Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 17

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 17
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fíkniefnabrot sem felast í vörslu og meðferð fíkniefna eru stærsti hluti þeirra fíkniefnabrota sem skráð eru hjá lögreglu á Íslandi. Síðustu sex ár hefur hlutfall þessara brota verið að meðaltali 70% allra skráðra fíkni- efnabrota á landsvísu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu er aðaláherslan lögð á að stöðva inn- flutning, framleiðslu og sölu á fíkni- efnum en ekki á að nappa neyt- endur. Þeir slæðist hins vegar oft með, t.d. þegar þeir eru stöðvaðir við akstur undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Lögregla er oft með sérstakan viðbúnað á stórhátíðum og tón- leikum og leitar þar fíkniefna með hjálp fíkniefnaleitarhunda. Lög- regla hefur sagt að viðbúnaðurinn sé til að stöðva þá sem vilja nýta sér stórviðburði til að dreifa og selja efnum. Þeir sem aðeins eru með neysluskammta á sér lendi þó oft í netinu. Þá verður að hafa í huga að mikil brögð eru að því að þeir sem teknir eru með fíkniefni beri því við að þau séu einungis til vörslu en ekki til sölu, jafnvel þótt lögreglu þyki „neysuskammturinn“ full- ríflegur. Viðurlög við vörslu fíkniefna eru sekt og málið fer aðeins fyrir dóm ef viðkomandi neitar sök. Þá getur málinu lokið með því að honum verði gert með dómi að greiða sekt. Rannsaki ef magnið er nokkurt Dómur eða viðurlagaákvörðun fyrir vörslu fíkniefna fer inn á saka- skrá. Hafi málinu hins vegar ekki lokið með fangelsisdómi, heldur sekt, er það ekki tilgreint á saka- vottorði ef meira en þrjú ár eru liðin frá brotinu. Máli vegna vörslubrots sem lýkur í dag sést því ekki á saka- vottorði sem er framvísað 19. febr- úar 2017, t.d. vegna umsóknar um starf. Í sumum tilvikum er gerð krafa um hreint sakavottorð en í öðrum tilvikum er það mat vinnu- veitanda hvort varsla á fíkniefnum ráði úrslitum við ákvörðun um ráðn- ingu um starf. Ríkissaksóknari gefur út fyr- irmæli til lögreglustjóra um ým- islegt, m.a. um hvaða málum megi ljúka með sátt, þ.e. sekt. Kveðið er á um lágmarkssekt – 30.000 fyrir vörslu á kannabis upp í 45.000 fyrir e-töflur og kókaín – og síðan hækkar sektarfjárhæðin eftir því sem magnið er meira. Fyrir hvert gramm eða hluta af grammi af kannabis bætast 4.000 kr. við sekt- ina en fyrir hvert gramm af kókaíni bætast við 25.000 krónur. Þegar um „nokkurt magn“ er að ræða ber lög- reglu að aðgæta hvort ekki sé lík- legt að það hafi verið ætlað til sölu. Birtist á sakavottorði í þrjú ár  Upplýsingar um vörslu fíkniefna birtist á sakavottorði í þrjú ár  Boðin sátt  Lágmarkssekt sem hækkar með hverju grammi  Flest brot vegna vörslu Fíkniefnabrot á Íslandi 2008 Samtals: 1.590 brot 2009 Samtals: 1.327brot 2010 Samtals: 1.537 brot 2011 Samtals: 1.819 brot 2012 Samtals: 2.049 brot 2013 Samtals: 2.189 brot Heimild: Ríkislögreglustjóri Varsla ogmeðferð fíkniefna Innflutningur fíkniefna Sala og dreifing fíkniefna Framleiðsla fíkniefna Ýmis fíkniefnabrot 1.198 104 110 49 129 883 984 101 89 167 87 95 99 235 124 1.23983 122 223 152 1.380 1.725 119 169 206 175 166 81 161 56 FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Iðnaðarryksugur Teg: T Ryksu Teg: NT 45/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35 mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Gólfþvottavélar Háþrýstidælur Teg: SX Plus Teg: BR 40/10 C Adv T 12/1 gar þurrt eg: BD 40/12 C Sópar Teg: KM 70/20 C Teg: MC 50 Classic Gufudælur Teg: HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst makes a difference Þegar gerðar eru hámarkskröfur Halla Berg- þóra Björns- dóttir, settur sýslumaður á Akranesi og formaður Lögreglu- stjórafélags Íslands, seg- ir að umræða um að af- létta refs- ingum vegna vörslu fíkniefna sé að mörgu leyti óljós. Því sé erf- itt fyrir lögreglustjóra að tjá sig um málið á þessu stigi. Það sé t.a.m. óljóst hvort hugmynd- irnar snúist um að aflétta refs- ingum af vörslu allra fíkniefna eða hvort einungis sé átt við vörslur kannabisefna. „Það skiptir máli um hvað er verið að ræða.“ Samhliða umræðu um að af- létta eigi refsingum sé einnig rætt um að efla fíkniefna- meðferð. „Og það væri mjög til góða, sérstaklega fyrir unga neytendur.“ Sum fíkniefni hafi eitt sinn verið notuð í lækn- ingaskyni og ekki talin hættu- leg. Annað hafi komið í ljós. „Fíkniefni eru alls ekki hættu- laus og menn verða að fara var- lega í umræðunni og vanda sig.“ Óljóst hvað um er rætt VANDI SIG Í UMRÆÐUNNI Halla Bergþóra Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.