að sá réttur væri virtur en hin mikla baráttukona Freyja Har- aldsdóttir hefur bent á það í viðtali við Morg- unblaðið að þar er pottur er brotinn. Tilefni viðtalsins var að innanríkisráðuneytið hafn- aði tillögu Blindrafélags- ins um framkvæmd kosn- inga fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda á kjör- stað. Rök ráðuneytisins eru þau að ekki sé laga- heimild fyrir þeirri fram- kvæmd sem Blindra- félagið lagði til. Ég geri ráð fyrir að framkvæmdin eins og hún er í dag sé til að koma í veg fyrir að einhver ná- kominn þeim sem þarf á aðstoð að halda geti haft áhrif á viðkomandi í kjör- klefanum. Það er nauðsyn- legt, en Freyja segir í við- talinu: „Fulltrúi kjörstjórnar í mínu tilfelli er stundum konan á bókasafninu eða gamli kennarinn minn. Réttur minn til einkalífs hlýtur þar með að vera brotinn.“ Hún segir að umræðan um þetta mál þurfi að vera vönduð en um leið há- vær. „Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðis og hlýtur því að teljast óeðlilegt í lýðræðisríki að fólk sem ekki getur kosið án aðstoðar geti ekki valið hver veitir þá aðstoð.“ Ég er sammála Freyju og þrátt fyrir að lögum verði ekki breytt fyrir forsetakosningarnar þá eiga þeir sem bera ábyrgð á framkvæmdinni að lág- marka líkurnar á því að einhver sem þekkir við- komandi aðstoði hann í kjörklefanum. Það er eðli máls samkvæmt ómögulegt í sumum tilfellum en ekki öllum. Síðan er okkar þingmanna að taka málið upp á næsta þingi. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Rök ráðu- neytisins eru þau að ekki sé lagaheimild fyrir þeirri framkvæmd sem Blindra- félagið lagði til. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Óréttlæti Vandi evrunnar er ekki bara vandi evruríkjanna einna. Evrusvæðið gegnir lykilhlutverki í heimsbú- skapnum og fyrir efnahag okkar Íslendinga er það mik- ið hagsmunamál að farsæl lausn finnist á þeim vanda sem hin sameiginlega mynt stendur frammi fyrir. Í hnot- skurn er vandinn sá að evran mun ekki duga sem sameig- inleg mynt, nema ríkin sem að henni standa sameinist í miklu ríkari mæli en nú er. Sameiginleg stjórn peninga- mála án einhvers konar sameiginlegrar stjórnar ríkisfjármála mun ekki ganga, at- burðir undanfarinna missera sýna það ljós- lega. Forystumenn evruríkjanna gera sér glögga grein fyrir þessu. Nýverið sagði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, að Evrópusambandið verði að geta tekið af skarið þegar einstök aðild- arríki hindri erfiðar ákvarðanir. Allir vita hvað þetta þýðir. Lausn evruvandans ólýðræðisleg Vandinn er sá að almenningur í Evrópu mun trauðla veita stjórnmálamönnum sín- um heimild til að framselja til Brussel for- ræði þjóðanna á eigin fjármálum. Þvert á móti má víða greina vaxandi þjóðernis- hyggju í stjórnmálum álfunnar. Stjórn- málamenn sem leggja upp í kosningar með þá stefnu að auka vald framkvæmdastjórn- arinnar á kostnað sinna eigin þjóða, um- fram það sem nú þegar hefur verið gert, munu í vaxandi mæli eiga erfiða baráttu fyrir höndum. Ekki er ólíklegt að ESB muni því reyna að finna lausn á vanda evr- unnar með því að fara fram hjá kjósendum, en slíkar æfingar munu reynast erfiðar og þjóðríkin munu spyrna fastar við fótum. Vandi evrunnar er ekki sá að lausnin sé ekki fyrir hendi, hún er nokkuð augljós. Vandinn er sá að það virðist hvorki vera vilji né geta til þess að hrinda þeirri lausn í framkvæmd. Breyttar forsendur frá 2009 Meðan á öllu þessu stendur heldur Ís- land fast við þá stefnu sína að sækja um aðild að evrunni. Ég var þeirrar skoðunar síðla hausts 2008 að við gætum ekki útilokað þann möguleika að sækja um aðild að ESB ef okk- ur væri nauðugur