Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Kristinn Alþingi ESB-skýrsla Hagfræðistofnunar verður rædd á Alþingi í dag. Þing- menn fengu skýrsluna í hendur í gær og blaða hér nokkrir í henni. Guðmundur Magnússon Hallur Már Hallsson Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að margt áhugavert sé að finna í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um viðræðurnar við Evrópusambandið. Íslendingar geti dregið þá ályktun af skýrslunni að Evrópusambandið standi ekki í eig- inlegum samningaviðræðum við um- sóknarríkin, heldur sé gengið út frá því að þeir sem sækja um aðild hafi raunverulegan vilja til þess að kom- ast inn í sambandið. „Skýrslunni var ekki ætlað að segja inn eða út úr Evrópusamband- inu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði hana þó undir- strika skoðun sína um að Ísland ætti ekkert erindi í sambandið og að ekk- ert hefði breyst varðandi afstöðu gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu. Skýrslan var kynnt þingflokkum stjórnarinnar í fyrrakvöld og rædd í ríkisstjórn í gærmorgun. Hún var jafnframt birt á netinu. Umræður verða um hana á Alþingi síðdegis í dag og fylgir Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra henni þá úr hlaði. Engar varanlegar undanþágur Bjarni Benediktsson sagði í sam- tali við sjónvarp mbl.is í gær að í skýrslunni væri til dæmis að finna ágæta hagfræðilega úttekt á efna- hagslegum þáttum. Það skipti máli því margir tengi saman óstöðugleika í íslenskum efnahagsmálum og aðild að Evrópusambandinu. „Í skýrslunni er líka umfjöllun um möguleikann á varanlegum undan- þágum. Hún er allrar athygli verð, þar sem gerð er grein fyrir því að menn eigi ekki að vera með of miklar væntingar um að fá varanlegar undanþágur frá sambandskröfum. Það skiptir máli til dæmis í sjávar- útvegsmálum,“ sagði Bjarni. „Við höfum fengið nokkuð skýra vísbendingar frá kjósendum í þessu landi um það hvernig þeir vilja að haldið verði á þessum málum,“ sagði Bjarni ennfremur og vísaði til kosn- inganna í fyrravor og skoðanakann- ana sem sýna andstöðu þjóðarinnar við aðild að Evrópusambandinu. „Það hefur aldrei staðið til annað en að leggja þessa skýrslu sem við erum að gera hér fyrir þingið. Ég get ekkert gert með það þó einhverjir aðilar úti í bæ, hvort sem þeir heita Samtök atvinnulífsins eða ASÍ, séu að skrifa einhverjar aðrar skýrslur eða láta gera eitthvað slíkt. Það er bara ekki mitt mál.“ Þetta sagði Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar- innar, sem spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin ætlaði ekkert að horfa til skýrslu sem unnið væri að um Evrópumálin fyrir Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins við ákvörðun sína um framtíð umsókn- arinnar um inngöngu í Evrópu- sambandið.Vísaði Helgi þar til um- mæla Gunnars Braga í samtali við fjölmiðla í gær að sú skýrsla væri gerð fyrir stuðningsmenn sam- bandsins. Spurði hann hvort ekkert mark væri þá takandi á skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópumálin á þeim forsendum að hún hefði verið pöntuð af Gunnari sem væri andstæðingur inngöngu í Evrópusambandið. Gunnar Bragi kvað það ekki hans að ákveða hvað gert yrði við þá skýrslu sem unnin væri fyrir Samtök atvinnulífsins og ASÍ. Sagði hann enga ástæðu til að bíða með að taka skýrslu Hagfræðistofnunar til um- ræðu þar til hún lægi fyrir. Óbreytt afstaða til þjóðaratkvæðis  Margt áhugavert í skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-viðræðurnar, segir Bjarni Benediktsson  Ekki mitt mál að aðrir séu að láta gera skýrslur, segir Gunnar Bragi Sveinsson  Rætt á þingi í dag Bjarni Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Síðustu sýningar! „Ólafur Darri sýnir margar hliðar Hamlets af snilld” Sigurður G. Valgeirsson, -mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum utanríkisráðherra, telur brýnt að halda helst á lofti áliti Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Max- imiliums Conrads, lektors við HÍ, úr skýrslu Hag- fræðistofnunar. „Umsóknarríki geta náð fram lausn á brýnum hagsmunamálum í gegnum sérlausnir. Hann [Stefán] bendir meðal annars á að í aðildarviðræðum sín- um hafi Norðmenn fengið það í gegn að stýra sjálfir sín- um fiskveiðihagsmunum norðan 62. breiddarbaugs á meðan sjávarútvegur sé lífsnauðsynlegur fyrir hags- muni þeirra sem þar búi. Ég tel því að Íslendingar myndu einnig ná séríslensku fiskveiðistjórnunarsvæði umhverfis Ísland fram sem sérlausn. [...] Sjávarútvegur er dæmi um lífs- nauðsynlega hagsmuni fyrir Ísland. Það ástand mun vara um aldir alda. Stefán Már staðfestir með þessu að sú nálgun sem við fylgdum í viðræðun- um að sækjast ekki eftir varanlegum undanþágum, heldur sérlausnum í erfiðum málum eins og landbúnaði og sjávarútvegi er fær leið. Það tel ég að sé ein mikilvægasta niðurstaða þessarar skýrslu,“ segir Össur. Umsókn- arferli var gert strangara árið 2006 og sett í fastari skorður. Aðspurður hvort slíkt geri samanburð við aðstöðu Norðmanna þegar þeir sóttu um