Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.02.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sólveig Antonsdóttir dagforeldri er 53 ára í dag. Fædd 19. febr-úar árið 1961. Sólveig, eða Solla eins og hún er alltaf kölluð,hefur starfað sem dagforeldri í mörg ár ásamt móður sinni, Mörtu Hermannsdóttur sem verður áttræð í sumar. Sólveig segist vera ógurlega leiðinleg afmælismanneskja og það sé upp og ofan hvort hún geri eitthvað á afmælisdögunum sínum. „Núna geri ég ekkert á afmælisdaginn sjálfan annað en að vinna en um helgina verður haldið upp á það því þá kemur barnið mitt heim frá Svíþjóð. Ætli við förum ekki út að borða og gerum eitthvað sniðugt, jafnvel sláum upp fjölskyldumatarboði.“ Fimmtugsafmælisveisla Sollu er henni eftirminnileg. „Hanna systir hélt óvænta afmælisveislu fyrir mig og ég hafði ekki minnsta grun um hana. Mér var sagt að við værum að fara í leikhús en þegar ég kom til Hönnu voru allir þar og meira að segja sonur minn og tengdadóttir, Daníel og Louise, komu heim frá Svíþjóð. Ég vissi ekk- ert um það. Þetta var besta afmælisveisla sem ég hef upplifað.“ Þeir sem eru fæddir 19. febrúar lenda á mörkum stjörnumerkj- anna, eru annaðhvort vatnsberi eða fiskur en það er misjafnt eftir stjörnufræðingum hvorum megin þeir lenda. „Ég tel mig vera sitt lítið af hvoru, ætli ég hafi ekki fengið það besta úr báðum merkj- unum,“ segir Sólveig kankvís að lokum. ingveldur@mbl.is Sólveig Antonsdóttir er 53 ára Afmælisbarnið Sólveig Antonsdóttir, lengst til hægri, ásamt systk- inum sínum, Hönnu í miðjunni og Herði t.v. Antonsbörnum. Ógurlega leiðinleg afmælismanneskja Þessi ynd- islega og góða Kópa- vogsmær, Kolbrún Kemala, er 10 ára í dag. Ástarkveðja, mamma, Stulli og Ísak Darri. Árnað heilla 10 ára Sauðárkrókur Katrín Líf fæddist 17. júlí kl. 16.40. Hún vó 3925 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Jó- hanna Marín Óskarsdóttir og Vignir Már Sigurjónsson. Nýir borgarar Vestmannaeyjar Gunnar Karl fæddist 27. júní kl. 9.19. Hann vó 3500 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Salóme Huld Garðarsdóttir og Gunnar Magnússon. H örður fæddist í Reykjavík 19.2. 1954 og ólst fyrst upp í Smáíbúðarhverfinu en flutti með fjöl- skyldunni á Hornafjörð 1961. Hann var í barnaskóla í Nesjahreppi einn vetur og Hafnarskóla á Höfn. Hann flutti aftur til Reykjavíkur 1965, átti þá heima í Bústaðahverf- inu, var í Breiðagerðisskóla og Rétt- arholtsskóla, lauk landsprófi þar og stúdentsprófi frá MT 1974. Hörður var í sveit á sumrin frá átta ára aldri, fyrst á Miðskeri í Hornafirði til 1964, síðan í Hamars- seli í Hamarsfirði og vinnumaður á Búlandi í Austur-Landeyjum 1970. Á menntaskólaárum vann hann m.a. smíðavinnu með föður sínum og verkamannastörf hjá Blikksmiðju JBP 1971, vann við lagningu Búr- fellslínu II 1972, vann á traktor hjá Pípugerð Reykjavíkur 1973 og stundaði verslunarstörf hjá Bræðr- unum Ormsson hf. 1974. Hörður stundaði nám við lagadeild HÍ 1975-1978, útskrifaðist frá Lög- regluskólanum 1980 og stundaði nám í Police Staff College í Brams- hill í Englandi 1994. Hörður var lögregluþjónn í afleys- ingum 1976-77, varð fastráðinn lög- reglumaður 1977, rannsóknarlög- reglumaður frá 1980, starfaði hjá RLR frá 1981, varð lögreglufulltrúi 1984, aðstoðaryfirlögregluþjónn 1989, skrifstofustjóri hjá Ríkis- saksóknara 1991-92, yfirlög- regluþjónn hjá RLR 1992-97, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislög- reglustjóra 1997-98, og í Reykjavík frá 1998 -2007 og er aðstoðarlög- Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri – 60 ára Með eiginkonu og börnum Hörður og Sigríður ásamt börnunum sínum, Láru. Selmu og Hjalta. Lífsglaður lögreglumaður Nýgift Hörður og Sigríður, en þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli í haust. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Forsíðumerkingar Kjölmiðamerkingar V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.