einn kostur að skipta um mynt. Til þess að geta lagt mat á þann mögu- leika þyrfti aðildarsamningur að liggja fyrir þannig að þjóðin gæti kosið um málið. Jafn- framt var ég þeirrar skoðunar að víðtæk pólitísk sátt þyrfti að ríkja um slíka ákvörðun þannig að umsóknarferlið nyti stuðnings í ríkisstjórn, á Alþingi og hjá meirihluta þjóðarinnar. Ég greiddi atkvæði gegn umsókn á Alþingi m.a. á þeirri for- sendu að það væri óráð að sækja um án þess að slíkur meirihluta vilji væri til stað- ar og því bæri að leita beint til þjóðarinnar með málið. En atburðir undanfarinna miss- era hafa leitt fram að það var rangt mat hjá mér að umsókn gæti komið til greina að því gefnu að pólitískur stuðningur væri við málið. Annars vegar er töluverð hætta á því að vandi evrunnar verði ekki leystur og myntbandalagið brotni upp. Hitt er síð- an að verði vandi evrunnar leystur þá ger- ist það þannig að almenningur afsalar sér mikilvægu valdi til ESB og sú lausn er of dýru verði keypt fyrir okkur Íslendinga. Um hvað kýs Evrópa? Á það er ítrekað bent að Bandaríkin geti, þrátt fyrir ólíkar aðstæður einsakra fylkja, haft eina sameiginlega mynt. Í þeirri umræðu er nauðsynlegt að hafa í huga að Bandaríkin hafa sameiginlega yfir- stjórn ríkisfjármála og peningamála. Það sem meira er, Bandaríkjamenn geta kosið um þessa sameiginlegu yfirstjórn. Sjálfs- mynd Bandaríkjamanna birtist meðal ann- ars í því að þegar þeir eru spurðir hvaðan þeir koma, þá svara þeir að öllu jöfnu þannig að þeir komi frá Bandaríkjunum og síðan, ef á þá er gengið, nefna þeir ríkið sem þeir koma frá. Þessu er ólíkt farið með Evrópumenn. Þeir eru til dæmis fyrst Frakkar, Englendingar eða Ítalir og síðan Evrópubúar. Þessi staðreynd, ásamt mörg- um öðrum, skýrir hversu erfitt það er að kjósa um sameiginleg málefni Evrópu, ólíkt því sem gerist í Bandaríkjunum. Löng saga þjóða, þjóðríkja, ríkjabandalaga, styrjalda og ólíkra tungumála gerir það að verkum að það er allt að því merking- arlaust að tala um sam-evrópskt lýðræði sem geti verið grunnurinn að lýðræðislegu umboði þeirra sem eigi að fara með yf- irstjórn ríkisfjármála í álfunni. Umsókn til að treysta evrusamstarf? Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa nú lýst því yfir að vandi evrunnar sé svo mikill að íslenskum efnahagsmálum þjóðarinnar stafi ógn af. Samt sem áður kemur ekki til greina að hætta samningum um það hvern- ig við getum tekið upp þá hina sömu mynt sem er svo illa stödd að ógn stafar af henni. Utanríkisráðherra hefur reyndar sagt að umsókn Íslands sé einhvers konar traustsyfirlýsing fyrir evruna. Væri hægt að hafa mörg orð um þá yfirlýsingu, en rétt að rifja það upp að umsóknin ein og sér átti að vera traustvekjandi fyrir Ísland, en ekki vinargreiði við ESB. Metum stöðuna Skoðun mín er því sú að það sé skyn- samlegast fyrir okkur að gera hlé á aðild- arviðræðunum. Sjá hvort evrunni verði bjargað og þá hvernig. Viðræðum verði síð- an ekki framhaldið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafi evrunni verið bjargað mun breytt ESB blasa við. En er ekki augljóst að það væri óásættanlegt fyr- ir íslensku þjóðina að kjósa um mögulegan aðildarsaming að ESB, á þeim tíma sem sambandið kynni að vera í miðju breyt- ingaferli sem ekki sæi fyrir endann á, þeg- ar atkvæðagreiðsla færi fram hér á landi? Um hvað væri þá kosið? Eftir Illuga Gunnarsson » Skoðun mín er því sú að það sé skynsamlegast fyrir okkur að gera hlé á aðildarviðræðunum. Sjá hvort evrunni verði bjargað og þá hvernig. Illugi Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Breyttar forsendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.