Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 39

Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Fyrirgefningin í sinni marg-brotnu mynd er umfjöll-unarefnið í nýjasta sviðs-verki Þordísar Elvu Þorvaldsdóttur í uppsetningu Mála- myndahópsins. Verkefni höfundar er metnaðarfullt og mörgum áleitn- um spurningum er velt upp. Höf- undur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því það er óneit- anlega vandasamt að koma konsepti eða hugmyndafræði í leikrænan búning og skapa raunverulegt drama. Þá er hætt við að leikritið höfði fremur til vitsmuna áhorfenda en tilfinninga og reyndist það að nokkru raunin að þessu sinni. Ytri rammi verksins felst í kynn- ingu á fyrirtækinu Fyrirgefðu ehf. sem í nálægri framtíð selur lands- mönnum aflátsbréf og býður upp á hreina samvisku gegn gjaldi, en í heimi verksins hafa 95% Íslendinga farið í fyrirgefningarferli hjá Fyr- irgefðu ehf. Þó fyrirtækið sé tilbún- ingur af hálfu höfundar er óneit- anlega margt í orðræðunni sem vísar til almannatengla og annarra ímyndarspekinga samtímans og ádeilan er aldrei langt undan eins og sést t.d. skýrt í þjálfun fyrirtækisins á Pólitíkusi Stjórnmálasyni, leiknum af Árna Pétri Guðjónssyni, sem kúg- ast í hvert sinn sem hann þarf að taka sér orðið „fyrirgefðu“ í munn. Eftir smarta og hraða upphafs- kynningu eigenda fyrirtækisins er Eva, nýjasti starfsmaður fyrirtæk- isins, kynnt til sögunnar. Hún fær innsýn í lögmálið sem fyrirtækið starfar eftir sem byggist á því að fyrirgefning byggist ekki á iðrun brotamannsins heldur skilningi þess sem brotið var á. Þegar hún fer að lesa hinar ýmsu umsóknir fyrir fyr- irgefningarferlið birtast sögur um- sækjenda ljóslifandi á sviðinu og fyrr en varir verða skilin milli heima skemmtilega óljós. Leikararnir fjórir sem þátt taka í sýningunni bregða sér öll í þrjú til fjögur hlutverk og eru ýmist starfs- menn eða skjólstæðingar fyrirtæk- isins sem og umsækjendur. Skilin milli persónanna eru skýr og skipt- ingar oft ótrúlega snöggar. Þóra Karítas Árnadóttir gerði hinni góð- hjörtuðu Evu ágætisskil, hafði gott vald á kómískri tímasetningu í hlut- verki svikinnar eiginkonu og átti kraftmikla innkomu í rappflutningi eins umsækjanda, en því miður drukknaði textinn í tónlistinni. Víðir Guðmundsson var sannfærandi jafnt sem Daníel, hinn svali samstarfs- félagi Evu, sem og í hlutverki eigin- mannsins svikula, en þar átti hann m.a. kostulegt uppgjör án orða við föður sinn, sem Árni Pétur lék. Árni Pétur skilaði öðru föðurhlutverki í sýningunni mjög vel, en sá hafði sól- undað lífi sínu í neyslu með tilheyr- andi hörmungum fyrir aðstand- endur. Ragnheiður Steindórsdóttir var skemmtilega yfirveguð í hlut- verki Helgu, eins aðaleigenda fyr- irtækisins, og átti mjög fallega senu á móti Árna Pétri í hlutverki eldri hjóna þar sem eiginkonan glímdi við alvarleg elliglöp. Senan, sem var sú seinasta fyrir hlé, var afskaplega fal- leg og vel leikin, en samtímis of löng með þeim afleiðingum að tempó sýn- ingarinnar datt um of niður. Sýn- ingin var mun þéttari eftir hlé og þoldi betur þau uppbrot á meginsög- unni sem boðið var upp á. Öll umgjörð sýningarinnar, hvort heldur snýr að búningum, leikmynd, ljósum eða vídeólist var sérlega vel af hendi leyst. Bæði búningar og leikmynd vísaði með skemmtilegum hætti til framtíðarinnar. Leik- myndin samanstóð m.a. af fjórum, háum færanlegum flekum sem ann- ars vegar mynduðu hillur fullar af möppum með umsóknum um að komast í fyrirgefningarferli og hins vegar reyndust búa yfir huldum heimi. Skemmtileg notkun lita í lýs- ingunni ýtti bæði undir stemninguna og afmarkaði ólík leikrými. Hljóð- myndin var áhrifamikil þegar á þurfti að halda en gerði leikurum stundum óþarflega erfitt fyrir að drífa yfir hljómteppið sem lá yfir mestalla sýninguna. Þórdís Elva þreytir frumraun sína sem leikstjóri í Fyrirgefðu ehf. og gerir það með ágætum. Það er ávallt tvíbent að leikstýra eigin verki. Kosturinn felst í því að höfundur getur miðlað sinni sýn svo að segja alla