Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Borgartúni 27 Hæð til leigu í BYGG býður til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð á einum besta stað í bænum, Borgartúni 27. Hæðin sem er 853 fermetra leigist í einu lagi eða hlutum, allt eftir þörfum. Upplýsingar hjá Fjárfestingu fasteignasölu í síma 562 4250 og hjá Gunnari í sími 693 7310. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bundið slitlag er aðeins á 41% þjóð- vegakerfisins og gengur hægt þessi árin að lengja vegina. Aðeins bætt- ust um 60 kílómetrar við á síðasta ári. Er það með því minnsta sem verið hefur í áratugi. Bundið slitlag var í lok síðasta árs á 5.300 km, að því er kemur fram í Framkvæmdafréttum Vega- gerðarinnar. Er það 41% af þjóð- vegakerfinu í heild sem er tæpir 13 þúsund kílómetrar að lengd. Á síðasta ári voru lagðir 60 km af bundnu slitlagi. Er það heldur meira en árið á undan en aðeins um þriðjungur eða helmingur af því sem verið hefur flest undanfarin ár. Ekki hefur verið tekið saman hvað bætist við á þessu ári, af nýju bundnu slitlagi, en Vegagerðin reiknar með að það verði svipað og tvö síðustu ár, allavega ekki meira. Einn stærsti kaflinn sem fer undir slitlag er nýr vegur sem verið er að leggja um Múlasveit á sunnan- verðum Vestfjörðum, um 16 kíló- metrar. 33 kílómetrar á möl Enn eru 33 kílómetrar af hring- veginum á möl, eða 2,5% leið- arinnar sem talin er 1.332 km. Er þá miðað við leiðina um Breiðdals- heiði sem heldur númerinu, hring- vegur nr. 1. Ef fjarðaleiðin er farin, sem er lengri, er slitlag allan hringinn fyrir utan um 8 kílómetra í Berufjarðarbotni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Barðastrandarsýsla Sextán kílómetrar í Múlasveit fá bundið slitlag. 41% þjóðvega með bundnu slitlagi  Ekki útlit fyrir að mikið bætist við í ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í öllum okkar áætlunum er gert ráð fyrir miklu lægra verði en fékkst í fyrra. Við höldum ótrauðir áfram,“ segir Stefán Jónsson, framkvæmda- stjóri í Þorlákshöfn, sem ásamt Ár- manni Einarssyni útgerðarstjóra og fleiri fjárfestum er að undirbúa byggingu stórs minkabús á Hafna- sandi, við Þorlákshöfn. Unnið er að breytingum á skipu- lagi til að hægt verði að heimila byggingu minkahúsanna. „Ég vona að það verði komið í gegn með vor- inu. Þá förum við að byggja,“ segir Stefán. Hann tekur fram að ágæt- lega líti út með fjármögnun verkefn- isins en áætlað er að stofnkostnaður fullbúins bús verði 1,5 milljarðar kr. Verð á minkaskinnum hefur snar- lækkað á heimsmarkaði í vetur. Þá verður að hafa í huga að síðustu árin hefur verð á minkaskinnum verið í sögulegu hámarki vegna aukinnar eftirspurnar frá Asíulöndum. Það hefur orðið til þess að heimsfram- leiðslan jókst stórlega og leiddi til of- framleiðslu. Næstbestu skinnin Danskir minkabændur sem fram- leiða heimsins bestu minkaskinn fengu að meðaltali verð sem svarar til 7.600 íslenskra króna fyrir skinnið á uppboði hjá Kopenhagen Fur í síð- ustu viku. Þeir telja sig geta vel unað við það því framleiðslukostnaður á skinn sé um 1.400 kr. lægri að jafn- aði. Danska verðið er um fjórðungi hærra en meðaltalið hjá öðrum þjóð- um. Íslenskir minkabændur framleiða næstbestu skinnin og fengu að með- altali 7.200 kr. fyrir skinnið, að sögn Björns Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Þótt framleiðslukostnaður hér hafi hækkað verulega, ekki síst vegna hækkunar á fóðri, er söluverðið enn heldur yfir framleiðslukostnaði. Tekur Björn þó fram að á þessu uppboði hafi eingöngu góð skinn ver- ið boðin upp og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta verð haldist þegar lakari og gölluð skinn komi inn í meðaltalið. Byggt í áföngum Stefán og félagar hyggjast stofna bú með 10 þúsund læðum en það yrði langstærsta minkabú landsins. Það verður byggt í fimm áföngum enda ekki hægt að fá nema ákveðinn fjölda góðra kynbótadýra á ári. Það getur verið kostur að stofna minkabú í niðursveiflu á markaði því verð lífdýra ræðst af skinnaverði. „Það er best að byrja þannig að frek- ar sé niður brekkuna að fara í upp- hafi heldur en að byrja neðst og fara á brattann,“ segir Stefán Halda ótrauðir áfram með stóra minkabúið  Söluverð minkaskinna enn yfir framleiðslukostnaði Morgunblaðið/Ómar Minkur Íslenskir minkabændur telja að vel megi lifa við meðalverðið sem fékkst fyrir skinnin á uppboðinu í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Andri Karl andri@mbl.is Lögmaður slitastjórnar Glitnis var við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun beðinn um að íhuga málatilbúnað alvarlega í skaðabótamáli sem höfðað var vegna lánveitingar til félagsins Stíms. Er það vegna þess að sér- stakur saksóknari hefur ákært að- eins einn af fimm stefndu í málinu vegna sömu lánveitingar. Slitastjórn Glitnis stefndi þeim Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Guðnýju Sigurðardóttur, fyrrverandi viðskiptastjóra bank- ans, og Jakobi Valgeiri Flosasyni og Þorleifi Stefáni Björnssyni, sem voru stjórnarmenn í Stími, en Þor- leifur var einnig framkvæmdastjóri félagsins. Í málinu er þess krafist að fimm- menningarnir greiði 366 milljónir króna sem eru eftirstöðvar láns upp á 725 milljónir króna sem Stími var veitt í janúar 2008. Stím var stofnað í nóvember árið 2007 og keypti hlutabréf í FL Group og Glitni fyrir tugi milljarða króna. Á þeim tíma var FL Group stærsti hluthafi Glitnis og átti Glitnir 32,5% í Stími. Lárus einn ákærður Við fyrirtökuna var á það bent að sérstakur saksóknari hefði gefið út ákæru í svonefndu Stíms-máli sem varðar einmitt lánveitingar Glitnis til Stíms. Þar á meðal ofangreinda lánveit- ingu en í þeim ákærulið er Lárus einn ákærður en nöfn annarra stefndu hvergi að finna. Þannig nefndi lögmaður Guðmundar Hjaltasonar að sérstakur saksókn- ari hefði gefið út aflátsbréf á hend- ur skjólstæðingi sínum og lagði fram yfirlýsingu þess efnis að hann yrði ekki ákærður fyrir umrædda lánveitingu. Lögmenn Jakobs og Þorleifs bentu þá á að skjólstæð- ingar þeirra höfðu ekki einu sinni stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingunni. Beindu þeir því til lögmanns slitastjórnar Glitnis að íhuga það í fullri alvöru að endurskoða mála- tilbúnaðinn í ljósi þess sem fram kemur í ákæru sérstaks saksókn- ara. Lögmaður Glitnis samþykkti að skoða málið út frá því sem fram kemur í ákæru í Stíms-málinu. Að því loknu var málinu frestað og næsta fyrirtaka ákveðin eftir fimm vikur. Vilja að málið verði fellt niður  Ákæra í Stím-máli gæti haft áhrif Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.