Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 32

Morgunblaðið - 29.06.2012, Side 32
32 MINNINGAR Aldarafmæli MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012 Í tilefni af 100 ára minn- ingarafmæli móður minn- ar, Sigríðar Gíslínu Guð- mundsdóttur, og föðursystir, Dýrfinnu Tómasdóttir, þá langar okkur fjölskyldna að þakka allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Alltaf voru þær tilbúnar að hjálpa til ef með þurfti og eiga börnin og barnabörnin góðar minningar frá þeim tíma. Þær mágkonur héldu oft- ast uppá afmælin sín saman og var þá fjölmenni og glatt á hjalla. Gíslína fæddist í Reykjavík 29. júní 1912, hún dó 10. júní 1998 og hefði því orðið 100 ára í dag. Eiginmaður hennar, Sig- urbjarni Tómasson, fæddist á Gilsstöðum í Hrútafirði 17. september 1910, hann lést 9. janúar 1985. Hann var af- greiðslumaður og bílstjóri hjá Steindór. Þau giftu sig 1933 og bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, þau eignuðust 5 börn. Gíslína vann utan heimilis lengst af við þrif í Breiðagerðisskóla. Dýrfinna fæddist einn- ig 29. júní 1912 á Borð- eyri við Hrútafjörð. Hún lést 24. janúar 2007 og hefði því líka orðið 100 ára í dag. Dýrfinna vann við saumaskap, lengst af hjá Haraldi Árnasyni. Eiginmaður hennar var Jón Sigurðsson. f. 8. júlí 1892 á Fagurhóli Vatns- leysustrandarhreppi, d. 19 nóvember 1973. Þau giftu sig 1949, hann var skip- stjóri á Gullfossi og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Við minnumst þeirra með virðingu og þakklæti. Guðmundur Vignir Sigurbjarnason og fjölskylda. Sigríður Gíslína Dýrfinna ✝ Gunnar ÞórirÞjóðólfsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1932. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 20. júní 2012. Foreldrar hans voru Þjóðólfur Guð- mundsson og k.h. Lovísa María Vig- fúsdóttir. Yngri bróðir Gunnars er Ragnar, f. 23.6. 1935. Þann 26. október 1954 kvænt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Ágústínu Dagbjörtu Egg- ertsdóttur, f. 11.8. 1931. For- eldrar hennar voru Eggert Ólafsson og k.h. Anna Sig- urbrandsdóttir. Gunnar og Ágústína eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Anna Bjargey, f. 5.1. 1955, gift Ara Brimari Gúst- afssyni. Dóttir þeirra: Berglind Anna, gift Brynjólfi Péturssyni. María og Fanney. Gunnar dvaldi mikið sem barn hjá föðurömmu sinni og -afa, Ragnhildi Jóhannesdóttur og Guðmundi Þorsteinssyni í Þjóð- ólfshaga í Holtum. Níu ára gam- all fór hann sem sumardval- arbarn og síðar sem vinnumaður að Hæli í Hreppum. Alla tíð hugs- aði hann með þakklæti til þess tíma sem hann átti á þessum stöð- um. Hann vann á ýmsum stöðum, svo sem í Steindórsprenti, Laug- arásbíói, Tjarnarbíói og síðar í Háskólabíói þegar það var tekið í notkun árið 1961. Þar átti hann síðan allan sinn starfsferil, fyrst sem dyravörður en síðast sem umsjónarmaður og sviðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands allt til ársins 2001 er hann lét af störfum vegna veikinda. Hann fékk ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. frá FÍH fyrir störf í þágu tónlistar árið 2002. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og var m.a. liðs- stjóri hjá yngri flokkum KR í mörg ár. Gullmerki KR fékk hann á hundrað ára afmæli fé- lagsins árið 1999. Útför Gunnars fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 29. júní 2012, kl. 15. 2) Þjóðólfur, f. 6.6. 1956. Dóttir hans með fyrri eiginkonu sinni Þórdísi Ás- geirsdóttur: Dag- björt Nína í sambúð með Ásgeiri Rafni Erlingssyni. Dætur þeirra: Aþena Þór- dís og Veronika Amý. Dóttir Dag- bjartar með Sigurði Ívari Sölvasyni: Kar- lotta Sjöfn. Synir Þjóðólfs með seinni eiginkonu sinni Jóhönnu Helgu Haraldsdóttur: Haraldur Ingi, Daði Þór og Gunnar Þórir. 3) Ragnar Guðmundur, f. 10.3. 1958, kvæntur Heiðrúnu Rósu Sverrisdóttur. Börn þeirra: Anna Guðrún og Frosti Hlífar. 4) Egg- ert, f. 5.1. 1966, giftur Snæfríði Þórhallsdóttur. Börn þeirra: Branddís Ásrún, Yrsa Björt og Þórhallur Ími. 5) Lovísa María, f. 14.8. 