Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 31

Morgunblaðið - 19.02.2014, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 ✝ Guðrún JónaBergsdóttir fæddist á Berg- staðastræti 57 í Reykjavík 17. októ- ber 1921. Hún lést 31. janúar á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Bergur Pálsson skipstjóri, f. á Við- borði á Mýrum 30. mars 1874, d. 24. febrúar 1967, og seinni kona hans Mekkin Jónsdóttir, f. á Ímastöðum í Vaðlavík 1. desem- ber 1887, d. 12. ágúst 1955. Albróðir Guðrúnar Jónu var Jón Þórarinn Bergsson, f. 7. september 1923, d. 8. desember 2007. Systkini Guðrúnar Jónu sam- feðra voru Lára Bergmann Bergsdóttir, f. 26. febrúar 1906, d. 21. október 1887, og Helgi Magnús Bergsson, f. 25. janúar 1914, d. 23. ágúst 1978. Einnig átti Guðrún Jóna uppeld- isbróður og náfrænda, Ólaf Helga Guðmundsson, f. 7. jan- ember 1969, sonur hennar er Harper Andrés f. 16. nóvember 2002. 2) Bergljót Andrésdóttir f. 23. júní 1947. Barnsfaðir Frið- bert Páll Njálsson, f. 10. desem- ber 1940, d. 26. janúar 2003. Dóttir þeirra er Guðrún Anna Friðbertsdóttir Hoolboom. Maki Philip D.B. Hoolboom, börn þeirra eru: a) Lísa Marie f. 16. júní 1993. b) Matthew Friðbert, f. 8. febrúar 2001. c) Jonathan Bergur, f. 2. apríl 2005. Guðrún Jóna ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskól- ann og Kvennaskólann í Reykja- vík 1935-39. Hún lærði sauma- skap hjá Henny Ottosson kjólameistara. Eftir að uppeldi dætranna lauk fór hún að vinna utan heimilisins, fyrst á Birn- inum á Njálsgötu, síðan Farsótt- arhúsinu í Þingholtsstræti, Hjúkrunarkvennaskólanum og síðast í eldhúsi Borgarspítalans. Hún var trúnaðarmaður á vinnustað, sinnti félagsmálum í Starfsstúlknafélaginu Sókn og var um tíma í stjórn þess. Hún sótti félagsstarf aldraðra á Vest- urgötu 7. Eftir Guðrúnu liggur mikið af fallegri handavinnu. Síðustu tæp tvö ár dvaldi Guðrún á Litlu-Grund en síðustu tvær vikurnar á sjúkradeild. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.00. úar 1913, d. 11. des- ember 1976. Guðrún Jóna giftist 23. apríl 1940 Andrési Guðnasyni, f. á Vöðlum í Vaðlavík 6. október 1897, d. 27. júlí 1980. For- eldrar hans voru Guðni Þórarinsson, bóndi á Vöðlum í Vaðlavík, f. 19. jan- úar 1853, d. 8. desember 1934, og seinni kona hans Anna Hans- dóttir, f. 12. desember 1868, d. 1919. Dætur Guðrúnar Jónu og Andrésar eru: 1) Anna Jóhanna Andrésdóttir Fish, f. 26. desem- ber 1941. Maki James C. Fish, f. 26. október 1940, d. 18. ágúst 2013. Börn: a) Mekkin Jóhanna Decker, f. 13. október 1962, dóttir hennar er Johanna Anne Decker, f. 4. desember 1982. b) Lisa Carol Johnson, f. 17. janúar 1965. Maki Shawn Johnson, syn- ir þeirra eru Shawn Michael, f. 7. september 2000, og James Stewart, f. 24. desember 2003. c) Andrea Marjorie Fish, f. 23. nóv- Með einbeitni og hörku tókst mömmu að búa í húsinu þar sem hún fæddist þar til tveimur árum áður en hún dó. Ekki var kvartað, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að ganga upp og nið- ur stigana. Mamma var okkur stoð og stytta andlega og alltaf reiðubúin að veita af takmörk- uðum auði til að hjálpa börnum og barnabörnum. Við lærðum heiðarleik og staðfestu frá foreldrum okkar og að hjálpa öðrum ef hægt er án þess að búast við borgun. Hvíldu í friði mamma, við þökkum allt sem þú kenndir okkur til að búa okkur undir lífið. Anna Andrésdóttir Fish og Bergljót Andrésdóttir. Nú er hún amma okkar dáin eftir langa ævi. Erfitt er að hugsa til þess að koma til Ís- lands án þess að amma sé þar að taka á móti okkur opnum örmum. Ferðirnar til Íslands til að heimsækja afa og ömmu eru okkur öllum minnisstæðar. Við kynntumst mörgum ættingjum og tókum ástfóstri við land og þjóð. Amma og afi voru þol- inmóð og ástrík og alltaf tilbúin til að hlusta og gefa góð ráð. Aldrei byrjuðu jólin fyrr en búið var að taka upp pakkana frá afa og ömmu. Síðan fengum við hangikjöt og hrísgrjóna- graut með möndlu. Amma kom