Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Fiskveiðiþjóð ætti að spyrja, hvernig nást fleiri krónur úr hverjum fiski? Verðmæti má auka á nokkra vegu. Til dæmis með því að veiða fiskinn þegar hann er verðmæt- astur, bæta vinnslu og geymslu. Eða með því að kort- leggja markaði, vinna vörumerkj- um orðspor og kynna vörurnar markvisst. Einnig má nýta afurðirnar betur, t.d. nota af- ganga í nýjar og verðmætar afurðir. Margt hefur áunnist á öllum þessum sviðum undanfarna áratugi. Til dæmis fara íslenskir sjómenn mun betur með fiskinn en norskir sjómenn, við tökum smærri holl og afhausum ekki. Hér verður aðallega fjallað um nýtingu fisksins og hvernig má ná verðmætum úr afskurði og því sem áður var hent. Til að auka verðmæti þarf bæði hugvit og skipuleg vinnubrögð. Upp- hugsa þarf aðferðir eða nýjungar og prófa hvort þær séu betri en eldri að- ferðir. Með öðrum orðum, það þarf að vinna vísindalega. Í nýlegri skýrslu Sjávarklasans kemur fram að verð- mæti sjávarafurða hefur aukist um marga milljarða með því að fóstra nýj- ungar og beita nákvæmum vinnu- brögðum. Sem dæmi má nefna fyr- irtækin Kerecis sem vinnur græðandi plástra úr roði, Iceprotein sem vinnur prótín úr afskurði, og Genís sem þróar bólgueyðandi lyf úr rækjuskel. Sam- merkt þessum fyrirtækjum er að þau vinna vísindalega. Með því að þjálfa unga vísindamenn bætum við framtíð- armöguleika þessara og annarra áþekkra fyrirtækja. Hérlendis hafa samkeppnissjóðir alltaf verið veikir og umgjörð vísinda losaraleg. Í skýrslu Sjávarklasans segir: „Það er engan veginn ásætt- anlegt að ætla veikum opinberum rannsóknasjóðum að útvega bróð- urpart þess fjár sem þarf til rann- sókna og þróunar í nýja sjávarútveg- inum.“ Hér eru forsvarsmenn sjávarklasans að biðla til annarra sjávarútvegsfyrirtækja, banka og stjórnvalda um meira fjármagn. En undirstrika um leið hve illa er búið að rannsóknasjóðum hérlendis. Nið- urskurður ríkisstjórnarinnar á sam- keppnisjóðum í síðasta fjárlaga- frumvarpi og fyrirhugaður niðurskurður grefur undan framtíð- arvexti í sjávarútvegi. Hann dregur úr nýliðun vísindamanna sem eru nauðsynlegir fyrir rannsóknir t.d. í sjávarlíftækni og matvælafræði. Á síðustu fjárlögum var Tækniþróun- arsjóður lækkaður um 22%, Rann- sóknasjóður um 19% og markáætlun um 50%. Boðaður áframhaldandi nið- urskurður mun bæði draga úr þjálf- un nauðsynlegs mannafla og hægja á klaki nýrra fyrirtækja. Íslenskur sjávarútvegur er stærsta og sterkasta aflið í efnahag landsins og eðlilegt að hann leggi sitt af mörkum til að styrkja stoðir at- vinnulífs. Stærstu fyrirtæki í sjávar- útvegi þurfa að fjárfesta í hagnýtum rannsóknum. En þau þurfa líka að sannfæra stjórnvöld um að styrkja samkeppnissjóði og grunnrann- sóknir, því þaðan kemur sérmenntað og fært starfsfólk. Með því að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækni- ráðs stuðlum við að nýsköpun og auknu verðmæti í sjávarútvegi þjóð- inni til heilla. ARNAR PÁLSSON, erfðafræðingur, dósent við Há- skóla Íslands. Virðisauki með vísindum Frá Arnari Pálssyni Arnar Pálsson Bréf til blaðsins Kirkjuráð, sem virð- ist hafa náð öllum völd- um innan þjóðkirkj- unnar, hefur ákveðið að leigja veitinga- og gisti- þjónustu í Skálholti undir hótelrekstur. Áformum um að slá líka vígslubiskup af virðist þó hafa verið frestað. Hvað gengur mönn- um til? Sagt er að rétta þurfi fjárhag staðarins við. Núverandi vígslubiskup er þegar búinn að því. Hann tók að vísu við allmiklum skuldum en þær verða seint greiddar af staðnum ein- um. Vissulega hefur fjárhagur þjóð- kirkjunnar versnað eftir hrun og taka þarf á því máli. Í þeim efnum er margt sem grípa má til sem veldur ekki þjóðarskaða eins og niðurrif í Skálholti. Benda má að enn tíðkast það að prestar hirði arð af kirkjujörðum. Ekki þeir sem mestan hafa starfann og ættu e.t.v. launauppbót skilda. Nei, það eru einkum prestar í fámennum prestaköllum sem hafa ómældan arð af laxveiðileyfum, æðarvarpi eða leigutekjum svo að dæmi séu tekin. Þetta er arfleifð frá 19. öld, nokkuð sem löngu er búið að leggja af hjá embættismönnum ríkisins, en kirkjan er hér fórnarlamb harðrar hags- munagæslu. Þá er engin goðgá að sameina minnstu prestaköllin. Nú er það svo að „sálusorgunarmisvægi‘“ er 1:20 þar sem tala sóknarbarna hvers prests er á bilinu frá 300 til 6000. Margir telja nauðsynlegt að jafna at- kvæðisrétt til þingkosninga eftir bú- setu en þar er þó misvægið aðeins 1:2. Leigutekjur af Skálholti yrðu vart meiri en það sem sparast gæti við samruna tveggja prestakalla. Skálholt er ekki bara einhver kirkjustaður. Skálholt var og er mið- stöð mennta, menningar og sögu og ekki aðeins fyrir þjóðkirkjufólk heldur þjóðina alla. Rík- isvaldið hefur sýnt það í verki með því að færa þjóðkirkjunni Skálholts- stað og kosta byggingu skólans að verulegu leyti og rekstur hans um hríð. Ráðherra sagði við af- hendingu staðarins að þar ætti að starfrækja það sem „sæmdi staðn- um“. Og enn eru í gildi lög um Skálholtsskóla. Hefur kirkjan lagalegan rétt til að leigja staðinn, þjóðargjöfina, einkaaðilum? Alla vega ekki siðferðilegan. Sumir kunna að segja að varla skaði það kirkju- og menningarstarf á Skálholtsstað að þar sé rekin hót- elstarfsemi. Það fer allt eftir því hvernig og hvar á staðnum. Vissulega gæti það orðið staðnum upplyfting að meira líf verði í næsta nágrenni, jafn- vel hótel. En ekki á hlaðinu við kirkj- una. Skólinn og kirkjan heyra saman og gera hið andlega starf mögulegt. Vart myndi söfnuður leigja burt safn- aðarheimili sitt undir fjarskylda starf- semi. Skálholtsskóli er safnaðarheim- ili við þjóðarkirkju. Eitt af því sem vel hefur heppnast og haldið nafni Skálholts á lofti eru Sumartónleikar í Skálholtskirkju sem munu fagna fertugasta sumri sínu í ár með glæsilegri dagskrá, og það þrátt fyrir að þjóðkirkjan – að undirlagi kirkjuráðs – sé steinhætt að styrkja starfsemina. Í þetta sinn hefur fengist fé úr norrænum sjóðum til að hafa veglegt norrænt ívaf, enda eru Sum- artónleikarnir elsta starfandi bar- okkhátíð á Norðurlöndum. En að loknu komandi sumri er allt eins víst að hátíðinni verði beint eða óbeint út- hýst, hvort sem er af kirkjuráði eða hótelhaldara. Hvað með virðingu fyrir þeim sem hafa lagt sig fram um heill Skálholts: Sigurbjörn Einarsson biskup, Hörð Bjarnason húsameistara, Bjarna Benediktsson þáverandi kirkju- málaráðherra, Þórarin Þórarinsson lýðháskólafrömuð, Heimi Steinsson fyrsta rektor Skálholtsskóla, Harald Hope prest í Noregi auk fjölda ann- arra gefenda á Norðurlöndum; eða þá tónlistarmenn sem hafa tekið ást- fóstri við Skálholt og kirkjuna með sínum fagra hljómburði? Nefna má Róbert Abraham Ottósson sem stóð fyrir tónmennt í Skálholti í áratugi, Helgu Ingólfsdóttur semballeikara sem stofnaði Sumartónleikana og varði starfsævi sinni í þeirra þágu eða Manúelu Wiesler flautuleikara sem fyllti kirkjuna töfratónum sum- ar eftir sumar. Allt þetta fólk er látið en einum núlifandi skal bætt í þessa upptalningu: Jaap Schröder heims- frægum fiðluleikara sem hefur í tvo áratugi leikið og stjórnað á Sum- artónleikunum og síðan gefið staðn- um umfangsmikið og verðmætt nótnabókasafn sitt. Hver ber ábyrgð á því skemmd- arverki sem nú vofir yfir Skálholti? Er ekki biskup Íslands forseti kirkjuráðs? Er hún sammála? Varla. Er biskup undir ægivaldi sjálfskip- aðra æðstupresta? Hverjir eru þess- ir vandræðamenn? Nýta þeir sér að biskup er nú kona sem vill öllum vel? Hvernig væri þá að kvenprestar, sem brátt komast í meirihluta, styðji stöllu sína og standi gegn karlremb- unum? Það er þungbært að tala um skemmdarverk, en í ljósi þess sem ég hef orðið áskynja er það því miður lýsing á því sem er að gerast í Skál- holti. Og þó hef ég í þessari grein ekki fjallað um annað hneyksli, yf- irbyggingu yfir svokallaða Þorláks- búð sem verður tafarlaust að fjar- lægja. Skálholt á sinn stað í hjarta þjóð- arinnar, rétt eins og Þingvellir. Það má aldrei líðast að fámenn klíka inn- an kirkjunnar stofni framtíð þessa helgistaðar í voða. Skemmdarverk á Skálholti Eftir Þorkel Helgason » Það má aldrei líðast að fámenn klíka inn- an kirkjunnar stofni framtíð þessa helgistað- ar í voða. Þorkell Helgason Höfundur er velunnari Skálholts. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Basel Torino SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI 20% afsláttur af öllum sófum / sófasettum í völdum áklæðum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.