Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 19
næsta vor FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Grillbrauð frá Reyni bakara Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Frábær viðbót á grillið Kalt með ostum, grískri ídýfu, ólífum, pylsum, hummus, tapernade Sem forréttur meðan beðið er eftir grillinu Hitað á grillinu með steikinni eða fiskinum Í nýútkomnu fréttabréfi Júpiters er m.a. fjallað um það hvaða áhrif Ice- save-samningar hefðu haft á þjóð- arbúið, ef þeir hefðu ekki verið felld- ir í tvígang í þjóðaratkvæða- greiðslum. Orðrétt segir í fréttabréfi Júpi- ters: „Uppreiknað miðað við 1. júlí 2012 væri beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna Icesave-samninganna nú orðinn tæplega 60 milljarðar króna. Þar er gert ráð fyrir út- greiðslum til kröfuhafa Landsbank- ans og þar með lækkun krafna for- gangskröfuhafa bankans. Samkvæmt Icesave-samningunum bar íslenska ríkinu að greiða Bretum og Hollendingum þessa vexti í er- lendum gjaldmiðlum.“ Rangur samanburður Og síðar segir: „Því er í raun rangt að bera þann kostnað saman við kostnað vegna Vaðlaheiðarganga, tónlistarhússins Hörpu, afskrifta- krafna Seðlabanka Íslands á fallnar fjármálastofnanir eða rekstur Land- spítalans. Talsverðu máli skiptir hvort kostnaður íslenska ríkisins fellur til í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum, sérstaklega í ljósi þess að gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er skuldsettur upp í rjáfur. Til að setja áðurnefnda 60 millj- arða í samhengi má rifja upp að ís- lenska ríkið sótti sér einn milljarð Bandaríkjadala (um 126 milljarðar króna samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans) í skuldabréfaútboði á dögunum. Þeir peningar voru nýttir til að greiða erlend lán fyrirfram og minnka gjaldeyrisvaraforðann. Óháð því hversu skynsamleg sú aðgerð var, sjá talnaglöggir að kostnaður vegna Icesave hefði num- ið um helmingi þeirrar upphæðar sem ríkissjóður sótti á markað á dög- unum.“ Í fréttabréfi Júpiters segir að það sé því villandi að bera reiknaðan kostnað við Icesave saman við inn- lendan kostnað af einhverju tagi eða bera Icesave-kostnaðinn saman við verga landsframleiðslu. Ríkissjóð sárvanti gjaldeyri til að standa skil á erlendum skuldum þjóðarbúsins. Kostnaður vegna Icesave væri um 60 milljarðar  Júpiter segir máli skipta í hvaða gjaldmiðli kostnaður er Morgunblaðið/G.Rúnar Júpiter Fyrirtækið segir það skipta máli í hvaða gjaldmiðli kostnaður fellur til og því hafi samanburður við innlendan kostnað verið rangur. Einar Hugi Bjarnason hæstarétt- arlögmaður telur að dómur Hæstaréttar í febrúar síðast- liðnum að samningsvextir skuli gilda í máli er snertir húsnæðis- kaup geti verið fordæmisgefandi fyrir fyrirtæki. Enda sé ekki ástæða til að gera upp á milli lögaðila og einstaklinga, þótt mögulega geti önnur sjónarmið ráðið för hjá allra stærstu fyr- irtækjum landsins. Aftur á móti hafi dómurinn ekki fordæm- isgildi fyrir þá sem ekki stóðu í skilum með greiðslu vaxta og af- borgana. Það sé svo stór spurning, hvernig standa skuli að end- urútreikningi erlendra lána. Eitt mál sé þegar í kerfinu, þar sem reyna muni á það að einhverju leyti, að sögn Einars Huga. Hann benti á að annað mál færi af stað strax eftir réttarhlé þar sem látið yrði reyna á allar end- urútreikningsaðferðir. Í rökstuðningi Hæstaréttar í málinu sem Einar Hugi vísaði til kom fram að báðir aðilar hefðu verið í góðri trú um lögmæti lánsins. Það hefði verið til langs tíma eða 30 ára. En þar hefði komið fram að það hefði verið aðstöðu munur milli samnings- aðila, þ.e. fjármálafyrirtækisins og lántaka. Ýmis álitaefni komu upp í kjöl- far dóms að sögn Einar Huga. Spurningar eins og: Er fordæm- isgildi dómsins bundið við ein- staklinga? Hvað með fyrirtækin? Á dómurinn við um allar teg- undir lánasamninga eða ein- göngu veðskuldabréf eins og það sem um var deilt í málinu? Á dómurinn eingöngu við um langtímalán þar sem ofgreiðsla hefur verið veruleg? Hvenær taka seðlabankavextir við af samningsvöxtum? Einar Hugi segir að dómstólar þurfi að svara mörgum spurn- ingum eins og þeirri hvort for- dæmisgildi dómsins sé bundið við einstakling eða taki líka til fyrirtækja. Og svo er það stóra spurningin, hvenær lántaki telst vera í skilum og hvernig standa skuli að endurútreikningi lána sem dæmd voru ólögleg. Einar Hugi segir að ekkert í dómnum gefi til kynna að fordæmisgildið sé takmarkað við ákveðnar teg- undir lána eða einstaklinga. Mörgum spurningum ósvarað DÓMUR ER SNERTIR HÚSNÆÐISLÁN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.