nokkrum sinnum að heimsækja okkur til Banda- ríkjanna og hafði gaman af. Amma var í Bandaríkjunum þegar Mekkin gifti sig og Lisa útskrifaðist úr skóla. Síðan fóru Lisa og amma saman til Nor- egs. Síðustu árin hennar ömmu voru sérstaklega erfið. Hún hafði að mestu misst sjónina og heyrnin var að gefa sig. Amma, sem hafði kennt okkur að hekla, prjóna og sauma út, gat nú lítið gert. Síðustu tvö árin var amma á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Starfs- fólkið allt og presturinn gerðu dvöl hennar þar ánægjulega. Henni var hjálpað að taka þátt í föndri sem hún hafði mikla ánægju af og bjó til margar fal- legar hálsfestar og armbönd. Hljóðbækur frá Blindravina- félaginu hjálpuðu til að stytta henni stundir. Amma var gjafmild og alltaf tilbúin að hjálpa börnum og barnabörnum ef til þurfti. Þrátt fyrir áratuga erfiða heilsu vegna læknisfræðilegra mis- taka var amma bjartsýn og glaðlynd. Guð blessi þig, amma, og lengi lifi minning þín. Mekkin Decker, Lisa Johnson og Andrea Fish. Ég minnist æsku minnar og samverustunda með Gunnu frænku sem bjó í húsinu númer 57 við Bergstaðastræti. Afi minn og Metta voru í risinu, móðurbróðir minn Jón og Sig- rún ásamt börnum sínum á hæðinni og svo móðursystir mín Gunna, sem alltaf gekk undir því nafni, ásamt Andrési og dætrum þeirra í kjallaran- um. Ævinlega tóku þessar fjöl- skyldur vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn og ég skokkaði á milli hæða. Hjá Gunnu var búr inn af eldhús- inu, þar var alltaf fullt af mat, slátur, síld, brauð og kæfa, ásamt ýmsu öðru góðgæti sem hún matbjó sjálf. Mér fannst þetta toppurinn á heimilishald- inu hjá henni. Gunna frænka átti líka ótrú- legt safn af útlenskum blöðum og munstrum sem ég hafði yndi af að skoða. Hún var líka svo viljug að sýna mér hvað hún ætti til. Hún kenndi mér ým- islegt varðandi prjón og út- saum sem ég er því miður búin að gleyma. Enda var ég þá á barnsaldri og hélt kunnáttunni ekki við. Eftir að ég fullorðnaðist og mig vantaði munstur eða hug- myndir að föndri var auðvelt að fara til Gunnu frænku og skoða safnið hennar. Yfirleitt fann ég það sem mig vantaði eða þá eitthvað annað sem mér fannst spennandi að takast á við. Nú seinni árin hafa ferðir mínar til hennar verið færri en áður. En alltaf hefur hún tekið vel á móti mér þegar ég hef komið. Að lokinni heimsókn sendi hún mig heim með súpu eða annað sem hún átti í frystinum. Sama búrið og á árum áður ásamt því að vera sami veitandi. Síðla sumars heimsótti ég hana á Grund. Hún lét vel af sér og sagði að það væri gott að vera þar þrátt fyrir að hún hefði viljað búa í húsinu sínu við Bergstaðastræti til æviloka. Nú er hún horfin af braut. Minning mín um æsku mína með henni er skemmtileg. Megi hún hvíla í friði. Öllum aðstand- endum hennar votta ég mína samúð. Gréta Óskarsdóttir. Guðrún Jóna Bergsdóttir ✝ Guðni Þorvald-ur Guðmunds- son fæddist 26. júlí 1938. Hann lést 29. janúar 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 8.10. 1900 í Reykjavík, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, d. 28.3. 1972, og Katrín Krist- mundsdóttir, húsfreyja frá Gýgjarhólskoti í Bisk- upstungum, f. 14.9. 1904, d. 25.3. 1963. Systkini Guðna Þor- valdar: Kristmundur Guð- mundsson, f. 23.8. 1933, Mar- grét Einara Bråathen, f. 8.8. 1935, d. 14.2. 2002, Guðrún Jóna Guðmunds- dóttir, f. 7.8. 1936, d. 26.7. 1939, Jón Guðmundsson, f. 12.3. 1945, d. 3.1. 2014, Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, f. 26.5. 1943. Guðni ólst upp í Þingholtunum í Reykjavík, lauk skyldunámi, fór að vinna ungur í Slippnum um tíma og starfaði í hálfa öld við fiskimjölsverk- smiðjuna að Kletti við Sund, síðar Faxamjöl á Granda í Reykjavík. Að ósk hins látna fór útför fram í kyrrþey frá Kotstrand- arkirkju í Ölfusi 8.2. 