Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 25

Morgunblaðið - 19.02.2014, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari!Baráttan gegnkrabbameini er lang- tímaverkefni. Í ár benda Alþjóðasamtök krabbameinsfélaga á að umræðan um krabba- mein er oft á villigötum, og hvernig sú staða get- ur dregið úr áhrifum krabbameinsvarna. Nú í ár eru fjórar bábiljur sérstaklega til skoðunar víða um lönd, þ.e. að óþarft sé að ræða um krabbamein, að krabbamein séu allt- af einkennalaus, að krabbamein séu ólæknandi og að við eigum ekki rétt á meðferð við krabbameinum (sjá http://www.worldcancerday.org/.) Hér á eftir er varpað ljósi á hvernig þessar staðhæfingar standast ekki, og eru tekin dæmi af ristilkrabba- meinum til skýringar við hverja bá- bilju. Óþarft er að ræða um krabbamein Eitt af vandamálunum tengd rist- ilkrabbameini er að mörgum finnst óþægilegt að ræða það. Á það bæði við um einstaklinga sem hafa ein- kenni frá neðri hluta meltingarvegar og allan almenning. Opinská, opinber umræða er því vel til þess fallin að auka árangur í baráttunni gegn rist- ilkrabbameini. Krabbameinsfélagið hyggst leggja mikla áherslu á þennan þátt á árinu. Ristilkrabbamein geta verið ein- kennalaus eða lítil framan af sjúk- dómsferlinu, en fyrstu einkenni geta verið almennur slappleiki, breyttar hægðavenjur, tilfinning um að ristill- inn sé ekki tæmdur og/eða blóð í hægðum. Mjög mikilvægt er að vera á varðbergi fyrir þessum einkennum og leita þá strax læknis. Finna má vísbendingar um krabbamenið, t.d. með hægðaprufum, en best er að finna breytingar með ristilspeglun áður en þær verða að krabbameinum. Krabbameinsfélagið berst fyrir því að skipulögð hópleit að ristilkrabba- meini verði hafin á Íslandi auk þess sem fræðsla og árvekni verði aukin. Hópleit má gera með því að skima fyrir leyndu blóði í hægðum eða með ristilspeglun. Best er að finna og meðhöndla forstigs æxlisbreytingar, svokallaða sepa, með ristilspeglun áð- ur en þær verða hugsanlega að krabbameini. Þriðja bábiljan er að krabbamein séu ólæknandi. Tölur frá Krabba- meinsskránni sýna batnandi lífslíkur í mörgum krabbameinum; krabba- mein eru sjúkdómar en ekki dauða- dómur. Um 130 ristilkrabbamein greinast ár hvert að meðaltali hér á landi, en um 60% af þeim læknast. Unnt er að gera mun betur, með hóp- leit, fræðslu og fleiru. Greina má vefj- abreytingar, áður en þær þróast yfir í krabbamein. Það er því nokkur sér- staða ristilkrabbameins, að koma má í veg fyrir sjúkdóminn, greinist hann á þessu forstigi. Það má því vænt- anlega bæta stöðuna varðandi þetta krabbamein meira en flest ef ekki öll önnur nú um stundir. Krabbameins- félag Íslands hefur boðið stjórnvöld- um að leggja sitt af mörkum til að ná betri árangri í þessu efni. Fjórða bábiljan fjallar um rétt okk- ar til meðferðar. Við eigum öll rétt á meðferð við krabbameinum, og það gildir líka um krabbamein í ristli. Ár- angur meðferðar ræðst mjög af því á hvaða stigi meinið greinist. Meðferð miðast við útbreiðslu meinsins og verður erfiðari eftir því sem út- breiðslustig þess er hærra. Við eigum því rétt á meðferð um leið og meinið greinist. Krabbameinsfélag Íslands berst fyrir réttindum sjúklinga og hagsmunum þeirra, en Ristilfélagið og Stómasamtök Íslands eru stuðn- ingshópar innan Krabbameinsfélags- ins sem láta sig þau mál sérstaklega varða. Á þessu ári leggur Krabbameins- félag Íslands sérstaka áherslu á rist- ilkrabbamein og kallar eftir samstarfi við alla þá sem eitthvað geta lagt af mörkum við að kveða niður bábiljur um þennan sjúkdóm, bábiljur, sem geta valdið miklum skaða. Bábiljur um krabbamein Eftir Ragnheiði Haraldsdóttur og Sigríði Snæbjörnsdóttur » Opinská, opinber umræða er því vel til þess fallin að auka ár- angur í baráttunni gegn ristilkrabbameini. Ragnheiður Haraldsdóttir Ragnheiður er forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands og Sigríður er verkefnastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Sigríður Snæbjörnsdóttir „Kontóristi, – gemen kontóristi“ á Jónas frá Hriflu að hafa tautað þegar hann las blaða- grein eftir flokksbróður sinn og þáverandi ráð- herra. Jónas þessi var umdeildur stjórn- málamaður á sínum tíma og er jafnvel enn, en hann áttaði sig á því að hann var stjórn- málamaður og sem slík- ur þá var honum nokkurn veginn sama hvort kontóristinn í fjár- málaráðuneytinu ætti náðuga daga við afstemmingarnar sínar eða ekki. Enn og aftur skýtur upp kollinum gamalkunnug umræða um „eyrna- merkta“ tekjustofna og að þessu sinni frá fjárlaganefnd í líki frumvarps til laga. Fyrir þá sem í dagsins önn hafa ekki náð að kynna sér hvað „eyrna- merktur“ tekjustofn er, þá er það tekjustofn sem er hugsaður og ætl- aður til þess að fjármagna ákveðna þjónustu eða tiltekið verk. Þessi gjöld eru stundum líka nefnd þjón- ustugjöld – þ.e. gjöld fyrir veitta þjónustu. Þessi tilhögun hefur lengi verið þyrnir í augum kontórista í fjár- málaráðuneytinu og þeirra stjórn- málamanna sem hafa valið auðveldu leiðina í stjórnsýslu og skilja einfald- lega ekki hlutverk sitt sem stjórn- málamanna. Ef öll umsýsla ríkisins er á einni hendi og öll viðfangsefni ríkisins eru sett undir fjárlög, þá er nefnilega svo auðvelt að stjórna. Þeim sem eiga að bera ábyrgð á viðkomandi málaflokk- um ríkisins er tilkynnt eftir á að fjár- veitingar hafi verið skornar niður og það sé orðinn hlutur, ákvörðun sem verði ekki breytt – lög eru lög, sér- staklega fjárlög. Eftir því sem meira fjármagn fer sjálfkrafa um hendur stjórnmálamanna fer meira fjármagn til spillis, – það er staðreynd sem er ekki líkleg til að breytast. Gjöldin, þjónustugjöldin, verða bara skattar og það er algerlega óvíst þegar þú, lesandi góður, greiðir fyrir afnot af þjóðvegunum – næst þegar þú stað- greiðir bensínið þitt – að það fé renni óskipt til samgöngumála eins og til er ætlast. Nú er það svo að mörg viðfangsefni stofnana ríkisins ná yfir lengri tíma – jafnvel mörg ár, til dæmis ýmis vöktunar- og þróun- arverkefni. Þetta er hægt, vegna þess að viðkomandi stofnun veit nokkurn veginn hvað hún hefur í tekjur næstu árin. Ef hún er undir fjár- lögum getur það vel gerst og hefur ítrekað gerst, að byrjað er á ein- hverju sem er svo ekki hægt að klára vegna þess að fjárveiting var einfald- lega afnumin til þess að loka ein- hverju fjárlagagatinu í óræðri fram- tíð Íslands. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga þá eykst miðstýring og íslensk stjórnmál færast einu skrefinu nær gamla sovétinu. Dreifing valds minnkar og ábyrgð stjórnenda stofn- ana ríkisins minnkar líka – hin gam- alkunnu viðkvæði „það er ekki á áætl- un“ eða þá „þú verður að ræða við þingmenn um það…“ munu heyrast oftar. Lýðræði mun þvert ofan í góð- an ásetning fjárlaganefndar einfald- lega minnka, – miðstýring aukast. Svo vitnað sé í greinargerð með frumvarpinu þá segir: Frumvarpinu er ekki ætlað að skerða framlög til stofnananna sem við eiga. Þær fái beint framlag úr ríkissjóði jafnhátt áætluðum tekjum. Tilv. lýkur. Hvaða dauðans einfeldningur ætti að trúa því? Eyrnamerktir tekjustofnar – þjónustugjöld Eftir Dag Jónsson »Ef öll umsýsla rík- isins er á einni hendi og öll viðfangsefni rík- isins eru sett undir fjár- lög, þá er nefnilega svo auðvelt að stjórna … Dagur Jónsson Höfundur er skógarbóndi í Ísafjarðardjúpi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.