1969, gift Magnúsi Guð- mundssyni. Dætur þeirra: Unnur Hverjum bjallan glymur hvert eitt sinn, hefur enginn stjórn né vissu um. Hinsta kallið glumd’um himininn, heimtir til sín hal frá ástvinum. Fallinn er frá, eftir hetjulega baráttu faðir og tengdafaðir okk- ar, Gunnar Þjóðólfsson, eða eins og flestir könnuðust við hann Gunnar í Háskólabíói. Þar var starfsvettvangur hans í 40 ár, bæði í bíóinu og hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hin síðari ár sem sviðsstjóri hljómsveitarinn- ar. Undanfarin ríflega 20 ár hafði Gunnar átt við veikindi að stríða, kransæðastífla sem hann fékk þá hefur fylgt honum sem skuggi. Hann var ekki beinlínis að tala af sér um heilsu sína hvorki þá né undir það síðasta. Síðan í febrúar síðastliðnum hefur lífið verið hon- um mikil þrautarganga, inn og út af sjúkrahúsi. Hann var samt sem áður ekki að kveina eða berja sér heldur tókst á við vand- ann af þeirri karlmennsku sem honum var eiginleg. Tvær síðustu ákvarðanirnar sem hann tók í þessu lífi, þar sem hann lá sár- þjáður inni á spítala, lýsa skap- gerð hans einna best. Sú fyrri var að kaupa búseturétt að Fróðengi 9 Reykjavík, ekkert mátti koma í veg fyrir að sú ákvörðun gengi eftir. Síðari ákvörðunin var að gangast undir stóra opna hjarta- aðgerð í von um að fá einhverja verkjalausa heilsu til baka. Þess má gata að í Gunnars sýn var að með betri heilsu kæmi möguleiki til utanlandsferða, en að ferðast var hans mesta yndi. Fóru þau hjónin oft til Spánar bæði að sumri og vetri. Þeirra síðasta ferð var 2007 og komu þau þá heim með sjúkraflugi, þar sem hann veiktist þar. Oft þegar honum leið skár, komu hin ýmsu húmorskot sem honum voru svo eðlileg. Laumaði svona út úr sér einni og einni setningu, sem hvaða sviðsgrínisti gæti verið stoltur af. Bara svo tekið sé eitt lítið dæmi úr fortíð- inni, þegar Ari Brimar, tilvon- andi tengdasonur, ætlaði að vera yfirmáta kurteis og formlegur og bað um hönd Önnu Bjargeyjar dóttur hans sér fyrir konu var Gunnar snöggur upp á lagið og svaraði: „annaðhvort hirðirðu hana alla eða ekkert.“ Ungi mað- urinn varð alveg kjaftstopp. Mörg álíka tilvik ylja í minning- unni, en unga fólkið lét húmorinn ekki aftra sér og hnýttu sín bönd 24. okt. 1974 á 20 ára hjúskap- arafmæli Gunnars og Ágústínu. Gunnar var mikill fjölskyldumað- ur, þó annir hversdagsins styttu viðveru hans með henni. Sérstak- lega var hann stoltur af börnum sínum og barnabörnum, og öllum þeim árangri sem þau náðu í leik og starfi. Hann fylgdist með þessu öllu af miklum áhuga. Einna kærast var honum þó um fótboltaiðkun barnabarna- barnanna, en fótboltinn var hans ær og kýr í þeim litla frítíma sem honum áskotnaðist. Geta má þess að Gunnar var og er KR-ingur og starfaði lengi í yngri flokkunum sem liðsstjóri. Hann horfði að sjálfsögðu á EM fram á hinstu stund á gjörgæsludeildinni. Við þökkum læknum og starfs- fólki gjörgæsludeildar LSH við Hringbraut fyrir frábæra umönnun, sem og öðru heilbrigð- isstarfsfólki við LSH. Einnig þökkum við dagdeild Múlabæjar, en þar dvaldi Gunnar tvisvar í viku undanfarin ár. Kærum föður, tengdaföður og vini, Gunnari Þjóðólfssyni, þökk- um við samfylgdina, og vottum eftirlifandi eiginkonu og ættingj- um samúð okkar. Anna Bjargey og Ari Brimar. Elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég elska þig. Þín Dagbjört Nína Þjóðólfsdóttir. Minningin lifir lengur en lífið. Máttur vináttu og virðingar visku gefur. Gefur kraft á hinstu stundu, heldur hlífiskildi yfir von. Söknuður sár sker í hjarta. Hjar- tasár gróa í tímans rás, en verða þó til staðar. Minningin lifir í hug og hjarta, með tímans rás lærir hugur að lækna hjartans sár og halda á lofti björtu ljósi sem gef- ur kraft og von. Friður fylgi þér á hinstu ferð þinni. Friðar ljómi lýsi þér á ljóssins vegi. Megi ljós og friður þig fylla friðsæld. Gangir þú í ljósi björtu sem gefi þér birtu og yl. Friður fylgi þér í hinstu ferð þinni. Nægt og náð þig fylla þegar hæsta marki er náð. Friður sé með þér, náð og miskunn mun þér hlotnast. Björt er minning þín, í birtu munt þú ganga. Þó söknuður sé sár sárt sé saknað. Þá er björt minning þín sem styrkir lífið. (BAA 23. júní 2012) Þín verður sárt