Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.2014, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Finnst eftir 112 ár í vöruhúsi 2. Þetta mátt þú aldrei segja við … 3. „Hann sór við gröf föður síns“ 4. Sagðir hafa sviðsett árekstur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjórar norrænar hljómsveitir halda tónleika undir yfirheitinu Nordisk 2014 og eru frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Hljómsveitirnar munu halda tónleika á Græna hattinum og Harlem Bar frá 19. til 20. febrúar. Hljómsveitarnar heita Sekuioa, Sea Change, Byrta og Good Moon Deer en sú síðastnefnda er frá Íslandi. Nordisk 2014 kemur til Íslands  Nær uppselt er orðið á fyrstu þrjár sýningarnar á Ragnheiði, nýrri óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlings- sonar, sem Ís- lenska óperan frumsýnir í Eld- borgarsal Hörpu 1. mars nk. Til að anna eftirspurn hefur fjórðu sýning- unni því verið bætt við laugardaginn 22. mars. Fjórðu sýningunni á Ragnheiði bætt við  Söfnunarátakið Öll í einn hring fer fram á morgun. Haldnir verða tón- leikar til styrktar Barnaspítala Hringsins í Gamla bíói klukkan 21. Fram koma Bubbi Mort- hens, Björn Jörundur, Jón Jónsson, Friðrik Ómar, Matti Matt, Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi. Kynnar eru Pétur Jóhann og Sveppi. Miðaverð er 2.500 kr. Tónlistarmenn styðja Barnaspítalann Á fimmtudag Austan og norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til en austan 18-23 m/s syðst á landinu í fyrstu. Slydda fyrir sunnan en snjókoma á austanverðu landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 15-28 m/s S-til á landinu, hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum síðdegis. Dálítil slydda eða snjó- koma með köflum syðst, annars skýjað og stöku él. VEÐUR SA Víkingar eru með tveggja stiga forskot á Björninn eftir að liðið vann toppslaginn á skautasvell- inu á Akureyri í gærkvöld. Þrjú mörk í síðasta leikhluta tryggðu heimamönnum 3:1 sigur og komust Víkingar á toppinn í fyrsta sinn. Liðin eiga eftir að mætast tvíveg- is í deildinni áður en þau munu leiða saman hesta sína í úrslitakeppninni í vor. »3 Víkingar á toppn- um í fyrsta sinn „Þetta var bara mjög gaman en með því erfiðasta sem ég hef gert. Mér fannst ég fulllangt á eftir fyrsta keppanda en það er þá hægt að bæta úr því í sviginu á föstudaginn. Þetta var góð upphitun fyrir það,“ sagði Erla Ásgeirsdóttir við Morgunblaðið í gær eftir frumraun sína á vetraról- ympíuleikunum í Sotsjí en þar kepptu hún og Helga María Vilhjálmsdóttir í stórsvigi. »4 Með því erfiðasta sem ég hef gert Valskonur halda öðru sæti Olís- deildar kvenna eftir sigur á grönn- um sínum í Fram, en heil umferð fór fram í gærkvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn ásamt Gróttu sem tapaði fyrir ÍBV og heldur Valur því öðru sætinu sem stendur. Stjarnan er með sex stiga forskot á toppnum en baráttan þar á eftir er hnífjafn slagur fjögurra liða. »2 Valur vann mikilvægan leik um annað sætið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einn helsti blómadagur ársins, konudagurinn, er á sunnudag. „Þetta er skemmtilegasti dagur árs- ins,“ segir Hendrik Berndsen, alltaf kallaður Binni, í blómabúðinni Blómaverkstæði Binna á Skóla- vörðustíg, en hann hefur afgreitt blóm á konudeginum í sex áratugi. Blómabúð hefur reyndar alla tíð verið annað heimili Binna. „Afi átti blómabúðina Blóm og ávexti í Hafn- arstræti og þegar mamma hjálpaði honum að afgreiða, meðal annars á konudeginum, var ég settur ofan í skúffu í búðinni. Hún fór með mig þangað nýfæddan og þar ólst ég eiginlega upp.“ Einstakur dagur Binni hóf afgreiðsluferilinn hjá afa sínum og alnafna 10 ára gamall og nokkrum árum síðar sendi afinn strákinn til Danmerkur í blóma- skreytinganám. „Ég var þar í læri í fjögur ár,“ rifjar hann upp. Binni á ekkert nema góðar minn- ingar frá konudeginum. „Við Íslend- ingar erum þeir einu sem eiga þenn- an konudag og ég hef afgreitt marga ættliði á þessum degi,“ segir hann og vísar til þess að feður komi gjarnan með syni sína og þannig gangi það kolli af kolli frá einni kyn- slóð til þeirrar næstu. „Karlar eru íhaldssamir og þeir koma alltaf aft- ur og aftur á sama tíma, maður sér þá alltaf á sama tíma að ári,“ segir hann. Það hefur margt breyst í blóma- verslunni í tíð Binna. „Þegar ég byrjaði í þessu voru blóm bara ræktuð í Hveragerði og þá komu blómin þaðan með Steindórsrútunum. Þá voru ekki framleiddar nema tvær til þrjár teg- undir af blómum og eng- ar rósir á veturna. Úr- valið var mjög takmarkað en nú er það ótrúlegt enda mjög góðir ræktendur hér.“ Hann bætir við að daglega kaupi hann það ferskasta og nýjasta á markaði. „Mest íslenskt en útlenskt það sem vantar upp á.“ Binni tekur daginn snemma, mætir í búðina milli klukkan sex og hálfsjö á hverjum morgni. „Ég byrja að útbúa fyrir útfarir og annað slíkt, ganga frá blómunum og koma búð- inni í gang,“ segir hann. „Það góða við konudaginn er að menn eru svo hugmyndaríkir. Þeir hafa eitthvað ákveðið í huga og einskorða sig ekki við eitthvað eitt. Þess vegna er mjög þægilegt og gott að afgreiða karl- menn þegar þeir kaupa blóm handa konunni sinni. Þeir vilja hafa þau falleg og flott.“ „Skemmtilegasti dagur ársins“  Hefur selt blóm á konudeginum í sex áratugi Morgunblaðið/Golli Konudagurinn Binni í Blómaverkstæði Binna hefur staðið vaktina í blómasölunni í sex áratugi. Konudagurinn er fyrsti dagur Góu, sunnudagurinn í 18. viku vetrar. Binni segir að flestir kaupi blómin samdægurs en aðrir komi daginn áður og veki konurnar með blómum og bakkelsi. „Þeir sem eru flottastir koma með allt upp í rúm, það er toppurinn,“ segir hann. Bætir við að nú sé æ algengara að maður kaupi blómvönd handa konu sinni á þessum degi og önnur blóm að auki fyrir dóttur sína eða dætur. „Þetta er konudagur og mennirnir vilja að allar konur njóti hans. Síðan gerist það oft að hjón koma saman síðdegis og kaupa blóm handa mæðrum sínum.“ Binni segir að það besta við konudaginn sé hvað gott sé að af- greiða karlana. „Þeir eru svo glaðir af því þeir eru að fara að gleðja sínar heittelskuðu.“ Allar konur njóti dagsins KONUDAGURINN FYRSTI DAGUR GÓU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.