Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 40

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 40
MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Sýnishorn tónbókmennta frá 874-2014. Höfundur lýsir aðdáun á músík í net- heimum. Í pistli fyrir viku talar Bruno Wal- ter sérstaklega um Fyrstu og Átt- undu Mahlers. Í viðtali frá 1950 // Vart þrítugur týndist ég í myrkum skógi // Þá er hringt óvænt fyrir allar aldir. Sagt nánast handanheima. Af tærri og lygnri tjörn. Lærðu Átt- undu. Þá upp- hófst einveru- samtal við Mahler í tvær vikur. Dag og nótt. „Veni, veni creator spiri- tus“ og heims- bókmenntir. Fylgst með æf- ingum síðdegis. Fyrst deildir. Drengjakór. Svo blandaður kór eða öllu heldur kóra- samsteypur. Þá strengjasveit aftur og aftur. Loks blásarar og slagverk. Svo einsöngvarar. Þá strengir og blásarar. Þá tutti eða tutta forza! Verkið rætt samhliða undir fjögur augu. Erfiðustu staðirnir athugaðir með píanóleikara. Aftur hringt úr handanheimum fyrir allar aldir. Stjórna Áttundu í dag kl. 16.00! Önn- ur lokaæfing af þremur. Rennsli. Stjórnandinn tilkynnti að hann vildi heyra „balansinn“. Bað fólk að vanda sig. Hvarf í myrkvaðan sal. Nú var maður týndur í sólríkum skógi söng- fugla. Svona gera bara gjafmildir og göldróttir leiðsögumenn. Köllum hann Virgil. Þannig voru fyrstu kynni af miklu verki. Svo spurt. Hvaða lærdóm má af þessu draga? Æfingatækni! Ha? Já! Og í hverju felst hún? Reynt að svara. Svo enn lengri samtöl // Framsækin tónskáld taka oft hamskiptum í kirkjulegum og trúarheimspekilegum verkum. Verða tímaskekkjuleg. Í Áttundu er Mahler ólíkur sjálfum sér // Síðar gafst svigrúm. Bækur lesnar um Ma- hler. Þá opinberast hið altalaða. Hann var sér meðvitandi um þetta. Áttunda átti að bæta fyrir syndir. Segjum Purgatorio. Fyrsta fékk Hrabal-lega (sic) útreið. Og fleiri sin- fóníur. En ekki Áttunda. Mahler stýrði frumflutning hennar 1910. Svo dó hann // Mahler átti Níundu og drög að Tíundu. Í pokahorninu. Hann heyrði þau verk ekki í lifanda lífi. Áttunda er svanasöngur Ma- hlers. Beethoven heyrði ekki Níundu (1824). Samt var hann viðstaddur. Því er talað um álög. Tónskáld sem siglt hafa á slóðum Beethovens vita af blindskerjum. Átta að tölu. Ní- unda skerið er hættulegast. La Cathédrale Engloutie. Ósýnilegur fjallgarður // Sagt var. Ríðum heim til Hóla. Það hefur aldrei verið hlaupi að því. Tröllaskagi er ekki árennileg- ur. Samt áþreifanlegur. Kæmu menn að austan þótti Heljardalsheiði skásti kostur // Mahler er ofinn úr silkiþráðafjöld. Ekki bara stór- sinfónískum. Sum verka hans enn fegurri en önnur. Rückert-Lieder eru efst á mínu blaði. Í búning tónskáldsins. Kammermúsík fyrir hljómsveit. Hvílík málverk // Ekki síst Um Mitternacht: Svefnhöfgi yfir strengjasveit. Djúpir lúðrar vísa til heljar í fyrstu. Segjum Inferno. Hörpuhljómar vísa til himna undir lokin. Segjum Paradiso. Mahler frumflutti þessa allegoríu. Köllum hann Dante. Ljóðið er Guðdómlegur músíkleikur. Þannig talar það til mín. Hér neðst hefst það á 6.30 mín. Hin ljóðin eru ekki síðri // Um Mit- ternacht; Herr über Tod und Leben; Du hältst die Wacht; Um Mitter- nacht // Síðar, eftir nærri tíu ára fjar- veru kom heimboð. Önnur Sibelius- ar. Segir þá einn rúmlega timbraður á mánudagsmorgni. Gvendur! Hér er í mikið ráðist. Ég svaraði eins og fífl. Er þetta of erfitt? Maður var sam- dægurs settur í jarðsamband. Terra firma. YouTube-slóðir: Sinfónía 90 mín. Mahler: 8. Sinfonie („Sinfonie der Tau- send“) hr- Sinfonieorchester Ljóðasöngur 6 