2014. Góður maður hefur kvatt þennan heim. Hann Guðni Þor- valdur Guðmundsson, Kamba- hrauni 21 í Hveragerði, lést 29. janúar sl. Oft er skammt stórra högga á milli. Má segja að þannig hagi til núna, sérstak- lega fyrir þá bræður Guðmund og Guðna Óskar Jónssyni en faðir þeirra, Jón Guðmundsson, bróðir Guðna Þorvaldar, varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. janúar sl. Sannarlega er hart að þeim vegið að missa bæði föður og kæran frænda á svo stuttum tíma. Þeir bræður, Guðni Þor- valdur og Jón voru alla tíð mjög samrýndir í lífinu og má segja að sú samheldni hafi haldist yf- ir í annan heim. Guðni átti heimili alla tíð hjá Jóni og Val- dísi Guðmundsdóttur konu hans, frá því að þau stofnuðu sitt heimili árið 1978. Hann var ókvæntur en sinnti fjölskyld- unni í Kambahrauni 21 með mikilli umhyggju, alúð og natni. Hann hafði gaman af matseld, eldaði og brasaði fyrir heimilið til margra ára. Hann lagði mikla rækt og hafði gott sam- band við systkini og fjölskyldur þeirra. Hann var mjög barn- góður maður og dekraði óspart við börn og unglinga sem hon- um tengdust, sérstaklega frændur sína, þá Gumma og Guðna Óskar. Guðni Þorvaldur var mjög geðgóður maður, já- kvæður, hreinn og beinn og lagði alltaf gott orð til manna og málefna. Slíkan eiginleika er gott að hafa og því ekkert skrýtið að mörgum væri hlýtt til hans. Hann hafði mikinn áhuga á að renna fyrir lax og silung og fór oft í slíka leið- angra áður fyrr, eins að grípa í skák þegar tækifæri gafst. Guðni vann alla tíð hörðum höndum enda þýddi lítið annað en bretta upp ermar og takast á við lífsbaráttuna. Hann vann um það bil 50 ár hjá fiskimjöls- verksmiðjunni að Kletti við Sund í Reykjavík, síðar Fax- amjöli á Granda. Hann var bón- góður, samviskusamur, vinnu- samur og ósérhlífinn við alla vinnu. Elsku Gummi, Guðni Óskar, Valdís og aðrir aðstandendur. Við Kalli sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir góð kynni, Guðni minn. Hvíl í friði. Vigdís Auður Guðmundsdóttir. Guðni Þorvaldur Guðmundsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Hjaltabakka 30, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. febrúar kl. 11.00. Einar Ingi Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason, Ása Magnúsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÓNSSONAR, Hveragerði. Jóna Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Hulda Jónsdóttir, Stefanía Gunnarsdóttir, Óskar Aðalbjarnarson, Hermína Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, UNNAR ZÓPHÓNÍASDÓTTUR sjúkraliða, Engjavegi 34, Selfossi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks sem annaðist hana á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Landspítalanum. Hákon Halldórsson, Heiðrún Hákonardóttir, Björn Þrastar Þórhallsson, Sverrir Hákonarson, Sigþrúður Inga Jónsdóttir, Hörður Hákonarson, Guðlaug Anna Gunnlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, ÖNNU RÚNAR SIGURRÓSARDÓTTUR. Rögnvaldur A. Hrólfsson, Elín Kristín Björnsdóttir, Gunnar S. Hrólfsson, Díana Oddsdóttir, Jónas S. Hrólfsson, Aðalheiður Guðjónsdóttir, Sigríður A. Hrólfsdóttir, Ingólfur Jón Sigurðsson og frændsystkin. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem vottuðu hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARITASAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Vörum í Garði. Þökkum sérstaklega starfsfólki D-deildar HSS og Heimahjúkrun fyrir yndislega umönnun og umhyggju, Knattspyrnufélaginu Víði, Kvenfélaginu Gefn, Slysavarnarfélaginu Unu, Útfararþjónustu Suðurnesja, séra Sigurði Grétari, kór, organista og einsöngvara. Guð blessi ykkur. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana V. Einarsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, bróðir og tengdasonur, ÓLAFUR KR. GUÐMUNDSSON framkvæmdastjóri, Lindasmára 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Guðný Helgadóttir, Guðmundur Pétur Ólafsson, Bjarney Anna Bjarnadóttir, Rakel Ýr Ólafsdóttir, Lloyd Hans McFetridge, Helga Kristín Ólafsdóttir. Afabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.