Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Límtil flestra nota Dálítill hluti álftastofnsins þrauk- ar af veturinn hér á landi en lang- flestir fara þó fuglarnir til hlýrri landa. Um þetta leyti árs fara ferðalangarnir að snúa aftur hing- að og þeir fyrstu eru þegar komn- ir, að sögn Brynjúlfs Brynjólfs- sonar, fuglaáhugamanns á Höfn í Hornafirði. „Við vitum nokkuð vel hvað mikið er af fuglum hér á svæðinu yfir veturinn,“ segir Brynjúlfur. „Nýlega sáum við 22 álftir í Nesj- um, greinilega nýkomna fugla. Það sést á þeim hvort þeir eru ný- komnir, þá þurfa þeir mikið að snyrta sig. Á því svæði var ekki nema einn fugl í vetur. Alls hafa verið hérna megin við Almanna- skarð kannski 10 fuglar í heildina. Svo hefur greinilega fjölgað uppi í Lóni, ég taldi tvisvar í desember og þá voru þar 12 álftir í hvort skipti. En 11. febrúar voru þarna 22 fuglar og í gær [fyrradag] 32. Maður er alltaf farinn að sjá fjölg- un í Lóni í endaðan febrúar, síðan fjölgar hægt framan af.“ Fjölgunin fari eftir ýmsu, vind- áttum og vindstyrk, einnig að- stæðum í landinu sem þær koma frá. Brynjúlfur segist líklega fara næst í Lón í byrjun mars en þá gætu vel verið komnir þangað 200- 300 fuglar. Verið er að lagfæra vef Brynjúlfs, fuglar.is, sem legið hef- ur niðri síðan í desember, hann kemst aftur í gagnið á næstu vik- um. kjon@mbl.is Álftirnar snúa aftur heim Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Snúnar heim Álftir í Lóni við Hornafjörð, þar sáust alls 32 álftir í fyrradag.  Fuglaáhugamenn sáu 32 álftir í Lóni í fyrradag Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rostungurinn víðförli, sem síðasta sumar var í ferðum milli Íslands og Færeyja, auk þess sem hann kom við á Orkneyjum og við strendur Noregs síðasta vetur, er nú kominn norður fyrir Jan Mayen. Hugsan- lega á hann ættir að rekja til Sval- barða og gæti nú verið kominn á heimaslóðir enn norðar. Dýrið gengur undir nafninu Sölvi í Færeyjum og var fyrst merkt með gervihnattasendi í Færeyjum 21. mars í fyrra. Merkið hætti að senda eftir 80 daga, en 4. september var Sölvi tengdur gervihnetti að nýju og var merki skotið í hann í Sörvogs- firði eins og í fyrra skiptið. Hann hélt fljótlega til Íslands og dvaldi einkum við Reyðarfjörð. Í langferð norður á bóginn Upp úr áramótum lagði hann að nýju í langferð, nú norður á bóginn. Hann stoppaði í einn dag á Jan Ma- yen áður en hann hélt aftur af stað, en þegar hann var kominn nokkuð norður fyrir eyjuna rofnuðu send- ingar. Síðan hefur ekki heyrst í Sölva, en þá höfðu sendingar borist frá dýrinu í 131 dag samfleytt. Rostungar halda sig einkum á rekís á grunnsævi næstum alls stað- ar með ströndum Norður-Íshafsins, en af rostungum eru tvær undirteg- undir. Þeir flækjast endrum og sinn- um til landsins, en eru hér ekki að staðaldri. Hafsvæðið frá Færeyjum til Íslands telst ekki til skilgreinds útbreiðslusvæðis þeirra og er utan hefðbundinna heimkynna rostunga sem eru algengastir mun norðar. Annar rostungur merktur í Fær- eyjum skilaði sér á endanum til Sval- barða. Margir rostungar í fyrra Á síðasta ári sásut fleiri rostungar hér við land en nokkru sinn síðan á 18. öld að því að talið er. Rostungar sáust a.m.k. sex sinnum við landið frá sumarbyrjun og fram á haust og er talið að um fjögur dýr hafi verið að ræða. Sölvi sást í Reyðarfirði, Berufirði og á Breiðamerkursandi, þar sem honum var vart hugað líf og rætt var um líknardráp. Annað dýr tók land við Skálanes í Seyðisfirði, hvalaskoðunarfólk sá þann þriðja rétt við höfnina á Húsavík og loks sást rostungur á Borgarfirði eystra, samkvæmt samantekt Skarphéðins G. Þórissonar á Náttúrustofu Aust- urlands. Þess má geta að nú í byrjun febr- úar rak rostungsurtu á land við Kálk á Búlandsnesi. Greint er frá þessu á heimasíðu Djúpavogs og segir þar að ekki sé gott að segja hvort rost- ungurinn hafi verið dauður þegar honum skolaði á land. Hann var um 2,5 metrar á lengd, virðist vera nokkuð horaður og tennurnar vant- aði í hann. Hugsanlega á heimaslóðum við Svalbarða Sölvi syndir víða Síðast fréttist af rostungnum við Jan Mayen Færeyjar Ísland Jan Mayen Vetur 2014 Sumar 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.