saknað, kæri afi. Berglind Anna og Brynjólfur. Hann fæddist svo agnarsmár að fyrstu dægrin lá hann í skó- kassa nr. 42. Gunnar Þjóðólfsson mætti með sanni titla sem yfirrótara Ís- lands. Hann starfaði um hartnær 40 ára skeið sem umsjónarmaður Melabandsins, þ.e. Sinfóníu- hljómsveitar Íslands en hún var stundum nefnd því nafni vegna heimilis hennar í Háskólabíói á Melunum. Sjálfur vildi Gunnar láta kalla sig rótara, ekki umsjón- armann eða ráðsmann, enda sagði hann að það að færa hljóð- færi og nótnastatív inn og út af sviði eða á milli staða væri „ekk- ert annað en rakið rót“. Þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti í Háskólabíó árið 1961 var Gunnar þar starfsmaður. Hann sagði sjálfur að það hefði verið fyrir afskiptasemi af hans hálfu að hann fór að starfa hjá hljómsveit- inni. Þegar hann sá hversu óhönd- uglega hljóðfæraleikarar fóru að því að stilla upp þá fór hann að blanda sér í málin, síðan fór hann að sjá um kaffi þannig að fólk þurfti ekki lengur að koma með kaffi á brúsa og þannig þróaðist hann í það að vera algjörlega ómissandi hlekkur í starfi hljóm- sveitarinnar. Í einni af tónleika- ferðum Sinfóníunnar til Færeyja fyrir margt löngu kom í ljós að gleymst hafði að panta far fyrir Gunnar. Ekki kom til mála að fara án Gunnars sem hafði á höndum alla umsjón með hljóðfærum, heldur var einn hljóðfæraleikari sem þó hafði nokkru hlutverki að gegna skilinn eftir og sagt að koma næsta dag. En starf Gunnars hjá SÍ var miklu meira en að færa til hljóð- færi. Hann þurfti að leysa úr alls konar vandamálum sem upp komu sem og hinum ýmsu sér- þörfum erlendra hljómsveitar- stjóra sem oft skildu illa að- stöðuleysi hljómsveitarinnar. Þótt Gunnar hafi ekki verið mik- ill málamaður þá var ótrúlegt hvað hann komst vel af með öll- um þeim aragrúa af erlendum listamönnum sem sóttu hljóm- sveitina heim, ekki síst þeim sem kannski töluðu ekki mikla ensku. Gunnar var ekki endilega allra og gat jafnvel stundum verið dá- lítið úfinn í viðmóti. Oft voru fyrstu viðbrögð hans við kannski fáránlegum óskum þvert nei, en fyrr en varði var hann búinn að leysa málin enda með eindæmum úrræðagóður og greiðvikinn þeg- ar mikið lá við. Við Gunnar störfuðum saman um árabil hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og bar þar aldrei skugga á okkar samstarf og vináttu. Það sem stóð hug og hjarta Gunnars næst fyrir utan fjölskylduna hygg ég hafi verið Sinfóníu- hljómsveitin og hans ástkæra Knattspyrnufélag Reykjavíkur, en þar lagði hann gjörva hönd á plóg um áratuga skeið og var sæmdur gullmerki félagsins árið 1999. Ég er nokkuð viss um að nótnastatívin og englahörpurnar þarna uppi eru nú komnar í góð- ar hendur, enda yfirrótarinn sjálfur mættur á svæðið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Helga Hauksdóttir. Gunnar Þórir Þjóðólfsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Verslun Fjarstýrðar þyrlur, flugvélar, bátar og fl. Mikið úrval af fjarstýrðum þyrlum, bílum, bátum. Erum einnig með vörur fyrir skotveiðimanninn ásamt skotfærum á góðu verði. Tactical.is Glæsibæ Sími 517 8878. Óska eftir Kaupi silfurVantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi fannar@fannar.is - s. 551-6488 KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og fellingar Látið fagmenn okkar nostra við garðinn þinn. Öll almenn garðþjónusta á einum stað. 577 4444 www.gardalfar.is Bátar TMD 37 hp bátavélar með gír og mælaborði. Eigum nokkrar vélar á lager. Mælaborð gír og til- heyrandi rafkerfi fylgir. Góð reynsla - afburða verð. Varahlutaþjónusta www.holt1.is - S. 435 6662 895 6662 Bílaþjónusta Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir og Dýrfinna Tómasdóttir ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, VALBERGS GÍSLASONAR matsveins, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og hjúkrunarfólki Hrafnistu fyrir umönnun og hlýju. Pálína Aðalsteinsdóttir, Pétur S. Valbergsson, Bjargey Eyjólfsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Gísli Már Gíslason, afabörn, langafabörn og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.