leið. Vandasamara getur hins vegar reynst að gera nauðsynlegar styttingar á leiktextanum til hags- bóta fyrir heildarútkomuna, eins og fyrrnefnd lokasenda fyrir hlé er til merkis um. Sýning Málamynda- hópsins býður ekki upp á neinar auðveldar lausnir, en vekur áhorf- endur til umhugsunar um hvað felist í fyrirgefningunni og hvort raun- verulega sé hægt að fyrirgefa allt. Ljósmynd/Birta Rán Lausn „Sýning Málamyndahópsins býður ekki upp á neinar auðveldar lausnir, en vekur áhorfendur til umhugsunar um hvað felist í fyrirgefningunni og hvort raunverulega sé hægt að fyrirgefa allt,“ segir m.a. í rýni. Tjarnarbíó Fyrirgefðu ehf. bbbnn Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur í leik- stjórn höfundar. Sviðsmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson. Búningahönnun: Eleni Pod- ara. Tónlist: Jarþrúður Karlsdóttir. Víd- eólist: Halla Kristín Einarsdóttir. Sviðs- hreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir. Grafískur hönnuður: Aðalbjörg Þórðardóttir. Leik- arar: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheið- ur Steindórsdóttir, Víðir Guðmundsson og Þóra Karítas Árnadóttir. Frumsýning 14. febrúar 2014. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Er hægt að fyrirgefa allt? Dómnefnd og almenningur voru sammála um ágæti lagsins „Enga fordóma“ með hljómsveitinni Polla- pönki sem sl. laugardag var valið framlag Íslands í Eurovision. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV voru Pollapönks-menn afger- andi sigurvegarar keppninnar. „Þeir voru efstir á öllum víg- stöðvum; í símakosningu und- ankeppninnar, í fyrri símakosningu og hjá dómnefnd á úrslitakvöldinu, sem og í lokaeinvíginu sem var al- farið í höndum almennings,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Bestir Pollapönk með „Enga fordóma“. Efstir hjá bæði dómnefnd og þjóð Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 frums Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Þri 11/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Mið 12/3 kl. 20:00 2.k Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fim 13/3 kl. 20:00 3.k Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta Hamlet (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 lokas Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet. Lokasýningar Óskasteinar (Nýja sviðið) Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 15/3 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 16/3 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Mið 19/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00 Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Lau 22/3 kl. 20:00 Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Sun 23/3 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Fim 13/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 19/2 kl. 10:00 Mið 19/2 kl. 13:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 11:30 Sun 23/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Óskasteinar –★★★★- EGG, Fbl HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ENGLAR ALHEIMSINS – ★★★★★ „Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Sun 30/3 kl. 19:30 lokas Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fim 20/2 kl. 19:30 Fors. Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 13.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 20/2 kl. 20:00 22.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lúkas (Aðalsalur) Þri 25/2 kl. 20:00 Aukasýning Mið 5/3 kl. 20:00 Aukasýning Sun 9/3 kl. 20:00 Aukasýning SÍÐUSTU SÝNINGAR Trúðanámskeið (Aðalsalur) Mán 10/3 kl. 18:00 Þri 11/3 kl. 18:00 Mið 12/3 kl. 18:00 Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 23/2 kl. 15:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 27/2 kl. 20:00 Fim 13/3 kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur) Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00 Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur) Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.