Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjárfestingafélagið Skuggi 3 ehf. og Ístak undirrituðu í gær samning um að verktakafyrirtækið tæki að sér byggingu 11 og 18 hæða turna í Skuggahverfinu. Að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra Skugga 3 ehf., hefst með þessu þriðji og lokaáfangi að uppbyggingu hverfisins. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er 1,7 milljarðar króna. Í heild verða 76 íbúðir í turnunum. Þar af verða 35 íbúðir í 11 hæða turn- inum en 41 í stærri turninum. Fram- kvæmdir hefjast í dag en áætluð verklok á lægri turninum verða haustið 2015 en á hærri turninum ári síðar. Að sögn Hilmars verða 50 manns við störf á vegum Ístaks við bygginguna þegar mest lætur. Þá munu rúmlega 100 manns á vegum Skugga3 starfa við frágang innan- húss þegar þar að kemur. Áætla má að söluverðmæti íbúð- anna sé um fimm milljarðar króna en þetta er stærsta einstaka fram- kvæmd á íbúðamarkaði frá efna- hagshruni árið 2008. Íbúðirnar eru flestar á milli 80-100 fermetrar að stærð. Algengast er að fjórar íbúðir verði á hverri hæð í lægri turninum en tvær í hærri turn- inum. Hilmar segir nokkurn verð- mun á íbúðunum eftir því á hvaða hæð þær eru. Því hærra sem þær eru því dýrari. Dýrustu og eftirsóttustu íbúðirnar eru á efstu hæðunum.  Skuggi 3 samdi við Ístak 1,7 milljarða króna framkvæmd Ístak byggir háhýs- in í Skuggahverfi Skuggahverfi Turnarnir tveir sem munu rísa á næstu mánuðum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Meirihluti Besta flokks, Samfylk- ingar auk fulltrúa VG í borgarstjórn höfnuðu í gær tillögu Sjálfstæðis- flokks um aukna aðkomu foreldra að ráðningu skólastjóra í grunnskóla. Í tillögunni er lagt til að stjórn viðkomandi for- eldrafélags fái kost á að kynna sér helstu upp- lýsingar um um- sækjendur og hitta þá til að kynnast sýn þeirra á starfið. Jafnframt að stjórn foreldrafélagsins geti efnt til opins fundar foreldra, þar sem um- sækjendum sem fullnægja kröfum til starfsins, verði gefinn kostur á að kynna sig og stefnumál sín. Í fram- haldi af slíkum fundi sé stjórn við- komandi foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla- og frístunda- ráðs með áliti um hver umsækjenda sé hæfastur. Í framhaldinu yrði stjórn viðkomandi foreldrafélags heimilt að skila umsögn til skóla og frístundaráðs með áliti um hver um- sækjenda sé hæfastur. Einnig er til- greint að þó að foreldrar myndu ekki mæla með einstökum umsækj- anda þá gæti foreldrafélag komið á framfæri þeim ábendingum sem það teldi æskilegt að hafa í fyrirrúmi í skólastarfi. Eftir sem áður myndi skóla- og frístundaráð bera ábyrgð á ráðningu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir að hugmyndin sé að erlendri fyrirmynd. „Ég er algjörlega sann- færður um að þetta myndi auka að- komu foreldra að skólastarfi og þó að þeir myndu ekki hafa ákvörð- unarvaldið þá er ég viss um að þeir yrðu sáttari við skólastarfið,“ segir Kjartan. Málið var tekið fyrir í skóla- og frístundaráði. „Starfshópur var skipaður um málið og við fengum ekki aðild að honum[...] Í niðurstöðu hans var látið sem svo að þarna væri verið að taka risastórt skref,“ segir Kjartan. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs, eða Jón Gnarr borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Aðkomu for- eldra hafnað Kjartan Magnússon  Koma ekki að ráðningu skólastjóra Ingveldur Geirsdóttir Viðar Guðjónsson Þrír Íslendingar, fæddir 1914, eiga 100 ára afmæli í þessari viku. Helga Lárusdóttir varð 100 ára síðasta mánudag, 17. febrúar. Hún dvelur nú á Hrafnistu en bjó lengst af í Lambanesi í Saurbæ í Dalasýslu ásamt manni sínum, Jóhannesi V. Jensen. Þau eignuðust þrjú börn. Í gær varð Kristín Kristvarðs- dóttir 100 ára. Maki Kristínar var Erlingur Þorkelsson, vélstjóri í Reykjavík, og þau eignuðust fjögur börn. Kristín dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði og er við ágæta heilsu en hún tók meðal annars þátt í Kvennahlaupinu 2012, þá 98 ára. Á föstudaginn, 21. febrúar, verður svo Hólm Kr. Dýrfjörð 100 ára. Líklega ekki einsdæmi Líklega er það ekki einsdæmi að þrír verði hundrað ára í sömu vik- unni en samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti Facebook-síðu um langlífi, hefur það komið fyrir nokkrum sinnum að tveir hafi náð hundrað ára aldri sama daginn, síðast í júní 2013. Jónas segir tilviljun ráða því hvernig þessi stórafmæli dreifast á mánuðina. Næst verður einn 100 ára í apríl og þarnæst einn í júlí en síðan enginn fyrr en í haust. Jónasi finnst aftur á móti athyglisvert hvernig langlífi virðist liggja í ættum. „Fimm af þeim tæplega fjörutíu Íslend- ingum sem nú eru hundrað ára eða eldri hafa átt systkini sem urðu hundrað ára. Þá verða makar þeirra sem ná 100 árunum stundum líka há- aldraðir. Þetta styður það sem fræðimenn hafa sagt að langlífi sé samspil erfða og umhverfis.“ Jónas segir að það sé stundum ótrúlegt að sumir nái svona háum aldri þegar lífshlaup þeirra er skoð- að. Þetta sé oft fólk sem fæðist í mik- illi fátækt og striti alla ævi. „Það er mikið spunnið í þetta fólk, það er lík- amlega sterkt, öflugt og hefur kom- ist í gegnum ýmsa erfiðleika.“ Í lok vikunnar verða 37 Íslend- ingar 100 ára og eldri, ef ekkert breytist. Þakkar regluseminni aldurinn Kristín Kristvarðsdóttir hélt upp á daginn ásamt margmenni í veislu henni til heiðurs þar sem fjölmargir afkomendur voru samankomnir. Hún þakkar regluseminni fyrir langlífið. „Ég hef lifað heilbrigðu lífi,“ segir Kristín. Hún segir margt standa upp úr á ævinni og tiltekur sérstaklega þegar Bretarnir gengu hér á land í seinna stríði. „Við vorum vakin upp hjónin. Það var voðalegt að sjá þetta þegar þeir byrjuðu að marsera eftir götunni. Ég var ekk- ert hrædd. Maður bjóst bara við öllu. Þannig voru þessir tímar,“ segir Kristín við Morgunblaðið. Þrír eiga hundrað ára afmæli í vikunni  Í lok vikunnar verða 37 Íslendingar 100 ára og eldri Morgunblaðið/Ómar 100 ára Kristín Kristvarðsdóttir ásamt sonum sínum fjórum, sem allir eru verkfræðingar og eru Erlingssynir. Kristín situr á milli Agnars (t.v.) og Þorkels. Fyrir ofan standandi eru þeir Ólafur (t.v.) og Kristinn. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Landsnet tók í gær í notkun nýtt launaflsvirki á Klafastöðum við Grundartanga. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gang- setti virkið en þetta er stærsta ein- staka verkefni Landsnets á liðnum árum. Nam heildarkostnaðurinn rúmum tveimur milljörðum króna. Hið svonefnda launaflsvirki mun bæta verulega rekstur raforku- flutnings Landsnets, auka afhend- ingaröryggi og gera fyrirtækinu kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið, segir í til- kynningu. Tveir stórir notendur, Norðurál og Elkem Íslandi, eru tengdir við kerfið, auk fjölda annarra fyrirtækja. Grundartangi Launaflsvirki Landsnets var gangsett í gær með viðhöfn. Tveggja milljarða verkefni Landsnets Sigurður Ingi Jó- hannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur að fenginni til- lögu frá ráð- gjafarnefnd um inn- og útflutn- ing landbún- aðarvara ákveð- ið að úthluta ekki viðbótar- tollkvótum fyrir áformaðan innflutning Haga á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur líf- rænum kjúklingi. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessa ákvörðun koma á óvart. Hann segir forsvarsmenn Haga munu fara yfir málið með lög- mönnum fyrirtækisins. „Við erum ósáttir við niðurstöð- una og við munum halda áfram með málið, því það er augljóst að stjórn- valdið er að fara í manngreiningar- álit,“ sagði Finnur og vísaði til undanþágu Mjólkursamsölunnar. Ósáttur við ákvörð- un um að leyfa ekki viðbótartollkvóta Finnur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.