undanþágu ekki óheppilega telur Össur svo ekki vera. „Stefán undirstrikar að sérlausnir eru fær leið. Sömuleiðis segir hann svart á hvítu að eðli ESB er ekki eðli sambandsríkis og að Lissabon-sáttmálinn hafi ekki stjórn- arskrárígildi,“ segir Össur og telur hann það undirstrika fullveldi þjóða ESB og að þau geti farið með ákvörðunarvald í einstökum málaflokkum. vidar@mbl.is Mikilvægast að sérlausn sé fær Össur Skarphéðinsson „Þessi skýrsla virkar ágætlega á mig. Hún virðist vera ágætis innlegg í Evrópuumræðurnar eins og fleiri skýrslur sem komið hafa um þessi mál. Öll efnisleg um- ræða er af hinu góða,“ sagði Guðmundur Steingrímsson alþingismaður, leiðtogi Bjartrar framtíðar, þegar Morg- unblaðið leitaði álits hans á ESB-skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands. Guðmundur kvaðst ekki hafa haft tækifæri til þess frekar en aðrir þingmenn að lesa skýrsluna í heild. Hann ætti eftir að kynna sér betur efnistökin til að geta lagt mat á þau. „Ég tek eftir því að sumir eru að gera að því skóna að skýrslan sé rökstuðningur fyrir því að ekkert sé um að semja í aðildar- viðræðunum við Evrópusambandið. Það tel ég vera í grundvallaratriðum rangt. Ég vara eindregið við slíkum ályktunum. Um það eru fjölmörg dæmi að einstök ríki hafa náð fram undanþágum og sérlausnum í viðræðum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að það væri röng nálgun í málinu að gefa sér að af- staða viðsemjandans yrði niðurstaða í samningaviðræðunum. Allir við- urkenndu að Íslendingar hefðu mikla sérstöðu sem sjávarútvegsþjóð vegna landfræðilegrar legu og á þessa sérstöðu yrði að láta reyna en ekki gefa sér úrslitin fyrirfram. gudmundur@mbl.is Rangt að um ekkert sé að semja við ESB Guðmundur Steingrímsson Skannaðu kóð- ann til að sjá viðtal við fjár- málaráðherra. Skannaðu kóð- ann til að sjá viðtal við utan- ríkisráðherra. Nokkrir forystumenn og þingmenn stjórnaraandstöð- unnar á Alþingi lýstu í gær yfir óánægju með að efni úr ESB-skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans skyldi hafa verið lekið í fjölmiðla og birt þar í gær áður en þing- menn fengu að sjá hana. „Ef ríkisstjórnin vill tileinka sér betri samskipti væri t.d. hægt að senda þingmönnum skýrsluna en ekki bara fjölmiðlum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook-síðu sinni í gær. Formaður Samfylking- arinnar, Árni Páll Árnason, tók í sama streng. Kvaðst hann fyrst hafa lesið um skýrsluna í fjölmiðlum. „Við í stjórnarandstöðunni höfum ekkert séð og getum ekki tekið neinn þátt í efnislegri umræðu.“ Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi kvaðst Katrín Jakobsdóttir vilja gefa sér lengri tíma til að kynna sér skýrsluna áður en hún tjáði sig um hana efnislega. gudmundur@mbl.is Óánægja með leka úr ESB-skýrslu Katrín Jakobsdóttir Forsvarsmenn Samtaka eigenda sjávarjarða hafa skrifað Sigurði Inga Jóhannessyni, atvinnumála- ráðherra, bréf þar sem gagnrýnt er að hvorki fulltrúar né málsvarar eigenda sjávarjarða sitji í samninga- nefnd Íslendinga um makrílveiðar í Norður-Atlantshafi. Segir í bréfinu, að íslenska ríkið sé ekki eitt eigandi sjávarauðlind- arinnar við Ísland og hafi ekki eitt allan ráðstöfunarrétt yfir auðlind- inni. Eigendur sjávarjarða séu þar einnig hlutaðeigendur og er í bréf- inu m.a. vísað til álits Mannréttinda- dómstóls Evrópu því til staðfesting- ar. Í bréfinu segir síðan, að hvorki Sigurgeir Þorgeirsson, formaður ís- lensku samninganefndarinnar, né Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri LÍÚ, sem m.a. sitja í íslensku samninganefndinni, hafi umboð eða heimildir til að ræða alfarið veiðirétt makrílstofnsins í sjávarauðlindinni umhverfis Ísland. Þeir séu hvorki fulltrúar né málsvarar eigenda sjáv- arjarða. „Um fullkomið ábyrgðarleysi er að ræða að þeir séu í umboðslausum viðræðum og taki ákvarðanir á fundum með erlendum aðilum vegna hagsmuna í sjávarauðlindinni umhverfis Ísland án þess að hags- munaaðilar eignarréttinda séu nær- staddir,“ segir síðan í bréfinu, sem Ómar Antonsson, formaður samtak- anna, skrifar undir. Er sett fram sú ósk til ráðherra, að hann sjái til þess að látið verði af makrílviðræðum þar til réttir og löglegir aðilar hafa verið skipaðir í þær. Eigendur sjávarjarða vilja aðild að makrílviðræðum Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að maður sem rekur fyrirtæki, sem sérhæfir sig í aðstoð við vátrygg- ingafélög og viðskiptavini þeirra þegar umferðaróhöpp verða, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í saka- máli. Í því máli eru tveir menn ákærðir fyrir að hafa sett árekstur á svið, til að svíkja út bætur. Ákærðir fyrir að sviðsetja árekstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum dögum feng- ið ríflega 50 fíkniefnamál á borð til sín. Lagt hefur verið hald á amfeta- mín, e-töflur, kókaín og MDMA, svo dæmi séu tekin. Einkum eru það karlmenn á þrítugsaldri sem tengj- ast þessum málum, segir lögreglan. Yfir 50 fíkniefnamál til kasta lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.