mín. Mahler: Um Mitternacht („Rücker- Lieder“) MrRaph87 Rückert-Lieder 23 mín. Mahler: Rückert-Lieder – von Otter & Gardiner/RCO(1996) magischeisjeor- kes La Cathédrale Engloutie – Debussy Friedrich Rückert J.W. Göthe Í kjölfar Níundu 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! ÍListasafni Árnesinga í Hvera-gerði standa nú yfir tværsýningar undir sameiginlegaheitinu Hliðstæður og and- stæður. Samtal og tengsl sýning- anna tveggja felast einkum í tærum formpælingum – sérhvert verk myndar sjálfbæra heild – annars vegar í stórum, hvítum skúlptúrum Rósu Gísladóttur og hins vegar í módernískum afstraktverkum ým- issa listamanna frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Munurinn felst ekki síst í því að voldug og einföld verk Rósu ganga út á samhverfu (sym- metríu) en í hinum óhlutbundnu og margbrotnari málverkum og skúlp- túrum er jafnvægi náð fram með spennuafstöðu milli mismunandi forma, lína og lita, og milli jákvæðs og neikvæðs rýmis. Skúlptúrar Rósu eru hluti þeirra verka sem hún sýndi nýlega á Ítal- íu. Þar nutu verk hennar sín frá- bærlega í hinu ævintýralega safni Mercati di Traiano – Museo dei Fori Imperiali í rústum Keis- aratorganna í miðborg Rómar. Samhengið er vitaskuld allt annað í Listasafni Árnesinga og þar hefur fimm skúlptúrum verið komið fyrir í svartmáluðum sal líkt og nokkurs konar kyrralífsverki í yfirstærð, og gætir þar vissra áhrifa frá samtíma- listamanninum Anish Kapoor. Sem fyrr segir er það samhverfan sem einkennir verk Rósu og hvítir skúlp- túrarnir skírskota til náttúruforma en þó aðallega til manngerðra hluta, eða íláta sem virðast ættuð úr klass- ískri fornöld. Ýmsar hugrenningar kvikna þegar gengið er inn í upp- stillinguna, hugleiðingar um risa- eðluegg, steingervinga, fornleifar, rústir og frumlæg form. Ólafur Gíslason listfræðingur ritar athygl- isverðan texta í sýningarskrá og fjallar um þá spennu milli fortíðar og samtíðar sem fólgin er í verk- unum sem „skammhlaup milli tveggja heima“, þar sem brot úr sögunni og fortíðinni öðlast merk- ingu í samtímanum og breyta jafn- framt afstöðunni til hans. Þrátt fyr- ir kyrrlátt og fallegt yfirbragðið býr uppstillingin í heild yfir innri spennu í ætt við afstraktverkin í nærliggjandi sölum – verk sem byggjast raunar einnig á samstill- ingu frumforma. Markmið sýningarinnar Samstíga sem er samstarfsverkefni Lista- safns Hornafjarðar, Listasafns Ís- lands og Listasafns Árnesinga er að kynna afstraktlist og er þar um prýðilegt úrval verka að ræða. Margar af helstu perlum geómetr- ískrar afstraktlistar eru þar til sýn- is í fallegum samleik málverka og skúlptúra eftir einvalalið lista- manna, eða þau Eyborgu Guð- mundsdóttur, Gerði Helgadóttur, Guðmundu Andrésdóttur, Guðmund Benediktsson, Hörð Ágústsson, Karl Kvaran, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Valtý Pétursson og Þorvald Skúlason. Verkin njóta sín vel í rými listasafnsins og er sýningin vel til þess fallin að kveikja áhuga almennings á þessu merka tímabili íslenskrar listasögu. Í heild bjóða sýningarnar tvær, undir yf- irskriftinni Hliðstæður og and- stæður, upp á formræna og fag- urfræðilega örvun og íhugun. Form um form Íhugun Í heild bjóða sýningarnar tvær, undir yfirskriftinni Hliðstæður og andstæður, upp á formræna og fagurfræðilega örvun og íhugun. Listasafn Árnesinga, Hveragerði Hliðstæður og andstæður – Rósa Gísladóttir, skúlptúr / Samstíga, abstraktlist bbbbn Til 23. febrúar 2014. Opið alla daga kl. 12-18. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.