Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  42. tölublað  102. árgangur  FEÐGARNIR DÆMDU SAMAN LEIK MIÐBAUGSMINJAVERKEFNI SVIÐSVERK ÁN LEIKARA FRUM- FLUTT Í BERLÍN BERLÍNARMÚRNUM GEFIÐ FRAMHALDSLÍF 10 RAGNAR KJARTANSSON 38ÍÞRÓTTIR 1 Morgunblaðið/Kristinn Kannabis Óljóst er hvort aflétta á refsingu á vörslu allra fíkniefna.  Umræðan um hvort aflétta eigi refsingum vegna vörslu fíkniefna er að mörgu leyti óljós og því erfitt fyrir lögreglustjóra að taka þátt í henni, segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi og formaður Lögreglu- stjórafélags Íslands. Það sé t.d. óljóst hvort hugmyndirnar snúist um að aflétta refsingum af vörslu allra fíkniefna eða hvort einungis sé átt við vörslu kannabisefna. „Það skiptir máli um hvað er verið að ræða,“ segir hún. Þeir sem eru teknir með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum geta gengist undir lögreglustjórasátt, þ.e. greitt sekt. Upplýsingar um sektina fara inn á sakaskrá og birt- ast á sakavottorði í þrjú ár. Eftir það birtast þær ekki á vottorðinu. Sæki einhver um starf þremur ár- um eftir að hafa verið tekinn með fíkniefni og framvísar sakavottorði, kemur brotið ekki fram á því. »17 Umræða um refsi- leysi óljós og því erfitt að taka þátt Rætt á þingi í dag » Umræður verða um ESB- skýrsluna á Alþingi í dag. » Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, segir það koma fram í áliti tveggja skýrsluhöfunda að það hafi verið fær leið stjórnvalda að sækjast ekki eftir varanlegum undanþágum heldur „sérlausn- um“ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslendingar geta dregið þá ályktun af skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-viðræðurnar að sambandið standi ekki í eiginlegum samninga- viðræðum við umsóknarríki, heldur sé gengið út frá því að þau ríki sem sækja um aðild hafi raunverulegan vilja til inngöngu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær eftir að skýrslan var gerð opinber. Bjarni sagði að þjóðin hefði kosið til valda flokka sem væru andvígir aðild. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra tók í sama streng. Hann sagði skýrsluna undirstrika þá skoðun sína að Ísland ætti ekkert er- indi í ESB og að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er bent á að í skýrslum ESB um við- ræðurnar við Íslendinga komi fram að sjávarútvegsstefna Íslands sé al- mennt ekki í samræmi við réttar- reglur ESB. Þá megi ætla að deilur um makrílstofninn hafi átt þátt í því að sjávarútvegskafli viðræðnanna hafi ekki verið opnaður. Hugmyndir hafi verið uppi hjá ESB um að setja opnunarviðmið sem hefðu getað lotið að gerð tímasettrar áætlunar frá Ís- lands hálfu um það hvenær og hvernig Íslendingar hygðust aðlag- ast löggjöf og stefnu ESB. Um landbúnaðarmálin segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að klára vinnu við samningsafstöðu Ís- lands áður en hlé var gert á viðræð- unum. „Ætla má að treglega hafi gengið að sætta ólík sjónarmið hér innanlands.“ MESB-skýrsla »6, 12 og 18 Ekki samningaviðræður  Gunnar Bragi segir ESB-skýrslu ekki breyta afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu  Deilur um makrílveiðar og landbúnað töfðu viðræður ESB og Íslendinga Ljósmynd/Agnes Lund Frægðarför Thomsens-bíllinn á ferð sinni á Eyrarbakka 16. júlí 1904. Frásögn af fyrstu langferðinni á fyrsta bílnum á Íslandi, Thomsens- bílnum, fannst nýlega í Danmörku. Keyrt var til Stokkseyrar og Eyrar- bakka í júlí 1904 og er óhætt að segja að ferðasagan sé athyglisverð í ljósi nútímasamgangna. Ditlev Thomsen flutti fyrsta bíl- inn til Íslands í júní 1904 og fór í þetta ferðalag skömmu síðar, hinn 15. júlí 1904. Það var Steen Thomsen, barna- barn hjónanna Ditlevs Thomsens kaupmanns í Thomsens Magasin og konu hans Augustu Sveinsson sem fann frásögnina í skjölum fjöl- skyldu sinnar. Hún var þar á meðal um eitt þúsund bréfa til afa hans og ömmu. Ditlev sendi konu sinni ferðasöguna 19. júlí 1904, tveimur dögum eftir að ferðinni lauk, en Augusta dvaldi í Danmörku. Auk Ditlevs Thomsens voru með í för Þorkell Klementz bílstjóri, tveir aðstoðarmenn, Hannes Th. og Gísli bú, og tveir þýskir ullarkaupmenn. Auk bílsins voru þeir með marga hesta. Leiðin var á köflum grýtt, holótt og brött eða mjög sendin. Dekkin hjuggust í sundur og á Sel- fossi urðu þeir bensínlausir. Sækja þurfti bensín á hestum til Reykja- víkur. »4 Söguleg langferð á bíl 1904  Ditlev Thomsen fór á bíl til Stokkseyrar og Eyrarbakka Ferðamenn tóku myndir af hrossum og nátt- úrunni í miklum froststillum í Mývatnssveit í gær. Frostið fór í 28,2 stig á Neslandatanga við Mývatn og að sögn Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðursagnfræðings er það dægurmet 18. febr- úar fyrir kulda á landinu öllu frá 1949. Gamla metið var -20,2 stig í Reykjahlíð við Mývatn frá 1966. Heldur mun hvessa sunnanlands í dag og hefur Veðurstofan varað við stormi syðst. Dægurmet frá 1949 slegið við Mývatn Morgunblaðið/Birkir Fanndal Froststillur í Mývatnssveit í gær en Veðurstofan varar við stormi syðst á landinu í dag  Norðmenn hafa krafist þess í viðræðum um stjórnun makríl- veiða að Fær- eyingar loki á makrílveiðar ís- lenskra skipa í færeyskri lögsögu. Deilurnar um makrílinn lituðu viðræður Evrópusambandsins og Noregs í síðustu viku og kenna að- ilar hvor öðrum um að samkomulag náðist ekki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins amast Norðmenn ekki sér- staklega við þeim samningum sem nú eru í gildi milli Íslendinga og Færeyja. »15 Norðmenn þrýsta á Færeyinga  Þrír Íslendingar, fæddir 1914, eiga afmæli í þessari viku. Meðal þeirra er Kristín Kristvarðsdóttir, sem fagnaði 100 árum í gær ásamt sinni fjölskyldu. Kristín dvelur á Hrafnistu í Reykjavík og er við hestaheilsu. Hún og Erlingur Þor- kelsson eignuðust fjóra syni, sem allir eru verkfræðingar að mennt. Að sögn Jónasar Ragnarssonar er það líklega ekki einsdæmi að þrír verði 100 ára í sömu vikunni. Í lok vikunnar verða 37 Íslendingar 100 ára og eldri, að óbreyttu. »2 37 Íslendingar 100 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.